Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝÚTKOMIN bók Ingólfs V. Gíslasonar, Pabbi, er skrifuð fyrir verðandi feður. Kveikjan að henni er að sögn höfundar m.a. sú mikla breyting sem orðið hefur á réttind- um foreldra, einkum feðra, með nýj- um lögum um fæðingar- og foreldra- orlof. Höfundur leitast við að svara spurningum um hlutverk föðurins meðan á meðgöngu stendur, hvernig hann geti undirbúið sig fyrir komu barns, hvernig eigi að sækja um fæð- ingarorlof, hvað gera eigi þegar að fæðingu kemur, hvernig fæðing gangi fyrir sig og hvert sé hlutverk föðurins þar og hvernig fyrstu mán- uðirnir með barninu séu. Því er ekki haldið fram að bókin svari spurning- unni hvernig sé að verða pabbi, en búi hinn verðandi föður undir að það geti orðið býsna skemmtilegt. Flest- ar bækur sem fáanlegar eru um meðgöngu, fæðingu og lítil börn beinast fyrst og fremst að móður- inni. Þótt talsvert hafi verið fjallað um lög um fæðingar- og foreldraor- lof í fjölmiðlum verða ungir foreldrar að eiga greiðan aðgang að upplýs- ingum um rétt sinn þegar á þarf að halda. Segja má að aukin þátttaka verðandi feðra í þessum þáttum lífs- ins kalli á það að þeir séu ávarpaðir sérstaklega. Ég get því ímyndað mér að margir ungir karlmenn geti hag- nýtt sér reynzlu Ingólfs og þekk- ingu. Hann hefur tekið þátt í for- eldrafræðslu hjá MFS-einingu Landspítalans og á Sólvangi í Hafn- arfirði sem félagsfræðingur auk þess að vera sjálfur faðir þriggja barna. Í bókinni eru fimm sjálfstæðir kaflar. Sá fyrsti nefnist Karlar – konur – fjölskyldur, annar kafli heit- ir Meðgangan og sá þriðji Fæðingin. Þá kemur kafli sem kallast Eftir heimkomuna og loks ber fimmti kafli nafnið Réttindi og skyldur. Miklar breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu við það að atvinnuþátt- taka kvenna hefur aukist úr 30% í 80% á fjörutíu árum. Konur eru nú 60% útskrifaðra stúdenta en voru 35% í byrjun sjöunda áratugarins. Þess gætir í ríkara mæli nú en áður í okkar heimshluta að ungir feður taki fullan þátt í heimilisstörfum og umönnun barna sinna – og var víst löngu tímabært – þótt talsvert sé í land með að fullum jöfnuði sé náð. Það er kannski ekki aðalatriði að fólk leggi hnífjafnt af mörkum ef sam- komulag er um það hver skuli gera hvað og hvenær. Mér hefur stundum sýnzt ungt fólk í sambúð sleppa öll- um þeim heimilisverkum sem hægt er að komast hjá, svo sem því að búa um rúm, ganga frá eftir sig, þvo þvott, þvo upp.... þar til í harðbakka slær og engin föt eru hrein og engir diskar eru lengur til að borða af. Kannski tek ég sérstaklega eftir þessu af því að mér finnst dásamlegt að koma að eldhúsinu hreinu og rúmi mínu uppbúnu að kvöldi til en skelfi- leg tilhugsun að mín bíði kuðluð hrúga af sængurfötum! Þegar börn hafa bætzt í hópinn fjölgar þeim verkum sem sífellt þarf að vinna. Þátttaka ungra karlmanna í þessum óendanlegu og oft vanþakk- látu verkefnum er kærkomin enda hafa ungar nútímakonur ekki endi- lega hugsað sér að takast á hendur svipað hlutverk og ömmur þeirra gerðu á sínum tíma. Kynslóðin þar á milli var þekkt fyrir uppreisnaranda sinn og jafnréttiskröfur og vildi sem minnst af húsverkum vita. Í bókinni er að finna samtal sem höfundur átti við Reyni Tómas Geirsson fæðinga- og kvensjúk- dómalækni á kvennadeild Landspít- alans. Þar kemur glöggt fram hvaða breytingar hafa átt sér stað á síðustu áratugum á afstöðu lækna til með- göngu, fæðingar og sængurlegu. Legudögum hefur snarfækkað og segja má að sængurlega heyri sög- unni til. Nýjasta tilboð spítalans kall- ast Hreiðrið og er þar boðið upp á sólarhringsvistun með átta fæðinga- stofum þar sem fjölskyldan getur verið saman að fæðingu afstaðinni. Flestar fæðingar á Íslandi fara fram á kvennadeildinni eða 68% og um það bil 1–2% í heimahúsum. Karl- menn eru fæðandi konum sínum í vaxandi mæli til stuðnings og hvatt er til þess að þeir séu viðstaddir fæð- inguna enda hefur faðir og maki stóru hlutverki að gegna í lífi konu og barns. Reynir telur að stundum sé lítið gert úr föðurástinni en full- yrðir að hún sé ekkert síðri en móð- urástin. Í bók Ingólfs er mikið af gagnleg- um upplýsingum fyrir verðandi feð- ur og nýbakaða foreldra, bókin er skrifuð í hlýjum og fremur léttum tón og hana prýða ágætar myndir. Sú sem valin hefur verið á forsíðu finnst mér einstaklega falleg. BÆKUR Upplýsingarit – Bók fyrir verðandi feður eftir Ingólf V. Gíslason. Ljósmyndir: Sigurður Jökull Ólafsson. Hönnun bókar og kápu: Mar- grét E. Laxness/Edda. Útgefandi: Mál og menning 2002. 222 blaðsíður PABBI Föðurást er ekki síðri en móðurást Katrín Fjeldsted RAPPARINN Ice Cube leikur mannaveiðarann Bucum í gaman- myndinni All About the Benjamins (er ekki Bernjamin karlinn Franklin á 1.000 dala seðlunum?) einkum ætlaðri Bandaríkjamönn- um af afrískum ættbálkum. Ein af þeim þar sem hrært er saman gal- gopalegum fíflagangi og grimmd- arlegum manndrápum sem bland- ast ekki betur saman hér en endranær. Ice Cube er frekar leiðigjarn þar sem hann þumbast við að nasa uppi eftirlýsta glæpa- menn. Uppistandarinn og grínar- inn Mike Epps er fjallbrattur að vanda enda fær hann allar fyndnu línurnar sem smákrimminn Reg- gie, sem Bucum er að eltast við enn eina ferðina í fyrri hluta myndarinnar. Eltingarleikurinn breytist í samvinnu er þeir flækj- ast óviljandi og í sameiningu í stór- hættulegt demantarán sem stjórn- að er af Williamson (Tommy Flannagan), illmenni með skoskan hreim. Þar höfum við söguþráðinn að ógleymdum lottóvinningi sem hljóðar upp á 60 milljónir dala. Minna má ekki gagn gera í henni Ameríku. Annað er ámóta vits- munalegt. Tvíeykið og tugur glæpamanna ekur um Miami Beach á hundrað mílna hraða, drepandi á báða bóga á sjó og landi, skiljandi eftir sig blóði drifna slóð eyðileggingar og djöf- ulgangs á meðan löggan sefur sætt á verðinum og er almennt ekkert að flækjast fyrir. Myndin er fjör- leg á köflum, líflega leikstýrð, hip- hopið glymur í eyrum, vélbyssu- kjafturinn Epps og Tommy Flan- agan (Ratcatcher, Braveheart), eiga sín augnablik. Það breytir því ekki að hægt en bítandi verður þessi B-útgáfa af Bad Boys þeirra Bruckheimers, Bays, Wills Smith og Martins Lawrence, þreytandi og leiðigjörn. Ef vel er gáð má sjá Anthony Michael Hall, fyrrum Hughes-stjörnu unglingamynda ní- unda áratugarins, bregða fyrir í slagsmálaatriði í byrjun myndar- innar. Þeir Epps og Ice Cube stefna þráðbeint á svipað hlut- skipti með sama áframhaldi. Slæmir strákar Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Kevin Bray. Handrit: Ronald Lang og Ice Cube. Kvikmyndatökustjóri: Glen McPherson. Tónlist: Ice Cube, DMX, Eminem, ofl. Aðalleikendur: Ice Cube, Mike Epps, Eva Mendes, Tommy Flanagan, Carmen Chaplin, Anthony Michael Hall. Sýningartími 100 mín. New Line. Bandaríkin 2002. ALL ABOUT THE BENJAMINS/ALLT SNÝST UM STÓRU SEÐLANA  ½ SIGURJÓN Sighvatsson, kvik- myndaframleiðandi hjá Palomar Pictures í Los Angeles, hefur átt í viðræðum við norska leikstjórann Liv Ullmann undanfarið um að hún leikstýri kvikmyndinni „The Journey Home“, sem byggð verður á skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Þetta kom fram í banda- ríska fagtímaritinu Variety í gær. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Sigurjón að rætt hefði verið við Liv Ullman um að hún leikstýrði mynd- inni og sagði hann jafnframt að við- ræður við handritshöfundinn Eileen Atkins væru komnar á lokastig. „Viðræðurnar við Ullmann hafa gengið mjög vel og eru á lokastigi. Sama er að segja um viðræður við Eileen Atkins, sem mun væntanlega skrifa handritið að myndinni,“ segir Sigurjón. Liv Ullmann er líklega þekktust sem leikstjóri fyrir mynd sína Tro- lösa sem valin var besta norræna mynd ársins á Kvikmyndahátíðinni í Lübeck 2000, var í aðalkeppninni um Gullpálmann í Cannes árið 2000 og var tilnefnd til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna sama ár. Hún var valin meðal tíu bestu kvikmynda síðasta árs í ýmsum fjölmiðlum vestra, þar á meðal New York Times og Time. Ullmann hefur einnig leik- stýrt myndum á borð við Kristínu Lavransdóttur og Sofie. Kunnust er hún fyrir glæstan leikferil austan hafs og vestan í miklum fjölda kvik- mynda, meðal annars í mynd Ing- mars Bergman, Ansikte mot ansikte, en hún var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í henni. Eileen Atkins skrifaði handritið að Mrs. Dalloway með Óskars- verðlaunaleikkonunni Vanessu Redgrave í aðalhlutverki en myndin er byggð á skáldsögu Virginiu Woolf. Atkins er þekktust fyrir feril sinn sem leikkona, m.a. í kvikmynd Ro- berts Altmans, Gosford Park, en hún hefur einnig leikið hjá Royal Shake- speare Company með Laurence Oli- vier og Alec Guinnes og á West End. Þá var hún meðal upphafsmanna að sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Hús- bændur og hjú (Upstairs – Down- stairs). Hún hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir leik sinn og skrif og hlaut orðu breska heimsveldisins (OBE) í fyrra fyrir framlag sitt til leiklistar. Hún er því núna kölluð Dame Eileen Atkins. Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kom fyrst út hjá Vöku- Helgafelli árið 1999 og aftur í kilju í fyrra. Útgáfurétturinn á bókinni hef- ur nú verið seldur til ellefu landa en það eru Bandaríkin, Bretland, Dan- mörk, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Ísrael, Ítalía, Portúgal og Kína, auk Svíþjóðar. Slóð fiðrildanna kvikmynduð í Bandaríkjunum Viðræður við Liv Ullmann á lokastigi Liv Ullmann Ólafur Jóhann Ólafsson Sigurjón Sighvatsson EINS og undanfarin sumur heldur Tónskóli Hörpunnar í Grafarvogi, sumarnámskeið, fyrir börn og ung- linga. Um tvenns konar námskeið er að ræða. Annars vegar hljómsveit- arsamspil, þar sem nemendur fá að spila á rafgítar, trommur, hljóm- borð, bassagítar eða að syngja í míkrófón. Hinsvegar verður boðið uppá „sumarleik“ í anda forskóla- kennslunnar. Hvert námskeið tekur eina viku. Einnig verður í sumar boðið upp á píanókennslu. Tónskóli Hörpunnar Nýlistasafnið Listamannaspjall verður kl 20.00 en þá segir Søsse Jørgensen frá Oslo Konsthall af norskum myndlistarmönnum. Listamannaspjall – Artists’ Talk – er samstarfsverkefni á vegum NIFCA (Nordic Institute for Contemporary Art) um að efla samræðu um listir og samgang listamanna á norð- urslóðum. Um er að ræða röð óform- legra fyrirlestra/funda þar sem lista- maður kynnir verk sín eða forsvarsmaður stofnunar kynnir starfsemi hennar. Þátttakendur eru sjálfstætt rekin listasöfn og stofn- anir á Norðurlöndum, í Eystrasalts- löndunum, Norður-Írlandi, Skot- landi og Tyrklandi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SÝNINGARFERLI hefst í Pakk- húsinu í Ólafsvík í dag. Forsaga málsins er sú að nokkrir starfandi listamenn á Korpúlfsstöðum höfðu samband við listamenn, íslenska og erlenda, vini og kunningja, búsetta erlendis, listamenn sem eiga það sameiginlegt að hafa dvalið hér á landi eða eru á leið til landsins. Óskað var eftir verki er túlkaði til- finningar þeirra, upplifanir, skoðanir eða samband þeirra við Ísland, til sýninga á Íslandi. Mikill áhugi reyndist fyrir þátttöku í sýningunum einnig hjá vinum vinanna, öðrum listamönnum, sem ekki hafa komið hingað til Íslands en vildu fá að lýsa hinu ókunnuga landi sem heillað hef- ur og þeir þrá og ætla sér að heim- sækja í náinni framtíð. Pakkhúsið í Ólafsvík var valið sem fyrsti sýningarstaðurinn enda þekkja flestir þátttakendur til jök- ulsins og kraftsins sem þaðan kem- ur. Fjölbreytt verk, til dæmis úr gleri, plasti, leir, vír, prjónles, bæk- ur, ljósmyndir, ljóð, teikningar, mál- verk, tölvuprent og fleira, hafa borist frá listamönnunum sem eru nú 47 talsins og búsettir í 12 löndum. Allir hafa listamennirnir gefið verkin sín til stofnunar smáverkasafns hér á landi og er ætlunin að halda söfnun verka áfram og sýna á fleiri stöðum. Sýningin Í Pakkhúsinu í Ólafsvík er í umsjón Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur með aðsoð Ásu Ólafsdóttur, Bryndísar Jónsdóttur, Kristínar Geirsdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur en þær eru allar starfandi listamenn á Korpúlfsstöð- um. Sýningunni lýkur 28. júni 2002. Ísland frá ýmsum sjónarhornum Verk (gjörningur) eftir Susanne Tunn frá Þýskalandi. ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Launa- sjóði fræðirithöfunda en til úthlut- unar voru 9,5 milljónir króna. Alls bárust 40 umsóknir um starfslaun fyrir árið 2002 en meginhlutverk sjóðsins er að auðvelda samningu bóka og verka í stafrænu formi til eflingar íslenskri menningu. Eftir- taldir rithöfundar fengu úthlutað starfslaunum í sex mánuði: Árni Daníel Júlíusson fyrir verkefnið: Grimmd eða gæði, samþætt náttúru- saga og saga samfélags á tímbilinu fyrir 1700. Árni Ibsen fyrir verkefn- ið: Saga balletts á Íslandi. Davíð Ólafsson fyrir verkefnið: Dagbækur og dagbókarritun á Íslandi á 18. og 19. öld. Gunnþórunn Guðmundsdótt- ir fyrir verkefnið: Að skrifa ævi skálda, sjálfsævisögur og ævisögur íslenskra skálda á 20. öld. Hrafnhildur Schram fyrir verk- efnið: Huldukonur í íslenskri mynd- list. Valdimar Tr. Hafstein fyrir verkefnið: Íslensk þjóðtrú fyrir börn og unglinga. Þorgrímur Gestsson fyrir verkefnið: Segin saga, sögu- slóðir Heimskringlu og Íslendinga- sagna í Noregi. Sex höfund- ar fá styrk ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.