Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útsölustaðir í Reykjavík og nágrenni: Libia Mjódd, Snyrtistofa Hönnu Kristínar Skeifunni, Laugarnes Apótek, Nana Hólagarði, snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Spönginni, Zitas Firði, Hafnarfirði. Landið: Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkurapótek, snyrtivörudeild Hagkaups, Akureyri, Silfurtorg Ísafirði. Kynning í Smáralind föstudag og laugardag. Falleg strandtaska að gjöf þegar keypt er fyrir 2.500 kr. í sólarlínunni Marbert sólarlínan er fyrir allar húðgerðir. Sólarlínan inniheldur bæði UVA vörn sem ver húðina gegn skaðlegum geislum sólar sem fara í dýpstu lög húðarinnar og UVB vörn sem verndar gegn sólargeislum sem valda bruna í húðinni. Öll sólarlínan er rotvarnarefnalaus (paraben free) en rotvarnarefni valda mörgum ofnæmi. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ...fyrir kröfuhar›a Opi›: Smáralind mán. - fös. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 79 70 06 /2 00 2 Glæsibæ mán. - fös. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 Meindl Island Sérlega gott lag fyrir íslenska fætur. Vatnsvarið nubuk leður. Heil tunga og sérlega vandaður frágangur. Frábærlega léttir! Aðeins 830g (stærð 42). Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex. Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun. Mjög góður stuðningur við ökkla. Fáanlegir í herra- og dömustærðum. Meindl Island eru einna mest seldu gönguskór í Evrópu síðastliðin 10 ár. Lesendur Outdoor í Þýskalandi völdu Meindl Island bestu gönguskóna 2001. Eigum úrval af Meindl gönguskóm, allt frá léttum og þægilegum til sterkra og öflugra. Komdu og prófaðu. Þeir henta þér líka. MARKAÐSÁÆTLUN fyrir fyrir- tækið Hreyfigreiningu ehf. var valin besta áætlunin í kennsluverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur á vegum Útflutningsráðs Íslands en útskrift í verkefninu var í gær. Hjá Hreyfigreiningu er unnið að því að þróa greiningartækni á hálsskaða. Karl Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, tók þátt í verk- efninu fyrir hönd þess. Verkefnið Útflutningur og hag- vöxtur er skilgreint sem þróunar- verkefni fyrir lítil og meðalstór fyr- irtæki sem eru með viðskiptahugmynd þar sem horft er á bæði vöru og erlendan markað. Í tilkynningu frá Útflutningsráði í tilefni af útskrift í verkefninu segir að könnun sýni að vöxtur í veltu þeirra fyrirtækja sem þátt taki í því sé að jafnaði 20% á ári fyrstu árin eftir þátttöku og vöxtur útflutnings um 25%. Fyrirtækin sem þátt hafi tekið spanni flestar atvinnugreinar landsmanna og séu í öllum landshlut- um. Fyrirtækin sem þátt tóku í verk- efninu að þessu sinni voru auk Hreyfigreiningar, Altech, ELM, Ís- landssaga, HSC, ÍT-ferðir, Mjólkur- samlag Ísfirðinga, Snerpa og Litla fólkið. Verkefni frá árinu 1989 Verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur stendur í 10 mánuði en það hefur verið í gangi frá árinu 1989. Þátttakendur í verkefninu hitt- ast mánaðarlega á vinnufundi sem stendur í tvo daga og dvelja þann tíma á hóteli. Einn fulltrúi frá hverju þeirra fyrirtækja sem þátt taka í verkefni mætir á fundina, vanalega eigandi og/eða framkvæmdastjóri. Á fundina mæta einnig leiðbeinendur. Auk markaðsfræði vegur leiðsögn um markmiðasetningu mikið og lýk- ur verkefninu með því að þátttak- endur leggja fram stefnumótandi markaðsáætlun um útflutning síns fyrirtækis. Hvert fyrirtæki fær ráðunaut til aðstoðar sem nemur einum degi í mánuði, meðan á verkefninu stend- ur. Hlutverk þeirra er að vera við- ræðuaðili þátttakandans, fylgja eftir málum frá vinnufundum, styrkja ákvarðanatöku, hvetja, uppörva og samhæfa vinnubrögð. Þá hefur frá upphafi verið samvinna í verkefninu við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Afnotaréttur að verkefninu Út- flutningsaukning og hagvöxtur var keyptur af Irish Management Insti- tute (IMI) og var þjálfun verkefn- isstjóra og ráðunauta innifalin í kaupunum. IMI hefur selt afnotarétt að verkefninu eða systurverkefni þess til 17 aðila í 11 löndum. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins styrkir verkefnið. Útflutningsaukning og hagvöxtur Hreyfigreining hlutskörpust Morgunblaðið/Golli Forsvarsmenn fyrirtækjanna átta sem þátt tóku í kennsluverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur ásamt Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en hún flutti ávarp í tilefni af útskrift í verkefninu. TAL mun undirbúa að vísa ákvörðun samkeppnisráðs, um að ekki sé ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Tals og Íslandssíma varðandi Hóp- áksrift Símans, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Ákvörðun sam- keppnisráðs er í athugun hjá Íslands- síma og verður ákveðið áður en fjög- urra vikna áfrýjunarfrestur er liðinn hvort fyrirtækið vísar henni til áfrýj- unarnefndarinnar. Samkeppnisráð tók ákvörðun þess efnis á fundi í síðustu viku að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvört- unar Tals og Íslandssíma vegna Hópáskriftar Símans. Tal og Íslands- sími sendu fyrir nokkru, hvort í sínu lagi, kvörtun til ráðsins vegna þess að þau töldu meðal annars að Síminn hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að setja áskriftarleiðina Hópáskrift á markað. Fellst ekki á að viðbrögð Landssímans hafi verið hófleg Liv Bergþórsdóttir, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Tals, segir að samkeppnisráð og dómstólar hafi komist að því að sérstakar skyldur hvíli á markaðsráðandi fyrirtækjum. Hún segir að samkeppnisráð segi í ákvörðun sinni að í ljósi yfirburða- stöðu Landssímans á GSM-markaðn- um hvíli sérstaklega ríkar skyldur á fyrirtækinu að grípa ekki til neinna ráðstafana sem takmarkað geti með óeðlilegum hætti vöxt samkeppni á þessum markaði. „Tal felst ekki á það sjónarmið samkeppnisráðs að viðbrögð Lands- símans við Hóptali hafi verið hófleg og mun því undirbúa að vísa erindinu áfram til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála,“ segir Liv. Hún segir að í upplýsingum frá Landssímanum komi fram að hlut- deild hans á fjarskiptamarkaði sé 86%, og það sé nánast einsdæmi í okk- ar heimshluta. Í ákvörðuninni segi að enginn vafi leiki á því að Landssíminn sé enn í yfirburðastöðu á markaði fyr- ir GSM-farsímaþjónustu. „Í ljósi þessa er það mikið áhyggju- efni að talsmaður Landssímans skuli túlka úrskurðinn á þann veg að hann sé fordæmisgefandi. Landssíminn hafi fengið grænt ljós frá samkeppn- isráði til þess að verja yfirburðastöðu sína gegn hvers konar samkeppni með því að námunda eða jafna ný samkeppnistilboð af hvaða tagi sem er. Þetta er einkatúlkun forráða- manna Landssímans og mikilvægt að fá úr því skorið hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála hvort samkeppnis- yfirvöld séu sama sinnis. Erfitt er að draga mörkin milli lögmætrar sam- keppni og misnotkunar á markaðs- ráðandi stöðu, en Tal er þeirrar skoð- unar að Landssíminn sé að misnota stöðu sína í því skyni að útiloka Tal og aðra keppinauta frá GSM-farsíma- þjónustu fyrir fyrirtæki. Til lengri tíma litið koma slíkir samkeppnis- hættir neytendum á fjarskiptamark- aði ekki til góða.“ Liv segir að þrátt fyrir þennan úrskurð sé Tal staðráðið í því að halda áfram að bjóða fyrir- tækjum öflugan og hagkvæman val- kost á þessum markaði. „Enda þótt við höfum vænst meira af lagaum- hverfinu og samkeppnisráði, erum við staðráðin í að ná góðum árangri á fyr- irtækjamarkaði eins og við höfum gert á einstaklingsmarkaði. Við áttum í samskonar baráttu þegar við vorum að fóta okkur á einstaklingsmarkaði og sókn okkar á fyrirtækjamarkað mun einnig skila viðskiptavinum ávinningi, þrátt fyrir tilburði Lands- síma Íslands til þess að verja yfir- burðastöðu sína,“ segir Liv Bergþórs- dóttir. Ekki tekið á öllum atriðum Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningastjóri Íslandssíma, segir að ákvörðun samkeppnisráðs sé sérstak- lega athyglisverð með tilliti til þess að Landssíminn telji meðalreikning við- skiptamanna sinna eða fyrirtækja hafa hækkað við það að færa sig yfir í þá áskrift sem deilt er um. Með tilliti til þess þurfi fyrirtæki greinilega að passa sig á gylliboðum Landssímans. „Hvað ákvörðun samkeppnisráðs í heild varðar erum við hjá Íslandssíma að fara yfir hana núna en fljótt á litið virðist ekki vera tekið á öllum þeim atriðum sem við fórum fram á að yrðu skoðuð. Áfrýjunarfresturinn er fjórar vikur. Við munum taka ákvörðun um framhaldið áður en sá tími er liðinn,“ segir Pétur Pétursson. Tal og Íslandssími um ákvörðun samkeppnisráðs Ákvörðun ráðsins vísað til áfrýjunarnefndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.