Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 29

Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 29 SÆNSKA djasshljómsveitin Jazzin Dukes er komin hingað til lands og mun halda ferna tónleika á Norður- landi á næstu dögum. Einn af fé- lögum hljómsveitarinnar er íslenski kontrabassaleikarinn Hjörleifur Björnsson, sem ættaður er frá Ak- ureyri, og hefur leikið með hljóm- sveitinni frá stofnun hennar. Mun hljómsveitin halda sína fyrstu tón- leika í Deiglunni á Akureyri í kvöld, á svokölluðum Heitum fimmtudegi, sem eru orðnir þekktir í djasslífi landans fyrir metn- aðarfulla tónleika íslenskra og er- lendra flytjenda. Hljómsveitina skipa ásamt Hjör- leifi, eða Hödda, eins og hann er jafnan nefndur, þeir Ronny Far- sund á trompet og flygelhorn, Rune Falk á klarinett og tenór- eða barí- tónsaxófón, Christer Langborn á gítar, Rolf Leidestad á píanó, og Erling Torkelsson á básúnu. Allir meðlimir hljómsveitarinnar eru þekktir úr sænsku djasslífi og hafa öðlast þar mikla reynslu og við- urkenningu. Kirkjulegur Ellington-djass Jazzin Dukes var stofnuð árið 1994 og hefur fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda í blöðum fyrir fjölbreyttan flutningsmáta. Fjöl- breytnin felst í því, að sveitin leikur djass jöfnum höndum á veit- ingastöðum, á tónleikum og við guðsþjónustur í kirkjum. Erling Torkelsson, básúnuleikari og jafn- framt stofnandi Jazzin Dukes, er starfandi prestur og hefur hann leitast við að gera djass að þætti í guðsþjónustum, bæði í Svíþjóð sem og í öðrum löndum sem hljóm- sveitin hefur heimsótt. Norðlend- ingum gefst tækifæri til að reyna það, þar sem Jazzin Dukes munu leika við guðsþjónustu í Akureyr- arkirkju á sunnudag. Útsetningar á sálmalögum skipa veglegan sess í fastri efnisskrá hljómsveitarinnar, en eins og nafn hljómsveitarinnar ber með sér er Duke Ellington einn helsti áhrifavaldurinn í tónlist þeirra. Jazzin Dukes hafa einnig lagt áherslu á að vinna með kórum á þeim stöðum sem þeir heimsækja, og syngja þá kórarnir með á tón- leikum og messum í heimabyggð sinni. Þannig verður því einnig far- ið hér, þar sem félagar úr kór Dal- víkurkirkju munu syngja við tón- leika sveitarinnar í kirkjum Norðurlands, sem Hlín Torfadóttir hefur æft og stjórnað, og félagar úr kór Neskirkju, sem Reynir Jón- asson stjórnar, munu taka þátt í tónleikum Jazzin Dukes í Neskirkju í Reykjavík. Dagskrá Jazzin Dukes á Íslandi er á þessa leið: Í kvöld kl. 21.30: Deiglan á Ak- ureyri Föstudagur kl. 20.30: Dalvík- urkirkja Laugardagur kl. 20.30: Húsavík- urkirkja Sunnudagur kl. 11: Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju Sunnudagur kl. 17: Akureyr- arkirkja Þriðjudagur kl. 20: Neskirkja. Kirkjulegur Ellington- djass leikinn nyrðra Sænska djasshljómsveitin Jazzin Dukes. ÚT ER komin bókin Dulin veröld – smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson skordýrafræðing, Er- ling Ólafsson dýrafræðing og Odd Sigurðsson jarðfræðing. Bókin er gefin út af Mál og mynd í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. Í bókinni birtist í fyrsta sinn heild- stætt yfirlit yfir helstu smádýr í ís- lenskri náttúru. Í stuttum og grein- argóðum texta er fjallað um hvert dýr og gerð grein fyrir lífsferli þess, en alls er fjallað um á annað hundrað smádýr í bókinni. Dulin veröld – smádýr á Íslandi var kynnt fjölmiðlum í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal á þriðjudag. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri hjá Orkuveitunni, óskaði höfundum og útgefendum til hamingju og þakkaði samstarfið, sem byggðist ekki síst á tenglsum fyrirtækisins við náttúrulíf og það umhverfi sem gert er sýnilegt í bók- inni. Þá þökkuðu höfundar bókarinn- ar Orkuveitu Reykjavíkur stuðning við útgáfuna, sem hefði gert þetta metnaðarfulla verkefni að veruleika. Bókin Dulin veröld – Smádýr á Ís- landi er sviðsett í Elliðaárdal. Kaflar bókarinnar eru sniðnir að ólíkum sviðum í náttúrunni og smádýralífi á hverju svæði lýst. Kaflarnir fjalla um smádýralíf við ár, í skóglendi, við bæi, á vallendi og túnum, í úthögum og votlendi. Þá er í bókinni fjallað um flokkun og söfnun smádýra, auk tegunda- og heimildaskrár. Höfundar texta bókarinnar, þeir Guðmundur Halldórsson, skordýra- fræðingur hjá Skógrækt ríksins á Mógilsá, og Erling Ólafsson, dýra- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hafa báðir fengist við rannsóknir á smádýralífi Íslands um áratuga skeið. Báðir hafa þeir ritað fjölda greina um sitt fag í innlend og erlend vísindarit, auk blaða og tímarita. Höfundur mynda, Oddur Sigurðs- son, er jarðfræðingur og hefur starf- að á Orkustofnun um árabil. Ljós- myndun hefur lengi verið eitt af hans áhugamálum og undanfarna tvo ára- tugi hefur hann tekið hundruð, ef ekki þúsundir, mynda af íslenskum skordýrum og skyldum smádýrum. Morgunblaðið/Golli Útgefendur og höfundar bókarinnar Dulin veröld. Nýtt rit um smádýr í íslenskri náttúru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.