Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðm. Guðm. skólaskáld.) Hann var fæddur inn í vorið, sex dögum fyrir sumarsólstöður, lengsta dag ársins, og dó inn í vorið þrjátíu og þremur dögum fyrir áttugasta og fyrsta afmælisdag sinn. Hann var sannur og heill vormaður lands og þjóðar. Vart verður um það deilt að Þingið og Vatnsdalurinn eru með fegurstu sveitum þessa lands, og Hnausar í Þingi eru eitt af höfuðbólum héraðs- ins. Hver gleymir sem hefur séð fag- urt vorkvöld á þessum slóðum, þegar vorgyðjan svífur yfir Flóðinu og vængjablak hennar speglast í slétt- um sólvermdum fletinum. Hljómar frá kliðmjúku álftakvaki berast um sveitina og mófuglinn syngur sín feg- urstu ljóð. Samofin fegurð og fugla- söngur og á stöku stað gárast vatnið af sporðum laxanna sem leggja leið sína inn í Vatnsdalsá. Allar þessar aðstæður þekkti vormaðurinn Jakob frá Hnausum, enda var hann alla tíð bundinn sterkum böndum við Húna- vatnsþing. Við vorum þremenningar að ætt, feður okkar bræðrasynir og mikil og einlæg vinátta ríkti á milli okkar æskuheimila. Ég frá Geithömrum í Svínadal, smábýli miðað við Hnausa. En breyttir tímar hafa gert mitt JAKOB SVEINBJÖRNSSON ✝ Jakob Svein-björnsson fædd- ist 15. júní 1921 á Hnausum í Húna- þingi. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 13. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 21. maí. æskuheimili að góðu býli og búa þar góðir bændur sem reka þar búskap með miklum myndarbrag. Mikill samgangur var á milli æskuheimila okkar þó vegalengd væri tölu- verð, um tveggja tíma reið en um annan far- kost var ekki að ræða en hestinn, þarfasta þjóninn. Mikil gleði og gest- risni ríkti á báða bóga, þegar þessar fjölskyld- ur hittust. Strax sem unglingur var Jakob bráðþroska, stór og sterkur, léttur á fæti og glað- sinna. Þeir bræður Jakob og Leifur voru fyrirmynd góðra drengja. Hnausasystkinin voru fimm að tölu, þrjár systur og tveir bræður, öll fyr- irmyndarfólk. Jakob var í miðið og er sá fyrsti sem fellur í valinn. Ég var yngstur af mínum systkinum og er einn á lífi. Þannig miðar straumi tím- ans áfram, talar sínu máli og segir sína sögu. Ungur að árum vann ég í vegavinnu í Svínadal norðan við Mos- fell, ysta bæ í dalnum. Verkstjóri var Guðmundur bróðir minn, 10 árum eldri en ég. Mér eru sérstaklega minnisstæðir þrír ungir menn úr Þingi og Vatnsdal fyrir dugnað, hreysti og myndarskap, skal þó á enga hallað sem þarna unnu, en allt var unnið með handverkfærum. Þessir ungu menn voru Jóhann Run- ólfsson frá Kornsá, hann dó á besta aldri, Jakob frændi minn og Jósep Magnússon frá Brekku, lítið eitt eldri en við, enn á lífi en heilsuskert- ur. Þá var í tísku að togast á um kefli, fara í sjómann, krók og krumlu. Það voru mikil átök þegar þessir ungu menn sýndu aflraunir sínar, tókust á og gerðu allt sem þeir gátu, hlífðu sér hvergi en allt í góðu gert. Þannig var frítímum og gleðistundum eytt í þá daga. Ég var lítill væskill í saman- burði við þá, enginn kraftakarl en drjúgur til vinnu og lét ekki halla á mig í þeim efnum. Þetta voru skemmtilegir dagar sem líða mér ekki úr minni. Ævin líður áfram. Báðir fórum við nafnar í sinn hvorn alþýðuskólann, um aðra menntun var ekki að ræða. Hin góðu kynni héldust þegar við hittumst þó leiðir skildu á ýmsan hátt. Í janúar 1948 tók ég meirapróf á Blönduósi en minna bílpróf tók ég 1946 og eignaðist þá nýjan Willy’s jeppa. Strax eftir meiraprófið fór ég til Reykjavíkur á mínum jeppa, óráð- inn hvað gera skyldi. Þegar suður kom hitti ég vin minn og nafna niður í Lækjargötu en hann keyrði þá á B.S.R. Hann hvatti mig til að kaupa bíl, Ford árgerð 1946, nr. 1066, af manni sem keyrði á stöðinni en var að hætta þar og réð sig hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur. Það var ekki svo þægilegt að komast inn á bílastöð nema sá hinn sami sem hætti, ætti þar bíl og afgreiðslumöguleika. Við ræddum strax við Óskar Thoraren- sen eiganda og forstjóra B.S.R. en hann og nafni voru góðir vinir. Eftir stutt samtal fékk ég leyfi til að hefja akstur á stöðinni og keypti bílinn sem nafni hafði bent mér á. At- vinnuakstur hóf ég sama daginn og ég fékk meiraprófsréttindin 28. febr- úar 1948. Örlög mín voru ráðin í þessum efnum og starfaði ég á B.S.R. næstu 43 árin, og var það all- an þann tíma mín aðalvinna. Við nafnar vorum því samstarfsmenn öll þessi ár, þó hann leitaði sér vinnu á öðrum stöðum um stundarsakir en keyrði jafnframt á stöðinni. Nafni, en við kölluðum hvorn annan nafna eftir að við fórum að starfa saman á B.S.R. og reyndar áður. Hann hafði mikil og traust viðskipti við Húsa- meistara ríkisins og ferðaðist mikið með Björn Rögnvaldsson ofl. sem höfðu eftirlit með byggingum ríkis- ins út um allt land. Einnig keyrði hann mikið Eirík Briem ofl. vegna eftirlits með rafmagnsframkvæmd- um. Þá má ekki gleyma öllum þeim er- lendu laxveiðimönnum sem hann keyrði mikið, þeir höfðu á leigu lax- veiðiár og þær ekki af verra taginu. Hann var frábær ferðamaður, góður og öruggur bílstjóri og ávallt á góð- um bílum, en erfitt var að fá góða eða nýja bíla þar til innflutningur var gefinn frjáls 1955. Nafni var mjög vinsæll á stöðinni, glaður og hressi- legur, bóngóður og vildi hvers manns vanda leysa og taldi ekki eftir sér fyrirhöfn ef hann gat öðrum hjálpað. Hann virkaði á okkur eins og hress- andi vorblær þegar hann kom inn á stöðina og við biðum eftir túrum. Það er ekki öfundsvert starf að vera leigubifreiðastjóri, því ekkert hefst í aðra hönd nema með óheyrilega löngum vinnudegi. Ég held að nafni hefði verið betur settur sem iðnaðar- maður því hann lagði haga hönd á margt. Ég er býsna sáttur við lífs- hlaup mitt, en þó tel ég að mér hefði hentað margt betur en að verða leigubifreiðastjóri þó mér farnaðist vel í starfinu án slysa eða tjóna. Nafni var enginn efnishyggjumað- ur en átti nóg fyrir sig og sína. Hann lagði það ekki í vana sinn að hrinda þeim sem hrasa, heldur að styðja þá sem minna máttu sín. Foreldrar hans voru rismikil heiðurshjón, hér- aðinu og þjóðinni til sóma. Annáluð fyrir gestrisni og höfðingsskap. Sterkir persónuleikar sem gleymast ekki þeim sem þekktu þau best. Nafna þótti vænt um heimabyggð sína og æskuheimili sitt. Byggði sumarhús hér syðra sem hann flutti norður og setti niður í hlíðinni beint á móti Hnausum á fallegum og gróð- ursælum stað. Þar undi hann sér vel með fjölskyldu sinni þegar um hægð- ist og tími vannst til. Veiddi í Hnausatjörninni bæði í lagnet og á stöng. Hann var mikill hestamaður og átti góða hesta sem veittu honum og fjölskyldu hans margar gleði- stundir hér í borg. Ég man eftir hon- um fyrir norðan á þeysireið á falleg- um gæðingum og gaman hafði hann af að temja baldna fola, því hvorki vantaði kjark né lagni. Hestavinur í orðsins fyllstu merkingu. Þar sönn- uðust þessar fallegu línur: „Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður“. Ég var staddur á fjar- lægum slóðum þegar andlát hans bar að, en ég var látinn vita í gegnum síma hvað hafði skeð. Útförin hafði farið fram þegar ég kom heim, því er þessi kveðja svo síðbúin. Hann var einn af þeim sem lifði fyrir heimili sitt, konu sína og börn. Jakob og Þór- dís Inga Þorsteinsdóttir stigu mikið gæfuspor þegar þau gengu í hjóna- band 20. október 1949. Þau eignuð- ust fjögur börn sem öll eru vel menntuð og góðir þjóðfélagsþegnar. Barnabörnin eru ellefu, einnig vel gefin og mannvænleg. Einlægnin, tryggðin og vinátta foreldra okkar í garð hvers annars, vona ég að megi endurspeglast í hug- um og hjörtum afkomenda okkar. Nú er jafnt á komið með okkur Ingu, við höfum misst maka okkar með svip- legum hætti eftir langa og farsæla áratugi, en hvað er betra en kveðja lífið án þjáninga því dauðinn bíður okkar allra, en minningin lifir þó maðurinn hverfi. Megi almættið halda verndarhendi sinni yfir eigin- konu, börnum þeirra og barnabörn- um, og hugga þau og styrkja í þungri sorg og söknuði. Að síðustu kveð ég hann með tveimur erindum úr ljóði eftir al- þýðuskáldið Gísla Ólafsson frá Ei- ríksstöðum. Hann var þá staddur á fögrum útsýnisstað þar sem hann lýsir umhverfinu umvöfðu æsku- stöðvum nafna míns. Sjáðu í suður og vestur hið svipmikla fjallagróp þar Gljúfurá austan við Ásmundarnúp fer ólgandi norður í Hóp. Fegurðin aldrei fyrnist þó fækki afburðamenn. Norðast í Víðidal veit ég þið sjáið virkið hans Finnboga enn. Horfðu norður um Hagann og Hópið spegilslétt Húnvetnska klaustrið þar hillir svo hátt milli vatnanna sett. Við staðinn fornhelga, fræga festist minningaband. Um það syngur hann Ægir upp við Þingeyrarsand. Ég kveð þig með söknuði og trega. Þinn frændi, vinur og nafni Jakob Björgvin Þorsteinsson. Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Mömmumorgnakonur hittast kl. 10 og grilla á leikvelli hverfisins. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10–12 vordagar 5–9 ára krakka. 3. dagur. Mæt- ing í KFUM&K húsið við Vestmannabraut. Hjördís. Kefas. Kaffihúsakvöld verður í Kefas í kvöld k. 20.30. Boðið verður upp á söng, ljóðalestur og vitnisburð. Selt verður kaffi, kakó og kökur á góðu verði. Allur ágóði rennur í kirkjubygginguna. Bjóðum ættingj- um og vinum á kaffihús á fallegum stað þar sem fagnaðarerindið er boðað. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Prédikari verður Benjamin Goodman en hann er bandarísk- ur prófessor í heimspeki og hefur hann kröftuga spámannlega þjónustu. Titill pré- dikunarinnar er Drottinn hefur nafn að gefa þér. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Biblíurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hliðarsal kirkj- unnar. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: ungt fólk úr Reykjavík og Hafnarfirði. Samlestrar- og bænastund á föstudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomn- ir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Einar Val- geir Arason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Sigríður Krist- jánsdóttir og Amicos. Samlestrar og bænastund í safnaðarheimilinu á fimmtu- dögum kl. 17.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Allir hjartan- lega velkomnir. Safnaðarstarf Háteigskirkja í Reykjavík. Ferming í Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 8. júní kl. 13.30. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Fermd verða: Dalíla Lirio Fannarsdóttir, Túngötu 21. Eydís Hulda Jóhannesdóttir, Túngötu 37. Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir, Túngötu 33. Freymar Gauti Marinósson, Móatúni 23. Ferming /   020;0    /56 ()&?       1      1     1  )           2"(  " &** !'6  4 '  1$. " -       2+/ 20 ! + ;9<< 15# ? ;5(63     .    3            4       &  ++* 1  5 &" 5  1 " - KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.