Morgunblaðið - 27.06.2002, Page 28
áhugamenn frá Ísafirði og víðar
um matreiðslu saltfisks munu bera
rétti sína á borð.
Sýning í Tjöruhúsinu
í Neðstakaupstað
„Sýningin sem opnuð verður á
morgun hér í Tjöruhúsinu er
þungamiðjan í þessari afmæl-
ishátíð sem við höfum skipulagt,“
segir Jóna Símonía, þegar for-
svarsmennirnir setjast niður með
blaðamanni. „Með opnun hennar
höldum við upp á að 150 ár eru lið-
in frá stofnun Ásgeirsverslunar,
en hún var stofnuð 26. júní árið
1852, af Ásgeiri Ásgeirssyni og
síðar rekin af syni hans, Ásgeiri G.
Ásgeirssyni, og tengdasyni hans,
Árna Jónssyni.“
Uppistaðan í sýningunni eru
veggspjöld með textum og ljós-
myndum af helstu atriðum úr sögu
Ásgeirsverslunar ásamt frum-
skjölum og þeim fáu gripum sem
til eru sem tengjast starfsemi
hennar. „Það má segja að tímabilið
sem Ásgeirsverslun starfaði hér á
Ísafirði, 1852-1918, sé rakið hér á
sýningunni í einskonar frétta-
skotastíl, auk þess sem þar er
gerð grein fyrir einstökum atrið-
um úr sögu verslunarinnar,“ segir
Jón og bætir við að vegna þess
hve gríðarlega umfangsmikil saga
verslunarinnar er sé einungis
hægt að stikla á stóru á sýning-
unni.
„Auk sýningarinnar í Tjöruhúsi
höfum við skipulagt fjórar uppá-
komur sem tengjast sögu Ásgeirs-
verslunar,“ segir Heimir. „Á föstu-
dagskvöld verður sú fyrsta af
þeim, en það er saltfiskveisla. Í
dagskrá hennar er sjónum fyrst og
fremst að beint að stofnanda Ás-
geirsverslunar, Ásgeiri Ásgeirs-
syni eldri, eða Ásgeiri skipherra
eins og hann var oftast kallaður.“
Í saltfiskveislunni munu valdir
leikmenn elda sínar útgáfur af
ýmsum saltfiskréttum, auk þess
sem tónlistarmennirnir Tómas R.
Einarsson kontrabassaleikari, sem
bæði eldar og leikur á hljóðfæri og
Vilberg Vilbergsson á harmonikku
og Páll Torfi Önundason gítarleik-
ari munu leika suðræna tónlist.
„Saltfiskurinn frá Ásgeirsverslun
var náttúrulega mest seldur til
Miðjarðarhafslanda. Tónlistin
verður því að nokkru leyti í þeim
anda,“ segir Heimir.
Áframhaldandi hátíðahöld
í sumar og haust
Seinni hluta júlí verður önnur
dagskrá haldin sem liður í hátíða-
höldunum. Þá verður eitt kvöld til-
einkað öðrum mikilvægum manni
úr sögu verslunarinnar, Árna
Jónssyni faktor, sem var versl-
unarstjóri Ásgeirsverslunar á Ísa-
firði. „Hann er mjög áberandi í
sögu bæjarins, vegna þess að ólíkt
Ásgeirunum tveimur hafði hann
ætíð vetursetu hér á Ísafirði.
Feðgarnir komu einungis hingað á
sumrin, en dvöldu þess á milli í
Danmörku, þar sem þeir tryggðu
viðskiptasambönd,“ útskýrir Jón.
„Dagskránni um Árna verður
skeytt saman við svokölluð Sum-
arkvöld í Neðstakaupstað, en þau
eru haldin á hverjum fimmtudegi í
júlímánuði ár hvert. Eitt af þeim
verður sem sagt helgað honum í ár
og er önnur dagskráin sem við
höfum skipulagt í tengslum við
sýninguna.“
Um miðjan ágúst verður þriðja
uppákoman haldin, en þá er dag-
skráin tileinkuð Ásgeiri G. Ás-
geirssyni yngri, sem þá á 90 ára
dánarafmæli. „Ásgeir yngri var
merkilegur maður sem tók við
rekstri Ásgeirsverslunar á unga
aldri. Hann vann mikið frum-
kvöðlastarf hér í bænum og kom
meðal annars upp fyrsta símanum
milli húsa hérlendis,“ segir Jóna
Símonía. Fjórða og síðasta uppá-
koman verður haldin í nóvember.
„Við tökum sýninguna formlega
niður 30. nóvember, sem var síð-
asti dagur starfsemi Ásgeirsversl-
unar árið 1918,“ segir Heimir. „Þá
munum við jafnframt hafa dagskrá
um tengsl verslunarinnar við þjóð-
frelsisbaráttuna og Jón Sigurðs-
son. Ásgeiri eldri og Jóni var vel
til vina. Jón hvatti Ásgeir áfram í
stofnun verslunarinnar og Ásgeir
aðstoðaði Jón síðar fjárhagslega.
Það er táknrænt á ákveðinn hátt,
að verslunin hætti daginn áður en
Ísland varð fullvalda.“
Það er ekkert vafamál að Ás-
geirsverslun er mikilvægur hluti
af sögu Ísafjarðarbæjar og ís-
lensks efnahagslífs, þar sem fyr-
irtækið átti eftir að verða stærsta
verslunarfyrirtæki Íslands á sín-
um tíma. Það gerði út fjölda fiski-
skipa af ýmsum stærðum, rak
útibú verslunar og fiskmóttöku
víða um Vestfirði og flutti út um
tíunda hluta alls saltfisks er búinn
var til útflutnings á Íslandi, þegar
mest var. „Ásgeirarnir tveir, feðg-
arnir, voru báðir brautryðjendur á
sinn hátt,“ segir Jón. „Hjá Ásgeiri
eldri fólst það í því að brjótast út,
hann var bóndasonurinn sem
braust til auðlegðar og breytti
einnig að mörgu leyti starfsemi
fiskveiða, til dæmis með sjó-
mannafræðslu og vátryggingu
báta. Hjá Ásgeiri yngri fólst það
hins vegar í því að koma með nýj-
ungarnar, eins og dæmið með sím-
ann sannar. Hann var líka fyrsti
Íslendingurinn sem keypti
gufuknúið millilandaskip.“
Vonandi bara upphafið
Jóna Símonía bætir við að þau
vonist til að sýningin geti orðið
upphafið að frekari vinnu með
sögu Ásgeirsverslunar. „Ég vona
að hægt verði að gera þessum
mönnum hærra undir höfði en gert
hefur verið hingað til,“ segir hún
að síðustu.
Sýningin verður opnuð á morg-
un, föstudag, kl. 16, en salt-
fiskveislan mun hefjast sama kvöld
kl. 20. Allir eru velkomnir.
Þ
OKA hvílir yfir Ísafirði
þegar blaðamaður
rennir í bæinn. Sólin á
þó brátt eftir að láta
sjá sig, eins og svo víða
annars staðar um land þennan
dag, og skína á hin gömlu 18. aldar
hús í Neðstakaupstað í Ísafjarð-
arbæ. Góða veðrið er vel þegið, því
nákvæmlega 150 ár eru liðin frá
því að Ásgeirsverslun, stærsta
verslunar- og útgerðarfyrirtæki
landsins á sínum tíma, var þar
stofnuð og eru menn og konur í
óðaönn að breiða saltfisk til sól-
þurrkunar fyrir utan Turnhúsið,
sem nú hýsir sjóminjadeild
Byggðasafns Vestfjarða.
Fólkið reynist vera forsvars-
menn Byggðasafnsis og Héraðs-
skjalasafnsins, sem undirbýr sýn-
ingu og önnur hátíðahöld í tilefni
hinna 150 ára sem liðin eru frá
stofnun Ásgeirsverslunar og eru
þau Jón Sigurpálsson, for-
stöðumaður Byggðasafns Vest-
fjarða, Heimir G. Hansson, safn-
vörður Byggðasafnsins, og Jóna
Símonía Bjarnadóttir, skjalavörð-
ur á Héraðsskjalasafninu. Sýn-
ingin, sem ber heitið Ásgeirs-
verslun – 150 ára minning, er
haldin í hinu gamla Tjöruhúsi, sem
nú hýsir veitingastað, og verður
hún formlega opnuð á morgun.
Annaðkvöld fer einnig fram fyrsta
uppákoman af fjórum, sem skipu-
lagðar eru í tengslum við afmæl-
ishátíðina, en þá verður haldin
suðræn saltfiskveisla þar sem
Minnast
starfsemi
mikilvægra
frumkvöðla
Hinn 26. júní árið 1852 hóf Ásgeirsverslun á
Ísafirði starfsemi sína, en hún var á sínum
tíma stærsta verslunar- og útgerðarfyrir-
tæki landsins. Inga María Leifsdóttir flaug
vestur til Ísafjarðar og kynnti sér undirbún-
ing hátíðahaldanna sem skipulögð eru í
tengslum við hin 150 ár sem liðin eru frá
stofnun verslunarinnar og hefjast á morgun. Aðstandendur hátíðahaldanna, Jón Sigurpálsson,Heimir G. Hansson og Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Horft til suðurs yfir fiskreit Ásgeirsverslunar í Neðstakaupstað á Ísa-
firði. Myndin er líklega tekin í kringum aldamótin 1900.
Stofnandi Ásgeirsverslunar, Ás-
geir Ásgeirsson skipherra.
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Saltfiskur breiddur út til þerris uppi við Turnhúsið,
þar sem hluti af starfsemi Ásgeirsverslunar fór fram.
Saltfiskurinn sem eldaður verður í saltfiskveislunni annað kvöld.
Áhugamenn um matreiðslu saltfisks munu bera rétti sína á borð.
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kíktu inn á bílaland.is