Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 28
FRÉTTIR
28 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Hauksson, spari-
sjóðsstjóri SPRON, hefur sent Morg-
unblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu
sem birt er hér í heild.
„Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis hefur átt mikilli velgengni að
fagna á síðustu áratugunum í sjötíu
ára starfssögu sinni. Einhugur hefur
ríkt meðal stofnfjáreigenda, starfs-
manna, stjórnenda og tryggra við-
skiptavina að halda sókn SPRON
áfram af fullum styrk. Af hálfu lög-
gjafans kom skýrt fram í breytingum
sem gerðar voru á lögum um við-
skiptabanka og sparisjóði á liðnu vori
að fullur vilji var til þess að skapa
sparisjóðunum frekari sóknarfæri á
fjármálamarkaði og að þeir væru
nauðsynlegur hlekkur í fjármálakerfi
landsmanna.
Sjálfstæði og staðartengsl
Stjórn SPRON fékk afdráttarlaust
umboð frá síðasta aðalfundi til þess
að undirbúa formbreytingu á spari-
sjóðnum í hlutafélag í samræmi við
áorðnar breytingar á lögum. Tilgang-
urinn var að skapa SPRON aukna
möguleika til þess að starfa sem öfl-
ugur sjálfstæður sparisjóður og auð-
velda aukningu eiginfjár í því skyni
að geta tekist á við stærri verkefni og
notið hagstæðari lánakjara. Rækileg
kynning hefur átt sér stað á þessum
fyrirætlunum og ekki var annað vitað
en að þorri hinna rúmlega 1.100
stofnfjáreigenda í SPRON væri sátt-
ur við að skipta á stofnfjárbréfum
fyrir hlutabréf í SPRON hf. eða fá
endurgreitt endurmetið stofnfé sitt í
bankanum ella eins og skýrt er kveð-
ið á um í lögum. Við höfum í einu og
öllu lagt til grundvallar gildandi lög
og skyldu stjórnenda, stofnfjáreig-
enda og starfsmanna til þess að láta
langtímahagsmuni sparisjóðsins og
viðskiptavina hans sitja í fyrirrúmi.
Engum ábyrgum aðilum hefur dottið
annað í hug en að viðhalda sjálfstæði
og staðartengslum SPRON.
„Undarlegar aðferðir“
Fimm stofnfjáreigendur hafa nú
valdið SPRON miklum skaða með því
að taka að sér fyrir borgun að gera
tilraun til að eyðileggja og innlima
sparisjóðinn í Búnaðarbanka Íslands
með fjandsamlegri yfirtöku. Það mun
ekki verða að Búnaðarbankinn nái yf-
irráðum í SPRON með þessum hætti.
Og það hlýtur að vera ámælisvert að
banki í meirihlutaeigu ríkisins standi
fyrir vanhugsaðri skyndiárás af
þessu tagi, án þess að hugsa til enda
afleiðingar hennar. Það verður einnig
að teljast ósvífni af versta tagi að
þingmaður, sem var andvígur þeim
breytingum á lögum sem gerðar voru
á sl. ári, skuli bjóðast til þess fyrir sjö
milljónir frá Búnaðarbankanum að
„svelta fjármuni út úr sjálfseignar-
stofnuninni“ eins og hann hefur sjálf-
ur orðað það í fjölmiðlaviðtölum. Pét-
ur Blöndal alþingismaður má þó eiga
það að hann er ekki að dylja tilgang-
inn með yfirtökutilboði Búnaðar-
bankans. Hans eigin orð segja allt
sem segja þarf um gjörninginn: „Það
sem við erum að gera eða Búnaðar-
bankinn, með hjálp og aðstoð Bún-
aðarbankans, er að stofnfjáreigendur
fái þá allavegana nærri tvö þúsund
milljónum af þessu verðmæti Spari-
sjóðsins sem er 4,2 milljarðar en það
má segja það að lagasetning frá Al-
þingi geri það að verkum út af þessu
furðulega fyrirbæri sem er þarna
inni, þessu með sjálfseignarstofnun,
að það sé ekki hægt að borga hærra
verð fyrir þennan hlut stofnfjáreig-
enda nema að fara að beita einhverj-
um undarlegum aðferðum til að
svelta fjármagnið út úr þessum
sjálfseignarstofnunum.“ (Stöð 2 – Ís-
land í dag 25.6. 2002.)
Aðför að sparisjóðunum
Þær breytingar sem fimmmenn-
ingarnir leggja til að gerðar verði á
samþykktum sparisjóðsins og sú yf-
irfærsla á eigin fé SPRON til stofn-
fjáreigenda sem felst í tilboði Bún-
aðarbanka Íslands jafngilda því að
sparisjóðurinn yrði lagður niður sem
sjálfstæð stofnun. Ljóst er að hefði
það verið vilji stofnfjáreigenda á aðal-
fundi að leggja sparisjóðinn niður
hefði stjórn SPRON undirbúið fund
stofnfjáreigenda sem halda átti á
Hótel Sögu í dag með allt öðrum
hætti. Ljóst er einnig að tækist aðför-
in að SPRON yrðu aðrir sparisjóðir
keyptir upp með svipuðum hætti og
sparisjóðakerfið með samstarfsfyrir-
tækjum myndi líða undir lok á
skömmum tíma. Í þriðja lagi er ljóst
að stofnfjáreigendur geta ekki selt
það sem þeir ekki eiga, og samkvæmt
lögum frá Alþingi og samþykktum
SPRON er ekki hægt að fara með
stofnfé sem hlutafé við breytingu á
sparisjóði í hlutafélag. Sparisjóðirnir
hafa frá upphafi verið hugsaðir sem
framfarastofnanir á sínu starfssvæði
og stofnfjáreigendur eru þeir sem
hafa viljað leggja starfseminni lið án
þess að gera tilkall til hlutdeildar í
uppsöfnuðu eiginfé sjóðanna. Skýr
fyrirmæli eru í fjórum lagagreinum
um útreikning á verði stofnfjárbréfa í
tengslum við skipti stofnfjárbréfa í
hlutabréf, slit á sparisjóði, innlausn
stofnfjár og útgáfu nýs stofnfjár.
Beinlínis er óheimilt samkvæmt lög-
um að hygla stofnfjáreigendum í slík-
um tilfellum.
Óraunhæfar væntingar
Tilboð fimmenninganna og Búnað-
arbanka Íslands hefur skapað óraun-
hæfar væntingar meðal stofnfjáreig-
enda um hugsanlegan rétt þeirra til
gjafakvóta á eiginfé sparisjóðanna í
landinu. Ekki er ólíklegt að þær verði
til þess að tefja aðlögun sparisjóð-
anna að markaðsaðstæðum og harðn-
andi samkeppni á fjármálamarkaði.
Það mun hins vegar ekki verða til
þess að stjórn og starfsmenn SPRON
láti deigan síga í sókn sparisjóðsins á
höfuðborgarsvæðinu.“
Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON um yfirtökutilraunir Búnaðarbankans
Árásinni
verður
hrundið
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
SAMBAND íslenskra sparisjóða
hefur sent Morgunblaðinu yfir-
lýsingu vega yfirtökutilraunar
Búnaðarbanka Íslands á SPRON.
Yfirlýsingin birtist hér í heild.
„Stjórn Sambands íslenskra
sparisjóða hvetur til ítrustu að-
gæslu og yfirvegunar vegna til-
raunar Búnaðarbanka Íslands til
yfirtöku á Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis. Stjórnin telur að
verði tilboðið talið standast lög sé
vegið að tilverugrundvelli spari-
sjóðanna í landinu og samstarfs-
fyrirtækja þeirra.
Það var ótvíræður vilji löggjaf-
ans að styrkja samkeppnisstöðu
sparisjóðanna með þeim breyt-
ingum sem gerðar voru á lögum
um viðskiptabanka og sparisjóði
á síðastliðnu vori. Þá var lögð
áhersla á að skilgreina rétt stofn-
fjáreigenda í tengslum við hugs-
anlega breytingu á sparisjóðum
yfir í hlutafélög eða samruna
sparisjóða. Það er hafið yfir allan
efa að lögin heimila ekki að farið
sé með stofnfé sem hlutafé við
slíkar breytingar. Sparisjóðirnir
hafa frá upphafi verið hugsaðir
sem framfarastofnanir á sínu
starfssvæði og stofnfjáreigendur
eru þeir sem hafa viljað leggja
starfseminni lið án þess að gera
tilkall til hlutdeildar í uppsöfnuðu
eigin fé sjóðanna. Skýr fyrirmæli
eru í fjórum lagagreinum um út-
reikning á verði stofnfjárbréfa í
tengslum við skipti stofnfjárbréfa
í hlutabréf, slit á sparisjóði, inn-
lausn stofnfjár og útgáfu nýs
stofnfjár.
Beinlínis er óheimilt sam-
kvæmt lögum að hygla stofnfjár-
eigendum í slíkum tilfellum.
Stjórn Sambands íslenskra spari-
sjóða telur að verði heimilað að
fara í kringum skýr lagaákvæði í
því skyni að komast bakdyra
megin að eigin fé sparisjóðanna
með þeim afleiðingum á skömm-
um tíma að sparisjóðirnir heyri
sögunni til hljóti löggjafinn að
skerast í leikinn.
Sé litið á sparisjóðina sem
heild eru þeir með næst mest
innlánsfé fjármálastofnana og
næst mest eigið fé allra fjármála-
fyrirtækja á Íslandi. Sá áróður
sem hafður hefur verið í frammi
að sparisjóðir séu á undanhaldi
er marklaus í ljósi staðreynda um
þróun síðustu áratuga. Sparisjóð-
irnir hafa átt velgengni að fagna,
stöðugt bætt markaðshlutdeild
sína og fjölda viðskiptamanna
auk þess sem aukning innlána
hefur verið til muna meiri hjá
sparisjóðunum en öðrum innláns-
stofnunum. Þannig hefur straum-
urinn legið til sparisjóðanna og
alveg ljóst að fólk og fyrirtæki
leggja upp úr því að eiga við-
skipti við sparisjóð sem stendur
þeim nærri. Stjórn sambands ís-
lenskra sparisjóða lýsir stuðningi
við þá ákvörðun stjórnar SPRON
að fresta öllum ákvörðunum um
breytingar á samþykktum spari-
sjóðsins þar til úrskurður Fjár-
málaeftirlitsins um tilboð Búnað-
arbankans liggur fyrir og óskar
formlega eftir viðræðum við ráð-
herra viðskiptamála og efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis um þá
stöðu sem upp er komin.“
Yfirlýsing stjórnar Sam-
bands íslenskra sparisjóða BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing
frá Jóni G. Tómassyni, stjórnarfor-
manni SPRON:
„Vegna endurtekinna fullyrðinga
talsmanna Búnaðarbanka Íslands um
að ég hafi farið með rangt mál þegar
ég sagði að eigið fé SPRON yrði not-
að til að greiða stofnfjáreigendum yf-
irverð er bent á að í viðtali á Stöð II
25. þ.m. sagði Pétur Blöndal, talsmað-
ur bankans og fimmmenninganna,
orðrétt:
„Það sem við erum að gera eða
Búnaðarbankinn, með hjálp og aðstoð
Búnaðarbankans, er að stofnfjáreig-
endur fái þá a.m.k. nærri tvö þúsund
milljónum af þessu verðmæti Spari-
sjóðsins sem er 4,2. En það má segja
að lagasetning frá Alþingi geri það að
verkum út af þessu furðulega fyrir-
bæri sem er þarna inni, þessu með
sjálfseignarstofnun, að það sé ekki
hægt að borga hærra verð fyrir þenn-
an hlut stofnfjáreigenda nema fara að
beita einhverjum undarlegum aðferð-
um til að svelta fjármagnið út úr þess-
ari sjálfseignarstofnum.“
Ég hef ekki séð eða heyrt þau um-
mæli dregin til baka að það eigi að
nota af „þessu verðmæti Sparisjóðs-
ins“ til að greiða stofnfjáreigendum
og það þurfi að nota undarlegar að-
ferðir til að „svelta fjármagnið“ út úr
sparisjóðnum til að greiða yfirverðið
– þ.e. greiða af eigin fé sparisjóðsins
fyrir eign sem stofnfjáreigendur hafa
ekki átt eða greitt fyrir.
Með yfirtökutilboðinu til stofnfjár-
eigenda að fjárhæð um 1.900 millj.kr.,
auk kostnaðar við auglýsingaherferð
og sérstakrar umbunar til fimm-
menninganna að fjárhæð allt að 37
millj. kr., nær bankinn eignarhaldi á
verðmætum að fjárhæð a.m.k. 5–6
milljarða kr. Hvernig Búnaðarbank-
inn hagar greiðslum í bókhaldi sínu
skiptir ekki máli í þessu sambandi.“
Yfirlýsing
frá stjórnar-
formanni