Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 25 Tjöld Svefnpokar D‡nur Tjaldhúsgögn Prímusar hjá Umfer›armi›stö›inni Vorum a› opna Tjöld frá 6.990 kr. Tjaldaland ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 79 91 06 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is Bornholm fiægilegt og létt 3ja manna tjald í fer›alagi›, 5 kg. Gott fortjald me› tveimur inngöngum. Astoria Frábært fjölskyldutjald, létt og fyrirfer›arlíti›. Fæst bæ›i sem 4ra og 5 manna. Gott fortjald, 2 m hátt, sem hægt er a› opna á flrjá vegu. Au›velt í uppsetningu. Kíktu til okkar á túni› vi› BSÍ og sjá›u meira en 40 tjöld í öllum stær›um og ger›um. Opi› mánudaga - föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-16. Sirius Mjög vanda› 3ja manna göngutjald me› álsúlum. A›eins 4,1 kg. Traust tjald í öllum ve›rum. Frábært ver›: 13.990 4 manna, ver›: 24.990 5 manna, ver›: 29.990 Ver›: 26.990 ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að tekið sé tillit til um- framafla krókabáta í sóknardaga- kerfi í ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar og þess vegna sé leyfilegur heildarafli á næsta fiskveiðiári lægri en ella. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, hefur gagn- rýnt umframafla krókabáta í sóknardagakerfi og sagði í Morgun- blaðinu í gær að væntanlega yrði þorskafli sóknardagabáta vel á annan tug þúsunda tonna á næsta fiskveiði- ári og því ljóst að þorskafli ársins yrði nokkru meiri en 179 þúsund tonn. Leyfilegur heildarafli í þorski á næsta fiskveiðiári er 179 þúsund tonn. Í skýrslu Hafrannsóknarstofn- unarinnar um aflahorfur á næsta fiskveiðiári er gert ráð fyrir að þorsk- aflinn á almanaksárinu 2002 verði 215 þúsund tonn. Aflinn á árinu 2001 varð 235 þúsund tonn en áætlun stofnunarinnar gerði ráð fyrir að afl- inn yrði ekki meiri en 205 þúsund tonn. Þennan umframafla segir Árni skýrast einkum af tilflutningi innan fiskveiðiársins. Veiddur hafi verið mikill afli á fyrri hluta yfirstandandi fiskveiðiárs eða á seinni hluta alman- aksársins 2001. Þá hafi töluvert verið fært af veiðiheimildum yfir á yfir- standandi fiskveiðiár en útlit sé fyrir að þær muni veiðast og jafnvel verði gengið eitthvað á veiðiheimildir næsta árs, líkt og lög heimili. Eins hafi vaxandi umframafli krókabáta í sóknardagabáta haft áhrif á aflaáætl- unina. Reynt sé að taka tillit til þess- ara þátta í áætlun afla fyrir árið 2002. „Þetta er það sem sóknardagakerfið felur í sér og hefur alltaf leitt til þess að sóknardagabátar hafa veitt um- fram þann afla sem þeim er ætlaður. Það er tekið tillit til þess í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og aflaákvörðunin á næsta fiskveiðiári lægri vegna þess að umframafli sókn- ardagabáta dregst frá stofnmatinu. Við erum því að reyna að gera hlutina á ábyrgari hátt. Ef ekki hefði verið tekið tillit til þessa hefði ráðgjöfin verið hærri en 179 þúsund tonn.“ Haft var eftir Friðrik J. Arngríms- syni í Morgunblaðinu í gær að um- framafli sóknardagbáta muni bitna á öllum útgerðum, bæði í aflamarks- kerfi og krókakerfi. Árni tekur undir þetta og bendir á að þegar þorsk- kvótinn dragist saman líkt og nú vegi umframafli sóknardagabáta þyngra og hafi hlutfallslega meiri áhrif. „Við höfum ekki þá stjórnunarmöguleika í sóknardagakerfinu sem við höfum í aflamarkskerfinu. Það er mun erfið- ara og flóknara að stjórna sóknar- kerfi en í kvótakerfi. Það hefur hins vegar verið stuðningur á Alþingi við að leyfa veiðar í þessu kerfi,“ segir Árni. Tillit tekið til umframafla sóknardagabáta EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Esju- berg hf. hefur selt heildsölu og verslunarrekstur Heimilistækja hf. Kaupandi er dótturfyrirtæki Sjón- varpsmiðstöðarinnar ehf., sem mun reka félagið áfram undir nafni Heimilistækja. Búnaðarbankinn Verðbréf hafði umsjón með sölunni. Sjónvarpsmiðstöðin og dótturfyr- irtæki þess mun taka við öllum þeim umboðum sem Heimilistæki hafa verið með á undanförnum ár- um og áratugum, þ.m.t. Philips, Whirlpool, Philco, Bose, Kenwood, Blaupunkt, Nad, Dali, Casio og Sanyo. Verslun Heimilistækja í Sætúni 8 í Reykjavík og heildversl- un Heimilistækja verða reknar áfram í sömu mynd og verið hefur. Segir í tilkynningu frá Sjónvarps- miðstöðinni að áhersla verði lögð á að sem flestir starfsmenn starfi áfram hjá félaginu. Eignarhaldsfélagið Esjuberg mun áfram reka verslanir Euronics í Smáralind og Kringlunni. Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Esjubergs, segir ekkert launungarmál að rekstur fé- lagsins hafi ekki gengið sem skyldi. Samkeppni á raftækjamarkaði hafi farið mjög vaxandi og verið sé að bregðast við þeirri stöðu með þess- um hætti. Ólafur Már Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsmiðstöðv- arinnar, segir að fyrirtækið sé að styrkja stöðu sína á raftækjamark- aði með kaupum á heildsölu og verslunarrekstri Heimilstækja. Verslun Sjónvarpsmiðstöðvarinnar í Síðumúla 2 í Reykjavík verði rek- in óbreytt áfram. Heildverslun Sjónvarpsmiðstöðvarinnar styrkist hins vegar verulega við þessi kaup. Sjónvarpsmiðstöðin var stofnuð 1971 og er með megin áherslu á sjónvörp, myndbandstæki, DVD- spilara, hljómtæki og skyldar vörur. Rekstur Heimilis- tækja seldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.