Morgunblaðið - 28.06.2002, Síða 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍKJAMENN eru margir
hverjir æfir yfir úrskurði alrík-
isdómstóls í San Francisco sem
kvað á miðvikudag upp að holl-
ustueiður sá, sem milljónir banda-
rískra skólabarna fara með dag-
lega, standist ekki stjórnarskrá
landsins þar sem í honum sverji
þau landi sínu hollustueið „við nafn
Guðs“. Hollustueiðurinn er á þessa
leið; „Ég lýsi yfir hollustu við fána
Bandaríkjanna og lýðveldi það sem
hann stendur fyrir, ein þjóð sem
lýtur Guði, ósundruð, með frelsi og
réttlæti öllum til handa.“
Þrír dómarar í alríkisdóm-
stólnum sögðu orðin „ein þjóð sem
lýtur Guði“ fela í sér stuðning
stjórnvalda við eingyðistrú og slíkt
samræmdist ekki stjórnarskrá
Bandaríkjanna. Hollustueiðurinn
er 110 ára gamall, en orðunum „við
nafn Guðs“ var bætt inn í hann með
lagabreytingu árið 1954, í forsetatíð
Dwights D. Eisenhowers.
Bush segir úrskurðinn
„fáránlegan“
Úrskurður alríkisdómstólsins í
San Francisco hefur vakið harkaleg
viðbrögð í Bandaríkjunum. George
W. Bush, Bandaríkjaforseti, sem er
mjög trúaður og nefnir nafn Guðs
næstum alltaf í ræðum sínum, sagði
úrskurðinn „fáránlegan“ og sagðist
hann myndu leita leiða til að fá hon-
um hnekkt. Talsmaður Bush, Ari
Fleischer, sagði að það væri skoðun
forsetans að þessi ákvörðun væri
röng og bandaríska dómsmálaráðu-
neytið væri nú að skoða hvernig
mætti ná fram leiðréttingu á þessu.
Fulltrúar beggja stóru flokkanna
í Bandaríkjunum brugðust ókvæða
við úrskurðinum, en trú og föð-
urlandsást hefur aukist mjög í
landinu eftir hryðjuverkin 11. sept-
ember á síðasta ári. Fyrrverandi
varaforsetaefni demókrata, Joseph
Lieberman, sagði úrskurðinn „fá-
ránlega ákvörðun sem geri lítið úr
styrk og samstöðu meðal Banda-
ríkjamanna á viðsjárverðum tím-
um“. „Alríkisdómstólnum í Kali-
forníu hefur greinilega orðið á í
messunni. Auðvitað erum við ein
þjóð sem lýtur Guði,“ sagði Dennis
Hastert forseti fulltrúadeild-
arinnar. Bandaríska öldungadeildin
samþykkti með hraði, með öllum
greiddum atkvæðum að fela lög-
fræðingi sínum að áfrýja dómnum.
Úrskurðinum
verður líklega breytt
Úrskurður alríkisdómstólsins
var gerður eftir að trúlaus Kali-
forníubúi, sem ekki var sáttur við
að dóttir hans þyrfti að fara með
hollustueiðinn daglega í skólanum,
hafði áfrýjað máli sínu til dómstóls-
ins. Segir maðurinn að eftir dóminn
hafi hann fengið margar hótanir í
gegnum síma.
Afar líklegt er að úrskurðinum
verði hnekkt af hæstarétti Banda-
ríkjanna, eða að hann verði ógiltur
af öllum dómurum 9. umdæm-
isáfrýjunarréttar í Bandaríkjunum,
en dómstóllinn er þekktur fyrir
frjálslyndi og hefur ákvörðunum
hans oft verið snúið. Skilin milli rík-
is og kirkju hafa löngum þótt óljós í
Bandaríkjunum og verið þar við-
kvæmt deilumál. Hafa tillögur um
að banna bænir í skólum oft valdið
miklu uppnámi en nafn Guðs kemur
víðar fyrir en þar. Í bandarískum
lögum er kveðið á um að á pen-
ingaseðlum og mynt skuli standa
„Við treystum Guði“, hæstiréttur
Bandaríkjanna hefur setu sína með
því að ákalla Guð og allir ríkis-
stjórnarfundir og fundir löggjaf-
arþings Bandaríkjanna hefjast á
bæn.
Úrskurður alríkisdómstóls í San Francisco
Reuters
Bush fer með hollustueiðinn ásamt skólabörnum í Houston.
Hollustueiðurinn sam-
ræmist ekki stjórnarskrá
San Francisco. AP, AFP
’ Ég lýsi yfir holl-ustu við fána
Bandaríkjanna og
lýðveldi það sem
hann stendur fyrir,
ein þjóð sem lýtur
Guði, ósundruð,
með frelsi og rétt-
læti öllum til
handa ‘
NÁINN ráðgjafi Yassers Arafats
Palestínuleiðtoga vísaði í gær á bug
frétt The New York Times þess efn-
is, að Arafat tengdist sjálfsmorðs-
sprengjutilræðum í Ísrael undanfar-
ið. „Það er ekkert hæft í því sem
segir í fréttinni sem New York Tim-
es birti varðandi fjármögnun Arafats
forseta á [sprengjutilræðum] í Ísr-
ael,“ sagði ráðgjafinn, Nabil Abu
Rudeina, í samtali við AFP.
„Bandaríkjamenn, og einkum
George W. Bush forseti, ættu ekki að
gleypa við þessari frásögn Ísraela og
ættu ekki að fást um upplýsingar
sem eru ekkert nema lygi,“ sagði
Abu Rudeina. The New York Times
greindi frá því á miðvikudaginn að
hert afstaða Bush til Arafats hefði
komið í kjölfar upplýsinga frá leyni-
þjónustunni um tengsl Arafats við
sjálfsmorðstilræði í Ísrael nýlega.
Samkvæmt upplýsingum leyni-
þjónustunnar hafði Arafat heimilað
tæplega tveggja milljóna króna
greiðslu til Al Aqsa samtakanna, sem
lýstu sig ábyrg fyrir sjálfsmorðs-
sprengjutilræði er varð sjö manns að
bana í Jerúsalem í síðustu viku. The
Washington Post kvaðst síðar hafa
fengið þetta staðfest hjá háttsettum,
bandarískum embættismanni.
Aðrir fara varlegar í sakirnar
Bush sagði í ræðu sem hann hélt á
mánudaginn að kjör nýs leiðtoga
Palestínumanna væri skilyrði fyrir
því að hægt yrði að koma á friði fyrir
botni Miðjarðarhafs. Voru orð Bush
túlkuð sem svo, að hann vildi að Ara-
fat yrði settur af sem leiðtogi. Á
fundi sjö helstu iðnríkja heims, auk
Rússlands, G-8, sem lauk í Kanada í
gær, ítrekaði Bush afstöðu sína og
sagði að ef Palestínumenn gerðu
ekki umbætur á stjórn- og öryggis-
málakerfi sínu myndu Bandaríkja-
menn hætta að veita þeim stuðning.
Aðrir vestrænir leiðtogar á G-8-
fundinum fóru vægar í sakirnar og
sögðu að Palestínumenn yrðu sjálfir
að ákveða hver leiðtogi þeirra yrði.
Sagði Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, að ekki kæmi til greina
„að við segjum fólki hvern það eigi að
kjósa eða kjósa ekki – það verður
fólk sjálft að ákveða. En við getum
talað um hvaða afleiðingar það muni
hafa ef kosið er fólk sem ekki tekur
þátt í samningaviðræðum af einurð“.
Bush sagði í gær, að „flestir Evr-
ópuleiðtogar“ væru sammála sér um
nauðsyn umfangsmikilla umbóta í
stjórn- og öryggismálum „hjá Pal-
estínumönnum“. Bush fullyrti enn-
fremur að Evrópuleiðtogarnir væru
„mjög jákvæðir“ á nýjustu friðar-
áætlanir Bush, er gera ráð fyrir að
stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis
verði háð því skilyrði að Arafat fari
frá. Virtist sem Bush hefði fengið
Evrópuleiðtogana til að sættast á þá
málamiðlun, að Palestínumenn væru
varaðir við því að endurkjör Arafats
myndi hafa alvarlegar afleiðingar,
s.s. að friðarumleitanir yrðu að engu.
Palestínumenn neita því að Arafat beri fé á hryðjuverkamenn
Fregnir um aðild
Arafats sagðar lygi
Gazasvæðinu, Kananaskis, Calgary. AFP, Los Angeles Times.
HÓPUR vísindamanna lauk í gær í
Genf þriggja daga ráðstefnu um
hugsanlegar afleiðingar þess að mik-
ið magn akrílamíðs, sem er krabba-
meinsvaldandi efni, hefur fundist í
algengum matvælum svo sem
frönskum kartöflum.
Hópurinn sagði í niðurstöðum sín-
um að fregnir þessar væru mikið
áhyggjuefni. Á hinn bóginn væri
ekki tímabært að birta ráðleggingar
til neytenda í þessu viðfangi því frek-
ari rannsókna væri þörf.
Alls tóku 25 vísindamenn þátt í
ráðstefnunni, sem Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin, WHO, boðaði til í flýti
vegna upplýsinga um akrílamíð í al-
gengum matvælum, sem sænskir
rannsakendur birtu í aprílmánuði.
Hópurinn fór yfir þau gögn, sem fyr-
ir liggja í málinu.
Akrílamíð í matvælum
Þörf á
frekari
rann-
sóknum
Genf. AFP.
UM það bil annar hver kjósandi í
Noregi vill að hinn hægrisinnaði
Framfaraflokkur Carls I. Hagens
fái aðild að ríkisstjórn, ef marka má
skoðanakönnun sem gerð var fyrir
Dagsavisen.
Þrátt fyrir þetta segir Lars
Sponheim, leiðtogi stjórnarflokks-
ins Venstre, að ekki komi til mála
að flokkur Hagens verði tekinn inní
stjórnina, að sögn Aftenposten.
Sponheim segir að lífsskoðanir
Hagens og liðsmanna hans séu allt
aðrar en Venstre-manna.
„Framfaraflokkurinn er í augum
almennings orðinn eins og hver
annar stjórnmálaflokkur, flokkur
sem vill samvinnu við aðra flokka,“
segir Sponheim og kennir mis-
heppnuðum áróðri Sósíalíska
vinstriflokksins um að ímynd Hag-
ens og manna hans hafi breyst með
þessum hætti.
Framfaraflokkurinn hefur beitt
sér gegn innflutningi fólks frá fá-
tækum löndum og var lengi ein-
angraður og jafnvel hunsaður af
öðrum flokkum en hefur á und-
anförnum árum sótt í sig veðrið og
stundum mælst næststærstur í
skoðanakönnunum í Noregi.
Sponheim útilokar samt ekki að
hægt verði að ná samkomulagi við
Framfaraflokkinn um gerð fjárlaga
en mörg ljón séu þó á veginum.
Venstre er í stjórn með Hægri-
flokknum og Kristilega þjóðar-
flokknum en leiðtogi hins síðast-
nefnda, Kjell Magne Bondevik, er
forsætisráðherra samsteypustjórn-
ar hægri- og miðflokkanna.
Framfaraflokkurinn vill að hluti
fjárins í sjóði sem myndaður hefur
verið með hagnaði af olíu- og gas-
vinnslu verði notaður til að bæta
velferðarþjónustu.
Aðrir stjórnmálaflokkar eru yf-
irleitt sammála um að sjóðurinn
eigi að vera trygging Norðmanna
þegar olían og gasið gangi til þurrð-
ar.
Helmingur Norðmanna
vill Hagen í ríkisstjórn