Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 14

Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 14
Morgunblaðið/Kristján Það verður hátt til lofts og vítt til veggja í fjölnota íþróttahúsinu. FRAMKVÆMDIR við byggingu fjölnota íþróttahúss á félagssvæði Þórs við Hamar ganga samkvæmt áætlun. Í gær var byrjað að reisa fyrstu stálbitana í húsinu og með því má segja að húsið sé komið upp úr jörðinni. Alls eru 17 stálbitar undir þaki hússins. Sævar Þorbjörnsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðal- verktökum, sagði að lokið yrði við að reisa bitana í lok ágúst og klæða og loka húsinu um miðjan október. Ís- lenskir aðalverktakar eru aðalverk- takar byggingarinnar en fyrirtækið hefur leitað mikið til norðlenskra fyrirtækja við framkvæmdina. Tré- verk á Dalvík sér um uppsteypu á undirstöðum fyrir stálbitana og á veggjum og GV gröfur hafa séð um jarðvinnu. Norðurstál í Garðabæ sér hins vegar um að reisa stálbitana. Fjölnota íþróttahúsið er gríðar- legt mannvirki og það er því ljóst að ásýnd félagssvæðisins við Hamar á eftir að breytast mikið á næstu vik- um. Í húsinu verður löglegur knatt- spyrnuvöllur lagður gervigrasi og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir. Ráð- gert er að ljúka framkvæmdum í desember nk. og að þá verði strax hægt að hefja æfingar og keppni. Heildarkostnaður við verkið er áætl- aður 450–500 milljónir króna. Það þarf stóra og sterka bolta til að tengja bitana saman. Fjölnota íþróttahúsið upp úr jörðinni AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Súlum í Ólafsfirði komu færandi hendi á leikskólann Leikhóla nú í vikunni. Meðferðis höfðu þeir átta þríhjól sem þeir færðu leik- skólanum að gjöf í tilefni 20 ára afmælis Leikhóla. Þetta er í annað sinn sem Kiw- anismenn fær Leikhólum þríhjól en það gerðu þeir einnig á tíu ára afmælinu. Þau hjól voru eins og gefur að skilja orðin frekar lúin. Á myndinni má sjá börn og starfsfólk á Leikhólum ásamt nokkrum Kiwanismönnum. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Leikskólanum gefin þríhjól Ólafsfjörður TUTTUGU umsóknir bárust um starf bæjarstjóra í Ólafsfirði en frestur til að sækja um stöðuna rann út á sunnudag. Þeir sem sækja um stöðuna eru Atli Már Ingólfsson lögfræðingur, Hafnarfirði, Ásmundur Helgi Steindórsson viðskiptafræðingur, Keflavík, Björn Helgason verk- fræðingur, Kópavogi, Björn Sig- urður Lárusson, rekstrar- og markaðsráðgjafi, Akranesi, Böðvar Jónsson viðskiptafræðingur, Kópa- vogi, Guðjón Viðar Valdimarsson framkvæmastjóri, Reykjavík, Hall- dór Jónsson framkvæmdastjóri, Ísafirði, Halldór V. Kristjánsson deildarstjóri, Reykjavík, Jóhann M. Ólafsson viðskiptafræðingur, Kópavogi, Magnús Kristján Háv- arðsson, tölvu- og kerfisfræðingur, Bolungarvík, Njáll Gunnar Siguð- sson alþjóðamarkaðsfræðingur, Hafnarfirði, Páll Brynjarsson við- skiptafræðingur, Reykjavík, Pétur I. Jónsson sjávarútvegsfræðingur, Ólafsfirði, Ragnar Marinósson, Reykjavík, Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri, Raufarhöfn, Sigfús Eiríkur Arnþórsson hljóðræn upp- lýsingamiðlun, Lundúnum, Snorri Ásmundsson, Reykjavík, Steinn Kárason alþjóðahagfræðingur, Danmörku, og Ævar Einarsson iðnaðartæknifræðingur, Dan- mörku. Ásgeir Logi Ásgeirsson sem verið hefur bæjarstjóri í Ólafsfirði lætur af störfum á sunnudag. Bæj- arritari mun gegna störfum bæj- arstjóra þar til nýr maður hefur verið ráðinn til starfans. Bæjarstjóri í Ólafsfirði Tuttugu sækja um starfið Ólafsfjörður JASSKLÚBBUR Ólafsfjarðar held- ur Blue North Music Festival í þriðja sinn í Ólafsfirði dagana 27.– 29. júní. Hátíðin er að þessu sinni helguð blús- og bluegrass-tónlist sem í dag á auknum vinsældum að fagna meðal Íslendinga. Hátíðin hófst í gærkvöld með „jammsession“ á Glaumbæ þar sem fram komu Hrafnaspark, The South Riverband, Roðlaust og beinlaust og GSM. Í kvöld koma fram Gras, Hrafnaspark, Roðlaust og beinlaust og Kentár. Á laugardagskvöld, sem yfirleitt hefur verið fyrirferðarmesta kvöldið enda alltaf uppselt, koma fram Deadline ásamt Páli Rósin- kranz, The South Riverband, Chi- cago Beau og GP Blues Band, auk GSM. Sérstakt hátíðarútvarp verður starfrækt meðan á hátíðinni stendur, Blue North Music Radio FM 95,2, sem notið hefur gífurlegra vinsælda á síðustu hátíðum. Þá verða fjöl- margir hliðarviðburðir meðan á há- tíðinni stendur, s.s. Blue North Open-golfmótið, dorgveiðikeppni, útimarkaður við Tjarnarborg og ým- islegt fleira. Nánar er hægt að kynna sér dag- skrá, miðasölu ofl. á www.1000th.is en þar er jafnframt hægt að finna ít- arlegri upplýsingar um listamennina sjálfa. Blúsað í Ólafsfirði Ólafsfjörður FERTUG kona hefur verið dæmd í tíu mánaða fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir skjalafals og fjársvik en níu mánuðir refsing- arinnar eru skilorðsbundir til þriggja ára og fellur sá hluti niður haldi hún skilorðið. Konan var ákærð fyrir skjalafals með því að falsa nafn fyrrverandi eig- inmanns síns sem sjálfskuldar- ábyrgðaraðila undir skuldabréf að upphæð 280 þúsund krónur sem hún gaf út. Þá var hún ákærð fyrir fjár- svik en hún lét skuldfæra vörur að upphæð tæplega 30 þúsund krónur í fjórum verslunum á Akureyri á greiðslukort eiginmannsins fyrrver- andi. Játaði konan brot sín skýlaust fyrir dómi. Hún hefur tvívegis áður hlotið dóm fyrir skjalafals og einnig umferðarlagabrot. Konunni var gert að sæta sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum og einnig að greiða tveimur verslunum skaðabætur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að konan hefur verið heilsuveil og búið við erfiðar heimilisaðstæður. Dæmd í fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik Á FUNDI framkvæmdaráðs nýlega var lagt fram kostnaðaryfirlit um framkvæmdir við tjaldsvæði og úti- lífsmiðstöð á Hömrum, frá upphafi og til loka framkvæmda, samkvæmt fyr- irliggjandi áætlunum. Gert er ráð fyr- ir að heildarkostnaður framkvæmda verði um 230 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í ár á vegum bæjarins fyrir utan fram- kvæmdir Fasteigna Akureyrarbæjar nemi um átta milljónum króna. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir fimm milljónum króna í þennan þátt framkvæmdanna og vantar því þrjár milljónir króna upp á. Fram- kvæmdaráð samþykkti að fela fram- kvæmdadeild að vinna að fram- kvæmdum á Hömrum innan fjár- hagsáætlunar ársins. Heildarkostnaður um 230 milljónir króna Uppbygging á Hömrum Söguganga um Oddeyri MINJASAFNIÐ á Akureyri býður upp á sögugöngu um Oddeyri á morgun, laugardaginn 29. júní. Gangan hefst við Gránufélagshús- in í Strandgötu 49 kl. 14 og tekur um eina og hálfa klukkustund. Gengið verður um elstu götur á Oddeyri og byggingarsagan rifjuð upp undir leiðsögn Guðrúnar M. Kristinsdóttur. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Eyrarbúar sem kunna að segja frá húsunum og íbú- um þeirra eru hvattir til að slást í för og miðla af þekkingu sinni. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.