Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 18

Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKAUP hafa opnað nýja verslun í Neistanum, nýrri verslunarmiðstöð í miðbæ Ísafjarðar. Verslunin er alls tæpir 900 fermetrar, þrefalt stærri en verslunarplássið í gamla kaup- félagshúsinu. Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði byggðu húsið og voru nánast allir undirverktakar einnig heimamenn. Opnun verslunarinnar gekk vel fyrir sig enda mikið lagt upp úr góðri þjónustu í ferskvöru með glæsilegu kjötborði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkaupum, og sérstökum klefa inn í versluninni fyrir ávexti og grænmeti. Fjöldi Vestfirðinga kom í verslunina um opnunarhelgina. Í tilefni opnunarinnar var haldið hóf á Hótel Ísafirði þar sem stjórn- arformaður Samkaupa hf., Jón Sig- urðsson, afhenti Edinborgarhúsinu, Ungmennafélagi Bolungarvíkur, Boltafélagi Ísafjarðar og Skrúði 150 þúsund krónur hverjum að gjöf frá Samkaupum. Verslunarstjóri Samkaupa á Ísa- firði er Haukur Benediktsson. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Starfsfólk Samkaupa á Ísafirði ásamt rekstrarstjóra verslana Samkaupa og framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ný verslun Samkaupa opnuð í Neistanum Ísafjörður VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „Verkalýðsfélag Húsavíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnvalda að skera niður framlög til endurbóta á Kísilvegi um Hólasand á árinu 2002 og tekur þar með undir samþykkt sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 23. maí 2002. Kísilvegurinn gegnir mikilvægu hlutverki, ekki síst fyrir Kísiliðjuna, ferðaþjónustu og aðra atvinnustarf- semi á svæðinu. Þá er hann einnig mikilvæg samgönguæð varðandi þá þjónustu sem íbúar svæðisins þurfa að sækja í þéttbýlið, s.s. heilsugæslu og stjórnsýslu. Kísilvegurinn er einnig mikilvæg- ur kafli „Demantshringsins“ (Húsa- vík-Mývatn-Dettifoss-Ásbyrgi) og uppbygging hans er ein af forsend- um þess að treysta byggð og efla at- vinnulíf á félagssvæði stéttarfélag- anna í Þingeyjarsýslum. Verkalýðsfélag Húsavíkur skorar á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í Kísilveginn svo að ljúka megi end- urlagningu hans á næstu þremur árum.“ Aukið fjár- magn verði sett í Kísilveg Húsavík HLUTI af snúningum sumarsins er að ná sér í tröllasúrur – rabarbara – til þess að sulta og búa til rabarbara- sultu. Stundum getur tröllasúran verið tröllaukin og þá er eins og um heilan skóg sé að ræða þar sem litlar stelpur – eins og Ásta Pétursdóttir – geta falist inni á milli tröllasúrnanna þegar verið er að slíta upp vænstu leggina. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Tröllauknar tröllasúrur Reykholtsdalur Á FUNDI í Kvenfélaginu 19. júní, þann 11. júní sl., voru afhentir styrk- ir til Björgunarsveitarinnar Oks og Bæjarkirkju. Björgunarsveitin fékk 65.000 kr. til endurnýjunar á búnaði og sóknarnefnd Bæjarkirkju 40.000 kr. til að fegra kirkjugarðinn. Styrk- fjárhæðin er ágóði af árlegu bingói kvenfélagsins sem fram fer á Hvann- eyri í byrjun desember ár hvert. Kvenfélagið 19. júní af- hendir styrki Skorradalur ♦ ♦ ♦ 6-8 meðalstórir tómatar 1 rauðlaukur 1/2 dl basil ólívuolía 1 tsk. sjávarsalt svartur pipar nokkur strá af graslauk Sneiðið tómatana og breiðið á disk. Fínsaxið rauðlaukinn og stráið yfir tómatsneiðarnar. Sáldrið smáræði af sjávarsalti yfir og malið svolítinn svartan pipar yfir. Að síðustu er basilolíunni hellt yfir tómatana. Skreytið með klipptum graslauk og piparkornum. Frábært sumarsalat og hentar með nánast hvaða rétti sem er eða í forrétt. Einfalt tómatasalat ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 1 80 33 06 /2 00 2 Uppskrift að góðri helgi - alltaf 1/3 Hafðu hollustuna með Íslenskt grænmeti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.