Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN Magnússon og Björn Ásgeir Guðmundsson þreyttu Eng- eyjarsund á þriðjudagskvöld. Sundið tók þá rúma klukkustund, en sjóhiti var um 10 gráður og skilyrði til sunds góð. Engeyjarsundið, sem var 2,2 km langt, var fyrsta sjósundið af sjö sem Kristinn hyggst þreyja í sum- ar, en hann hyggst auk þess synda Viðeyjarsund, Drangeyjarsund, í Hvalfirði og Þingvallavatni, frá Kjalarnesi til Reykjavíkur og við Vestmannaeyjar. Siglingaklúbburinn Þytur útveg- aði bát til fylgdar á þriðjudag en annars mun Björgunarsveit Hafn- arfjarðar sjá um að fylgja Kristni. Sundfélag Hafnarfjarðar sér að mestu um framkvæmd sundsins. Engeyjar- sund fyrsta sjósundið af sjö TUTTUGU umsækjendur voru um stöðu bæjarstjóra Austur-Héraðs, en umsóknarfrestur rann út 20. júní síðastliðinn. Björn Hafþór Guð- mundsson, núverandi bæjarstjóri, segir að unnið sé með það að mark- miði að ákvörðun liggi fyrir sem fyrst eftir helgina. Búið sé að þrengja hópinn niður í nokkur nöfn og nú sé verið að boða þá einstak- linga í viðtöl. Eftirtaldir einstaklingar sóttu um: Ágústa Björnsdóttir, Árni Múli Jón- asson, Ásmundur Helgi Steindórs- son, Bjarki Már Karlsson, Björn Helgason, Daðey Þóra Ólafsdóttir, Eiríkur Bj. Björgvinsson, Guðjón Viðar Valdimarsson, Hilmar Þór Hafsteinsson, Jóhann F. Kristjáns- son, Jón Kr. Arnarson, Jónas Eg- ilsson, Magnús Kristján Hávarðar- son, Óskar J. Sandholt, Pétur Björnsson, Reynir Þorsteinsson, Stefán Arngrímsson, Steinn Kára- son, Theodór Blöndal og Ævar Ein- arsson. Birni Hafþóri var boðið að gegna stöðunni áfram, en hann ákvað að gefa ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Ákvörðunin hafi ekkert með úrslit nýafstaðinna sveitar- stjórnarkosninga eða myndun nýs meirihluta að gera. Björn Hafþór mun taka við starfi sveitarstjóra Djúpavogshrepps. Hann segist hætta mjög sáttur og að hann hlakki til að takast á við nýja starfið. Hann muni þó sakna margs frá Austur-Héraði. „Ég er frá Stöðv- arfirði sjálfur, þau eru sterk í mér Fjarðargenin. Helst vildi ég borða siginn fisk einu sinni í viku!“ segir Björn Hafþór. Hann segir að nýr bæjarstjóri muni líklega taka við stjórnartaum- unum í Austur-Héraði í ágúst, í allra síðasta lagi í byrjun september. Hann segir það ráðast af því hver ræðst til starfans og hve fljótt við- komandi getur losnað. Björn Hafþór er skuldbundinn til að gegna stöðu bæjarstjóra í allt að þrjá mánuði frá því að kjörtímabilinu lauk, eða til 10. september. Þó er miðað við að hann gæti hætt um miðjan ágústmánuð og segir hann góðan skilning á því. Nýr bæjarstjóri Austur- Héraðs í næstu viku Bæjarstjóri Aust- ur-Héraðs tekur við sem sveitar- stjóri á Djúpavogi Á FUNDI dómsmálaráðherra Norðurlanda sem lauk á Svalbarða í gær var samþykkt að setja á fót sérstakan samstarfshóp til þess að endurskoða reglur um framsal sakamanna og manna grunaðra um alvarleg afbrot, milli Norðurlanda- ríkjanna og í því sambandi taka til- lit til þeirrar þróunar sem er að verða á reglum Evrópusambands- ríkjanna í þessum málum. Á fundinum, sem stóð dagana 24.–26. júní, var rætt um ýmis mál sem efst eru á baugi í einstökum Norðurlandaríkjum og í samstarfi þeirra. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra lagði í umræðum áherslu á aukna aðild Noregs og Íslands í viðræðum um ýmis mál sem upp hafa komið í Schengen-samstarf- inu. Einnig var rætt um vitnavernd og samvinnu Norðurlandanna á því sviði. Um er að ræða úrræði sem auðvelda uppljóstrun á starfsemi skipulagðra glæpasamtaka með því að auðvelda vitnum að komast hjá hefndum þeirra glæpasamtaka sem þau eiga að vitna gegn. Dómar fyrir kynferðisafbrot hafa verið að þyngjast Þá ræddi Sólveig um kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum og þró- un refsinga fyrir slík brot og skýrði frá því að innan íslenska dómsmálaráðuneytisins væri verið að skoða refsirammann á því sviði. Í umræðum kom fram að dómar fyrir kynferðisafbrot hafa almennt verið að þyngjast á Norðurlöndum. Rætt var hvort nægilegt tillit væri tekið til sálrænna og félagslegra afleiðinga slíkra brota. Þá var rætt sérstaklega um ofbeldi gegn kon- um innan veggja heimilisins og rætt um framkvæmd nálgunar- banns sem sérstaks úrræðis í því sambandi. Konur neyddar til hjónabands Ennfremur var á fundinum fjallað um vanda, sem komið hefur upp meðal innflytjenda til Norð- urlanda og snýr að því að konur eru neyddar til hjónabands. Höfðu fundarmenn áhyggjur af þessu máli og hvöttu til alþjóðlegrar samvinnu á því sviði, segir í frétt frá dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu. Loks var til umræðu á fundinum skipulag dómstóla og leiðir til þess að stytta meðferðartíma mála hjá lögreglu og í dómskerfinu. Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funduðu á Svalbarða Sérstakur starfshópur um framsal sakamanna UNNIÐ hefur verið að því að und- anförnu að taka niður vinnupalla sem hafa hulið nýja Barnaspítala Hringsins við Hringbraut und- anfarið. Vegfarendur hafa því fengið að sjá hvernig sjúkrahúsið lítur út og er nú verið að fullklæða húsið að utan. Stefnt er að því að byggingin verði tekin í notkun í haust. Arkitektar eru þau Sigríð- ur Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen hjá Teiknistofunni Tröð. Nýi barnaspítalinn er alls um 6.800 fermetrar að stærð á fjórum hæðum, auk kjallara og tæknirým- is í þaki. Þá er sérstakur fyrir- lestrasalur áætlaður í garðinum milli barnaspítalans og núverandi kvennadeildar. Á spítalanum verða fjórar legudeildir, dagdeild og göngudeild. Spítalinn tekur á sig mynd Morgunblaðið/Árni Sæberg SKIPULAGSSTOFNUN hóf í vikunni athugun á mati á umhverf- isáhrifum vegna rannsóknarbor- ana Landsvirkjunar á vestursvæði við Kröflu í Skútastaðahreppi. Markmið framkvæmdar Lands- virkjunar er að afla upplýsinga um eiginleika jarðhitasvæðis í Kröflu, til að athuga hvort vinnanlegan jarðhita sé að finna á vestursvæði. Í frétt frá Skipulagsstofnun seg- ir að samkvæmt matsskýrslu telji Landsvirkjun að framkvæmdin muni hafa nokkur áhrif á jarð- myndanir og landslag, en lítil áhrif á gróður, fugla, grunnvatn, hljóð- vist, ferðamennsku og útivist. Auk þess er hún talin munu hafa nokk- ur sjónræn áhrif. Þrír áfangar Samkvæmt matsskýrslu Lands- virkjunar er gert ráð fyrir að fram- kvæmdin verði áfangaskipt. Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar felur í sér 36.200 rúmmetra efnistöku í námu við Grænagilsjökul sunnan Kröflustöðvar, lagningu vegslóða frá Kröfluvegi í Hlíðardal inn á vestursvæði Kröflu í Leirhnjúks- hrauni, gerð tveggja borteiga á vestursvæði, lagningu borvatns- veitu, borun tveggja rannsóknar- hola og prófun holanna. Í öðrum og þriðja áfanga er gert ráð fyrir stækkun beggja borteiga á vestur- svæði, 6.600 og 6.800 rúmmetra efnistöku, borun tveggja rann- sóknarhola og prófun holanna. Landsvirkjun sendi skýrsluna til Skipulagsstofnunar hinn 7. júní og stofnunin auglýsti hana og hóf at- hugun á henni 21. júní. Skýrslan liggur frammi til kynningar til 2. ágúst næstkomandi á skrifstofu Skútustaðahrepps, í íþróttahúsi Skútastaðahrepps og í versluninni Seli á Skútustöðum. Einnig liggur hún frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykja- vík, auk þess sem hún er tiltæk á heimasíðu Landsvirkjunar, www.- landsvirkjun.is. Allir geta sett fram athugasemdir „Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram at- hugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. ágúst 2002 til Skipulagsstofn- unar, Laugavegi 166, 150 Reykja- vík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfis- áhrifum,“ segir í frétt Skipulags- stofnunar. Umhverfismat vegna rannsóknar- borana við Kröflu Skýrsla Lands- virkjunar kynnt ATHUGUN Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna vik- urnáms á Mýrdalssandi, Mýrdals- hreppi hófst 12. júní, en í tilkynn- ingu frá stofnuninni segir að markmið framkvæmdarinnar, sem unnin er af Kötluvikri ehf, sé tví- þætt. Í fyrsta lagi sé ætlunin að nema vikur á Mýrdalssandi sem not- aður verður í hráefni í verksmiðju til þenslu og flokkunar vikurs sem reisa á í Vík í Mýrdal og þar með nýta áður ónýtta náttúruauðlind, sem Kötluvikurinn er, til iðnaðar- framleiðslu. Í öðru lagi sé markmið- ið að efla mannlíf í héraðinu með því að skapa á fjórða tug nýrra starfa. Í tilkynningunni kemur fram að samkvæmt matsskýrslu sé sótt um leyfi fyrir allt að 200.000 m³ efn- isnámi á ári á námusvæði við Haf- ursey á Mýrdalssandi og magn efn- istöku hækki í samræmi við aukna verksmiðjuframleiðslu sem yrði þrepaskipt frá 6.000 tonnum til 50.000 tonna ársframleiðslu að nokkrum árum liðnum. Vegalengdin frá námu að verksmiðju er um17 km, þar af 10 km á gömlum þjóðvegi upp að Hafursey og þyrfti að styrkja efra burðarlag þess vegar til þess að hann yrði hæfur fyrir þungaflutn- inga. Í tilkynningunni kemur einnig fram að framkvæmdaraðili telur að á heildina litið hafi opnun og rekstur vikurnámu á Mýrdalssandi óveruleg umhverfisáhrif í för með sér, þar sem gróður raskist lítið sem ekkert, jarðvegur sé lítill og jarðfræði svæð- isins hafi lítið verndargildi. Ekki er talin þörf á sértækum mótvægisað- gerðum vegna vikurnámsins en í undirbúningi verksins hafi verið tek- ið mið af gróðurathugunum varð- andi nánari staðsetningu námu. Fyrirhuguð framkvæmd fellur innan tveggja sveitarfélaga; Mýr- dalshrepps og Skaftárhrepps. Vikurnám á Mýrdalssandi Hefur óveruleg umhverfis- áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.