Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 35 bjartsýn. verði sent afi næsta ekkert að Íra Berzins við ESB- a mundir í eldi hann da myndi þjóðarat- a þess,“ gi hefur ið fengum dastjórnar armálum, greiðslum, amleiðslu- urðu sum- aóstyrkir. a því um m við ýmis nu og við því undir tel að nið- urstaða þeirra viðræðna verði já- kvæð og að viðunandi málamiðlun náist í samskiptum við fram- kvæmdastjórnina.“ Aðspurður um það hversu mikil- vægt það væri fyrir Lettland, að fá inngöngu í ESB, vísaði Berzins aft- ur til þeirra hremminga sem Lettar hefðu mátt ganga í gegnum á síð- ustu öld. „Við teljum að ESB sé samband þjóða sem allar hafi tæki- færi til þess að halda þjóðlegri sjálfsmynd sinni, en einnig til að þróa hana, tungumál hennar og menningu,“ sagði hann. „Á hinn bóginn viljum við tilheyra fjölskyldu þjóða sem eru sterkari en við ein- mitt þessa stundina og sem geta að- stoðað okkur við að bæta lífskjör í landinu. Við berum í þessu sam- bandi aðstæður okkar við aðstæður á Írlandi en þær gjörbreyttust við Evrópusambandsaðild, efnahags- umhverfið gjörbreyttist og á einni mannsævi bötnuðu lífskjör 120 falt. Við viljum feta í fótspor Íra en á eft- ir viljum við aðstoða aðrar þjóðir, sem ég er viss um að vilji seinna meir ganga í Evrópusambandið.“ Reyna að stemma stigu við vændi og mansali Berzins var spurður um aukningu glæpa í Eystrasaltslöndunum og meintu mansali þaðan, m.a. til Ís- lands en fram kom fyrr í vikunni að bæði eistneska og lettneska lögregl- an teldu sig hafa öruggar upplýs- ingar um að þarlendar nektardans- meyjar hefðu stundað vændi hérlendis. Sagði Berzins að stjórnvöld í Lettlandi gerðu sér grein fyrir vandanum, þó að hann væri e.t.v. orðum aukinn. Til að bregðast við þessu meini væri haldið uppi öflugu samstarfi við ýmsar alþjóðastofnan- ir, þ.m.t. Interpol og Europol enda væri afar mikilvægt að stemma stigu við glæpum. Kom fram á blaðamannafundin- um að þeir Berzins og Davíð hefðu þó ekki rætt þessi mál sérstaklega. Um samskipti Letta og Rússa í ljósi andstöðu þeirra síðarnefndu við inngöngu Eystrasaltsþjóðanna í NATO sagði Berzins að miklar breytingar hefðu orðið í kjölfar at- burðanna 11. september. „Fyrir Letta eru góð samskipti við Rússa jafn mikilvæg og sam- skiptin við ESB og NATO. Það staf- ar að því að við erum nágrannar og verðum að geta búið í sátt og sam- lyndi. Við verðum að auka efnahags- lega samvinnu okkar og tvíhliða samskipti. Því miður hefur hins veg- ar skort upp á sáttaviljann hjá Rússum.“ Berzins nefndi ýmsa samninga sem Rússar ættu eftir að skrifa upp á, t.d. er vörðuðu skattamál, fjár- festingar, tolla og annað þess hátt- ar. Landamæramál væru einnig af- ar viðkvæm um þessar mundir. Berzins bætti hins vegar við að Lettar hefðu að undanförnu verið að innleiða ýmsar alþjóðareglur um mannréttindamál og að kvörtunum þar að lútandi hefði fækkað veru- lega. T.a.m. hefði skrifstofu Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í landinu verið lokað en henni var á sínum tíma komið þar á fót í því skyni að hafa eftirlit með stöðu minnihluta í Lettlandi og frammi- stöðu stjórnvalda í mannréttinda- málum almennt. „Næstu skrefin eru því kannski sú að skrifa undir ýmsa tvíhliða samninga [við Rússa]. Og kannski mun innganga okkar í NATO jafnvel hjálpa til við að bæta samskiptin við Rússa.“ Sagði Berzins að forseti Póllands, Alexander Kwasniewski, hefði tjáð sér nýverið að samskipti Pólverja og Rússa hefðu aldrei verið jafn góð eins og eftir að Pólverjar gengu í NATO. Þá stuðlaði aukið samstarf Rússa og NATO að bættum sam- skiptum Eystrasaltsþjóðanna og Rússlands. rða boð- æsta ári ett- mik- ds og Logi s en andi. Jim Smart Jim Smart ergsson, s. ið/Þorkell . david@mbl.is RÚMLEGA 80 mannsmættu á morgunverðar-fund Reykjavíkurhafnará Grand Hóteli á þriðjudag sem bar yfirskriftina „Framtíð í takt við framfarir“. Tilgangur fundarins var að ræða þróun atvinnulífs, um nýjungar og endurbætur í flutningatækni og meðhöndlun varnings. Hannes Valdimarsson hafnar- stjóri sagði Reykjavíkurhöfn eina stærstu fiskihöfn landsins og eina helstu miðstöð sjávarútvegsþjón- ustu við Norður-Atlantshaf. Sundahöfn væri fjórða stærsta gámahöfn á Norðurlöndum. Al- mennir vöruflutningar hafi tvö- faldast síðustu tvo áratugi og gámafjöldi fjórfaldast. Útlit væri fyrir því að þessi þróun muni halda áfram og þurfi höfnin því sífellt að leita eftir nýju hafn- arsvæði. Hannes sagði Eiðsvík hag- kvæmasta kostinn til hafnargerð- ar í framtíðinni, sé litið til nátt- úrulegra aðstæðna eins og dýpis og skjóls. Þá verði Geldinganes beintengt við þjóðvegakerfið með Sundabraut og þaðan sé stutt í helstu veitukerfi. Hann nefndi einnig að landrými væri í Geld- inganesi og efnisnám hagkvæmt til hvers konar mannvirkjagerðar. Hann sagði aðra kosti einnig hafa verið skoðaða, eins og Kollafjörð, en þar sé aðstaðan ekki jafn hag- kvæm, t.d. þyrfti að ráðast í gerð verulegra skjólgarða. Hann sagði hafnarsvæðin á Ár- túnshöfða og Gufunesi nú vera að falla út, einnig færi hluti gamla hafnarbakkans í miðborginni und- ir nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús og til stæði að byggja upp á Slippsvæðinu. Hannes sagði að fyrir framan Klepp sé nú að rísa úr sjó nýtt land sem á næstu 5–10 árum muni tengja saman tvö athafna- svæði, Vatnagarða og Kleppsvík. Hann var spurður hvort Reykja- víkurhöfn hefði í huga uppbygg- ingu á Kleppslóðinni, sem aðskil- ur Holtabakka og Kleppsbakka. Hannes sagðist sannfærður um að næstu 10–20 ár muni hafn- arstarfsemin flytjast þangað- .Hann sæi ekki fyrir sér að lóðin yrði notuð fyrir vöruhús en að þar gæti miðstöð skrifstofuhalds og þjónustu fyrir hafnarsvæðið allt verið starfrækt. Hann sagði landið í eigu hafnarinnar og að samningar um nýtingu lóðarinnar rynnu út eftir 2–3 ár. Ekki hefðu farið fram formlegar viðræður um nýtingu lóðarinnar í framtíð- inni. Hannes nefndi að í mótun væru ný hafnarlög sem gætu leitt til þess að höfnin verði rekin nær rekstrarumhverfi viðskiptavina sinna. Það gæti leitt til aukins samstarfs milli hafna eða jafnvel samruna þeirra. Mikilvægt að auka hlut utan- ríkisviðskipta í hagkerfinu Ágúst Einarsson prófessor sagði rekstur Reykjavíkurhafnar byggjast fyrst og fremst á inn- og útflutningi en að hlutdeild út- flutnings í landsframleiðslunni hafi haldist óbreytt meira og minna frá árinu 1870 eða í 130 ár. Útflutningur hafi allan þennan tíma verið um þriðjungur af landsframleiðslu og sagði Ágúst það mjög alvarlegt hversu illa hefur gengið að auka hlut utan- ríkisviðskipta í hagkerfi landsins. „Hagvöxt nágrannaþjóðanna má fyrst og fremst rekja til auk- inna utanríkisviðskipta en við stöndum í stað og höfum gert það lengi.“ Ágúst sagði að þumalputt- aregla um að flutningar aukist um eitt prósentustig meira en landsframleiðslan, þ.e. að vöxtur flutninga sé meiri en hagvöxtur, eigi ekki við hér á landi. Til að tryggja hagvöxt þurfi meiri versl- un við útlönd, sem myndi auka tekjur Reykjavíkurborgar. Hann sagði fáa hafa gert sér grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa í sjávarútvegi. Hlut- deild greinarinnar í landsfram- leiðslu hafi minnkað úr 17% í 10% síðustu tvo áratugi. Á sama tíma hafi hlutdeild sjávarútvegs í út- flutningi lækkað úr 60% í 40%. Nú starfi um 9% vinnuafls í sjáv- arútvegi, fyrir 20 árum 14%. Ágúst sagði aukna markaðs- væðingu lykilatriði í framtíðinni. „Það er takmörkun á samkeppni milli hafna hérlendis, m.a. með gjaldskrá og mismunun í fjár- mögnun. Það virðist vanta laga- umhverfi fyrir samkeppni milli hafna. Ef menn vilja lélegt sam- keppnisumhverfi, og það er póli- tísk ákvörðun, eru menn að rýra lífskjörin.“ Ágúst sagði Reykjavíkurhöfn hafa vaxið gríðarlega síðustu ára- tugi. Almennir vöruflutningar hafi tvöfaldast frá árinu 1980 og talið væri að þeir myndu tvöfald- ast aftur til ársins 2030. „Hafnarlóðirnar eru stundum of dýrar og á það sérstaklega við miðbæinn. Slippurinn og svæðið þar í kring er hugsanlega allt of dýrt fyrir þá starfsemi sem þar er,“ sagði Ágúst og sagði of þrönga skilgreiningu á hafnsæk- inni starfsemi ekki höfninni til bóta. Hann sagði Reykjavíkur- höfn hafa staðið sig ágætlega hvað varðar hafnaraðstöðu, sæmi- lega hvað bakaðstöðu varðar en sæmilega til illa sé litið til tengsla hafnarsvæða við gatnakerfi borg- arinnar. Sótt um á þriðja þúsund fermetra af lóðum Í framsögu sinni tók Knútur Hauksson, aðstoðarforstjóri Sam- skipa, í sama streng, sagði teng- ingu hafnarinnar við stofnbrauta- æðar Reykjavíkurborgar ábótavant. Hann sagði öll flutn- ingakerfi koma saman í Reykja- víkurhöfn, gatnakerfi verði ætíð stór liður í flutningakeðjunni og því verði að huga betur að teng- ingu þessara lykilþátta. Ágúst sagði alþjóðlegan sam- anburð þurfa að marka um- ræðuna meira en nú er. Grunn- rannsóknir vanti á flutningum og flutningaflæði og að í framtíðinni þurfi Reykjavíkurhöfn að beita aðferðum hagfræðinnar í ríkari mæli. Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjórnar, sagði að þegar lægju fyrir umsóknir um lóðir á vel á þriðja þúsund fermetra. „Ef mæta ætti þörfinni í dag yrði all- ur meginþorri þess þróunarrýmis sem aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir í Gömlu höfninni og Sundahöfn uppurinn. Vissu- lega er hægt að nýta hafnarsvæð- in betur en gert er í dag og tækninýjungar geta einnig orðið til þess að lengja líftíma hafn- arsvæðanna, en það er síst of- mælt þegar Reykjavíkurhöfn leggur áherslu á ný þróunar- og vaxtarsvæði eftir 10–15 ár. Höfn- in þarf á því að halda, fyrirtækin í sjávarútvegi, flutningum og vöru- dreifingu þurfa á því að halda og efnahags- og atvinnulíf þjóðarinn- ar þarf á því að halda,“ sagði Árni Þór. Höskuldur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip, sagði að forðast þurfi að fórna of miklu hafnarsvæði undir aðra starfsemi en þá sem er klárlega hafnsækin. Árni Þór sagði Reykjavíkur- borg frá upphafi hafa lagt metnað í að sinna hlutverki sínu og mæta þörfum viðskiptamanna sinna. Þróun í sjávarútvegi og flutning- um hafi verið mikil og hröð und- anfarna áratugi og því hafi höfnin sífellt þurft að laga sig að breytt- um aðstæðum. Í athugun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagslegu vægi hafnarstarfseminnar fyrir Reykjavíkurhöfn hafi komið fram að höfnin gegnir veigamiklu hlut- verki í þjóðarbúskap Íslendinga, raunar stærra hlutverki en flest- ir, þar með taldir stjórnendur hafnarinnar, höfðu gert sér grein fyrir. Um 400 fyrirtæki starfa á hafn- arsvæðinu og sækja um 3000 manns þangað vinnu. Að teknu tilliti til margfeldisáhrifa láti nærri að heildarumsvif sem verða til í hagkerfinu vegna fyrirtækja á hafnarsvæðinu og baksvæði þessi séu um 78 milljarðar króna á ári og heildarfjöldi ársverka um 6500. Um sé að ræða 6% af heild- arveltu allra fyrirtækja á Íslandi. Morgunverðarfundur um Reykjavíkurhöfn og framtíð hennar Höfnin þarf sífellt að leita eftir nýju hafnarsvæði Almennir vöru- flutningar hafa tvöfaldast síðustu tvo áratugi og gámafjöldi fjór- faldast. Útlit er fyrir að þessi þró- un haldi áfram og er höfn í Eiðsvík talin hagkvæmasti kosturinn til upp- byggingar hafnar. Á fundi um framtíð Reykjavíkurhafn- ar kom fram að nauðsynlegt sé að auka hlutdeild út- flutnings í lands- framleiðslunni, en hún hefur haldist óbreytt í 130 ár. Morgunblaðið/Þorkell Nýtt land er nú að rísa úr sjó á svæðinu milli Holtabakka og Kleppsbakka og telur Hannes Valdimarsson hafn- arstjóri að á næstu 5–10 árum muni það tengja saman athafnasvæðin í Vatnagörðum og Kleppsvík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.