Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 6

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, sem verið hefur í opinberri heim- sókn í Kanada, kveðst hafa átt gagn- legar viðræður við Robert Thiebault, sjávarútvegsráðherra landsins, sl. þriðjudag. Heimsókn Halldórs lauk í gærkvöld og heldur hann heimleiðis á morgun. Auk Halldórs ræddi Einar K. Guð- finnsson, formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, sem er með í för, við kanadíska sjávarútvegsráðherr- ann. Halldór sagði Einar hafa gert skýra grein fyrir afstöðu og stefnu Íslendinga í sjávarútvegsmálum og að á fundinum hafi verið farið yfir málefni er vörðuðu bæði löndin. Einnig ræddi Einar við formann sjávarútvegsnefndar kanadíska þingsins. Í fyrradag var Halldór í Calgary og þar tóku m.a. á móti honum Vest- ur-Íslendingar í Íslendingafélaginu Leifi Eiríkssyni. Einnig hélt Halldór til Markerville þar sem hann skoðaði hús Stephans G. Stephanssonar og hitti sonarson hans, Edwin. Þar skoð- aði hann einnig rjómabú sem Stepan G. átti m.a. frumkvæði að því að reisa ásamt öðrum Íslendingum og er það í dag safn. Í gær var Halldór kominn til Klettafjalla sem hann sagði skemmti- lega tilbreytingu eftir að hafa ferðast um sléttur Kanada. Halldór sagði það vera kjördæmi forseta öldungadeild- ar kanadíska þingsins, Daniel Hays. Lauk heimsókninni þar í gær á kvöld- verðarboði hans. Gagnlegar viðræður við sjávarútvegsráðherrann Ljósmynd/Karl E. Torfason Í móttöku hjá Íslendingafélaginu Leifi Eiríkssyni í Calgary. Í miðið eru Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og kona hans, Kristrún Eymunds- dóttir, til vinstri eru sendiherrahjónin Anna Birgis og Hjálmar W. Hannesson, og til hægri fulltrúar Íslendingafélagsins, Gwen Mann, fyrr- verandi formaður félagsins, og Margaret Grisdale formaður. Opinberri heimsókn Halldórs Blöndal til Kanada lauk í gær Á ÞESSU ári hafa orðið tólf bana- slys í umferðinni en á sama tíma í fyrra voru þau sjö, að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, en umferðarátak á vegum félagsins og Umferðarráðs hófst í gær. Átakið ber heitið Brosum allan hringinn og miðar að því að bæta umferðaröryggi og fækka slysum í sumar. „Okkur þótti nóg um í fyrra en staðan nú er orðin mjög alvarleg og við verðum að gera betur til að fækka slysum,“ segir Jón. Umferðarfulltrúi í hverjum landshluta Sex umferðarfulltrúar munu starfa í tengslum við átakið vítt og breytt um landið og verða þeir tengiliðir almennings við opinber- ar stofnanir á hverjum stað eins og lögreglu og vegagerð, að sögn Jóns. „Hinn almenni vegfarandi mun þannig geta haft samband við fulltrúann í sínum landshluta og komið með ábendingar um það sem betur má fara í umferðinni, þeir munu síðan koma öllum góð- um ábendingum til réttra aðila,“ segir Jón. Auk umferðarfulltrú- anna verður rekið öflugt kynning- arstarf þar sem athyglinni verði fyrst um sinn beint að of miklum hraða í umferðinni og afleiðingum hans, að sögn Jóns. Umferðarfulltrúarnir verða á ferðinni í þrjá mánuði og lánar Ingvar Helgason hf. sex bifreiðar til verkefnisins, Olís gefur bensín á bílana og Sjóvá-Almennar hf. gefa tryggingarnar.                         !                             Umferðarátak sumarsins hafið Tólf banaslys það sem af er árinu SÍÐASTI fundur borgarstjórnar Reykjavíkur á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í Ráðhúsinu í gær, en á fundinum vakti Inga Jóna Þórð- ardóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, máls á væntan- legri auglýsingu um deiliskipulag Norðlingaholts, sem samþykkt var á borgarráðsfundi 4. júní síðastliðinn. Inga Jóna gerði grein fyrir at- hugasemdum Sjálfstæðisflokks vegna deiliskipulagstillögunnar, en hún sagði ljóst að á síðasta stigi vinnslu skipulagsins hafi íbúðum fjölgað mjög, og benti hún á að í drögum sem gerð voru í lok síðasta árs hafi verið gert ráð fyrir 27,2 íbúð- um á hektara nettó, en deiliskipulag- stillagan nú geri ráð fyrir 1.100 íbúð- um og þéttleika upp á 46,4 íbúðir á hektara nettó. „Þéttleiki byggðarinnar er aukinn mjög verulega og við það erum við sjálfstæðismenn mjög ósáttir. Við teljum að það sé alveg á mörkunum að þessi staður þoli þennan þétt- leika,“ sagði Inga Jóna. Hún benti á að hér væri um að ræða mjög þétta byggð á viðkvæmu svæði sem jafn- framt sé sprungusvæði. Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi R-lista og formaður skipu- lags- og byggingarnefndar, benti á að Norðlingaholt hafi um langt skeið verið íbúasvæði í aðalskipulagi. Hann gerði athugasemd við staðhæf- ingu Ingu Jónu um að þéttleiki vænt- anlegrar byggðar á Norðlingaholti hafi verið aukinn á síðustu stigum málsins. Sagði Árni Þór að við skipu- lag Norðlingaholts hafi alltaf verið gert ráð fyrir á bilinu 1.000 til jafnvel allt að 1.600 íbúðum. Nefnd endurskoðar laun borgarfulltrúa Á fundinum var rætt stuttlega um ákvörðun borgarráðs frá 4. júní um að skipuð verði nefnd til að endur- skoða launakerfi borgarfulltrúa. Markmið endurskoðunarinnar er að borgarfulltrúar taki föst laun fyrir störf sín sem verði ákveðið hlutfall af þingfararkaupi auk sérstaks álags fyrir setu í borgarráði og for- mennsku í nefndum. Lýstu fulltrúar R-lista og D-lista yfir ánægju með þessa ákvörðun og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að hún teldi hyggilegt að endurskoða launakerfi borgarfull- trúa. Tillagan eigi ekki að hafa áhrif á heildarlaunakostnað. Þökkuðu ánægjulegt samstarf Nokkrir borgarfulltrúar láta nú af störfum í borgarstjórn; þau Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sig- urðardóttir og Júlíus Vífill Ingvars- son fyrir Sjálfstæðisflokk og Helgi Hjörvar, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Anna Geirsdóttir og Hrannar B. Arnarsson fyrir Reykjavíkurlistann. Inga Jóna Þórð- ardóttir sagði að með setu sinni í borgarstjórn teldi hún sig hafa sinnt skyldum sínum í að veita meirihluta borgarstjórnar aðhald og þakkaði borgarfulltrúum og starfsfólki Reykjavíkurborgar samstarfið, en Inga Jóna hefur verið borgarfulltrúi frá 1994. Sigrún Magnúsdóttir R-lista kvaddi sér einnig hljóðs en hún lætur nú af störfum í borgarstjórn eftir 20 ára setu, bæði sem fulltrúi minni- hluta og meirihluta. Í máli Sigrúnar kom fram að henni hafi þótt ólíkt skemmtilegra að starfa í meirihluta og geta þar með hrint góðum hug- myndum strax í framkvæmd. Morgunblaðið/Arnaldur Inga Jóna Þórðardóttir tekur til máls á síðasta fundi borgarstjórnar á kjörtímabilinu sem var að ljúka. Síðasti fundur borgarstjórnar á kjörtímabilinu Deilt um þéttleika byggðar í Norðlingaholti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Félags íslenskra heimilislækna þess efnis að úrskurð- ur kjaranefndar verði felldur úr gildi. Málið varðaði það hvort útgáfa læknisvottorða teljist falla undir að- alstarf heilsugæslulækna, líkt og úr- skurður kjaranefndar kveður á um, eða hvort um sé að ræða aukastarf, sem heimilislæknar skuli fá sérstak- lega greitt fyrir frá þeim sem biðja um vottorðin. Félagið stefndi Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins Dómurinn styður það álit kjara- nefndar að læknisvottorðagjöf sé lið- ur í almennri þjónustu heilsugæslu- lækna. Dómurinn lítur svo á að andmælaréttur hafi ekki verið brot- inn á stefnanda og ekki beri því að ógilda úrskurð kjaranefndar. Ekki sérstak- lega greitt fyrir útgáfu lækn- isvottorða AFL fjárfestingarfélag hf. keypti í gær hlutabréf í sjáv- arútvegfyrirtækinu Þorbirni Fiskanes hf. fyrir tæpar 223 milljónir króna að nafnvirði. Seljendur bréfanna voru stjórnendur Þorbjörns Fiska- ness og aðilar og félög þeim tengdir. Þá seldi félagið öll eig- in bréf í gær, fyrir um 11 millj- ónir króna að nafnvirði. Frá þessu var greint í flögg- unum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Eignarhlutur Afls fjár- festingarfélags í Þorbirni Fiskanesi er nú 24,35% eða tæp 271 milljón króna að nafnvirði en var áður 4,35%. Stærsti hluthafi og stjórnarformaður Afls er Þorsteinn Vilhelmsson. Afl eignast 24,35% í Þorbirni Fiskanesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.