Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LETTNESK stjórnvöldleggja alla áherslu á þaðþessa stundina að tryggjainngöngu Lettlands í Evr- ópusambandið (ESB), en stefnt er að stækkun þess í janúar 2004. Þá vonast Lettar til að þeim verði boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eftir fund NATO-ríkjanna í Prag í haust. Þetta kom fram hjá Andris Berzins, forsætisráðherra Lettlands, á fundi með fréttamönn- um í gær. Opinber heimsókn Berzins og konu hans, Dainu Berzina, til Ís- lands hófst í gær. Berzins verður hér á landi fram á sunnudag en hann mun í heimsókn sinni eiga fund með fulltrúum úr viðskiptalíf- inu og fjárfestum í Lettlandi, auk þess sem hann fer í skoðunarferðir. Berzins hitti Davíð Oddsson for- sætisráðherra að máli í gær, sem og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Þá snæddu forsætis- ráðherrahjónin lettnesku hádegis- verð í boði Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á fréttamannafundi sem Davíð Oddsson og Berzins héldu í gær rifj- aði Davíð m.a. upp að áætlað hefði verið að Berzins heimsækti Ísland í september sl. Ákveðið hefði hins vegar verið að fresta þeirri heim- sókn í kjölfar atburðanna sem urðu 11. september í Bandaríkjunum. Davíð sagði að þeir Berzins hefðu átt gagnlegar samræður um tvíhliða samskipti Íslands og Lettlands. Þau væru í góðum farvegi, viðskipti milli landanna færu vaxandi og sagði Davíð m.a. að þeir aðilar íslenskir, sem stundað hafa verslun og við- skipti í Lettlandi, gerðu góðan róm að þeim viðtökum sem þeir hefðu fengið þar. Umhverfi til fjárfestinga og viðskipta væri gott í Lettlandi. „Ég verð að nefna það hér að for- sætisráðherrann kom mér mjög á óvart í samræðum okkar nú,“ sagði Davíð. „Við [Íslendingar] héldum að við hefðum gert voða vel er við lækkuðum skatta á fyrirtæki niður í 18% en Lettar eru nú að lækka hann í 15%. Skattar á fyrirtæki verða því þremur prósentustigum lægri en þeir eru hér, og höfum við þó hreykt okkur af stöðu mála hér á landi. Lettar eru því sigurvegarar á mörg- um sviðum, ekki aðeins í Eurovision [söngvakeppninni].“ Reyna að ljúka heimavinnunni Berzins sagðist afar ánægður að vera loksins kominn til Íslands. Lettum væri í fersku minni að Ís- lendingar hefðu orðið fyrstir til að taka upp stjórnmálasamband við Lettland í kjölfar sjálfstæðis frá Sovétríkjunum. Alla tíð síðan hefðu samskipti landanna verið góð, m.a. í viðskiptum. Berzins sagði að hann hefði tjáð Davíð að aðild að ESB og NATO væri ekki markmið í sjálfu sér fyrir Letta heldur liður í tilraunum þeirra til að tryggja öryggi landsins og efnahagslegan stöðugleika til lengri tíma litið. „Þrisvar urðu breytingar á stöðu landsins á síðustu öld og það voru gerðar fjórar byltingar og þrjú stríð háð. Fjórum sinnum voru eignir fólks þjóðnýttar og fjórum sinnum var snúið frá því formi. Við viljum ekki að þróunin verði sú sama á þessari öld og því viljum við gerast aðilar að NATO og ESB,“ sagði Berzins. Kvaðst hann vilja þakka Ís- lendingum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt Lettum að því er varðaði stækkun NATO. „Hvað okkur varðar þá leggjum við nú ofurkapp á að ljúka þeirri heimavinnu sem nauðsynleg er eigi landið að fá inngöngu í Atlantshafs- bandalagið,“ bætti hann við. Brezins var spurður út í skoðana- könnun, sem nýlega var gerð meðal fjármálastofnana í Evrópu, en hún sýndi að þessar stofnanir teldu helmingslíkur á því að Lettar fengju inngöngu í ESB í janúar 2004. Sagði hann að búið væri að ljúka 23 samn- ingahrinum í viðræðum Letta og fulltrúa ESB og að hinn 11. júní nk. yrði bundinn endahnútur á samn- ingaviðræður um þrjú mál til við- bótar. Þá stæðu eftir samningavið- ræður um landbúnaðarmál og fjárlög en ráðist yrði í viðræður um þau mál fyrir árslok. „Við leggjum okkur alla fram og munum verða tilbúnir í byrjun næsta árs, viðbúnir því að okkur verði sent boð um inngöngu. Auðvit- að ræðst endanleg niðurstaða af mati almennings í Lettlandi því við munum boða til þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. En ég held að niðurstaðan verði jákvæð því um er að ræða langtímahagsmuni lands- ins, sem snerta öryggi þess og stöð- ugleika.“ Benti Berzins á að margt myndi einnig ráðast af niðurstöðu nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi um Nice-sáttmálann, sem líklega verð- ur boðuð í haust, en án samþykkis Íra yrði erfitt fyrir ESB að ráðast í stækkun. „En við erum Við trúum því að okkur v boð um inngöngu í uppha árs. Og við teljum okkur e vanbúnaði,“ sagði hann. Vilja feta í fótspor Davíð Oddsson sagði hafa sagt sér að þó að fylgi aðild væri minna um þessa Lettlandi en oft áður þá t víst að meirihluti kjósend lýsa stuðningi við aðild í kvæðagreiðslu. „Ástæða sagði Berzins, „að fylg minnkað er sú að eftir að vi senda tillögu framkvæmd sambandsins í landbúnaða þ.e. sem víkja að beinum g niðurgreiðslu afurða, fra kvótum og öðrum þáttum u ir landa minna tauga Fulltrúar stjórnvalda eiga þessar mundir í viðræðum hagsmunasamtök í landin undirbúum okkur með þ næstu samningalotu. Ég t Vænta þess að ver in ESB-aðild á næ Andris Berzins, forsætisráðherra L lands, segir aðild að ESB og NATO m ilvæga til að tryggja öryggi Lettland efnahagslegan stöðugleika. Davíð L Sigurðsson fór til fundar við Berzins hann er í opinberri heimsókn hér á la Morgunblaðið/J Berzins sótti hádegisverðarboð á Bessastöðum. Morgunblaðið/J Berzins fundaði með aðilum úr íslensku viðskiptalífi. Jón Ásbe framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, situr við hlið Berzins Morgunblað Berzins ræddi við Davíð Oddsson í ráðherrabústaðnum. MIKILVÆG ÞAGNARSKYLDA BIÐLISTAR EFTIR SKURÐAÐGERÐUM Biðlistar eftir aðgerðum fyrir sjúk-linga hljóta að vera einhverhæpnasta sparnaðarleið, sem um getur. Um þessar mundir bíða um 3.300 manns eftir skurðlækningum á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi og er með- albiðtími eftir aðgerð allt að tvö ár. Jón- as Magnússon, sviðsstjóri lækninga á skurðlækningasviði, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að getan sé fyrir hendi að láta þessa lista hverfa, en til þess þurfi pólitískan vilja og nægilegt rekstrarfé fyrir spítalann. Á milli 10 þúsund og 12 þúsund að- gerðir eru gerðar á LSH árlega og 15 þúsund ef aðgerðir á kvennadeild eru taldar með. Jónas segir að um helming aðgerða í sumum greinum beri brátt að og séu ekki á biðlista, en þegar á heild- ina sé litið sé meira en helmingur að- gerða af biðlista. Sérstök vandamál hafa skapast vegna biðlista í þremur grein- um; bæklunarlækningum, almennum skurðlækningum og augnlækningum. Bið eftir aðgerð getur verið mjög kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið. Í fyrsta lagi er enginn sparnaður í því að fresta aðgerð. Með því er aðeins verið að slá útgjöldum á frest, fyrir utan það að ástand sjúklings getur hæglega versnað á meðan beðið er og aðgerð orðið flókn- ari og dýrari þegar upp er staðið. Iðu- lega þarf sjúklingur á lyfjum að halda á meðan beðið er og sá kostnaður getur verið óheyrilegur. Jónas Magnússon nefnir að halda megi vélindabakflæði þokkalega niðri með lyfjum á meðan beðið er aðgerðar, en þeirri leið fylgi ákveðin þversögn vegna þess að lyfja- kostnaður í tvö ár slagi hátt upp í að- gerðarkostnaðinn. Þá liggur drjúgur kostnaður í því fyrir þjóðfélagið þegar fólk þarf að bíða þess mánuðum og árum saman að fá lækningu meina sinna og er á meðan frá vinnu og getur ekki lagt sitt af mörkum til þjóðarbúsins. Það má því heita nokkuð ljóst að arðsemissjónar- mið búa ekki að baki biðlistunum í heil- brigðiskerfinu. Þeim fylgir kostnaður auk þess sem það hlýtur að vera mark- mið heilbrigðiskerfis að anna eftirspurn eftir þjónustu, eða með öðrum orðum að lækna þá, sem veikjast eða slasast, jafn- harðan. Þá má spyrja hvort það sé verj- andi siðferðislega að slá á frest lækn- ingu, sem vitað er að hægt er að veita og að auki er ljóst að verður veitt fyrr eða síðar. Biðlistar eru ekki aðeins tölur á blaði. Á bak við tölurnar er fólk af holdi og blóði, sem tæplega bíður aðgerðar að ástæðulausu. Á meðan beðið er getur sjúklingur þurft að ganga í gegnum ýmsar þjáningar og óþægindi, fyrir utan það að geta ef til vill ekki sinnt störfum á meðan beðið er. Eina marktæka skýringin á biðlistum væri sú að geta væri ekki fyrir hendi í kerfinu til að vinna á þeim og hún gæti aðeins átt við á meðan verið væri að laga kerfið að eftirspurninni. Í máli Jónasar Magnússonar kemur hins vegar fram að það sé ekki ástæðan. Hann áréttar í samtalinu að starfsmenn eigi enga ósk heitari en að eyða biðlistunum því að þeir hjálpi spítalanum ekki neitt og séu ekki stjórntæki til að knýja út peninga. Jónas bætir við að þegar endurskipu- lagningu skurðlækningasviðs spítalans verði lokið, sennilega um áramót, ættu að vera forsendur fyrir hendi til að vinna á biðlistunum, en það velti á því að nægjanlegt rekstrarfé fáist. Ýmsar leiðir má fara til þess að leysa biðlistavandann og má þar meðal annars benda á að einkarekstur gæti verið kostur. Þá gætu þeir, sem efni hafa á, notað peningana sína til að borga fyrir aðgerðir og um leið myndi álagið í hinni opinberu heilsugæslu minnka og grynnkað yrði á biðlistunum. Það er hins vegar ekki hægt að láta biðlistana viðgangast ef getan er fyrir hendi til að láta þá hverfa og tilvist þeirra þýðir það eitt að útgjöld aukast í heilbrigðiskerfi, sem stöðugt er undir smásjá niður- skurðarins. Starfsmenn fjölmargra opinberrastofnana og einkafyrirtækja fara í starfi sínu með viðkvæmar upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga. Í flestum tilfellum, þar sem um slíkt er að ræða, gilda lög um þagnarskyldu starfs- manna. Sem dæmi má nefna lög um rétt- indi sjúklinga, lög um störf ýmissa heil- brigðisstétta, lyfjalög, fjarskiptalög, lög um viðskiptabanka og sparisjóði og þannig mætti áfram telja. Ný lög um vernd persónuupplýsinga fjalla um vernd þeirra almennt. Mismunandi er hvort viðurlög við brotum á þagnarskyldu eru tilgreind í viðkomandi lögum, en þau eru oft mjög ströng. T.d. er í lögum um lyfjafræðinga gert ráð fyrir að brot þeirra eða sam- starfsmanna þeirra á þagnarskyldu varði við 136. grein almennra hegning- arlaga, sem kveður á um að segi opinber starfsmaður frá því, sem leynt á að fara, geti það varðað allt að ársfangelsi. Stundum mætti ætla að sumu því fólki, sem er daglega með persónuupp- lýsingar í höndum, væri ekki ljóst hversu mikilvæg þagnarskyldan er og hversu þung ábyrgð hvílir á herðum þeirra, sem umgangast viðkvæm leynd- armál. Nýjasta dæmið er af lyfjalista, sem sendur var með símbréfi fyrir slysni frá einu apóteka Lyfju til óviðkomandi fyrirtækis. Upplýsingarnar áttu að fara til Lyfjastofnunar, sem hefur heimild samkvæmt lögum til að óska eftir þeim. Fram hefur komið í fjölmiðlum að strangar reglur gilda um meðferð lista af þessu tagi, þ.á m. sendingu þeirra, en engu að síður varð þetta slys. Viðbrögð fyrirtækisins eftir að mistökin komu í ljós eru reyndar til fyrirmyndar, en auð- vitað eiga verklagsreglur að fyrirbyggja slysin. Ekki tók betra við í fyrirtækinu, sem fékk lyfjalistann óvart sendan; þar var hann sendur áfram út úr fyrirtækinu þótt fjarskiptalögin kveði á um að þeim, sem fyrir tilviljun, mistök eða án sér- stakrar heimildar tekur við símskeyt- um, myndum eða öðrum fjarskipta- merkjum, beri að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borizt sér og gæta „fyllsta trúnaðar í þeim efnum“. Það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því, ekki sízt þeir sem hafa persónuupplýsingar í höndum í dagleg- um störfum sínum, að það er ástæða fyr- ir þeim lögum sem gilda um vernd þeirra og hinum ströngu viðurlögum, sem oft eru við brotum á þeim. Friðhelgi einka- lífsins er ein af grundvallarreglum sam- félags okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.