Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 16

Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A FLEST okkar líta rusl og drasl nei- kvæðum augum og við hendum ýmsu sem okkur dettur ekki í huga að hægt sé að nýta. Lifibrauð banda- rísku ævintýrakonunnar og um- hverfislistamannsins Holly Hughes er m.a. að tína rusl og nýta það í listaverk. Mörg slík verk eftir Holly er að finna víðs vegar um heiminn og nýlega eignuðust Sandgerðingar eitt slíkt, sem komið var fyrir í Fræðasetrinu. Þangað var hún lokk- uð af einum íbúa bæjarins, sem heill- aðist af henni og þegar Holly sá bæ- inn í fyrsta sinn, við sólsetur seint á sunnudagskvöldi, gaf hún honum viðurnefnið gullbærinn. Blaðamaður hitti þessa einstöku konu á dögunum, sem nærist á því að gefa af sér og deila með fólki þeirri reynslu sem hún hefur öðlast á ævintýraferðum sínum um heim- inn. Holly kom siglandi á skútunni Hannah Brown til Ísafjarðar sl. sum- ar ásamt sambýlismanni sínum, George MacLeod, en þau höfðu þá ferðast um heiminn, fyrst á reiðhjóli en síðan á skútunni. Þau dvöldu á Vestfjörðunum sl. vetur, m.a. á Flat- eyri þar sem Holly vann með skóla- börnum að ýmsum uppbyggjandi verkefnum. Eftir vetrardvölina var Holly orðin svo heilluð af landinu að hún var ekki reiðubúin að yfirgefa það, heldur yfirgaf sambýlismann sinn til margra ára, sem vildi halda áfram að sigla um heimsins höf. Óvissan skelfir hana ekki. Hún er eins og fugl, festir hvergi rætur en flögrar um dag hvern í leit að nætur- stað. „Ég hugsa aldrei um morgun- daginn fyrr en hann rennur upp,“ sagði Holly í samtali við blaðamann. „Vá, sjáiði litinn,“ sagði Holly þeg- ar hún rak augun í ljósblátt umbúða- plast í Sandgerðisfjöru í upphafi námskeiðs sem hún hélt fyrir börn í Sandgerði í síðustu viku. Hún var strax búin að sjá möguleikana í að nýta þetta plast sem sennilega hefur fokið þangað í rokinu daginn áður og það er henni mikið kappsmál að opna augu fólks fyrir því hvernig nýta megi rusl. Holly byrjaði námskeiðið á því að ganga með börnunum um bæinn og biðja þau að sýna sér hvað skiptir þau mestu máli í bænum. Þau fóru með hana að elliheimilinu, íþrótta- vellinum, leikturninum við grunn- skólann, höfninni, Fræðasetrinu, kirkjunni, kaupfélaginu, til bæjar- stjórans og í fjöruna þar sem efnivið- ur listaverksins blasti við þeim, rusl í öllum regnbogans litum „Það er merkilegt hvernig rusl hvers staðar er einkennandi fyrir staðinn. Hér í þessu sjávarplássi tengist ruslið að mestu leyti sjónum og útgerð. Við höfum m.a. fundið net, netahringi, netakúlur, vinnuvettlinga og stígvél en auðvitað ýmislegt fleira,“ sagði Holly. Síðan var ruslinu ekið í félags- miðstöð unglinganna þar sem það var flokkað og skoðað. Holly settist svo niður með börnunum og saman ræddu þau um hvað þau vildu búa til og hvar þau vildu koma listaverkinu fyrir. Eftir að allir möguleikar voru skoðaðir varð niðurstaðan sú að nýta einn af auðu veggjum Fræða- seturins undir listaverkið og úr varð veggteppið „Óður til hafins.“ Gæti ekki verið meira viðeigandi fyrir sjávarpláss eins og Sandgerði og Holly er einstaklega ánægð með staðarvalið. „Hingað kemur fólk alls staðar að úr heiminum til þess að fræðast um lífríki sjávar. Náttúran er mín mesta ástríða og að læra um hana, skoða og deila fegurð hennar með ungu fólki veitir mér mikla ánægju og hvatningu,“ sagði Holly að lokum. Þess má geta að hægt er að fræð- ast um Holly og ævintýraferðir hennar á Netinu, slóðin er: www.nmt.edu/~bridge. Hugsa aldrei um morgundag- inn fyrr en hann rennur upp Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Holly Hughes ásamt aðstoðarmönnum, sem eru f.v. Björg Kristjánsdóttir, Marinó Oddur Bjarnason, Birgir Sig- urðsson, Hrafnhildur Ása Karlsdóttir og Ólafur Daði Helgason, við veggteppið sem þau gerðu úr rusli bæjarins. Sandgerði BÆJARRÁÐ Sandgerðis hefur falið Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA) að gera heildarúttekt á útgerð og fiskvinnslu í bæjarfélaginu í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á síðastliðnum árum. Fram hefur komið að meginhluti fiskveiðikvótans hefur verið fluttur frá Sandgerði í önnur bæjarfélög á undanförnum árum og þar eru aðeins eftir smábátar. Að sögn Reynis Sveinssonar, formanns bæjarráðs, hefur þó skort á tölulegar staðreyndir til að sýna fram á þessa þróun, meðal annars við umsóknir um byggðakvóta til að bæta hluta þessa missis. Segir Reynir að samdráttur í útgerð hafi leitt til mikilla breytinga í bæjarfélag- inu. Vonast sé til að betri heildar- mynd fáist við úttekt MOA. Bæjarráð óskar eftir því að úttekt- in taki tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á tíu ára tímabili, það er að segja frá árinu 1992. Jafnframt er beðið um að könnuð verði núverandi nýting þeirra fiskvinnsluhúsa þar sem áður var full vinnsla og hugað að breytingum á högum þess fólks sem vann við útgerð og fiskvinnslu á tíma- bilinu. Ætlunin er að nota greinargerðina meðal annars til að leggja fram stað- reyndir um stöðu sjávarútvegs í byggðarlaginu við Byggðastofnun og til að móta nýja atvinnustefnu fyrir Sandgerðisbæ. Bæjarstjóri lagði tillöguna fram og var hún samþykkt samhljóða. Taka út þróun út- gerðar í bænum Sandgerði BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar leggst ekki gegn byggingu raðhúsa með íbúðum fyrir aldraða á eign- arlóð hjúkrunarheimilisins Garð- vangs í Garði, samkvæmt nýsam- þykktu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og aðrir sameigendur Gerðahrepps að Garðvangi og stjórn Dvalarheimila á Suðurnesjum lögðust gegn bygg- ingu íbúða aldraðra á lóðinni þar sem þau töldu skipulagið þrengja um of að hjúkrunarheimilinu. Við endanlega afgreiðslu hreppsyfir- valda í Garði á deiliskipulaginu var því breytt til að koma til móts við gagnrýnendur. Aðrir hagsmunaaðilar hafa ekki breytt afstöðu sinni, svo vitað sé. Samþykkja byggingar aldraðra Reykjanesbær/Garður ÁKVEÐIÐ hefur verið að Grinda- víkurbær útbúi sérstakt bílastæði fyrir vöruflutningabíla í bænum. Bílastæðið verður við Austurveg, milli Mánagötu og Hafnargötu. Í samþykkt bæjarráðs kemur fram að íbúar í næstu húsum gera ekki at- hugasemdir við stæðið en tekið er fram í samþykktinni að aðeins sé heimilt að leggja þar bílum en ekki geyma þar neina aðra hluti. Stæði fyrir stóra bíla útbúið Grindavík ELLERT Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur verið kjörinn for- maður Fasteigna Reykjanesbæjar ehf., nýstofnaðs félags sem yfirtekur og rekur allar félagslegar leiguíbúðir Reykjanesbæjar. Bæjarráð tilnefnir fulltrúa í stjórnina. Auk Ellerts taka þar sæti Stella Olsen og Björn Herbert Guð- björnsson. Ellert formað- ur fasteigna- félags Reykjanesbær GRINDAVÍKURBÆR hefur ákveð- ið að taka tilboði SBK hf. í hlutabréf bæjarins í fyrirtækinu. Reykjanesbær var til skamms tíma aðaleigandi SBK hf., sem rekur sér- leyfis- og hópferðabíla og er komið út í almennan ferðaskrifstofurekstur, en bæjarfélagið seldi stjórnendum fé- lagsins hlutabréf sín á síðasta ári. Bæjarráð Grindavíkur ákvað fyrir nokkru að leita eftir kaupanda að bréfum bæjarins í SBK og á fundi í fyrrakvöld var ákveðið að taka tilboði fyrirtækisins sjálfs í bréfin. Þau eru seld á genginu 1,28. Selja hlut sinn í SBK hf. Grindavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur kosið að nýju í nefnd til að annast viðræður við menntamálaráðuneytið um menningarsamning. Í nefndina voru kosnar þrjár kon- ur, Björk Guðjónsdóttir og Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, og Margrét Soffía Björnsdóttir, fulltrúi Samfylk- ingarinnar. Konur í við- ræðunefnd Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.