Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 33

Morgunblaðið - 07.06.2002, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 33 innar, eftir að hafa undanfarin ár einbeitt sér að þjóðfélagslegum efnum. Reykjavíkurtúlkun Olgu er óneitanlega látlaus að yfirbragði og hentar fyrir vikið vel litlu sýn- ingarrýminu og eiga dempaðir litir í grænum og bláum tónum sinn þátt í því. Skörp og kassalaga form sem jafnan eru aðskilin veita hins vegar styrk á móti látlausri lita- notkuninni, en fyrir samtvinnun þessara tveggja þátta verður ein- faldleikinn alls ráðandi í ímynd Olgu af höfuðborginni. Sú upp- bygging fellur óneitanlega vel að ungum byggingarstíl borgarinnar þó misfellur fjölbreytileikans séu þar víðs fjarri. Þær ímyndir sem ljósmyndir Emils Þórs Sigurðssonar kalla fram í hugann eiga fátt sameig- inlegt með Reykjavíkurmyndum Olgu. Hér er það hrikaleiki lands- ins og framandleiki sem ráða ferð- GALLERÍ Fold hýsir þessa dagana verk grafíklistakonunnar Olgu Pálsdóttur, sem leggur ab- strakt túlkun sína í dúkristur af Reykjavík og ljósmyndarans Emils Þórs Sigurðssonar sem veitir sýn- ingargestum sjónarhorn fuglsins á ferð sinni um landið. Olga Pálsdóttir er fædd í Norð- ur-Rússlandi, en hefur búið á Ís- landi í meira en 13 ár og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ. Sýningin er hennar þriðja einka- sýning og fæst hún þar við að end- urspegla í dúkþrykki hughrif sín og upplifun af Reykjavík – sér- staklega af byggingarlist borgar- inni og Íslandið, sem við sýning- argesti blasir, kann oft á tíðum að vera gjörólíkt þeim ímyndum sem hann á að venjast. Emil Þór, sem áður starfaði sem blaðaljósmynd- ari, hefur undanfarin ár gert mikið af því að taka loftmyndir, og ber sýning hans þess glögglega merki. Grímsnes, Lakagígar, Snæfellsnes og Rjúpnafell festast öll á filmu ljósmyndarans sem virðir lands- lagið fyrir sér með sjónarhorni fuglsins. Fyrir vikið verður sýnin á stund- um hrikalegri en áhorfandinn á að venjast, og má nefna mynd Emils Þórs af Rjúpnafelli sem skemmti- legt dæmi um slíkt. Framandleiki landslagsins getur þá einnig orðið mikill í loftmyndunum og minnir tært sjávargrunnið og ljós sand- urinn í myndinni Við Snæfellsnes þannig meira á sólríkar suðurhafs- eyjar en eyjuna norður í hafi. Anna Sigríður Einarsdóttir Af Reykjavík og náttúrunni Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík Olgu Pálsdóttur. Ein loftmynda Emils Þórs Sigurðssonar. MYNDLIST Gallerí Fold Galleríið er opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga frá kl. 10–17 og sunnudaga frá kl. 14–17. Sýningunum lýkur 9. júní. OLGA PÁLSDÓTTIR OG EMIL ÞÓR SIGURÐSSON Dagbók Bridget Jones eftir Helen Fielding í þýðingu Sigríðar Halldórs- dóttur er komin út í kiljuformi. Dagbók Bridget Jones er met- sölubók um allan heim og kvikmynd var gerð eftir sögunni. „Hér er á ferðinni fyndin, neyðarleg og trúverðug lýsing á konum og körl- um, pirrandi vinnu og fáránlegu sam- félagi, ómerkilegum fjölmiðlum og allrahanda neyslu, óbærilegum for- eldrum og erfiðum ástarsamböndum, misgæfulegum vinum og slítandi leið- indapakki – en ekki síst drepfyndin og hreinskilin lýsing Bridget á sjálfri sér,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 246 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.599 kr. Kilja Dís, skáldsaga eftir Oddnýju Sturlu- dóttur, Birnu Önnu Björnsdóttur og Silju Hauksdóttur, er komin út í kilju. Dís býr á Laugaveginum og er ein af þeim manneskjum sem ekki geta gert það upp við sig hvað þær eiga að vera og hvað þær eiga að gera. Hún er „meðalmanneskja í tilvist- arkreppu“ að eigin sögn og veit fátt ömurlegra en þá kröfu heimsins að þurfa að meika það á öllum sviðum og mega ekki verða hamingjusöm fyrr en þeim áfanga er náð. Útgefandi er Forlagið, í samvinnu við Ugluna – íslenska kiljuklúbbinn. Bókin er 278 bls., prentuð í Dan- mörku. Kápu hannaði Ámundi Sig- urðsson. Verð: 1.599 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.