Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Mosfet 4x50W •2 RCA útgangur •
tónjafnari • FM/MW/LW •18 stö›va minniKr.35.900.-
Mosfet 4x50W • 3 RCA útgangur • tónjafnari•
24 stö›va minni• MP3/OEL skjár • FM/MW/LWKr.74.900.-
Þórdísarlundur í Vatnsdal fimmtíu ára
Hér mun ek eiga
dvöl nokkra
Húnvetningafélagið íReykjavík heldurhátíðlegt fimmtíu
ára afmæli Þórdísarlund-
ar í Vatnsdal um helgina,
nánar tiltekið næstkom-
andi laugardag, 29. júní.
Lundurinn er nálægt
Vatnsdalsárbrú á gatna-
mótum Vatnsdalsvegar,
Þingeyravegar og hring-
vegar. Rætt var við Ingi-
mund Benediktsson, for-
mann skógræktarnefndar
félagsins, af því tilefni.
Hver er saga Þórdísar-
lundar?
„Snemma kom fram
hugmynd um að félagið
ræktaði trjálund af þessu
tagi fyrir norðan, og árið
1945 mátti sjá grein í fé-
lagsblaðinu um gildi þess
fyrir Húnvetninga að hafa vina-
legan lund til skógarferða og
skemmtunar, sem verður að telj-
ast veruleg framsýni í þessum
efnum, á þeim tíma þegar ferðin
suður tók allan daginn. Árið 1947
var hugmyndin rædd á aðalfundi,
en þá stóð félagið fyrir stórfram-
kvæmdum við Borgarvirki, og
sumarið 1950 var haldin stórhátíð
með 2000 gestum þegar endur-
gerð Borgarvirkis lauk. Tekjur af
veitingasölu á hátíðinni voru
stofnfé sérstaks skógræktar-
sjóðs. Bárust hugmyndir í þessa
veru Kristjáni Vigfússyni, bónda í
Vatnsdalshólum, til eyrna, og gaf
hann Húnvetningafélaginu í
Reykjavík landsvæði fyrir lund-
inn árið 1950.“
Þetta hefur verið rausnarleg
gjöf hjá Kristjáni.
„Já, og ég tel að hugmynd
Kristjáns hafi meðal annars verið
að halda á lofti minningu Ingi-
mundar gamla og ættar hans, en
lundurinn er nefndur eftir dóttur
hans Þórdísi, sem eiginkona Ingi-
mundar, Vigdís, ól á þessum stað.
Segir svo frá í fimmtánda kafla
Vatnsdæla sögu, að þegar þau
hafi verið á leið að framtíðarbú-
stað sínum að Hofi í Vatnsdal, og
komið að Vatnsdalsá, hafi Vigdís
sagt: „Hér mun ek eiga dvöl
nokkra, því at ek kenni mér sótt-
ar,“ og hafi Ingimundur svarað að
bragði: „Verði þat at góðu“ og
nefnt staðinn eftir dóttur sinni
nýfæddri. Þórdís er því fyrsti inn-
fæddi Vatnsdælingurinn.“
Lundurinn hefur ávallt verið
mikilvægur í starfi Húnvetninga-
félagsins.
„Já, allt frá því að vinna hófst
við að girða hann og síðan að
gróðursetja árið 1952 hefur skóg-
ræktarnefnd félagsins haft um-
sjón með lundinum og stjórnað
starfi þar. Ein vinnuferð er farin
á hverju ári og hátíðarsamkomur
hafa verið haldnar í lundinum, til
dæmis á 10 ára afmæli hans 1962,
þegar settur var minnisvarði um
Þórdísi Ingimundardóttur og ætt
hennar, og á 40 ára afmælinu
1992.“
Hvernig verður dagskráin í til-
efni afmælisins?
„Um klukkan tvö
hefst dagskráin með
helgistund í lundinum,
sem séra Sveinbjörn
Einarsson á Blönduósi
sér um, og munu kirkjukórar af
svæðinu syngja við helgistundina.
Að henni lokinni verður afhjúp-
aður skjöldur um tilurð lundar-
ins. Flutt verður hátíðarræða og
hátíðarljóð eftir Rúnar Kristjáns-
son á Skagaströnd sem samið var
í tilefni afmælisins. Kvennakór-
inn Lillukórinn frá Hvamms-
tanga tekur einnig lagið. Heima-
maður frá svæðinu mun einnig
segja nokkur orð. Áhersla er lögð
á að hafa atriðin stutt svo að fólk
nái að ræða saman og gera sér
glaðan dag í lundinum. Eiríkur
Grímsson frá Ljótshólum mun
einnig stjórna fjöldasöng og
menn frá Blönduósi taka upp
harmónikkur að lokinni athöfn-
inni. Við munum líka bjóða grill-
aðar pylsur af nýju útigrilli sem
við vorum að setja upp nú í vor.“
Vinnan við lundinn hefur verið
talsverð, ekki satt?
„Jú, til þess að lundurinn verði
öllum til sældar og sóma hefur að
sjálfsögðu þurft að gróðursetja,
grisja og fegra á hverju ári. Skóg-
ræktin hefur staðið samfleytt í
fimmtíu ár og í tilefni dagsins
verða gróðursett fimm tré. Í
vinnuferð á vorin vinna fé-
lagsmenn að fegrun og endurbót-
um. Sem dæmi má nefna að sett
hafa verið upp nestisborð og fyrir
tíu árum var lagt vatn í lundinn,
sem gerði okkur kleift að setja
upp vatnssalerni og vaska.
Hafa einhverjar framkvæmdir
staðið yfir nýlega?
„Já, fyrir utan nýja grillið var
byggð bogabrú sem fullbýr stíg
frá Þrístöpum, þar sem síðasta
aftaka á Íslandi fór fram árið
1830, þegar þau Friðrik og Agnes
voru hálshöggvin, yfir í Þórdís-
arlund. Stígurinn gefur ferða-
mönnum færi á að ganga stutta
leið inn á milli Vatns-
dalshólanna, sem eru
vissulega eitt af undr-
um íslenskrar nátt-
úru.“
Það væri tilvalin
laugardagsferð að heimsækja
lundinn, ekki satt?
„Jú, sérstaklega þar sem ferðin
tekur aðeins tæpa þrjá tíma frá
Reykjavík norður í Vatnsdal eftir
hringveginum, og lundurinn
skartar sínu fegursta um þessar
mundir, er tilvalið fyrir alla Hún-
vetninga og félaga þeirra að
heimsækja okkur á laugardag-
inn.“
Ingimundur Benediktsson
Ingimundur Benediktsson
fæddist á Staðarbakka í Miðfirði
árið 1948. Hann stundaði nám
við Iðnskólann í Reykjavík og
lauk meistararéttindum í húsa-
smíði. Að námi loknu hóf Ingi-
mundur störf í Trésmiðju Magn-
úsar F. Jónssonar. Hann tók yfir
rekstur trésmiðjunnar árið 1974
og hefur starfað þar síðan. Ingi-
mundur hefur einnig tekið virk-
an þátt í starfi Húnvetninga-
félagsins í Reykjavík og er
formaður skógræktarnefndar fé-
lagsins. Hann er kvæntur Matt-
hildi Guðbjörgu Sverrisdóttur og
eiga þau þrjú börn, Magnús Frí-
mann, Sverri Stein og Þórdísi
Hlín.
Húnvetnsk
dagskrá í
Þórdísarlundi
Mikið var að þessir fræðingar eru farnir að fatta, að hér voru fleiri stéttir til að monta sig
af, en þessir heilagsanda-kvakarar, bróðir.
HÁSKÓLI Íslands og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið hafa
samið um að stofnuð verði ný staða
lektors í félagsráðgjöf á sviði öldr-
unarfræða og öldrunarþjónustu við
Háskóla Íslands og undirrituðu Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra og
Páll Skúlason háskólarektor samn-
ing þessa efnis á þriðjudag. Fram-
kvæmdasjóður aldraðra mun leggja
til 18,5 milljónir króna vegna samn-
ingsins til að greiða laun og launa-
tengd gjöld vegna stöðunnar, en
samningurinn er til fimm ára. Mark-
mið samningsins er að efla rann-
sóknir, stefnumörkun og kennslu á
sviði öldrunarfræða og -þjónustu en
sérsvið lektorsins skal snerta vel-
ferðarmál aldraðra, greiningu og
ráðgjöf til einstaklinga ásamt
stefnumörkun, skipulagi, fram-
kvæmd og þróun öldrunarþjónustu.
Málefni aldraðra
sífellt mikilvægari
Heilbrigðisráðherra lýsti ánægju
með samninginn og sagðist vera
bjartsýnn á framhaldið og að sam-
starfið yrði gott. „Þessi málaflokkur
er vandasamur og verður æ fyrir-
ferðarmeiri hér á landi eins og ann-
ars staðar og því tel ég mikils virði
að unnið sé að því að efla sérþekk-
ingu á þessu sviði.“
Háskólarektor sagði samnings-
gerð af þessu tagi vera mjög í anda
þeirrar þróunar sem væri í háskól-
anum. „Í þjóðfélaginu eru æ fleiri
svið sem kalla á fræðastarf, bæði
rannsóknir og menntun. Hér fær
háskólinn tækifæri til að auka rann-
sóknir og skapa þekkingu sem mun
koma strax að notum í samfélag-
inu.“ Hann sagði ekki ólíklegt að
fleiri slíkir samningar yrðu gerðir
þar sem háskólinn vildi gjarnan
vinna með opinberum stofnunum.
„Ég tel gífurlega mikilvægt að há-
skólinn byggi upp á sviðum er
tengjast velferðarmálum, og þar er
fjölgun aldraðra eitt af þeim verk-
efnum sem okkur ber að takast á
við.“
Málefni aldraðra framar
í forgangsröðina
Ólafur Þ. Harðarson, forseti fé-
lagsvísindadeildar, benti á að hér
væri verið að setja málefni aldraðra
ofar í forgangsröðina en áður. „Við
erum að sigla inn í gjörbreytt þjóð-
félag þar sem málefni aldraðra
verða sífellt mikilvægari í samfélag-
inu.“
Staða lektorsins verður auglýst á
næstunni og verður ráðið í hana frá
1. janúar 2003.
Samningur á milli heilbrigðisráðuneytis og HÍ
Lektorsstaða á sviði öldr-
unarfræða sett á stofn