Morgunblaðið - 27.06.2002, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 55
DAGBÓK
Stökktu til
Costa del Sol
10. júlí
frá kr. 39.865
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð, 10. júlí, vikuferð.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450.
Verð kr. 49.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 10. júlí, 2 vikur.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360.
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa
del Sol þann 10. júlí í eina eða tvær vikur. Hér getur þú notið hins
besta í sumarfríinu á þessum einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og
tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig
og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin
Verð kr. 39.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 10. júlí, vikuferð.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
FIMMTUDAGSTILBOÐ
KVENSANDALAR
Suðurlandsbraut
Sími 533 3109
Opið
mán.-fös. kl. 12-18
laugardaga kl. 10-16
Teg. SAB6236
Litur: Svartur
Stærðir: 37-41
Verð áður: 4.995 Verð nú 1.995
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Allt frá barnæsku hefurðu
fundið fyrir þörf að hjálpa
öðrum. Þrátt fyrir blíðlega
framkomu ertu metn-
aðargjarn, ákveðinn og
sannfærandi. Þú stendur sí-
fellt vörð um heimili þitt og
fjölskyldu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Skapandi og listræn vinna
heppnast vel hjá þér í dag.
Notaðu hvert tækifæri til að
tjá þig í orðum, tónlist eða
hreyfingu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú vilt láta umhverfi þitt
verða meira aðlaðandi. Endi-
lega láttu verða af því þrátt
fyrir að þú getir ekki eytt
miklu fé í endurbætur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Við notum sjaldnast tækifær-
ið til að tjá okkur við fólk er
við hittum á förnum vegi.
Láttu aðra vita að þér þyki
vænt um þá.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þig langar að kaupa eitthvað
sem getur breytt ímynd
þinni. Farðu eftir hugboðinu
því sterkari sjálfsmynd hjálp-
ar þér á öllum sviðum lífsins.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Samband sem hefst í dag
verður líklega mjög tilfinn-
ingaþrungið. Þú dregst að
einhverjum á allt að því yf-
irnáttúrulegan hátt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gerðu líf þitt auðveldara með
því að taka tíu hluti úr lyfja-
eða eldhússkápnum og henda
þeim. Þú verður hissa á
hverju þú áorkar með þess-
um hætti.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér finnst vináttubönd yfir-
leitt sjálfsögð. Í dag gerist
hins vegar eitthvað sérstakt
og þú verður þakklátur fyrir
að eiga góðan vin að.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu að sjá heiminn í já-
kvæðara ljósi og láttu þér líða
vel. Þú gætir verið beðinn um
að aðstoða við einhvers konar
listræn störf í dag.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Fegurðarskyn þitt er í há-
marki í dag. Reyndu því að
heimsækja safn, listasýning-
ar, almenningsgarð eða ann-
an stað er hreyft gæti við þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú býrð yfir mikilli kynferð-
islegri orku í dag. Sambönd
og leynileg ástarsambönd
sem þróast nú verða minnis-
stæð og eiga eftir að hafa
mikil áhrif.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn kann að meta
vináttubönd. Í dag á vinur
eftir að gera eitthvað fyrir
þig sem lætur þér finnast þú
skuldbundinn honum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einhver í vinnunni hefur
góða hugmynd varðandi betr-
umbætur. Ekki útiloka hug-
myndina heldur veltu henni
fyrir þér með opnum huga.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Í GÆR sáum við dæmi um
útspilsdobl á þremur
gröndum þar sem doblið
var beiðni til makkers um
að spila út í lit blinds.
Þessi regla Lightners um
slemmudobl er auðveld-
lega yfirfæranleg á dobl á
þremur gröndum.
En þar með er samsvör-
uninni lokið, því dobl á
þremur gröndum til út-
spils lýtur almennt öðrum
lögmálum.
Oft ganga sagnir ein-
faldlega eitt grand–þrjú
grönd og þá hefur enginn
litur verið nefndur til sög-
unnar. Um hvaða útspil
biður doblið þá?
Suður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ 105
♥ D7
♦ Á10852
♣K1096
Vestur Austur
♠ 32 ♠ KDG984
♥ G9653 ♥ Á2
♦ DG6 ♦ 43
♣G84 ♣732
Suður
♠ Á76
♥ K1084
♦ K97
♣ÁD5
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grand
Pass 3 grönd Dobl Pass
Pass Pass
Þetta er enn eitt dæmið
úr bók Lawrence. Sam-
kvæmt hans fræðum biður
dobl austurs í þessari
stöðu um útspil í stysta lit
makkers. Sem er ekki
mjög útbreidd regla, en
virkar augljóslega vel í
þessu spili.
Sú regla sem flestir
fylgja eftir slíkar sagnir er
sú að makker eigi að koma
út í styttri hálit. Hún svín-
virkar hér líka.
Samkvæmt þriðja skól-
anum biður dobl eftir þess-
ar sagnir um einhvern til-
tekinn lit út.
Í sjálfu sér skiptir litlu
máli hvað lit menn velja til
viðmiðunar – aðalatriðið er
það að makker viti fyrir
víst til hvers er ætlast.
Þeir sem fylgja þessari
reglu (eins og dálkahöf-
undur gerir til dæmis)
vilja ekki þurfa að bíða í
svitabaði eftir útspilinu á
meðan makker klórar sér í
hausnum.
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 27.
júní, er áttræð Anna Stein-
unn Jónsdóttir, Þangbakka
8, Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Halldór Guð-
mundsson pípulagninga-
meistari.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
28. júní, er fimmtugur Stef-
án Hermanns, blómasali,
Álfaskeiði 64 d3, Hafnar-
firði. Hann býður vinum og
velunnurum að gleðjast með
sér í tilefni tímamótanna í
Fjörukránni í Hafnarfirði
milli kl. 17 og 20 að kvöldi
föstudags 28. júní. Vinir
Stefáns hafa stofnað ferða-
sjóð í hans nafni og þeir sem
vilja gleðja Stefán á afmæl-
isdaginn geta lagt inn á
reikning: 301-13-850233.
Hlutavelta
Þessir duglegu drengir söfnuðu 1.370 kr. til styrktar
Rauða krossi Íslands. Þeir heita Jón Andri Guðmunds-
son og Helgi Freyr Ásgeirsson.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4
4. Rge2 Rc6 5. a3 Ba5 6.
Be3 Rge7 7. e5 0-0 8. Rg3
f6 9. f4 fxe5 10. fxe5 Bd7
11. Dg4 Rf5 12. Rxf5 exf5
13. Df3 Be6 14. Bb5
Bxc3+ 15. bxc3 f4 16. Bf2
Dd7 17. 0-0
Staðan kom upp
á Sigeman-mótinu
sem lauk fyrir
skemmstu í
Málmey í Svíþjóð.
Nigel Short
(2.673) hafði svart
gegn Emanuel
Berg (2.514). 17.
...Rxd4! 18. cxd4
Dxb5 19. Hab1
Dc6 20. Db3 b6
21. Db5 Dxb5 22.
Hxb5 h6 23. Be1
g5 24. Bd2 Kg7
25. Hb3 c5 26. h4
cxd4 27. hxg5 hxg5 28. g3
Hac8 29. gxf4 g4 30. Hd3
Hc4 31. Bb4 Hf7 32. Hf2
Kg6 33. Bd6 Kf5 34. Kg2
Hh7 35. Hfd2 Kxf4 36.
Hxd4+ Hxd4 37. Hxd4+
Ke3 38. Hd3+ Ke4 39. a4
d4 40. a5 bxa5 41. Ha3
Hb7 42. Hxa5 Hb2 43. Kg3
Hxc2 44. Hxa7 Hc3+ 45.
Kg2 d3 46. Ha1 d2 47. Hd1
Kd3 48. Bb4 Ke2 49. Hf1
Bd5+ og hvítur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. maí sl. af sr.
Pálma Matthíassyni í Bú-
staðakirkju Elín Þórðar-
dóttir og Albert Jónsson.
Ljósmyndaverið Skugginn
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna samþykkti á síðasta
fundi meðfylgjandi ályktun um sölu
ríkisins á fimmtungshlut í Lands-
bankanum:
„Stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna fagnar sölu ríkisins á
fimmtungshlut í Landsbankanum.
Með sölunni minnka tök ríkisins í
viðskiptalífinu enn frekar. Sem
kunnugt er gekk salan vel fyrir sig
og seldust öll bréf á um stundar-
fjórðungi.
Samband ungra sjálfstæðismanna
hvetur stjórnvöld til þess að halda
tafarlaust áfram á sömu braut.
Þannig hvetur SUS til þess að eign-
arhlutur ríkisins í Búnaðarbankan-
um verði seldur, sölu Landsbankans
lokið og að haldið verði áfram þar
sem frá var horfið við sölu Lands-
símans. Sambandið leggur þunga
áherslu á að þessi framfaraspor
verði stigin fyrir lok yfirstandandi
kjörtímabils.
Í framhaldi ætti ríkisstjórnin að
huga að einkavæðingu í orkugeiran-
um og sölu Landsvirkjunar.“
SUS fagnar einkavæð-
ingu Landsbankans
FRÉTTIR
LJÓÐABROT
SÓLSKRÍKJAN
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein. –
Ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni.
Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut,
hve frítt er og rólegt að eiga þar heima,
hve mjúkt er í júní í ljósgrænni laut,
hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma
og hvað þá er indælt við ættjarðarskaut
um ástir og vonir að syngja og dreyma.
– – –
Þorsteinn Erlingsson