Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 39 STUTT grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag 4. júní vakti mig til umhugsunar. Greinarhöfundur er Drífa Hjartardóttir al- þingismaður, fyrsti þingmaður Suðurlands og formaður landbún- aðarnefndar Alþingis. Það er ekkert einka- mál sauðfjárbænda og fulltrúa ríkisvaldsins hvernig þessum málum er varið. Sem neytanda og skattgreiðanda skiptir það mig miklu máli hvernig fram- leiðsla, gæði og verð- lagning á sauðfjárafurðum þróast, en ekki síður skptir það mig miklu hvernig þessari atvinnugrein reiðir af vegna hinna gríðarmiklu byggðaá- hrifa sem afkoma hennar hefur. Ég skil þingmanninn þannig að hún telji gildandi búvörusamning í sauðfjárrækt slæman, „því miður hafa verið gerðir öðruvísi búvöru- samningar í sauðfjárræktinni,“ segir hún. Hafa verður í huga þegar þessi orð eru metin að búvörusamningur- inn er gerður við núverandi ríkis- stjórn og staðfestur af Alþingi. Þá var hann samþykktur af miklum meirihluta sauðfjárbænda í almennri atkvæðagreiðslu þannig að mjög orkar tvímælis hjá þingmanninum að bændur hafi verið „þvingaðir“ eins og kemur fram hjá honum. Sem neytandi gladdist ég yfir framsýni forystu bænda þegar þeir lögðu áherslu á gæðamál og sjálf- bæra nýtingu afrétta í samningum sínum. Ég trúi því ekki að þingmað- urinn vilji senda íslenskum neytend- um verksmiðjuframleitt stera- og lyfjakjöt, eða vöru sem eru fengin með ofbeit og vanfóðrun. Ég trúi því ekki að sem leiðtogi í stærsta land- búnaðarhéraði landsins vilji hún hafa uppi gunnfána landeyðingar og bú- skussa. Ég er þess fullviss að ís- lenskir neytendur kæra sig ekki um það, við sem kaupum þessa vöru og leggjum til atvinnugreinarinnar fjár- muni af skattpeningum okkar eigum kröfu á gæðavöru sem er framleidd með skynsamlegri nýtingu lands. Annað atriði í grein Drífu Hjartardóttur ýtti mér enn frekar út í þessa umræðu, en það voru ítrekaðar fullyrð- ingar hennar um nauð- syn þess að koma á framseljanlegu greiðslumarki í sauð- fjárrækt. Um þetta er hægt að segja að sporin hræða. Stefnan sem rekin hefur verið í sjáv- arútvegi er á góðri leið með að leggja byggðir landsins við sjávarsíð- una í auðn. Samþjöppun veiði- heimilda og valds hefur á einum og hálfum áratug breytt grónum byggðum í deyjandi bæi. Ægivald kvótaeigendanna lamar jafnt framtak einstaklinga og frjálsa skoðanamyndun. Það er sú framtíð- arsýn sem bíður sauðfjárbænda nú þegar kvóti í sauðfjárrækt er orðinn söluvara. Munu þeir eftir nokkur ár búa við það að miskunnsamir Sam- herjar stjórni skoðanamálaráðuneyti bænda? Sú stefna sem þingmaðurinn Drífa Hjartardóttir mælir fyrir í grein sinni er andstæð íslenskum neytend- um og skattgreiðendum þar sem sá stuðningur sem samið er um að komi til niðurgreiðslna matvælaverðs er orðinn söluvara þeirra sem eru að hætta búskap. Þessi stefna mun auka kostnað í greininni sem fer beint út í verð til neytenda. Ég óttast að afleið- ingin verði enn meiri byggðaflótti. Græðgi eða gæði Hrafnkell A. Jónsson Höfundur er héraðsskjalavörður, Fellabæ. Verðlag Það er ekkert einkamál sauðfjárbænda og full- trúa ríkisvaldsins, segir Hrafnkell A. Jónsson, hvernig verðlagsmálum búvara er varið. Í VIKUBLAÐINU Feyki á Sauðárkróki 29. maí 2002 er kveðjugrein Herdísar Á. Sæmundardóttur fyrrv. sveitarstjórnar- manns Framsóknar þar sem hún fjallar um úrslit kosninganna í Sveitarfél. Skaga- firði. Þar sem ég hef ekki fengið rúm á síð- um Feykis fyrir skrif mín vegna málefnalegs ágreinings við hinn „óháða“ ritstjóra Feykis sé ég mig knú- inn til að svara Her- dísi nokkrum orðum í öðrum og óháðari miðli. Herdís er ánægð með úrslitin og gleðst yfir miklu tapi Sjálfstæðis- manna en telur að Framsóknar- mönnum hafi haldist furðu vel á sínu. Báðir flokkar töpuðu um 5% miðað við síðustu kosningar! Okkur Frjálslyndum og Óháðum vandar Herdís ekki kveðjurnar og segir okkur hafa farið með „endemis óhróður og vitleysu sem dæmd hafi verið marklaus“! Segir hún að full ástæða sé til að gleðjast yfir því hve lítið fylgi við fengum og að það sýni að skítkast borgi sig ekki. Það er nú oft svo að sannleik- anum verður hver sárreiðastur og held ég að það sé tilfellið hér. Við höfðum hvorki flokksvél né mikil auraráð en ég er sannfærður um að kostnaður Framsóknar var ekki neðan við 100.000 kr og örugglega lítið lagt úr eigin vösum eins og var hjá okkur ef frá eru taldar þær 40.000 kr sem sveitarfélagið lagði fram! Í grein Herdísar eins og á framboðsfundunum er ekkert sagt hvað hún kallar óhróður og skít- kast – engar skýringar gefnar! Eðlilegri gagn- rýni aldrei svarað en tönnlast á innantómum loforðum – að það yrði gott veður út kjörtíma- bilið en það var reynd- ar loforð allra flokkanna að okkur Frjálslyndum undanskildum. Því miður völdu kjósendur að trúa á veðurspána sem ólíklegt er að ræt- ist! Við spurðum margs en engu var svarað! Er það rangt að rafmagns- reikningar fyrirtækja á Sauðár- króki hafi hækkað um allt upp í 140 % eftir að RARIK tók við rafveit- unni? Er það rangt að umsókn um byggingu á 3000 fermetra skrif- stofuhúsnæði hafi ekki verið tekin fyrir í byggingarnefnd fyrr en um 6–7 mánuðum eftir að hún barst (stjórnsýslubrot!) og afgreiðsla málsins öll með endemum miðað við að mörg störf hefðu komið inn í sveitarfélagið með nýjum fyrirtækj- um í húsið? Er það rangt að Vill- inganesvirkjun, óskabarn Fram- sóknarmanna, sé með allra óhagkvæmustu virkjunarkostum sem völ er á? Er það rangt að Blönduvirkjun hafi verið keyrð með 65–80% nýtingu miðað við uppgefið afl undanfarin mörg ár og því sé í raun nóg rafmagn til á svæðinu? Er það rangt að ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn Steinull- arverksmiðjunnar um söluna og kaup þeirra á hlut í verksmiðjunni? Er það rangt að Framsóknarmenn hafi skrifað í kosningabæklingi að 15%+24% væri um það bil 50% og þar með væri meirihlutaeign heima- manna í Steinullarverksmiðjunni tryggð? Telst það að skila góðu búi eins og Herdís segir að skila fjár- hagsáætlun 2002 með um eða yfir 250 millj. kr halla og með stór- framkvæmdir í gangi sem hvergi eru á áætlun eins og t.d. við Fé- lagsheimilið Miðgarð? Ég ætla ekki hér að koma inn á kaup Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar á rafmagni frá RA- RIK en það er sennilega það sem Herdís helst flokkar sem óhróður, enda má auðveldlega tengja það sölu rafveitunnar og varpar sér- stæðu ljósi á hana! Það mál verður skoðað nánar og sannleikurinn kemur þá vonandi fram. Með von um greið svör í óháðum miðli. Að kosning- um loknum Ragnar Eiríksson Kosningar Því miður völdu kjós- endur að trúa á veð- urspána, segir Ragnar Eiríksson, sem ólíklegt er að rætist! Höfundur er fyrrverandi versl- unarmaður og er búsettur á Sauð- árkróki. JÓNAS Magnús- son, sviðstjóri á Land- spítala-háskólasjúkra- húsi, segir í viðtali við Mbl. 6. júní sl. að ástæðan fyrir löngum biðlistum sé spurning um pólitískan vilja til þess að veita nægilegt rekstrarfé. Helsti vandinn sé langur bið- listi eftir bæklunar- skurðlækningum og nú bíði 675 sjúklingar eftir slíkum aðgerð- um. Þegar Jónas talar um pólitískan vilja liggur ekki fullljóst fyrir hverja hann hefur í huga en það er ekki óeðlileg ályktun að ætla að þá sé fyrst og fremst verið að beina spjótunum að heilbrigð- isráðherra, eða er hann e.t.v. að meina alla ríkisstjórnina? Hver notar dýru tækin? Jónas segir orðrétt í viðtalinu: „Ef hægt væri að manna deildir og hafa skurðstofurnar í gangi eftir þörfum gæti biðlistinn horfið á einu til einu og hálfu ári og þá væri hægt að gera aðgerðir á fólki án nokkurrar biðar...“ Hér er um- hugsunarverður vandi á ferðinni að mínu mati en sá vandi er ekki pólitískur. Vandamálið hefur með stjórnunarhætti og valdabaráttu að gera inni á spítalanum. Það liggur ljóst fyrir að Landspítali- háskólasjúkrahús er mjög vel tækjum búinn til þess að fram- kvæma hinar flóknustu bæklunar- aðgerðir og eflaust væri hægt að kaupa marga skuttog- ara fyrir þá fjármuni sem til þeirra tækja hefur verið varið. Og er það vel. Hins vegar ber að athuga að til þess að nýta þessi fínu tæki þarf sér- fræðinga með kunn- áttu og mikla reynslu á sviði bæklunar- skurðlækninga. Hvar eru sérfræðingarnir eiginlega niðurkomn- ir? Bæklunarsérfræð- ingar hafa flúið spítalann Það verður ekki hallað á kunn- áttu þeirra bæklunarsérfræðinga sem ennþá starfa við spítalann í þessum skrifum. Það er aftur á móti mjög alvarleg staðreynd að sérfræðingar með áralanga reynslu á sviði bæklunarskurð- lækninga hafa flúið út af spítalan- um á liðnum árum. Sumir hafa verið hraktir og enn aðrir hafa verið reknir og það helst ólöglega. Flestir þessara reyndu sérfræð- inga starfa á Læknastofunni í Álftamýri, aðrir starfa erlendis. Þessir umræddu sérfræðingar koma aldrei til starfa á Landspít- ala-háskólasjúkrahúsi á meðan þeir stjórnendur spítalans sem nú vaða uppi með gerræðislegum vinnubrögðum eru þar innandyra.Í þessu sambandi er rétt að minna á að það var ekki hægt að gera krossbandsaðgerðir í heil 2 ár hér á landi þar sem engir slíkir sér- fræðingar voru starfandi á spít- alanum og þann vanda leysti heil- brigðisráðherra með þjónustusamningi við sérfræðinga í Álftamýrarstöðinni nú í vetur. Þessi staðreynd kemur heilbrigð- isráðherra við og honum ber að forðast tómlæti. Áskorun Í ljósi þessa vandræðagangs skora ég á heilbrigðisráðherrra að bregðast við ummælum Jónasar Magnússonar sviðstjóra. Ég skora á heilbrigðisráðherra að leita eftir starfskröftum þeirra manna sem hvað best kunna til verka á sviði bæklunarskurðlækninga í landinu og leita eftir þjónustusamningi við þá. Ég skora á heilbrigðisráðherra að grípa inn í vitleysuna á Land- spítala-háskólasjúkrahúsi og setja vannýttar skurðstofur og frábær- an tækjabúnað í útleigu, einhverja daga í viku hverri, til þeirra sér- fræðinga sem ráða við vandann. Slíkt fyrirkomulag gæti eytt bið- listum til bæklunaraðgerða ásamt því að skapa leigutekjur fyrir spít- alann. Það gæti einnig leitt til þess að hægt væri að fá sjúklinga er- lendis frá til bæklunaraðgerða hér á landi og það gefur auga leið að slíkt skapar enn frekar tekjur fyr- ir þjóðarbúið. Heilbrigðisráðherra, ég skora á þig að sitja ekki undir ámæli Jónasar Magnússonar og láta hjá líða að bregðast við. Áskorun til heilbrigðis- ráðherra Arnþrúður Karlsdóttir Viðbrögð Ég skora á heilbrigðisráðherra, segir Arnþrúður Karls- dóttir, að sitja ekki undir ámæli Jónasar Magnússonar og láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er formaður Gigtarráðs og fyrrv. varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík. SUMUM finnst gott að berja hausnum við steininn. Ekki mér. Á síðum Morgunblaðsins hefur á síðustu dögum spunnist sérkennileg umræða um niðurstöð- ur bæjarstjórnarkosn- inganna á Akureyri. Þar hafa stungið niður penna tveir atorku- miklir sómamenn sem brjóta um það heilann viðstöðulaust hvort lítið sé minna en meira. Með einhverjum óskiljan- legum hætti reyna þeir að krýna L-listann sig- urvegara í bæjarstjórn- arkosningunum á Akureyri. Að þeirra mati nægði honum að fá tæp 18 prósent í kosningunum til að vera kominn í lykilstöðu og eiga heimtingu á að mynda meirihluta í bæjarstjórn. En þannig gerast ekki kaupin á eyr- inni. Til að setja punktinn aftan við þessa umræðu er í rauninni nóg að segja að meirihluti er meiri- hluti, hvorki meira né minna. Það er að sjálf- sögðu fagnaðarefni ef einhver bætir sig, því batnandi mönnum er best að lifa, en því mið- ur er það stundum ekki nóg. Núna stendur yfir heimsmeistaramót í knattspyrnu og ég er nokkuð viss um að mönnum þætti það skjóta skökku við ef lið- ið sem skoraði engin mörk í síðustu keppni en eitt mark í hverjum tapleik þetta árið yrði krýnt heimsmeistari, jafnvel þótt það endaði í neðsta sæti. Er sá sem bætir sig mest sigurvegari? Er skjaldbakan sem kemur síðust í mark í spretthlaupinu, en þó með örlítið betri tíma en í fyrra, sigurvegari? Og á hérinn bara að skammast sín fyrir að koma einni sekúndu seinna í mark en árið áður, jafnvel þótt hann hafi verið tveimur dögum á undan skjald- bökunni yfir marklínuna? Ég læt hér staðar numið, þakka kjósendum dyggan stuðning og bið félagsfræðinginn og útgerðarmannin vel að lifa. ,,Skjaldbakan kemst þangað líka“ Kristján Þór Júlíusson Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Akureyri Meirihluti er meirihluti, segir Kristján Þór Júlíusson, hvorki meira né minna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.