Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 1
149. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. JÚNÍ 2002 LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja heims samþykktu í gær á öðrum og síðara degi fundar síns í Kanada að- gerðaáætlun um hjálp við Afríkuríki gegn fyrirheitum þeirra um óspillta stjórnarhætti og heilbrigða efna- hagsstjórn. Einnig var ákveðið að verja miklu fé til að aðstoða Rússa við að eyða birgðum af kjarna- og efnavopnum. Að öðru leyti settu ástandið í Miðausturlöndum og efna- hagsmálin almennt mikinn svip á fundinn. Samþykkt var að leggja Afríku- ríkjunum til nærri 530 milljarða ísl. kr. í nýjum framlögum en með því skilyrði, að stjórnvöld í ríkjunum ábyrgðust óspillta stjórnarhætti og heilbrigða efnahagsstjórn. Eru ríkin hvött til að ráðast gegn alnæmis- vandanum og berjast gegn fátækt og er heitið á móti auknum fjárfesting- um og viðskiptum. Brugðist við hryðjuverkaógn Aðstoðin við Rússa, 1.760 milljarð- ar kr., verður innt af hendi á næstu 10 árum og ætla Bandaríkjamenn að reiða af hendi helming fjárins en Bretar, Frakkar, Ítalir, Japanir, Kanadamenn og Þjóðverjar hinn helminginn. Er tilgangurinn fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir, að kjarna- og efnavopn eða hlutar úr þeim komist í hendur hryðjuverka- manna. Bandaríkjamenn hafa lengi sóst eftir samningi af þessu tagi og var gengið frá honum á einkafundi þeirra George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Samþykkt var einnig, að hér eftir yrðu Rússar formlegir þátttakendur í fundum iðnríkjaleiðtoganna og verður fund- urinn 2006 haldinn í Rússlandi. Ágreiningur um Arafat Ágreiningur Bush og evrópsku leiðtoganna um framtíð Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, kom berlega í ljós á fundinum. Bush vill, að honum verði ýtt til hliðar og sagði í gær, að viðbrögð hinna leið- toganna við hugmyndum sínum hefðu verið jákvæð. Fyrir það væri hann þakklátur. Embættismenn Evrópusambandsins voru hins vegar á allt öðru máli og sögðu, að afstaða þess væri ekki, að Arafat ætti að víkja. Tók Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, af skarið um það og það hefur Pútín, forseti Rússlands, einnig gert. Fundi leiðtoga átta helstu iðnríkjanna í Kananaskis í Kanada lokið Samþykkt að auka veru- lega aðstoð við Afríku Reuters G8-fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja lauk í gær en hann var haldinn í Kananaskis, mjög afskekktum bæ í Al- berta í Kanada. Þúsundir her- og lögreglumanna gættu samt öryggis leiðtoganna en mótmælendur urðu að gera sér að góðu að koma saman í Calgary, í 100 km fjarlægð. Hér eru tveir þeirra með grímur af þeim Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Kananaskis. AP, AFP. Miklu fé varið til að eyða rúss- neskum kjarna- og efnavopnum PAUL O’Neill, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að sér ofbyði nýjasta hneykslið í banda- rísku viðskiptalífi, bókhaldssvik fjarskiptarisans WorldCom, og kvaðst vilja að forstjórar, sem staðfestu rangar upplýsingar um fjárhag fyrirtækja sinna, færu í fangelsi. „Ég tel að við ættum að lög- sækja menn og beita til þess öllum lagaúrræðum,“ sagði O’Neill. Hann bætti við að þingið þyrfti að herða ýmis lög til að gera yfirvöldum kleift að frysta eignir fyrirtækja, sem ákærð eru fyrir bókhaldssvik, „til að koma í veg fyrir að pening- arnir hverfi og fari til stjórnenda og hluthafa“. Bandarísk yfirvöld hafa lagt fram ákæru á hendur WorldCom fyrir bókhaldssvik og George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur for- dæmt fjarskiptarisann fyrir að leyna útgjöldum að andvirði 334 milljarða króna fyrir fjárfestum. Hann sagði að hegðun stjórnenda fyrirtækisins væri yfirgengileg. Ákæra birt til að hindra eyðingu skjala „Það er óhugsandi að aðeins einn maður hafi gert þetta,“ sagði O’Neill, sem er fyrrverandi aðal- framkvæmdastjóri álrisans Alcoa. „Umfang þess sem gert var hjá WorldCom er svo mikið að all- margir hljóta að vera samsekir. Bókhaldsaðferðin sem beitt var dregur svo mikinn dilk á eftir sér að mér ofbýður.“ Ráðherrann sagði að ákæran hefði verið lögð fram til að koma í veg fyrir að WorldCom eyddi gögnum meðan verið væri að rann- saka málið. Verðfall varð á bandarískum fjármálamörkuðum þegar hneyksl- ið komst í hámæli í fyrradag en gengi hlutabréfa hækkaði aftur síð- ar um daginn. Óttast var að hneykslismálið gæti orðið stærra í sniðum en gjaldþrot orkufyrirtæk- isins Enron og jafnvel tafið fyrir auknum hagvexti í Bandaríkjunum. Nýjustu hagtölur lofa þó góðu því skýrt var frá því í gær að hag- vöxturinn í Bandaríkjunum hefði verið 6,1% á fyrsta fjórðungi árs- ins. Hann var 1,7% á síðustu þrem- ur mánuðum liðins árs. Bandarískum ráðamönnum ofbýður WorldCom-hneykslið Forstjórar fari í fang- elsi fyrir bókhaldssvik Washington. AP, AFP.  Hugmynd á munnþurrku/23 KÍNVERJAR „horfast í augu við hörmungar, sem leitt geta af sér skelfilegar þjáningar, efnahagslega afturför og sam- félagslega upplausn“. Þannig er tekið til orða í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um út- breiðslu alnæmis í landinu en í henni segir, að kínversk stjórnvöld verði að fara að líta á faraldurinn sem alvarlegt þjóðfélagsmein en ekki aðeins sem afmarkað heilsufars- vandamál. Í skýrslunni segir, að verði ekki ráðist gegn vandanum strax á öllum sviðum, geti svo farið, að fjöldi alnæmissmit- aðra og -sjúkra verði sá mesti í heimi innan fárra ára, að minnsta kosti um 10 milljónir manna 2010. Opinberlega er gefið upp, að hann sé nú allt að 1,5 milljónir, 500.000 fleiri en fyrir tveimur árum, en lík- legast er, að talan sé of lág. Ónóg þekking á smitleiðum Baráttan gegn alnæmi í Kína er nú aðeins á vegum heilbrigðisráðuneytisins og enginn einn maður, sem ber ábyrgð á henni. Í skýrslunni er hvatt til, að allir samfélags- hópar og hvers kyns samtök verði virkjuð í baráttunni og fræðsla um sjúkdóminn og smitleiðir stóraukin. Er ekki vanþörf á því síðastnefnda því að margir Kínverjar halda helst, að moskítóflugur séu smitberarnir. Alnæm- ið ógn- ar Kína Peking. AFP. KÍNVERJAR hyggjast sýna pandabjörnum, sem búa í dýra- görðum, myndbönd af öðrum pandabjörnum að hafa mök og er þetta hluti af „kynfræðslu“ fyrir dýrin. Þau eru helst til áhugalítil um mökun og eru vonir bundnar við að myndirnar hvetji þau til dáða. Karldýrum eru sýndar þessar „klámmyndir“ kvölds og morgna í Risapöndurannsóknarmiðstöð Kína í Wolong í Sichuan-héraði, að því er fréttastofan Xinhua greindi frá. Hefur þessi aðferð verið reynd áður og er meðal þess sem gera á til að reyna að fá dýrin til að fjölga sér, en þau eru í mikilli út- rýmingarhættu. Sagði í frétt Xinhua að svona „kynfræðsla“ væri orðin viðtekin venja í upp- eldi allra pandabjarna í rann- sóknarmiðstöðinni. Panda- birnir fá kynfræðslu Peking. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.