Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 29
AÐ minnsta kosti 22 menn fórust þegar stífla brast í Hama-héraði í norðurhluta Sýrlands á þriðjudag og olli flóðbylgjan einnig miklu tjóni á þorpum og ræktarlandi. Fjögurra manna til viðbótar er saknað og að minnsta kosti 4.000 manns misstu heimili sín. Víða voru heil þorp undir vatni eins og sést á myndinni sem tekin var í bænum Zeyzoun. Sýrlensk stjórnvöld hafa farið fram á aðstoð Sameinuðu þjóðanna vegna slyssins en fjöldi fólks varð að hafast við undir beru lofti að- faranótt miðvikudags, húsmunir lágu á víð og dreif og hræ af dýrum á götunum. Skemmdir urðu á ökr- um í allt að 60 kílómetra fjarlægð frá stíflunni. Hún er í Orontes-fljóti, er kennd við Zeyzoun og er hin fjórða stærsta í landinu. Skömmu áður en hún brast sáust sprungur í mannvirkinu en stíflan var um fimm km að lengd og 43 metra há. Hún var reist árið 1995. Ath-Thawra, málgagn sýrlensku stjórnarinnar, sagði að allt að 25.000 manns kynnu að hafa misst heimili sín. AP 22 menn fórust er stífla brast LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 29 ERLENT SÆNSKA þingið samþykkti seint í fyrrakvöld stjórnarfrumvarp sem heimilar samkynhneigðum pörum í staðfestri sambúð að ættleiða börn. Samtök homma og lesbía í Svíþjóð fögnuðu samþykktinni og sögðu hana skref í þá átt að tryggja sam- kynhneigðum pörum sömu réttindi og vígð hjón. Samkvæmt frumvarpinu geta samkynhneigð pör ættleitt börn hvort sem þau eru fædd í Svíþjóð eða öðrum löndum. Hommar og lesbíur í staðfestri sambúð geta einnig ættleitt börn maka sinna. Frumvarpið var samþykkt eftir heitar umræður á þinginu með 198 atkvæðum gegn 38. 71 þingmaður sat hjá og 42 voru fjarverandi. Með samþykktinni er Svíþjóð nú á meðal örfárra ríkja í heiminum sem heimila samkynhneigðum pör- um að ættleiða börn. Ákvæðið í sænska frumvarpinu um að þau geti ættleitt erlend börn er jafnvel enn sjaldgæfara. Stjórnin lagði einnig til að lesbí- ur í staðfestri sambúð fengju að- gang að tæknifrjóvgunum á opin- berum sjúkrahúsum. Ákveðið var þó að fresta umræðu um þá tillögu þar til lög um réttindi og skyldur foreldra hafa verið endurskoðuð vegna máls tveggja lesbía sem kröfðust þess að karlmaður, sem gaf þeim sæði til að þær gætu eign- ast barn með tæknifrjóvgun, greiddi barnsmeðlag eftir að þær slitu samvistum. Sænska stjórnin hyggst nú segja upp samningi ríkja Evrópuþingsins um ættleiðingar þar sem hann nær aðeins til hjóna. Gert er ráð fyrir því að nýju lögin taki gildi í byrjun næsta árs. Samkynhneigð pör fái sama rétt og gagnkynhneigð Auk Svíþjóðar hafa Noregur, Danmörk, Finnland og Ísland sam- þykkt lög um staðfesta sambúð samkynhneigðra. Í Danmörku og á Íslandi hafa einnig verið sett lög sem heimila samkynhneigðum í staðfestri sambúð að ættleiða börn maka sinna. „Við ætlum nú að berjast fyrir því að hommar og lesbíur geti gengið í hjónaband samkvæmt sömu lögum og gagnkynhneigð hjón,“ sagði talsmaður samtaka samkynhneigðra í Svíþjóð. Í Hollandi geta pör í óvígðri sam- búð, óháð kynhneigð, óskað eftir heimild til ættleiðingar eftir að hafa búið saman í þrjú ár. Þau geta hins vegar ekki ættleitt börn frá öðrum löndum. Samkynhneigð pör fá að ættleiða börn Stokkhólmi. AP. EFTIR áratuga umræður greindu ítölsk stjórnvöld loks frá því í gær að smíðuð yrði brú milli meginlands Ítalíu og Sikileyjar. Á verkið að hefj- ast ekki síðar en í ársbyrjun 2005. Pietro Lunardi samgönguráðherra greindi frá þessu við lok stjórnar- ráðsfundar í gær. Áætlað er að vinn- an við brúna taki fimm eða sex ár. Nú er einungis hægt að komast milli meginlandsins og Sikileyjar með ferjum er flytja fólk, bíla og járnbrautarlestir. Á sumrin, þegar ferðamenn eru sem flestir á Ítalíu, getur biðin eftir ferð yfir Messína- sund orðið allt að 12 tímar. Smíða á hengibrú yfir sundið og verður hún 3.690 metra löng. Kostn- aður er áætlaður sem svarar rúmum 400 milljörðum króna og skiptist jafnt milli hins opinbera og einka- aðila. Fyrri ríkisstjórn Ítalíu veitti samþykki fyrir framkvæmdinni í fyrra, en deilur hafa staðið á Ítalíu um hvort sundið skuli brúað alveg síðan Sikiley varð hluti af Ítalíu 1860. Mikill kostnaður, ótti við jarð- skjálfta, áhyggjur af afskiptum mafí- unnar af framkvæmdunum og, und- anfarin ár, andmæli umhverfis- verndarsinna, hafa komið í veg fyrir að ákvörðun væri tekin. Brúað til Sikileyjar Róm. AP. BÓK sú, sem hér er til umfjöllunar, er að meginstofni afrakstur athug- ana, sem fóru fram í Þingvallavatni og á vatnasviði þess síðast liðinn ald- arfjórðung. Bókin er safn ritgerða á mörgum fræðasviðum og skiptist í sex aðalhluta, auk formála, inngangs og eftirmála. Í fyrsta þætti, sem nefn- ist Umgjörðin, er rætt um jarðmynd- anir, veðurfar, gróður, jarðveg, sögu afréttar, fugla og spendýr. Þá er Vatnsferillinn, þar sem sagt er frá vatnafari svæðisins, grunnvatni og Langjökli, sem er helzta forðabúr vatnsins. Þriðji þáttur nefnist Lífið í vatninu og er þar fjallað um svifver- ur, gróður og dýralíf á botni vatnsins, dýr, sem lifir í helli sínum, bleikju, urriða, hornsíli, þróun fiska í vatninu og veiðisögu Þingvallavatns. Þá er sérstaklega getið um Sogið og urr- iðann, sem þar bjó forðum. Síðan er dregin upp heildarmynd af vistkerfi vatnsins og að lokum er reifuð vernd- un Þingvalla og Þingvallavatns. Höf- undar eru rúmt tuttugu. Stærstur er skerfur Péturs M. Jónassonar, vatna- líffræðings, en hann var aflvakinn að baki þessum athugunum. Eins og sést af þessari upptalningu er víða komið við og umfjöllunarefnin eru fjölmörg. Flestar þessara greina hafa reyndar birzt áður á prenti, að minnsta kosti á ensku, í bókinni Thingvallavatn (1992). Hér eru þær færðar í íslenzkan búning til þess að gefa almenningi kost á að kynna sér undraheim Þingvallavatns. Sé bók þessi borin saman við ensku bókina, vekur furðu, að sumir höfundar eru felldir brott, en efni greina þeirra, myndir og kort tekið inn í aðra kafla, og ekki ljóst hver á hvað. Maður spyr sig að því, hvers vegna ritstjórarnir hafi ekki stigið skrefið til fulls, steypt öllum greinum í einn pott og tekið sjálfir saman heildstætt rit um Þing- vallavatn og umhverfi þess. Þannig hefði bókin orðið miklu eigulegri gripur, tvítekningum fækkað og ekki gætt þess ósamræmis, sem ritstjór- um hefur sést yfir. Greinirnar eru vitaskuld ekki allar jafn rækilegar. Þær, sem greina frá lífinu í vatninu, vatnafari, grunnvatni og jarðmyndunum, bera jafnan af öðrum og er það að vonum, þar sem aðaláherzla var lögð á þau atriði. Stórmerkilegt er að lesa um lífverur í vatninu, lífshætti þeirra og samspil umhverfisþátta. Hér er sannkallaður undraheimur og hver sem skyggnist inn í hann, hlýtur að hrífast af honum. Það fer ekkert á milli mála, að hér er dreginn saman mikill fróðleikur, sem vert er að gefa meiri gaum að en til þessa og miðla til almennings. Margt af þessu efni á erindi í minni og hand- hægari bók. Niðurstöður athugan- anna eru býsna forvitnilegar um margt og kjörið kennsluefni. Ýmsu öðru efni eru hins vegar ekki gerð jafngóð skil og sumu er hrein- lega sleppt. Hvorki er fjallað um hryggleysingja (pöddur) á landi né lágplöntur. Þá hefði mátt ætla, að það væri liðin tíð að greina frá gróðri án þess að geta um mosa og fléttur. Allmargar litmyndir, teikningar og kort prýða bókina og gefa henni mik- ið gildi. Hins vegar er ekki hægt að draga fjöður yfir, að betur hefði mátt standa að útgáfunni. Ekki er ætíð samræmi í notkun nafna eins og Þingvellir, þá Þingvallasvæði eða vatnasvið Þingvallavatns. Minna má á, að Þingvellir eru ekki þjóðgarður samkvæmt lagabókstaf. Þá er all- nokkuð um endurtekningar í bókinni og sumir hlutir eru nefndir tveimur ólíkum heitum, eftir því hver höfund- urinn er, og kann það að valda mörg- um ruglingi (t.d. jurtasvif-plöntusvif, kransþörungur-tjarnarnál, svif- krabbi-krabbasvif og gamburmosi- grámosi). Eilitlir hnökrar eru á mál- fari í sumum greinum, sem auðvelt hefði verið að laga í próförk, eins og réttara er að tala um litar lífverur en litaðar. Ekki getur talizt heldur fræðilegt að segja að tjarnarnál, sem er þörungur, hafi rætur. Þá er greint frá því í einum kafla, að í ljós hafi komið lítil marfló, sem sennilega á sér fáa eða enga líka í veröldinni. Slíkt er afar merkilegt, en sætir nokkurri furðu, að menn skuli ekki lýsa lífverunni fyrst fræðilega, gefa henni nafn og fara að vísindalegum reglum áður en slíkt er fullyrt, því að fyrr er ekki um nýja tegund að ræða. Hér verður ekki getið um einstaka höfunda nema Pétur M. Jónasson, sem var frumkvöðull að verkinu. Hann hefur sýnt ótrúlega þraut- seigju við þessar athuganir, haldið ut- an um alla starfsemi, hvatt menn áfram með ráðum og dáð og verið drjúgur við að afla styrkja til verks- ins. Sjálfur skrifar hann um fimmt- ung af bókinni, meðal annars for- mála, inngangskafla, um veðurfar, sem því miður er anzi lítilfjörlegur kafli, og allan þáttinn um verndun Þingvalla og Þingvallavatns. Það leynir sér ekki, að Pétur er mjög stoltur af afrekum sínum og bókinni, og má hann vissulega vera það. Á hinn bóginn eru flestir aldir upp við það að hæla sér ekki um of, svo að þetta setur nokkuð sérkennilegan svip á bókina. Í annan stað má vera, að búseta í Danmörku valdi því, að málfar er svolítið sérstætt og á stund- um ambögulegt (t.d. dýr beita sér á gróður, minnkandi beitarálag fegrar landið). Pétur á varla til nógu sterk orð til þess að lýsa fegurð við vatnið og lái honum það hver sem vill. Hann hreifst af því ungur og átti þar sínar sælustundir. Ekki er loku fyrir það skotið, að æskudraumar villi honum sýn, og hann fullyrði á stundum um of. Með engu móti er unnt að fallast á skýringu hans á nafninu Bláskógar, að það sé dregið af blágresi. Senni- lega er það dregið af svörtum (bláum) lit birkis. Einnig er nokkuð óljós merking í þeim orðum, að Þingvalla- vatn sé »eitt af fullkomnustu vistkerf- um veraldar«. Á hinn bóginn hefur hann áhyggjur af framvindu lífríkis í og við vatnið og hann bendir réttilega á mörg atriði, sem huga þarf að. Einkum eru barrtré eitur í hans bein- um á þessu svæði, því að hann telur mikla hættu á niturmengun stafa af þeim. Tæpast getur þetta talizt rétt, því að losun niturs er að jafnaði meiri í laufskógum. Bókin Þingvallavatn – undraheim- ur í mótun er í flokki bóka, sem gjarn- an eru gefnar við hátíðleg tækifæri. Hún sómir sér þar vel, því að hún er falleg og vel úr garði gerð að flestu leyti. Prýðilega hefur til tekizt með hönnun og allan ytri frágang. Ágúst H. Bjarnason Veröld í vatni BÆKUR Náttúrufræðirit Ritstjórar Pétur M. Jónasson og Páll Her- steinsson. 303 bls. Útgefandi er Mál og menning. Reykjavík 2002. ÞINGVALLAVATN – UNDRAHEIMUR Í MÓTUN Morgunblaðið/Ásdís Ritstjórarnir Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson. TÓNLEIKARNIR voru byggðir upp eins og messa í söngmessuformi, svo sem Björn Steinar lýsti í kynn- ingarorðum. Messu Vierne var deilt í tvo hluta, en tónleikarnir hófust með Introitus eftir Egil Hovland og lauk með kröftugu eftirspili Björns Stein- ars á Finale-þætti orgelsinfóníu Vierne. Það sem tengdi einnig efnið saman var að fjögur verkanna voru samin við sálma Davíðs. Þannig mynduðu verkin mjög kröftugt og heilstætt form frá upphafi til loka. Kór Akureyrar er skipaður um 50 manns og allgott jafnvægi er á milli radda. Helst er styrk ábótavant í tenór, enda gerðu verkin á efnis- skránni í mörgum tilvikum kröfur til mikils raddstyrks. Kórinn söng af miklu öryggi og virtist kunna sínar raddir mjög vel. Franska tónskáldið Louis Vierne setti sterkt mót á efnis- skrána og réðu verk hans miklu um þann styrk og tæknibrögð sem mjög einkenndu og voru svo áberandi á þessum tónleikum. Vierne var ungur þegar hann samdi messuna og finnst mér alveg nóg um hvað miskunnar- bænar-þátturinn er settur fram af miklum styrk, allt að því ákefð, í stað þeirrar auðmýktar sem mér finnst felast í textanum. Lokaþáttur org- elsinfóníunnar var glæsilega leikinn af Birni Steinari, og er sá þáttur mikil tæknisýning. Áhrifamestu verkin á tónleikunum fannst mér þó vera hin þekkta tveggja kóra kantata eftir Schütz og Introitusinn eftir Egil Hovland. Það er magnað hvernig Schütz bætti sér upp hljóðfæraleysið í þrjátíu ára stríðinu með mannsröddunum og þessi sigur mannsins í erfiðustu að- stæðum er eilífur sigur og sígildur og honum skiluðu kórinn og Björn Steinar prýðisvel. Introitus eftir Eg- il Hovland er verk sem lyftir hug í hæðir, þegar vel tekst til með flutn- ing hans, eins og gerðist í þetta sinn. Kór Akureyrarkirkju er öflugur kór, en með sumum verkefnanna að þessu sinni var gengið of langt í styrkleikaþani, þannig að undirritað- ur fór að heyra of mikið í einstakling- um og þarna þurfa stjórnendur að gæta sín. Einnig fannst mér þegar sungið var með veikum styrkleika að það skorti á meiri stuðning og þétt- leika í tónmyndun. Kór Akureyrarkirkju er mikil- vægur þáttur í lista- og menningar- lífi okkar og hefur margsýnt og sannað hvers hann er megnugur og því starfi á hann að halda ótrauður áfram. Þessir tónleikar voru mjög kröftugir. Orgelleikur var til mikillar fyrirmyndar. Kröftug miskunnarbæn TÓNLEIKAR Akureyrarkirkja Flytjendur: Orgelleikur: Sveinn Arnar Sæ- mundsson og Daníel Þorsteinsson. Stjórn og orgelleikur: Björn Steinar Sól- bergsson. Á efnisskrá: Messe Solenelle í cís-moll op. 16 fyrir kór og tvö orgel og Finale úr orgelsinfóníu nr. 1 í D-dúr eftir Louis Vierne, Introitus (Sálmur 100, 1–2, 4–5) eftir Egil Hovland, Lobe den Her- ren … (Sálmur 103, 2–3) eftir Schütz, Hversu yndislegir eru bústaðir þínir … (Sálmur 84, 2–3) eftir Friedrich Kiel og Hallelú … (Sálmur 150) eftir César Franck. KÓR AKUREYRARKIRKJU Jón Hlöðver Áskelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.