Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, sem verið hefur í opinberri heim- sókn í Kanada, kveðst hafa átt gagn- legar viðræður við Robert Thiebault, sjávarútvegsráðherra landsins, sl. þriðjudag. Heimsókn Halldórs lauk í gærkvöld og heldur hann heimleiðis á morgun. Auk Halldórs ræddi Einar K. Guð- finnsson, formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, sem er með í för, við kanadíska sjávarútvegsráðherr- ann. Halldór sagði Einar hafa gert skýra grein fyrir afstöðu og stefnu Íslendinga í sjávarútvegsmálum og að á fundinum hafi verið farið yfir málefni er vörðuðu bæði löndin. Einnig ræddi Einar við formann sjávarútvegsnefndar kanadíska þingsins. Í fyrradag var Halldór í Calgary og þar tóku m.a. á móti honum Vest- ur-Íslendingar í Íslendingafélaginu Leifi Eiríkssyni. Einnig hélt Halldór til Markerville þar sem hann skoðaði hús Stephans G. Stephanssonar og hitti sonarson hans, Edwin. Þar skoð- aði hann einnig rjómabú sem Stepan G. átti m.a. frumkvæði að því að reisa ásamt öðrum Íslendingum og er það í dag safn. Í gær var Halldór kominn til Klettafjalla sem hann sagði skemmti- lega tilbreytingu eftir að hafa ferðast um sléttur Kanada. Halldór sagði það vera kjördæmi forseta öldungadeild- ar kanadíska þingsins, Daniel Hays. Lauk heimsókninni þar í gær á kvöld- verðarboði hans. Gagnlegar viðræður við sjávarútvegsráðherrann Ljósmynd/Karl E. Torfason Í móttöku hjá Íslendingafélaginu Leifi Eiríkssyni í Calgary. Í miðið eru Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og kona hans, Kristrún Eymunds- dóttir, til vinstri eru sendiherrahjónin Anna Birgis og Hjálmar W. Hannesson, og til hægri fulltrúar Íslendingafélagsins, Gwen Mann, fyrr- verandi formaður félagsins, og Margaret Grisdale formaður. Opinberri heimsókn Halldórs Blöndal til Kanada lauk í gær Á ÞESSU ári hafa orðið tólf bana- slys í umferðinni en á sama tíma í fyrra voru þau sjö, að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, en umferðarátak á vegum félagsins og Umferðarráðs hófst í gær. Átakið ber heitið Brosum allan hringinn og miðar að því að bæta umferðaröryggi og fækka slysum í sumar. „Okkur þótti nóg um í fyrra en staðan nú er orðin mjög alvarleg og við verðum að gera betur til að fækka slysum,“ segir Jón. Umferðarfulltrúi í hverjum landshluta Sex umferðarfulltrúar munu starfa í tengslum við átakið vítt og breytt um landið og verða þeir tengiliðir almennings við opinber- ar stofnanir á hverjum stað eins og lögreglu og vegagerð, að sögn Jóns. „Hinn almenni vegfarandi mun þannig geta haft samband við fulltrúann í sínum landshluta og komið með ábendingar um það sem betur má fara í umferðinni, þeir munu síðan koma öllum góð- um ábendingum til réttra aðila,“ segir Jón. Auk umferðarfulltrú- anna verður rekið öflugt kynning- arstarf þar sem athyglinni verði fyrst um sinn beint að of miklum hraða í umferðinni og afleiðingum hans, að sögn Jóns. Umferðarfulltrúarnir verða á ferðinni í þrjá mánuði og lánar Ingvar Helgason hf. sex bifreiðar til verkefnisins, Olís gefur bensín á bílana og Sjóvá-Almennar hf. gefa tryggingarnar.                         !                             Umferðarátak sumarsins hafið Tólf banaslys það sem af er árinu SÍÐASTI fundur borgarstjórnar Reykjavíkur á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í Ráðhúsinu í gær, en á fundinum vakti Inga Jóna Þórð- ardóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, máls á væntan- legri auglýsingu um deiliskipulag Norðlingaholts, sem samþykkt var á borgarráðsfundi 4. júní síðastliðinn. Inga Jóna gerði grein fyrir at- hugasemdum Sjálfstæðisflokks vegna deiliskipulagstillögunnar, en hún sagði ljóst að á síðasta stigi vinnslu skipulagsins hafi íbúðum fjölgað mjög, og benti hún á að í drögum sem gerð voru í lok síðasta árs hafi verið gert ráð fyrir 27,2 íbúð- um á hektara nettó, en deiliskipulag- stillagan nú geri ráð fyrir 1.100 íbúð- um og þéttleika upp á 46,4 íbúðir á hektara nettó. „Þéttleiki byggðarinnar er aukinn mjög verulega og við það erum við sjálfstæðismenn mjög ósáttir. Við teljum að það sé alveg á mörkunum að þessi staður þoli þennan þétt- leika,“ sagði Inga Jóna. Hún benti á að hér væri um að ræða mjög þétta byggð á viðkvæmu svæði sem jafn- framt sé sprungusvæði. Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi R-lista og formaður skipu- lags- og byggingarnefndar, benti á að Norðlingaholt hafi um langt skeið verið íbúasvæði í aðalskipulagi. Hann gerði athugasemd við staðhæf- ingu Ingu Jónu um að þéttleiki vænt- anlegrar byggðar á Norðlingaholti hafi verið aukinn á síðustu stigum málsins. Sagði Árni Þór að við skipu- lag Norðlingaholts hafi alltaf verið gert ráð fyrir á bilinu 1.000 til jafnvel allt að 1.600 íbúðum. Nefnd endurskoðar laun borgarfulltrúa Á fundinum var rætt stuttlega um ákvörðun borgarráðs frá 4. júní um að skipuð verði nefnd til að endur- skoða launakerfi borgarfulltrúa. Markmið endurskoðunarinnar er að borgarfulltrúar taki föst laun fyrir störf sín sem verði ákveðið hlutfall af þingfararkaupi auk sérstaks álags fyrir setu í borgarráði og for- mennsku í nefndum. Lýstu fulltrúar R-lista og D-lista yfir ánægju með þessa ákvörðun og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að hún teldi hyggilegt að endurskoða launakerfi borgarfull- trúa. Tillagan eigi ekki að hafa áhrif á heildarlaunakostnað. Þökkuðu ánægjulegt samstarf Nokkrir borgarfulltrúar láta nú af störfum í borgarstjórn; þau Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sig- urðardóttir og Júlíus Vífill Ingvars- son fyrir Sjálfstæðisflokk og Helgi Hjörvar, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Anna Geirsdóttir og Hrannar B. Arnarsson fyrir Reykjavíkurlistann. Inga Jóna Þórð- ardóttir sagði að með setu sinni í borgarstjórn teldi hún sig hafa sinnt skyldum sínum í að veita meirihluta borgarstjórnar aðhald og þakkaði borgarfulltrúum og starfsfólki Reykjavíkurborgar samstarfið, en Inga Jóna hefur verið borgarfulltrúi frá 1994. Sigrún Magnúsdóttir R-lista kvaddi sér einnig hljóðs en hún lætur nú af störfum í borgarstjórn eftir 20 ára setu, bæði sem fulltrúi minni- hluta og meirihluta. Í máli Sigrúnar kom fram að henni hafi þótt ólíkt skemmtilegra að starfa í meirihluta og geta þar með hrint góðum hug- myndum strax í framkvæmd. Morgunblaðið/Arnaldur Inga Jóna Þórðardóttir tekur til máls á síðasta fundi borgarstjórnar á kjörtímabilinu sem var að ljúka. Síðasti fundur borgarstjórnar á kjörtímabilinu Deilt um þéttleika byggðar í Norðlingaholti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Félags íslenskra heimilislækna þess efnis að úrskurð- ur kjaranefndar verði felldur úr gildi. Málið varðaði það hvort útgáfa læknisvottorða teljist falla undir að- alstarf heilsugæslulækna, líkt og úr- skurður kjaranefndar kveður á um, eða hvort um sé að ræða aukastarf, sem heimilislæknar skuli fá sérstak- lega greitt fyrir frá þeim sem biðja um vottorðin. Félagið stefndi Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins Dómurinn styður það álit kjara- nefndar að læknisvottorðagjöf sé lið- ur í almennri þjónustu heilsugæslu- lækna. Dómurinn lítur svo á að andmælaréttur hafi ekki verið brot- inn á stefnanda og ekki beri því að ógilda úrskurð kjaranefndar. Ekki sérstak- lega greitt fyrir útgáfu lækn- isvottorða AFL fjárfestingarfélag hf. keypti í gær hlutabréf í sjáv- arútvegfyrirtækinu Þorbirni Fiskanes hf. fyrir tæpar 223 milljónir króna að nafnvirði. Seljendur bréfanna voru stjórnendur Þorbjörns Fiska- ness og aðilar og félög þeim tengdir. Þá seldi félagið öll eig- in bréf í gær, fyrir um 11 millj- ónir króna að nafnvirði. Frá þessu var greint í flögg- unum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Eignarhlutur Afls fjár- festingarfélags í Þorbirni Fiskanesi er nú 24,35% eða tæp 271 milljón króna að nafnvirði en var áður 4,35%. Stærsti hluthafi og stjórnarformaður Afls er Þorsteinn Vilhelmsson. Afl eignast 24,35% í Þorbirni Fiskanesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.