Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 07.06.2002, Síða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 25 Tjöld Svefnpokar D‡nur Tjaldhúsgögn Prímusar hjá Umfer›armi›stö›inni Vorum a› opna Tjöld frá 6.990 kr. Tjaldaland ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 79 91 06 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is Bornholm fiægilegt og létt 3ja manna tjald í fer›alagi›, 5 kg. Gott fortjald me› tveimur inngöngum. Astoria Frábært fjölskyldutjald, létt og fyrirfer›arlíti›. Fæst bæ›i sem 4ra og 5 manna. Gott fortjald, 2 m hátt, sem hægt er a› opna á flrjá vegu. Au›velt í uppsetningu. Kíktu til okkar á túni› vi› BSÍ og sjá›u meira en 40 tjöld í öllum stær›um og ger›um. Opi› mánudaga - föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-16. Sirius Mjög vanda› 3ja manna göngutjald me› álsúlum. A›eins 4,1 kg. Traust tjald í öllum ve›rum. Frábært ver›: 13.990 4 manna, ver›: 24.990 5 manna, ver›: 29.990 Ver›: 26.990 ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að tekið sé tillit til um- framafla krókabáta í sóknardaga- kerfi í ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar og þess vegna sé leyfilegur heildarafli á næsta fiskveiðiári lægri en ella. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, hefur gagn- rýnt umframafla krókabáta í sóknardagakerfi og sagði í Morgun- blaðinu í gær að væntanlega yrði þorskafli sóknardagabáta vel á annan tug þúsunda tonna á næsta fiskveiði- ári og því ljóst að þorskafli ársins yrði nokkru meiri en 179 þúsund tonn. Leyfilegur heildarafli í þorski á næsta fiskveiðiári er 179 þúsund tonn. Í skýrslu Hafrannsóknarstofn- unarinnar um aflahorfur á næsta fiskveiðiári er gert ráð fyrir að þorsk- aflinn á almanaksárinu 2002 verði 215 þúsund tonn. Aflinn á árinu 2001 varð 235 þúsund tonn en áætlun stofnunarinnar gerði ráð fyrir að afl- inn yrði ekki meiri en 205 þúsund tonn. Þennan umframafla segir Árni skýrast einkum af tilflutningi innan fiskveiðiársins. Veiddur hafi verið mikill afli á fyrri hluta yfirstandandi fiskveiðiárs eða á seinni hluta alman- aksársins 2001. Þá hafi töluvert verið fært af veiðiheimildum yfir á yfir- standandi fiskveiðiár en útlit sé fyrir að þær muni veiðast og jafnvel verði gengið eitthvað á veiðiheimildir næsta árs, líkt og lög heimili. Eins hafi vaxandi umframafli krókabáta í sóknardagabáta haft áhrif á aflaáætl- unina. Reynt sé að taka tillit til þess- ara þátta í áætlun afla fyrir árið 2002. „Þetta er það sem sóknardagakerfið felur í sér og hefur alltaf leitt til þess að sóknardagabátar hafa veitt um- fram þann afla sem þeim er ætlaður. Það er tekið tillit til þess í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og aflaákvörðunin á næsta fiskveiðiári lægri vegna þess að umframafli sókn- ardagabáta dregst frá stofnmatinu. Við erum því að reyna að gera hlutina á ábyrgari hátt. Ef ekki hefði verið tekið tillit til þessa hefði ráðgjöfin verið hærri en 179 þúsund tonn.“ Haft var eftir Friðrik J. Arngríms- syni í Morgunblaðinu í gær að um- framafli sóknardagbáta muni bitna á öllum útgerðum, bæði í aflamarks- kerfi og krókakerfi. Árni tekur undir þetta og bendir á að þegar þorsk- kvótinn dragist saman líkt og nú vegi umframafli sóknardagabáta þyngra og hafi hlutfallslega meiri áhrif. „Við höfum ekki þá stjórnunarmöguleika í sóknardagakerfinu sem við höfum í aflamarkskerfinu. Það er mun erfið- ara og flóknara að stjórna sóknar- kerfi en í kvótakerfi. Það hefur hins vegar verið stuðningur á Alþingi við að leyfa veiðar í þessu kerfi,“ segir Árni. Tillit tekið til umframafla sóknardagabáta EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Esju- berg hf. hefur selt heildsölu og verslunarrekstur Heimilistækja hf. Kaupandi er dótturfyrirtæki Sjón- varpsmiðstöðarinnar ehf., sem mun reka félagið áfram undir nafni Heimilistækja. Búnaðarbankinn Verðbréf hafði umsjón með sölunni. Sjónvarpsmiðstöðin og dótturfyr- irtæki þess mun taka við öllum þeim umboðum sem Heimilistæki hafa verið með á undanförnum ár- um og áratugum, þ.m.t. Philips, Whirlpool, Philco, Bose, Kenwood, Blaupunkt, Nad, Dali, Casio og Sanyo. Verslun Heimilistækja í Sætúni 8 í Reykjavík og heildversl- un Heimilistækja verða reknar áfram í sömu mynd og verið hefur. Segir í tilkynningu frá Sjónvarps- miðstöðinni að áhersla verði lögð á að sem flestir starfsmenn starfi áfram hjá félaginu. Eignarhaldsfélagið Esjuberg mun áfram reka verslanir Euronics í Smáralind og Kringlunni. Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Esjubergs, segir ekkert launungarmál að rekstur fé- lagsins hafi ekki gengið sem skyldi. Samkeppni á raftækjamarkaði hafi farið mjög vaxandi og verið sé að bregðast við þeirri stöðu með þess- um hætti. Ólafur Már Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsmiðstöðv- arinnar, segir að fyrirtækið sé að styrkja stöðu sína á raftækjamark- aði með kaupum á heildsölu og verslunarrekstri Heimilstækja. Verslun Sjónvarpsmiðstöðvarinnar í Síðumúla 2 í Reykjavík verði rek- in óbreytt áfram. Heildverslun Sjónvarpsmiðstöðvarinnar styrkist hins vegar verulega við þessi kaup. Sjónvarpsmiðstöðin var stofnuð 1971 og er með megin áherslu á sjónvörp, myndbandstæki, DVD- spilara, hljómtæki og skyldar vörur. Rekstur Heimilis- tækja seldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.