Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Björn RE, Fridtjof Nansen og farþegaskipin Maxim Gorkiy og Black Watch. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Radvila vænt- anlegt og út fer Ozher- elye. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og 13 vinnustofa og kl. 10 boccia. Miðvikudaginn 3. júlí verður farið í heim- sókn að Sólheimum í Grímsnesi. Lagt af stað frá Aflagranda 40 kl. 13. Skráning í afgreiðslu og í síma 562 2571. Haf- kaup Skeifunni. Farið frá Aflagranda 40 kl. 10. Skráning í afgreiðslu og í síma 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, handa- vinnustofan opin, bók- band og öskjugerð, kl. 9 almenn leikfimi, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 smíðastofan og handa- vinnustofan opin. Kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Skoðunarferð um Þingvöll fimmtudaginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð á Valhöll. Vinsamlega greiðið ferð- ina í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 9. júlí. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Suð- urnesjaferð. Fimmtu- daginn 4. júlí verður far- ið um norðanverðan Reykjanesskaga, Voga, Garð og Sandgerði. Söfn og sögustaðir skoðaðir með leiðsögumanni. Farið frá Gjábakka kl. 13.15 og Gullsmára kl. 13.30. Nánar auglýst síðar. Munið fé- lagsskírteinin. Ferða- nefndin. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við bað, kl. 9–16.45 er hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 er handa- vinnustofan opin, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið Lönguhlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaað- gerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Sundleikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16 og verður á þriðjud. og fimmtud í þrjár vikur. Allir velkomnir. Golfnámskeiðið hjá Sturlu verður á þriðjud. og miðvikud. kl. 13 næstu þrjár vikur í GKG í Vetrarmýrinni. Fótaaðgerðarstofa: Tímapantanir eftir sam- komulagi, s. 899 4223. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag bingó kl. 13.30. Á morg- un, föstudag, brids og frjáls spilamennska kl. 13.30. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Or- lofsferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, fjórar nætur. Skoðunarferðir til Húsa- víkur, Mývatns, Dalvík- ur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Skráning og allar upplýsingar í Hraunseli í síma 555 0142. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Fimmtud.: Brids kl. 13. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Sala farmiða hafin. Hálendisferð 8.–14. júlí, sjö dagar. Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir staðir skoðaðir, t.d. Herðubreiðarlindir, Askja, Mývatn o.fl. Ekið suður um um Kjöl. Leið- sögn Sigurður Krist- insson. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí nk. með Álftagerðisbræðrum og Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði í Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 er opin vinnustofa, m.a. glerskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–16 bað, kl. 10 leikfimi, kl. 14 myndlistarsýning. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 10.30 er helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju. Eftir hádegi er ferð um Suðurnes. Mæting í Gerðubergi kl. 12.30. Lokað vegna sumarleyfa mánudaginn 1. júlí. Opn- að aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin. Vegna forfalla eru fjög- ur sæti laus í ferð um Vestfirði 15.–19. júlí. Þeir sem ekki hafa stað- fest nú þegar eru beðnir að gera það sem fyrst. Uppl. í síma 554 3400. Hraunbær 105. Kl. 9 er opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bað, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmuna- námskeið. Allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við bað, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 10 leik- fimi, boccia kl. 10.45, kl. 13 brids, frjálst. Gjábakki. Kl. 20–21 gömlu dansarnir, kl. 21– 22 línudans. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Fjögurra daga ferð verður farin á Vestfirðina 22., 23., 24. og 25. júlí. Vinsamlegast látið vita fyrir 10. júlí. Ferðanefndin. Nánar auglýst í Suðurnesja- fréttum. Ný samtök áhugafólks um byggðamál. Dagana 29.–30. júní hefur stjórn hinna nýju samtaka áhugafólks um byggða- mál – Landsbyggðin lifi (LBL) – skipulagt sam- norræna ráðstefnu um byggðamál í Hrísey í Eyjafirði. Ráðstefnan, sem jafnframt er fyrsti aðalfundur LBL, hefst kl. 10 hinn 29. júní. Ráð- stefnunni lýkur kl. 13 hinn 30. júní með pall- borðsumræðum þar sem fulltrúar frá stjórn- málaflokkunum sitja fyrir svörum. Ráð- stefnan er opin öllu áhugafólki. Stjórn Landsbyggðin lifi. Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur hátíð- legt 50 ára skógrækt- arafmæli í Þórdísarlundi í Vatnsdal, laugardaginn 29. júní kl. 14. Fjöl- breytt dagskrá í tali og tónum og óvæntar uppá- komur. Veitingasala í hléi. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans í Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560 2700 og á skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551 5941, gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minningar- gjöfum á deild 11-E í síma 560 1225. Í dag er fimmtudagurinn 27. júní, 178. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En marga hafði hann læknað, og því þustu að honum allir þeir, sem ein- hver mein höfðu, til að snerta hann. (Mark. 3, 10.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI ekur næstum daglegaum Hringbrautina og hefur hann því getað fylgst vel með fram- kvæmdum við nýbyggingu Barna- spítala Hringsins. Fram til þessa hef- ur byggingin að mestu verið hulin vinnupöllum og því illa hægt að gera sér grein fyrir útliti hennar. Nú eru vinnupallarnir óðum að hverfa og um leið kemur spítalinn í ljós. Að mati Víkverja hefur arkitektum spítalans tekist afar vel til. Húsið er mjög fal- legt og þrátt fyrir stærðina fellur það ágætlega að umhverfi sínu. Er ástæða til að hrósa arkitektunum fyr- ir vel unnið verk. x x x ÁKVEÐIN útvarpsauglýsing hef-ur farið talsvert í taugarnar á Víkverja síðustu daga. Auglýsingin er leiklesin af kvenmanni sem virðist vera meira en lítið bitur út í fyrrum eiginmann sinn eða sambýlismann. Í stuttu máli gengur auglýsingin út á það að konan rifjar upp hversu mikið húsgögnin í íbúðinni minntu á hann og þeirra samvistir en hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af því lengur því hún fór bara með allt saman til Góða hirðsins og nú sé ekkert sem minni lengur á hann í íbúðinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er Góði hirðirinn lítið fyrirtæki sem byggir starfsemi sína á því að gera upp gömul húsgögn, raf- tæki o.fl. og selur fyrir sanngjarnt verð. Á gámastöðvum Sorpu eru gámar merktir Góða hirðinum og þar getur fólk losað við ýmsa muni sem enn eru nýtilegir. Verði hagnaður af starfsmenni rennur hann allur til líknarfélaga. Augljóslega hið besta mál. Fyrrnefnd auglýsing er það á hinn bóginn ekki og satt að segja skil- ur Víkverji ekki hvað vakir fyrir Góða hirðinum. Hafi þetta átt að vera fynd- ið hefur tekist hrapallega til en Vík- verja finnst tónninn í auglýsingunni vera ákaflega neikvæður, sérstaklega í garð karlmanna. Varla er slík aug- lýsing til þess fallin að auka viðskipt- in en Víkverji leyfir sér að fullyrða að meirihluti þeirra sem koma á gáma- stöðvar Sorpu séu einmitt karlmenn. x x x ÞETTA er reyndar alls ekki einadæmið um auglýsingar þar sem Víkverja finnst lítið gert úr tæplega helmingi landsmanna. Má t.d. nefna sjónvarpsauglýsingu um Heimilislínu Búnaðarbankans þar sem kona ýtir karlmanni fram úr rúminu meðan spilaður er lagstúfur með textanum: „Láttu þér líða vel.“ Varla er þar átt við karlinn sem er dottinn fram úr! Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri? Á þeim heimilum sem aug- lýsingin á að ná til, eru væntanlega bæði karlar og konur en skv. auglýs- ingunni líður bara konum vel í Heim- ilisþjónustu Búnaðarbankans. Karl- arnir fá að dúsa á köldu gólfinu. Þessi auglýsing höfðaði aldeilis ekki til Vík- verja enda er hann karlmaður eins og flestir hafa væntanlega ráðið af skrif- unum. Víkverji hefur ekki gert vísinda- lega könnun á þróun auglýsinga en honum finnst sem auglýsingum þar sem karlmenn eru látnir vera kjána- legir, klaufalegir, leiðinlegir, vitlausir eða þaðan af verra hafi fjölgað upp á síðkastið. Sé það rétt er þetta óheilla- þróun sem þarf að snúa við. Rétt er þó að taka fram að auðvitað má gera grín að karlmönnum og margar auglýsingar sem ganga út á það eru meinfyndnar, sbr. „Við tipp- um“ frá Íslenskri getspá. SONUR minn er að bera út Fréttablaðið og hefur gert það síðan í haust er leið. Oft hefur það dregist að hann fái launin útborguð, í síðasta mánuði fékk hann útborgað þann 15. maí og þá vorum við hjónin bæði búin að hringja og fara á skrif- stofuna hjá Fréttablaðinu og loksins fékk hann greitt. Nú þann 22. júní er hann ekki enn búinn að fá útborg- að fyrir maímánuð. Það hefur oft brunnið við að erfitt er að ná í fjármála- stjórann hjá Fréttablaðinu. Við höfum ótal sinnum hringt og beðið um skila- boð, meira að segja mætt í eigin persónu og límt sjálf skilaboð á hurðina hjá hon- um en hann hringir ekki til baka. Þegar sonur okkar fór sjálfur niður eftir fékk hann þau svör að það ætti að reyna að borga út fyrir þjóðhátíðardaginn þann 17. júní, en það stóðst ekki. Þá átti að borga út strax dag- inn eftir en það gerðist ekki heldur, og við erum orðin þreytt á því að þurfa að ganga á eftir jafn sjálfsögð- um hlut og launum fyrir unnin störf. Nú hef ég tekið eftir að fólk er að skrifa og kvarta undan því að fá ekki blaðið, ég skil það vel því maður er orðinn vanur því að fá Fréttablaðið, en ég vil hvetja fólk til að skoða það að yfirleitt eru ástæður fyr- ir því að blaðið berst ekki, til dæmis veikindi og að það er lítið um afleysingarfólk, nema fjölskylda blaðburð- arbarnsins/persónunnar taki það að sér. Sömuleiðis er með sumarfrí. Launa- seðlar berast ekki, höfum aðeins fengið 1 stykki síðan í október í fyrra. Það tilkynnist hér með þeim er málið varðar að Fréttablaðið verður ekki borið út af syni mínum né neinum úr mínu heimilis- haldi fyrr en laun hafa verið greidd út, og vona ég að fólkið í Vesturbænum verði ekki fyrir of miklum óþæg- indum. Ég skora á blaðburðar- fólk Fréttablaðsins að knýja á um rétt sinn og bera ekki út fyrr en launin fyrir maí hafa verið greidd út ! Er enginn sem verka- lýðsréttindi þessa fólks/ barna heyrir undir ? Hvernig stendur á því að þetta viðgengst í íslensku þjóðfélagi að réttindi þeirra sem minnst mega sín eru fótum troðin ? Mér finnst að þeir sem telja sér málið skylt, og þeir sem eiga að sjá um réttindi barna, eigi að kynna sér þetta. Ein úr Vesturbænum. Tapað/fundið Svart seðlaveski týndist SVART seðlaveski, tau- veski, týndist sl. föstudag í nágrenni Baby Sam í Skeif- unni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 4001 eða 860 2992. Rautt veski týndist RAUTT veski með svörtum útlínum og Coca Cola- merkinu týndist við strætó- skýlið við Þingás. Í veskinu eru strætómiðar fyrir ung- menni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 6657, 899 6657 eða 848 3199. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR, grár og stór, fannst í Grafarvogi laugardaginn 15. júní sl. Upplýsingar í síma 567 1642. Kettlingar fást gefins KETTLINGAR, fallegir og kassavanir, fást gefins. Uppl. í síma 587 22957. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Réttindi fótum troðin Frá afmæli leikskólans Seljaborg. Morgunblaðið/Einar Falur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ræfilslegt, 8 endar, 9 spjald, 10 þegar, 11 virki, 13 skynfærin, 15 hafa í hávegum, 18 mjög gott, 21 gagn, 22 rengla, 23 landspildu, 24 mikill þjóf- ur. LÓÐRÉTT: 2 rækta, 3 málms, 4 ganga hægt, 5 tigin, 6 ókjör, 7 þráður, 12 tangi, 14 ótta, 15 veiti húsa- skjól, 16 fisks, 17 lyktum, 18 spilið, 19 eðlinu, 20 fréttastofa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 stolt, 4 þylur, 7 offur, 8 rjúpu, 9 táp, 11 tonn, 13 ótta, 14 óláns, 15 falt, 17 auka, 20 ata, 22 ræpan, 23 gabba, 24 reisa, 25 arðan. Lóðrétt: - 1 skolt, 2 orfin, 3 tært, 4 þorp, 5 ljúft, 6 rausa, 10 áfátt, 12 nót, 13 ósa, 15 firar, 16 Lappi, 18 umboð, 19 asann, 20 anga, 21 agga. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.