Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 19
FULLTRÚI V-listans í hreppsnefnd
Vatnsleysustrandarhrepps greiddi
atkvæði á móti ráðningarsamningi
við sveitarstjóra og taldi launin of há.
Ráðningarsamningur sem Jón
Gunnarsson, oddviti Vatnsleysu-
strandarhrepps, gerði við Jóhönnu
Reynisdóttur sveitarstjóra, sem búið
var að samþykkja að endurráða í
starfið, var samþykktur í hrepps-
nefnd með atkvæðum fulltrúa H-
listans sem hafa hreinan meirihluta.
Annar fulltrúi minnihlutans sat hjá
en fulltrúi V-listans greiddi atkvæði á
móti.
Fram kemur í bókun Halldóru
Baldursdóttur, fulltrúa V-listans, að
hún telur launakjör sveitarstjóra ekki
í takt við það sem almennt gerist í
sveitarfélögum af sambærilegri
stærð og umfangi og ekki í takt við
fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Tveir fulltrúar meirihlutans bók-
uðu á móti að á fundinum hefði verið
lagður fram samanburður á launum
sveitarstjóra við aðra bæjar- og sveit-
arstjóra á Suðurnesjum og sýndi
hann að laun sveitarstjórans í Vogum
væru sambærileg eða lægri en í hin-
um sveitarfélögunum. Jafnframt tóku
þeir fram að launakjör væru þau
sömu og í þeim ráðningarsamingi Jó-
hönnu sem gilti á síðasta kjörtímabili.
Laun nefnda endurskoðuð
Samþykkt var að tillögu fulltrúa
minnihlutans að farið yrði yfir stjórn-
kerfi hreppsins og leitað leiða til að
einfalda það og gera skilvirkara og
unnið að því að gera það aðgengilegra
hreppsbúum með tilliti til réttar
þeirra til upplýsinga, þátttöku og
sanngjarnrar málsmeðferðar. Einnig
að laun nefndarmanna yrðu metin á
sambærilegan hátt og laun sveitar-
stjóra og í framhaldi af því gerð krafa
um skilvirkari vinnu nefndanna.
Fulltrúar meirihlutans féllust á þessa
tillögu minnihlutans.
Gerir
athuga-
semdir við
laun sveit-
arstjóra
Vatnsleysustrandarhreppur
GÖNGUBRÚIN á Haukavörðugjá
ofan Stóru-Sandvíkur við veginn út
á Reykjanesvita, svokölluð Brú
milli heimsálfa, verður tilbúin að
mestu um helgina. Hún verður síð-
an formlega afhent og vígð að við-
stöddum ráðherrum næstkomandi
miðvikudag. Flutningaþyrla
Bandaríkjahers flutti handrið brú-
arinnar á sinn stað í fyrradag og í
fyrrakvöld byrjuðu starfsmenn Ís-
lenskra aðalverktaka að setja
brúna saman og eru nú langt komn-
ir með verkið. Ýmis frágangur við
brúna og svæðið er þó eftir.
Morgunblaðið/Þorkell
Göngubrúin
sett saman
Reykjanes
VATNSLEYSUSTRANDAR-
HREPPUR mun leita eftir sam-
starfi við Reykjanesbæ í barna-
verndarmálum en hefur hafnað ósk
Gerðahrepps um viðræður um mál-
efnið. Sandgerði óskar eftir undan-
þágu til að reka eigin barnavernd-
arnefnd.
Þau nýmæli eru í barnaverndar-
lögum sem samþykkt voru fyrr á
árinu að minnst 1.500 íbúar þurfa að
vera að baki hverri barnaverndar-
nefnd. Ráðuneytið hefur vakið at-
hygli nýkjörinna sveitarstjórna á
breytingunni. Á Suðurnesjum ná
Sandgerðisbær, Gerðahreppur og
Vatnsleysustrandarhreppur ekki
þessari lágmarksstærð og þurfa því
að leita samstarfs við önnur sveit-
arfélög eða sækja um undanþágu.
Barnaverndarnefnd Gerðahrepps
mælti með viðræðum við Vatns-
leysustrandarhrepp og óskaði sveit-
arstjóri eftir þeim með formlegum
hætti. Á fundi hreppsnefndar Vatns-
leysustrandarhrepps í vikunni var
viðræðum hafnað vegna þess að
meiri áhugi var á samstarfi við
stærra sveitarfélag enda ákvað
hreppsnefndin að óska eftir sam-
starfi við Reykjanesbæ.
Sandgerðingar fara
fram á undanþágu
Bæjarráð Sandgerðis hefur á hinn
bóginn ákveðið að óska eftir undan-
þágu frá þessu ákvæði á grundvelli
þess að íbúar eru orðnir 1400 og fer
fjölgandi og að vel hafi verið staðið
að þessum málum í bæjarfélaginu.
Hreppsnefndir leita eftir
samstarfi um barnavernd
Vogar/Garður/Sandgerði
Hjólaútsala
Fjöldi gíra: 24 • Teg. gíra: Shimano ST-EF33 shift
Bremsur: Tektro 833A • Gaffall: RST m/dempara
Stell: Y gerð úr áli m/stillanlegum dempurum
Fylgihlutir: Glitaugu að aftan, framan og einnig á
pedölum, standari og bjalla.
ProStyle Jaguar 26"
14.924kr.
Verð áður 19.899 kr
.
Fjöldi gíra: 15 • Teg. gíra: Shimano RD-TY15 grip
shift • Bremsur: Tektro 833A • Gaffall: 26" Unicrown
Stell: MTB argon • Fylgihlutir: Keðjuhlíf, glitaugu að
aftan, framan og einnig á pedölum, gírahlíf.
ProStyle Boxer 26"
Teg. Verð áður Verð nú
ProStyle 12" Dingo 2002 8.899 kr. 6.674 kr.
ProStyle 12" Bobcat 2002 12.999 kr. 9.749 kr.
ProStyle 12" Girl 2002 12.999 kr. 9.749 kr.
ProStyle 16" Fox 2002 9.899 kr. 7.424 kr.
ProStyle 16" Lynx 2002 14.999 kr. 11.249 kr.
ProStyle 24" Cougar 2002 24.999 kr. 18.749 kr.
ProStyle 24" Pallas 2002 24.999 kr. 18.749 kr.
ProStyle 26" Oncilla 2002 19.899 kr. 14.924 kr.
ProStyle 26" Boxer 2002 19.899 kr. 14.924 kr.
ProStyle 26" Puma 2002 29.999 kr. 22.499 kr.
ProStyle 26" Jaguar 2002 44.999 kr. 33.749 kr.
ProStyle Freestyle 2002 29.999 kr. 22.499 kr.
6.675kr.
Verð áður 8.899 kr.
Hágæða JD Bug
hlaupahjól m/dempara
2.999 kr.
Verð áður 9.999 kr.
Fjöldi gíra: 1 • Bremsur: Fótbremsa að aftan 1020SF/
og handbremsa að framan • Gaffall: 12" Unicrown
CO2 • Stell: H-type • Fylgihlutir: Hjálpardekk,
glitaugu að framan og aftan, í gjörðum og pedölum,
bretti bæði að framan og aftan, keðjuhlíf.
ProStyle Dingo 12"
33.749kr.
Verð áður 44.999 kr
.
Útsalan stendur frá 27. júní –1. júlí.
25% afsláttur af
öllum ProStyle-hjól
um
70%
afsláttur af
öllum hlaupahjólum