Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 52
FRÉTTIR 52 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRYÐJUVERKIN í Bandaríkjun- um 11. september sl. höfðu veigamik- il áhrif á stöðu mannréttinda í heim- inum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Amnesty International, sem gefin var út á 41 árs afmæli sam- takanna nýlega. Í formála skýrslunnar bendir Irene Khan, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, á að nú séu lýðræðis- lega kjörnar ríkisstjórnir í miklum mæli að setja lög til takmörkunar mannréttindum í nafni stríðs gegn hryðjuverkum. Áður fyrr hafi athygl- in frekar beinst að ríkisstjórnum á borð við herforingjastjórnir í Chile og Argentínu. Breyting eftir 11. september Khan segir að ástand mannrétt- indamála hafi snögglega breyst eftir árásirnar á Bandaríkin 11. septem- ber. Tekin hafi verið nokkur skref afturábak og ávinningur margra ára baráttu gerður að engu. Jóhanna Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International, segir að samtökin hafi miklar áhyggjur af svokallaðri „öryggislög- gjöf“, sem sett hefur verið í löndum á borð við Bandaríkin, Bretland, Rúss- land, Kína, Zambíu, Indland, Malasíu og fleiri löndum. „Þar er hugtakið hryðjuverkamaður skilgreint mjög vítt. Í Bretlandi heimila þessi lög t.a.m. að útlendingum sé haldið í gæsluvarðhaldi ótímabundið,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hafa heyrst raddir um að réttlætanlegt sé að víkja frá grundvallarmannréttinda- reglum. Það segir Huld Magnúsdótt- ir, formaður Íslandsdeildar samtak- anna, að sé mikið áhyggjuefni. Ársskýrsla Amnesty International er mikið rit, 307 blaðsíður að lengd. Þar er fjallað um mannréttindabrot í 153 löndum. Allar upplýsingar sem samtökin birta opinberlega eru sann- reyndar, þannig að líklegt er að raun- veruleg brot séu fleiri en segir í skýrslunni. Fram kemur að aftökur fóru fram án dóms og laga í 47 lönd- um, dauðadómum var fullnægt í 31 landi, samviskufanga er að finna í 56 löndum, pyntingum og illri meðferð er beitt í 111 löndum og samtökin skráðu „mannshvörf“ í 35 löndum. Meðal afleiðinga hryðjuverkanna í Bandaríkjunum má nefna að kyn- þáttafordómar hafa magnast til muna. Árásum á Araba og Gyðinga hefur fjölgað. „Við megum ekki láta óttann fara með sigur af hólmi. Við megum ekki láta grundvallarmann- réttindi fara halloka og fordóma og umburðarleysi vinna sigur,“ segir Irene Khan í formála sínum. Hún segir að mannréttindum megi ekki fórna á altari öryggishagsmuna, né fórna réttlæti fyrir refsileysi. Íslandsdeild Amnesty Inter- national flutti nýlega í stærra hús- næði í Hafnarstræti 15. Félagsmenn eru 2.800 talsins, en starfsemi deild- arinnar er fjármögnuð með fé- lagsgjöldum og sölu jóla- og minn- ingarkorta. Ársskýrsla Amnesty International um ástand mannréttindamála í heiminum Hryðjuverkin í Bandaríkjunum afdrifarík Morgunblaðið/Sverrir Jóhanna Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri og Huld Magnúsdóttir, for- maður Íslandsdeildar Amnesty International, kynntu ársskýrsluna. STARFSMENN Fornleifastofnunar Íslands vinna að fornleifauppgreftri og skráningu víða um land í sumar. Einn umfangsmesti uppgröftur sem íslenskir fornleifafræðingar hafa staðið fyrir stendur nú yfir í Skálholti í samstarfi við Þjóðminjasafn, Skál- holtsstað og háskólana í Árósum, Stirling og Bradford. Þarna mun vera hægt að finna minjar frá öllum öldum Íslandssögunnar, en í sumar verður grafið sunnan við Skálholtskirkju, leifar skóla og biskupsherbergja. Einnig byrja fornleifarannsóknir á þingsvæðinu á Þingvöllum og völdum vorþingsstöðum. Gerð verður for- könnun, en síðan verður gerður upp- gröftur á þingminjum og búðum. Markmið rannsóknarinnar er að afla nýrra heimilda um sögu Þingvalla og þinghalds á Íslandi og leita svara við áleitnum spurningum um gerð og lög- un þingbúða og annarra þingmann- virkja, skipulag þingstaðar, og þróun þinghalds. Í júlí verður byrjað að grafa upp gamla verslunarstaðinn á Gásum við Hörgárósa í samvinnu við Minjasafn- ið á Akureyri og Þjóðminjasafn Ís- lands, en hvergi eru varðveittar jafn- miklar mannvistarleifar á neinum öðrum verslunarstað frá miðöldum á Íslandi. Í sumar verður byrjað að grafa upp búðirnar, en gert er ráð fyr- ir að við rannsóknirnar fáist nýjar upplýsingar, m.a. um það hvers eðlis verslunarstaðurinn hefur verið og hversu lengi þarna hefur verið versl- að. Þjóðminjasafnið stendur að upp- greftri í Reykholti og hefur Fornleifa- stofnun verið fengin til að rannsaka kirkjuna, en í sumar verður gerð for- könnun á ástandi og aldri kirkju- grunnanna. Síðar í sumar verður haldið áfram fornleifauppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit. Lokið verður upp- greftri á skálanum í sumar, en síðan verður unnið að rannsóknum á land- námi í Suður-Þingeyjarsýslu, áhrifum þess á íslenskt vistkerfi og því hvern- ig umhverfið mótaði hið nýja sam- félag. Markmið rannsóknarinnar er að svara þeim fjölmörgu spurningum sem fyrri rannsóknir hafa leitt af sér, einkum sem varða gang landnámsins, þróun valdastofnana, bústærðir og beitarréttindi, gróðurfar og gróður- breytingar. Enn fremur verður haldið áfram uppgreftri á Sveigakoti í Mývatns- sveit, en rannsóknir þar síðasta sum- ar leiddu í ljós að þar hefði verið reist bú heldur fyrr en á Hofstöðum. Graf- inn verður upp skáli frá 9. til 11. öld, en hann er einn sá minnsti sem fund- ist hefur á Íslandi. Einnig verða graf- in upp tvö jarðhús í Sveigakoti. Þá verður gerð forkönnun á nokkrum stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu til að kanna aldur byggingaleifa. Mörg verk- efni á vegum Fornleifa- stofnunar UM HELGINA hittust í Stykkis- hólmi þeir sem gaman hafa af að sigla á kajökum til að sigla saman þessa helgi á kajökunum. Á laug- ardag var farið í siglingu frá Skipavíkurhöfn í Stykkishólmi og róið til Bjarnarhafnar í Helgafells- sveit og er sjónlína um 9 kílómetr- ar. Í Stykkishólmi var norðanátt og dálítil úrkoma og heldur kaldara en verið hafði undanfarna daga, en ræðararnir létu það ekki á sig fá heldur lögðu óhikað í hann. Sigl- ingin í Bjarnarhöfn tók fjóra tíma og þeir hörðustu sigldu til baka á móti vindi og straumum. Þátttak- endur voru yfir 20 og komu víða að frá Vestfjörðum, höfuðborg- arsvæðinu og svo heimamenn. Kajakmenn tóku þátt í sjó- mannadeginum í Stykkishólmi með kappróðri. Þeim sem ekkert þekkja til finnst kajakarnir lítið traustvekjandi farartæki á sjó, litl- ir og valtir, en þeir sem reynsluna hafa eru á öðru máli. Reru óhik- að þrátt fyrir kalsa- veður Stykkishólmi. Morgunblaðið. Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil RC Hús Sóltún 3, 105 Reykjavík Sími: 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is Vegna nýrra samninga á efni og hönnun tilkynnum við nú allt að 1,5 millj. króna VERÐLÆKKUN á sumarhúsum, frá og með 13. maí 2002. Höfum yfir 60 teikningar af sumarhúsum og á annað hundrað teikningar af íbúðarhúsum. VERÐLÆKKUN! Þetta hús lækkar um kr. 1,500,000.- ARNBJÖRG Jóna Jóhannsdóttir heldur fyrirlestur við véla- og iðn- aðarverkfræðiskor Háskóla Ís- lands um meistaraverkefni sitt: Framleiðsluskipulagning hjá Delta hf., laugardaginn 8. júní kl. 14 í stofu 158 í VR-II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðar- haga 4. Í verkefninu eru skoðaðar að- ferðir við framleiðsluskipulagningu sem notaðar eru hjá framleiðslu- fyrirtækjum. Framleiðslufyrirtæki þurfa að afhenda vörur til við- skiptavina sem næst afhendingar- dagsetningu með sem hagkvæm- ustum hætti. Sett er fram blandað heiltölubestunarlíkan sem hægt er að nota til að ákvarða hvernig raða eigi verkefnum niður á vélar til þess að hægt sé að afhenda pant- anir sem næst lofaðri afhending- ardagsetningu. Bestunarlíkanið er hægt að nota til að raða verkefnum niður á vélar í framleiðsluumhverfi þar sem um nokkur framleiðslustig er að ræða og uppsetningartímar eru háðir röð verkefna. Tekið er dæmi um notkun líkansins og nokkrar framsetningar bornar saman. Líkön sem þessi má hugsa sér sem viðbót við þau upplýsingakerfi sem eru í notkun hjá framleiðslu- fyrirtækjum í dag og notuð eru til framleiðsluskipulagningar. Í verk- efninu voru einnig skoðuð nokkur upplýsingakerfi sem víða eru í notkun og gerð grein fyrir helstu kostum og takmörkunum þeirra. Verkefnið var unnið undir leið- sögn Birnu Pálu Kristinsdóttur, dósents og Páls Jenssonar, pró- fessors við véla- og iðnaðarverk- fræðiskor verkfræðideildar. Próf- dómari er Jón Scheving Thorsteinsson, MSc, framkvæmda- stjóri hjá Baugi. Meistaraprófsfyrirlestur við véla- og iðnaðarverkfræðiskor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.