Morgunblaðið - 28.06.2002, Síða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Árvakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins, ákvað á fundi sínum
í gær að hefjast skuli handa við bygg-
ingu nýrrar prentsmiðju og að keypt
verði ný prentvél og pökkunarbún-
aður. Heildarkostnaður verður um
2,5 milljarðar króna, að sögn Hall-
gríms B. Geirssonar, framkvæmda-
stjóra Árvakurs.
Ef áætlanir standast er gert ráð
fyrir að hefja framkvæmdir við nýju
prentsmiðjuna á lóð í Hádegismóum
norðan Rauðavatns í byrjun næsta
árs en í næsta mánuði verður gengið
til samninga um kaup á prentvél.
Gert er ráð fyrir að ný prentsmiðja
taki til starfa í október 2004 og þang-
að flyst þá prentun og dreifing Morg-
unblaðsins, að sögn Hallgríms.
Hann er spurður hvers vegna farið
sé út í þessar framkvæmdir núna.
„Áhætta vegna bilana í núverandi
prentvél fer vaxandi og það er af
þeim sökum sem nauðsynlegt er að
fjárfesta í nýrri prentvél. Einnig vilj-
um við standa okkur betur í sam-
keppni við ljósvakamiðla og aðra með
nýrri tækni og litamöguleikum. Og
við getum ekki keypt nýja prentvél
inn í núverandi húsnæði þar sem það
er of þröngt,“ segir Hallgrímur.
Aðspurður segir Hallgrímur að
verið sé að kanna hvernig núverandi
prentsmiðjuhúsnæði og byggingar-
réttur við Kringluna 1 verði nýtt. Það
verði fyrst og fremst nýtt til að
stækka blaðhúsið eftir þörfum, fyrir
þá starfsemi sem þar verður eftir en
nánari ákvarðanir hafa ekki verið
teknar um framkvæmdir, að sögn
Hallgríms.
Viðræður um prentvél á lokastigi
Nýja prentsmiðjuhúsið verður á
30.660 fermetra lóð og segir Guð-
brandur Magnússon, framleiðslu-
stjóri Morgunblaðsins, að staðsetn-
ingin í Hádegismóum sé einkar
heppileg m.t.t. dreifingarleiða, bæði
út úr borginni og eins innan höfuð-
borgarsvæðisins. Grunnflötur nýja
hússins verður um 4.500 fm en heild-
arflatarmál um 7.000 fm. Frumhönn-
un hússins liggur fyrir en hún var
gerð af þýska fyrirtækinu Eurograf-
ica og stuðst verður við þá hönnun við
fullnaðarhönnun hússins, að sögn
Guðbrands.
Ekki hefur verið gengið frá samn-
ingum um kaup nýrrar prentvélar, en
viðræður um það eru á lokastigi við
tvö þýsk fyrirtæki sem valið stendur
á milli, Koenig & Bauer og MAN
Roland. Prentvélin verður talsvert
hraðvirkari en núverandi vél og með
fullkomnum tölvustýringum, að sögn
Guðbrands. Hægt verður að prenta
lit á öllum 128 síðunum en í núverandi
prentvél blaðsins er aðeins hægt að
prenta 64 síður í fullum litum. Gert er
ráð fyrir viðbótarbúnaði við prentvél-
ina sem gerir kleift að bjóða aukna
þjónustu á almennum prentmarkaði.
Guðbrandur segir að í nýrri prent-
smiðju Morgunblaðsins verði lögð
mikil áhersla á öryggis- og umhverf-
ismál. „Miklar framfarir hafa orðið á
öryggiskerfum blaðaprentvéla frá
því núverandi prentvél blaðsins var
sett upp, bæði hvað varðar öryggi
starfsmanna og vélarinnar sjálfrar.
Við hönnun nýbyggingarinnar verð-
ur tryggt að öryggismál og allar
mengunarvarnir uppfylli ströngustu
kröfur og séu í samræmi við um-
hverfisstefnu Morgunblaðsins,“ segir
Guðbrandur.
Stjórn Árvakurs samþykkir að kaupa nýja prentvél og reisa nýja prentsmiðju
Ný prentsmiðja tekin
í notkun haustið 2004
Fyrstu hugmyndir um nýtt prentsmiðjuhús Morgunblaðsins.
Heildarkostnaður
er um 2,5 millj-
arðar króna
Á efri myndinni sést afstaða Hádegismóa og á þeirri neðri sést skipulag Há-
degismóa og hvar nýtt prentsmiðjuhús Morgunblaðsins verður.
!"#$%&'(
#')
)"!*"
STJÓRN Árvakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins, ákvað á fundi sín-
um í gær að verða ekki við beiðni
útgáfufélags Fréttablaðsins um að
prenta blaðið sex daga í viku næstu
tvö ár, en beiðni um tilboð prent-
smiðju Morgunblaðsins í slíkan
samning barst 20. júní sl.
„Þetta kom til skoðunar hjá
framleiðslustjóra Morgunblaðsins
og hans niðurstaða var sú að fastur
samningur um daglega prentun
myndi þrengja alvarlega að prentun
Morgunblaðsins og tilfærsla á
prentun Morgunblaðsins myndi
leiða til lélegri þjónustu þess við
auglýsendur. Stjórn Árvakurs
ákvað af þessum ástæðum, með til-
vísun til álits framleiðslustjóra, að
hún gæti ekki gengið til samninga
við útgefendur Fréttablaðsins um
prentun þess,“ segir Hallgrímur B.
Geirsson, framkvæmdastjóri Árvak-
urs.
Hallgrímur segir að því fari fjarri
að stjórn Árvakurs hafni prentun
Fréttablaðsins af samkeppnis-
ástæðum. Á þessu og síðasta ári
hafi prentsmiðja Morgunblaðsins
hlaupið undir bagga með útgefend-
um Fréttablaðsins og prentað blað-
ið nokkrum sinnum.
Prentsmiðja Morg-
unblaðsins prentar
ekki Fréttablaðið
Í FRAMHALDI af fjármála- og bók-
haldshneyksli í kringum málefni fyr-
irtækisins Enron og nú síðast World-
Com í Bandaríkjunum hefur hrikt í
fjármálamörkuðum víða um heim.
Ástæðan er ekki síst ótti við að víðar
kunni að vera pottur brotinn, bæði að
fleiri fyrirtæki á bandaríska mark-
aðnum séu ef til vill undir sömu sök
seld og jafnvel að bókhald fyrirtækja
á mörkuðum í öðrum löndum sé ekki
eins og best væri á kosið.
Þórður Friðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís-
lands, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að VÞÍ fylgdist vel með því
sem væri að gerast í Bandaríkjunum.
„Það er sömuleiðis mikil vinna í sam-
bandi við það sem þar er að gerast á
vegum samstarfsaðila okkar, bæði á
Norðurlöndum og í félagi kauphalla í
Evrópu,“ sagði hann, og bætti því við
að menn hefðu ákveðnar áhyggjur af
þessu, því þótt áhrifin væru aðallega
í Bandaríkjunum þá smitaði þetta út
frá sér.
Aðspurður sagði Þórður að VÞÍ
vissi ekki um dæmi af fyrirtækjum á
markaði hér á landi sem væru sam-
bærileg við það sem væri að gerast í
Bandaríkjunum en VÞÍ myndi skoða
það vel og fara yfir með þeim sem
best þekkja til.
Kostnaður getur verið á gráu svæði
Stefán Svavarsson, löggiltur end-
urskoðandi og dósent við viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla Íslands,
sagði að oft gæti verið álitamál
hvernig færa ætti tiltekna gerð
kostnaðar í bókhaldi og að þetta ætti
sérstaklega við um tæknifyrirtæki á
borð við WorldCom. Það væri ekki
augljóst hvernig meta ætti kostnað
við uppsetningu kerfa eða vinnu
starfsmanna eða deildar við slíkt og
að þetta virtist vera stór hluti ávirð-
inganna í sambandi við WorldCom.
Hann sagðist þess vegna telja að
bíða þyrfti niðurstöðu rannsóknar
áður en fullyrt yrði um það mál sér-
staklega, en þó virtist sem þar hafi
menn gengið of langt í að eignfæra
kostnað í stað þess að gjaldfæra
hann. Þá virtist einnig vera að hluti
sölu hafi verið færður til tekna of
snemma.
Stefán sagði rangar færslur af
þessu tagi geta skekkt ýmsar kenni-
tölur, til að mynda rekstrarhagnað í
rekstrarreikningi og veltufé frá
rekstri í sjóðstreymi, en þetta væru
tölur sem fjárfestar litu til þegar fyr-
irtæki væri metið. Þó þyrfti einnig
að hafa í huga að ef kostnaður hefði
ekki verið eignfærður í of miklum
mæli hefði hann komið strax til
gjalda og vegna lækkunar tekju-
skatts í framhaldi af því hefði ekki
munað allri þeirri upphæð sem um
er að tefla á afkomu fyrirtækisins.
Hann benti jafnframt á að hægt
væri að ganga of langt í hina áttina,
þ.e. að gjaldfæra of stóran hluta
kostnaðarins og eignfæra ekki það
sem sannanlega væri hluti af kostn-
aði við tækjabúnað. Þarna væri því
um talsvert grátt svæði að ræða og
það væri meðal annars hlutverk end-
urskoðenda að meta hvert tilvik fyrir
sig.
Spurður um íslenska markaðinn
sagðist Stefán ekki treysta sér til að
meta hvernig ástandið væri hér á
landi miðað við önnur lönd, á því
hefði hann ekki gert neina rannsókn.
Hann sagðist ekki heldur treysta sér
til að fullyrða að svona lagað hefði
aldrei gerst hér, en hann sagðist þó
ekki kannast við tilvik á íslenska
hlutabréfamarkaðnum sambærileg
við þau sem hafa verið að koma upp á
þeim bandaríska.
Bókhaldshneyksli á bandaríska hlutabréfamarkaðnum
Ekki vitað um sambæri-
leg vandamál hér á landi
SKIPSTJÓRINN á norska loðnu-
veiðiskipinu Inger Hildur hefur
áfrýjað til Hæstaréttar dómi fyrir
veiðar innan íslensku lögsögunnar
sem hann hlaut í Héraðsdómi Austur-
lands 12. nóvember á síðasta ári.
Samkvæmt fjareftirlitskerfi var
skipið að veiðum innan íslensku lög-
sögunnar en skv. tilkynningum til
Landhelgisgæslunnar og afladagbók-
um innan grænlensku lögsögunnar.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
fær sjálfvirkt sendar upplýsingar úr
fjareftirlitskerfi Norðmanna þegar
norsk skip sigla inn í íslenska lög-
sögu, skv. samningi Íslendinga og
Norðmanna. Dómar Héraðsdóms
Austurlands voru þeir fyrstu sem
kveðnir voru upp á grundvelli upplýs-
inga úr fjareftirlitskerfi og er ekki
vitað um aðra slíka dóma í öðrum
löndum.
Norskur skipstjóri áfrýjar