Morgunblaðið - 07.06.2002, Side 47

Morgunblaðið - 07.06.2002, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 47 ✝ Ingibjörg Bryn-geirsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyj- um 6. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bryngeir Torfason, skipstjóri frá Sönd- um á Stokkseyri, f. 26. september 1895, d. á Vífilsstöðum 9. maí 1939, og Lovísa Gísladóttir, f. 18. júní 1885, d. á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 30. mars 1979. Systkini Ingibjargar voru Jóhann Þórir, f. 6.9. 1924, d. 8.4. 1932; Torfi, f. 11.11. 1926, d. 16.7. 1995; Gísli, f. 13.5. 1928; Bryngerður, f. 3.6. 1929; Jón, f. 9.7. 1930, d. 7.8. 2000; óskírður, f. 11.4. 1934, d. 17.5. 1934. Eftirlifandi eiginmaður Ingi- bjargar er Alfreð Elías Svein- björnsson, f. 26.4. 1924 í Skaga- firði. Heimili þeirra var að Gerði í Vestmannaeyjum fram að gosi, en þá misstu þau hús sitt. Þau settust að í Grindavík í Norðurvör 5 og áttu þar heimili þar til sl. haust er þau fluttu í Strembugötu 4 í Vest- mannaeyjum. Börn þeirra eru: 1) Bryngeir, f. 27.7. 1945, kvæntur Ástu Mar- gréti Kristinsdótt- ur. Börn þeirra; Eyja, Ingibjörg og Nanna. 2) Lovísa Guðrún, f. 5.9. 1946, d. 16.1. 1980, gift Þresti Bjarnasyni, f. 23.8. 1945, d. 15.11. 2000. Börn þeirra eru Heimir og Jón- ína. 3) Jóhann Þór- ir, f. 22.9. 1957, kvæntur Ingibjörgu Áslaugsdóttur. Börn þeirra eru Al- freð Elías, Magnús Örn, Ragnar Daði og Áslaugur Andri. 4) Sveinbjörn Símon Alfreðsson, f. 7.11. 1960, kvæntur Gunnhildi Björgvinsdótt- ur. Börn þeirra; Inga Björg, Sara og Emil Daði. 5) Sigurður Björn, f. 25.8. 1962, kvæntur Margréti Elsabet Kristjánsdóttur. Börn þeirra; Ásgeir Davíð, Ólöf, Björk og Kristjana. 6) Jóhanna, f. 29.10. 1965, gift Ólafi Tý Guðjónssyni. Börn þeirra; Eva, Bjartur Týr og Ólafur Freyr. Ingibjörg og Alfreð ólu upp sonarson sinn frá tveggja ára aldri, Alfreð Elías, f. 12.8. 1976, unnusta hans er Sigríður Ómarsdóttir. Útför Ingibjargar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Nú er jarðvist þinni lokið og annað tilverustig tekið við. Þú varst alltaf heilsuhraust, dugleg og vinnu- söm og kvartaðir aldrei. Aldrei kom- um við á Norðurvörina öðruvísi en vel væri tekið á móti okkur, kaffi- hlaðborð að hætti hússins og allt heimabakað. Það var alveg sama þótt þú værir upptekin í síldarsöltun eða annarri vinnu, alltaf var nóg að bíta og brenna og heimilið óaðfinn- anlegt. Þú varst búin að reyna mikið í þessu lífi en varst alltaf jákvæð og lést aldrei bugast. Handavinnan átti hug þinn allan og eru þær ófáar motturnar sem þú fléttaðir. Þú varst einnig mikil keramikkona og prýða mörg jólatrén heimili fjölskyldunn- ar. Alltaf gat ég beðið tengda- mömmu ef aðstoð þurfti við að gera við föt af börnunum, Símoni og mér. Nú eða sauma grímubúninga, þú varst alltaf boðin og búin. Við gætum endalaust talið upp þá kosti sem prýddu þig og gömlu góðu dagana en takk fyrir allt og allt. Minning þín lif- ir með okkur. Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, missir þinn er mikill. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þig og varðveita. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. ( Sig. Jónsson frá Presthólum.) Símon Alfreðsson, Gunnhildur Björgvins- dóttir, börn og barnabarn. Í dag verður jarðsett Ingibjörg Bryngeirsdóttir tengdamóðir mín, eða Imba á Búastöðum eins og hún var svo gjarnan kölluð. Það var fyrir tíu árum að ég varð svo lánsöm að kynnast henni og hennar mannkostum. Imba var alveg einstök kona, gædd mikilli hjarta- hlýju og létt í lund. Henni var mikið umhugað um börnin sín og afkom- endur og aldrei var hún glaðari en þegar einhver leit inn til hennar og Alla tengdapabba í Norðurvörina. Imbu var margt til lista lagt eða eins og hún Kristjana litla sagði eitt sinn: Hún amma er listamaður. Já, það eru svo sannarlega mörg listaverkin sem liggja eftir hana og alltaf mátti maður eiga von á ein- hverju í jólapakkann. Margar eru minningarnar sem leita á hugann en einna helst minnist ég samveru- stundanna þegar hlustað var á Eyja- tónlistina og Imba sagði sögur frá gömlu góðu dögunum á Búastöðum og Gerði. Svo var líka unun að horfa á „boltann“ með Imbu því hún hafði alveg ótrúlega mikið innsæi og vit á hvort heldur var fótboltinn eða handboltinn. En allt er í heiminum hverfult og enginn veit hvað bíður okkar og nú, allt of fljótt, er komið að leiðarlokum í kynnum okkar. En allar minning- arnar geymi ég í hjarta mínu og, elsku Imba mín, ég trúi því að þér líði vel á þínum áfangastað og vil þakka þér fyrir yndislegar samveru- stundir. Ég bið Guð að styrkja og styðja alla ástvinina. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Margrét Elsabet Kristjánsdóttir. Hún amma mín var svo góð við mig. Við vorum oft að hlusta á tónlist sem ömmu fannst svo skemmtileg. Og hún sagði mér oft fallegar sögur sem hún heyrði þegar hún var lítil. Og við fórum oft eitthvað saman á flotta bílnum þeirra afa. En nú er hún amma ekki lengur hjá okkur því nú er hún amma hjá Guði. Guð geymi þig, amma mín. Þín Kristjana Sigurðardóttir. Með fáum orðum langar mig að kveðja Ingibjörgu frænku mína, Imbu á Búa, eins og okkur bræðrum á Bessastöðum var tamast að kalla hana. Við vorum systkinabörn og einar mínar fyrstu bernskuminningar eru tengdar Imbu. Hún var barnfóstra mín og ég var alltaf á eftir henni sem lítill drengur og þá daglegur gestur á Búastöðum hjá Lovísu frænku minni og föðursystur. Imba var elst sjö systkina sem upp komust. Eins og öll Búastaða- systkinin varð hún strax eftir ferm- ingu að taka til hendi og fara að vinna, en Bryngeir faðir þeirra missti ungur heilsuna og var árum saman á Vífilsstaðahæli. Hann dó þar vorið sem Imba fermdist, árið 1940. Imba á Búastöðum var góð kona. Hún giftist góðum manni og fann hamingjuna í ástkæru hjónabandi, myndarlegum börnum og stórum hópi afkomenda eftir því sem árin liðu. Sorgin sótti hana samt heim og það var henni mikið áfall, þegar elsta dóttir hennar, Lovísa Guðrún, dó á besta aldri í blóma lífsins. Hún bar nafn þeirra kvenna sem voru henni svo kærar, Lovísu móður hennar og Guðrúnar ömmu. Þegar jarðeldarnir í Heimaey hóf- ust 23. janúar 1973 höfðu þau Imba og Alli komið sér vel fyrir í Gerði, þar sem frændi hennar og okkar ættmenna Eyjólfs Eiríkssonar og Jórunnar Skúladóttur á Kirkjubæ, Guðlaugur Stefánsson skipstjóri í Gerði og Sigurfinna Þórðardóttir kona hans, bjuggu rausnarbúi. Gerði og öll hús þar í nágrenni fóru undir ösku og eimyrju og áttu þau ekki aft- urkvæmt á sitt fyrra heimili. Eftir eldgosið komu þau sér upp vinalegu heimili í Grindavík og bjuggu þar fram í nóvember sl. er þau fluttu aft- ur til Vestmannaeyja og Imba lagð- ist inn á sjúkrahúsið þar. Hvert áfallið á fætur öðru hefur á liðnum vetri dunið á Alfreð og fjöl- skyldu hans og nú síðast missir ást- kærrar eiginkonu. Við Anika, Gísli bróðir, Hildur og okkar fjölskyldur sendum Alla innilegar samúðar- kveðjur. Við útför okkar kæru frænku, sem við áttum svo margar og góðar minn- ingar um frá liðinni ævi og löngu liðnum tíma, þökkum við henni sam- fylgdina. Imbu á Búastöðum verður ætíð gott að minnast. Við sendum eftirlifandi systur hennar, bróður og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur, svo og allri fjölskyldu Alla og Imbu, börnum og afkomendum. Blessuð sé minning Ingibjargar Bryngeirsdóttur frá Búastöðum. Hún sé Guði falin. Guðjón Ármann Eyjólfsson. INGIBJÖRG BRYNGEIRSDÓTTIR ✝ Guðrún Eyjólfs-dóttir fæddist í Sólheimum í Laxár- dal í Dalasýslu 13. nóvember 1920. Hún lést 31. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Eyjólfur Jón- asson bóndi frá Sólheimum, f. 15.3. 1889, d. 19.12. 1989, og kona hans Sigríð- ur Ólafsdóttir, f. 18.4. 1896, d. 8.10. 1925. Systkini Guðrúnar voru þau Ólafur Ingvi, Ingigerður og Una og eru þau öll látin. Hálfsystk- ini hennar úr seinna hjónabandi Eyjólfs eru þau Steinn og Sigríður. Steinn er nú einn eftirlifandi barna Eyjólfs. Árið 1946 giftist Guðrún Gunnari Árna Sveinssyni, f. 1919, en þau slitu samvist sinni eftir 20 ár. Börn þeirra eru: 1) Halldóra Sigríður, f. 1.11. 1946, fyrrverandi eiginmaður hennar var Matthías Jón Þorsteinsson, f. 1942, og d. 1999. Börn þeirra eru Þorsteinn, f. 1966, og Guðrún Anna, f. 1967. Seinni maður Halldóru var Brynj- ólfur Bjarkan, f. 1944, og d. 1993. Börn þeirra eru Brynjar Már, f. 1978, Jón Gunnar Bjarkan, f. 1980, og María Salóme, f. 1982. Núver- andi sambýlismaður Halldóru er Árni Logi Sigurbjörnsson, f. 1952. 2) Eyjólfur Sveinn Sigurgeir, f. 29.6. 1948. Fyrrverandi eiginkona hans er Ásta Björt Thoroddsen, f. 1942. Börn þeirra eru Eyj- ólfur Bjartur, f. 1975, og Guðrún Lína, f. 1982. 3) Sveinn Lár- us, f. 4.1. 1951. Fyrr- verandi eiginkona hans er Guðríður Sveinbjörnsdóttir, f. 1954. Börn þeirra eru Gunnar Ingi, f. 1973, og á hann tvö börn, og Sveinbjörn Logi, f. 1980. 4) Logi Vilberg, f. 6.8. 1953. Kona hans er Sigríð- ur Bjarnadóttir, f. 1954. Börn þeirra eru Bæring Árni, f. 1979, Bjarni Þór, f. 1982, og Páll Ingvi, f. 1986. 5) Sigríður Ísól, f. 2.2. 1955. Maður hennar er Guðmundur Gunnarsson, f. 1955. Börn þeirra eru Gunnar Freyr, f. 1977, og á hann eitt barn, Brynhildur, f. 1980, og Sigurður Rúnar, f. 1982. 6) Jón- as Bjarki, f. 11.11. 1959. Guðrún ólst upp í Sólheimum til tvítugs og fluttist til Reykjavíkur þar sem hún kynntist Gunnari. Bjuggu þau í Mosfellsbæ fyrstu ár- in en fluttust síðan að Gufunesi. Frá Gufunesi fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó síð- an. Hún starfaði aðallega sem saumakona. Útför Guðrúnar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Mig dreymdi fyrir löngu síðan hræðilegan draum, að hún amma væri dáin. Ég man ennþá sársauk- ann þegar ég vaknaði grátklökk og hversu létt mér var þegar ég upp- götvaði að þetta hafði bara verið draumur. En nú er amma mín farin og þó svo að hún hafi kennt mér að trúa á líf eftir dauðann og hafi sjálf trúað sterkt á framhaldslíf er sárs- aukinn og söknuðurinn ekki minni. Sem betur fer á ég fjöldann allan af yndislegum minningum af stund- um okkur saman sem aldrei verða teknar frá mér og eflaust gætu þær fyllt heila bók, því amma var mér miklu meira en amma, enda bjó ég hjá henni um nokkra ára skeið og er ég henni mjög þakklát fyrir þau ár. Hún hlúði að mér á þann hátt sem ég mun aldrei gleyma. Á morgnana vaknaði ég upp við ilminn af heitu kakói og smurt brauð beið mín á fati. Eftir skóladaginn eyddum við saman mörgum góðum stundum, fórum upp í hesthús að kemba hrossin, skrupp- um í heimsóknir eða spiluðum sam- an, þá átti hún það til að svindla, ekki til þess að vinna heldur til þess að tapa. Hún var glettin, kát og sagði skemmtilega frá, ég beið þess vegna spennt á kvöldin eftir því að fá að heyra sögu, stundum fór hún með þulur eða söng, svo skreið ég upp í til hennar og Títa gamla, litla tíkin okk- ar, hjúfraði um sig til fóta. Amma var mikið náttúrubarn og mikil hestakona enda var það hún sem kenndi mér að elska sveitina, dýrin og upprunann, hann skipti hana miklu máli. Ég fylgdi henni oft vestur í dali á sumrin, í Sólheima, þar sem langafi bjó og bróðir ömmu var bóndi og þaðan á ég safn af ljúf- um minningum. Gjafmildi ömmu var takmarkalaus og fengu margir að njóta þess, ég var ein þeirra. Fyrsta hjólið fékk ég frá henni, fyrsta plötu- spilarann og fyrstu utanlandsferð- ina, en hana fórum við saman til Búlgaríu, það var ógleymanleg lífs- reynsla. Þetta er aðeins brot af öllu sem hún gaf mér en það dýrmætasta af öllu var þó kærleikinn og hlýjan sem hún umvafði mig og alla þá sem hana þekktu. Fjölskyldan var henni afar kær og hún var alltaf stolt af sínum börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, þau voru henn- ar guðsgjöf, eins og hún kallaði þau. Hún kom fram við fólk af miklum heiðarleika og ætlaðist til hins sama af öðrum, dæmdi ekki aðra en var jafnframt stolt og auðsærð ef henni fannst hún beitt ranglæti en reiðari varð hún þó ef því var beitt gegn ein- hverjum sem henni þótti vænt um. Alltaf stóð hún vörð um þá sem minna máttu sín. Virðing hennar var einlæg gagnvart öllum guðs börnum, lífinu og ástinni. Góðan félagsskap kaus hún fram yfir flest annað og það er mér léttir að vita að nú er hún stödd í góðra vina hópi, blessuð sé minning minnar ástkæru ömmu. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Guðrún Matthíasdóttir. Nú er hún amma mín orðin engill. Konan með stóru augun. Sú sem aldrei vildi gefa eftir glæsileikann og reisnina þótt vatnið væri oft djúpt. Hún var dalastúlkan á hestinum sem ætíð ferðaðist grýttar götur síns lífs án þess að stoppa né hika við. Ég minnist hennar sem hálfgerðr- ar sígaunakonu með slæðu á frjálsu flugi um himininn. Hún var sem arn- armóðir vakandi yfir sínum. Ætíð fann ég fyrir hlýju, alltaf veitti hún mér bjartsýni og trú á lífið. Lifir hún í mér sem gleði þó að bugaður sé af sorg. Eyjólfur Bjartur Eyjólfsson. Mig langar til að minnast ömmu, eins og hún titlaði sjálfa sig, í nokkr- um orðum. Við kynntumst þegar unnusti minn, barnabarn Guðrúnar, lá á Grensásdeild fyrir rúmu ári. Það sást langar leiðir að þarna var á ferð- inni afar sérstök kona og því betur sem ég kynntist henni mat ég hana meira. Hún var einstaklega áhuga- söm um son minn Kristján Erni, hrósaði honum óspart og það er nokkuð sem allar mæður kunna að meta. Sjálf bar ég mikla virðingu fyrir Guðrúnu vegna þess að hún var á tímabili einstæð sex barna móðir í tvöfaldri vinnu. Hún gerði það vel, var sterk og þannig ætla ég að minn- ast hennar. Hún gat komið á óvart, átti það til að fara með gamlar þulur upp úr þurru um leið og hún dýfði sykur- molanum í kaffibollann. Það þótti mér skemmtilegt. Guðrún var dug- leg að heimsækja okkur Bjart með Sigurjóni sínum og eru þessar heim- sóknir orðnar dýrmætar minningar um góða konu. Hún faðmaði mig oft að sér og kallaði mig elsku stelpuna sína og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Elsku Guðrún, takk fyrir allar góðu samverustundirnar. Hvíl þú í friði. Þín Halla. Eftir langan vetur kom vorið og þá var tími ljóssins og gleðinnar svo stutt undan. Gömul kona með unga sál full af tilhlökkun í hjarta kvaddi þennan heim sem hún vænti svo mik- ils af á komandi sumri. Með fyrir- hugað ættarmót í huga voru hennar síðustu orð hve hún hlakkaði mikið til fararinnar vestur í Dali en þaðan var hennar ætt og uppruni. Það er svo erfitt að skilja við svo sterkan persónuleika og hjartahlýja konu sem amma var. Hún var gjafmild og alltaf studdi hún þá sem minna máttu sín. Við afkomendur hennar elskuðum hana ofurheitt, hve glöð hún tók á móti faðmlagi og kossum á kinn en hún átti þá skilið þúsund- falda. Nú vonum við að hlýjar og fall- egar hugsanir okkar í hennar garð fylgi henni á leið út úr þessum heimi sem reyndist henni stundum svo harður, en hún sveigði alltaf blómið sitt í átt til sólar á ný og það sama gerum við þó hún kveðji okkur nú. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með þökk fyrir góða ömmu biðj- um við góðan Guð að geyma hana fyrir okkur. Brynhildur, Gunnar Freyr, Sigurður Rúnar og Saga Marie. GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.