Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 53 Velkomin a› Sólheimum! Kabarett um hverja helgi! Græna kannan Alla laugardaga og sunnudaga í júní verða kabarettsýningar í kaffihúsinu Grænu könnunni og standa þær yfir frá kl. 16:00 til kl. 17:00. Leikarar úr leikfélagi Sólheima flytja m.a. atriði úr söngleiknum Hárinu sem sló í gegn í vor og einnig verða gestaleikara með okkur. Þeir listamenn sem verða hjá okkur í júní eru m.a. Kaffibrúsakarlarnir, Valgeir Guðjónsson, Jón Gnarr, Rúnar Freyr Gíslason og Selma Björnsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar og Felix, Björgvin Frans Gíslason (Geiri og Villa og Venni Töframaður), Edda Björgvinsdóttir og margir fleiri. Upplifðu ævintýri á Sólheimum. Veri› ávallt velkomin á Sólheima Myndlistarsýning Sýning á verkum heimilisfólks Sólheima er opin í Ingustofu frá 8.júní og stendur yfir í allt sumar. Höggmyndagarður Sólheima opinn allan ársins hring. Kaffihúsið Græna kannan Í júní 2001 hóf kaffihús starfsemi sína á Sólheimum. Það hefur þá sérstöðu að einungis er notað lífrænt hráefni í þær veitingar sem seldar eru. Kabarettsýningar verða allar helgar í sumar. Verslunin Vala og Listhús Verslunin verður opin alla daga vikunnar í allt sumar. Í Listhúsinu eru til sölu og sýnis ýmsir listmunir og handverksmunir frá vinnustofum Sólheima og eftir listamenn sem búsettir eru í byggðahverfinu. Einnig selur verslunin lífrænt ræktað grænmeti frá garðyrkjustöðinni Sunnu ásamt öðrum nauðsynjavörum og miklu úrvali af kertum frá kertagerð Sólheima. Skógræktarstöðin Ölur Skógræktarstöðin Ölur er opin alla daga vikunnar í sumar. Seljum íslenskar plöntur af íslensku fræi, þrælharðgerðar, allar helstu tegundir. Þær lifa plönturnar frá okkur. w w w .d es ig n. is © 2 00 2 jöreign ehf Opið í dag, sunnudag frá kl. 12-14 Sími 533 4040 Opið í dag, sunnudag, l www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Espigerði 4 - Reykjavík Falleg og rúmgóð 4ra herbergja horníbúð á 8. hæð í mjög góðu lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni, tvennar svalir. Íbúðinni fylgir stór og góð geymsla, þvottaaðstaða í íbúð og einnig í sameign. Viðarinnréttingar og flísar milli skápa. Lituð eik á flestum gólfum, flísar á baði. Góð eign í vinsælu húsi. SAMTÖK náttúrustofa (SNS) voru stofnuð 16. maí sl. Aðilar að samtök- unum eru starfandi náttúrustofur á landinu, þ.e. Náttúrustofur Reykja- ness, Vesturlands, Vestfjarða, Norð- urlands vestra, Austurlands og Suð- urlands. Á stofnfundinum var kosin tveggja manna framkvæmdastjórn skipuð þeim Þorsteini Sæmundssyni formanni, Náttúrustofu Norður- lands vestra, og Þorleifi Eiríkssyni varaformanni, Náttúrustofu Vest- fjarða. Helstu markmiðin með stofnun Samtaka náttúrustofa eru að efla starfsemi, samstarf og kynningu náttúrustofa, fjalla um sameiginleg málefni þeirra, auka samstarf við stofnanir á sviði náttúrufræða og umhverfisverndar og fjölga störfum í náttúruvísindum á landsbyggðinni. Þá verður stefnt að auknu samstarfi við umhverfisráðuneytið og sveitar- félög á landinu, m.a. við gerð fræðsluefnis um umhverfismál og náttúrufar á landinu og þar með að efla meðvitund almennings heima í héraði um nánasta umhverfi sitt. Náttúrustofurnar munu reglulega halda landsfundi þar sem rannsóknir náttúrustofanna og stefna þeirra- verður kynnt og verða þeir öllum opnir sem áhuga hafa á málefnum náttúrustofa. Samtök Náttúrustofa stofnuð Aðilar á stofnfundi Samtaka náttúrustofa, frá vinstri: Sigrún Edda Eð- varðsdóttir formaður stjórnar Náttúrustofu Reykjaness, Guðrún Ás- laug Jónsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands, Sveinn Kári Valdimarsson forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness, Róbert A. Stef- ánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, Þorleifur Eiríksson forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Ármann Höskuldsson fráfar- andi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og Einar Már Sigurð- arson meðstjórnandi Náttúrustofu Austurlands. Landvernd og Umhverfisvernd- arsamtök Íslands sameinast Á AÐALFUNDI Landverndar sem haldinn var á laugardag í Norræna húsinu í Reykjavík var upplýst að Umhverfisverndarsamtök Íslands hyggist sameinast Landvernd síð- ar á þessu ári. Steingrímur Hermannsson, for- maður Umhverfisverndarsamtaka Íslands, skýrði frá því á fundinum að stjórn samtakanna hefði leitað eftir samstarfi við Landvernd þar sem Landvernd hefði eflst á und- anförnum árum og vinni faglega að umhverfisverndarmálum. Það hefði einnig haft áhrif á þessa ákvörðun að einstaklingum í Land- vernd hefði fjölgað og það væri ákaflega mikilvægt að umhverfis- samtök væru opin almenningi, seg- ir í frétt frá Landvernd. Fulltrúaráð Umhverfisvernd- arsamtakanna hefur samþykkt til- lögu stjórnar um sameiningu við Landvernd og málið verður end- anlega afgreitt á aðalfundi sam- takanna sem haldinn verður í októ- ber nk. Á aðalfundi Landverndar var samþykkt að breyta nafni samtak- anna úr Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtök Íslands, í Landvernd, landgræðslu- og um- hverfisverndarsamtök Íslands. Vigdís Finnbogadóttir, heiðurs- félagi Umhverfisverndarsamtak- anna, hefur fallist á að verða verndari Landverndar. Á aðalfundi voru kjörnir fimm af tíu stjórnarmönnum Landverndar til tveggja ára. Þetta eru Stein- grímur Hermannsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, María Jóna Gunn- arsdóttir, Gunnar G. Schram og Freysteinn Sigurðsson, en sá síðast nefndi hefur gegnt starfi varafor- manns Landverndar um nokkurt skeið. Fyrir í stjórn eru Heiðrún Guðmundsdóttir, Jón Helgason, Jón Jóel Einarsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Land- verndar, og Þorleifur Þór Jónsson. Lögverndarsjóður stofnaður Aðalfundur samþykkti að Land- vernd stæði að stofnun Lögvernd- arsjóðs náttúru og umhverfis vegna lögfræðilegra álitamála og ákvað að veita 100 þús. kr. sem stofnframlag til sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagsstuðn- ing til að fá úrlausn vegna lög- fræðilegra álitamála er snerta náttúru- og umhverfisvernd. Aðalfundurinn ákvað einnig að Landvernd skyldi stofna fagráð. Hlutverk fagráðs Landverndar er að skapa víðtækan og skilvirkan grundvöll til umfjöllunar um mál sem Landvernd hefur til skoðunar. Fagráð á einnig að efla tengslin við aðildarfélög og við ein- staklinga sem eiga aðild að Land- vernd. Begga fína AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.