Morgunblaðið - 28.06.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 28.06.2002, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 37 að leyfa okkur að sniglast í kringum sig þegar hann var að sinna sínum eigin málum, hvort sem hann var að vinna á skrifstofunni, uppi í rúmi að leggja sig eða í golfi með vinum sín- um. Þetta er til marks um þolin- mæði hans og barngæsku enda sótt- um við mikið í návist hans, eins og reyndar fleiri. Þegar við eltumst fengum við ennþá að deila áhugamálum okkar með honum og hann var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa okkur með hvað sem var. Afi var alltaf rólegur og yfirvegaður á hverju sem gekk, hvort sem hann lenti í miðri rallý- keppni eða maður klessti bílinn hans. Það eina sem virtist fara í taugarnar á honum var að tapa í spilum en það gerði hann nú sjaldan því í minningunni var afi alltaf heppinn. Ef hann dró fyrir mann miða á tombólu hlaut maður alltaf vinning, hann virtist vera áskrifandi að möndlunni í jólagrautnum og við minnumst þess varla að hafa unnið hann í spilum. Ef svo ólíklega vildi til að eitthvað pirraði hann tókst hann á við það með því að blístra og raula og róaði þar með alla í kring- um sig um leið. Afi birtist okkur systrunum aldr- ei sem gamalmenni enda tók hann alltaf virkan þátt í leikjum okkar. Hann skellti sér í rennibrautina í Laugardalnum (og stíflaði hana við mikla kátínu barnabarnanna sem biðu hans í lauginni) og atti hjúkk- unum í kapp á hlaupahjólinu á Eir þar sem hann þeysti um gangana. Hann kunni að njóta lífsins og skemmta sér allt til hins síðasta og vildi maður gjarnan taka sér lífs- gleði hans og jafnlyndi til fyrir- myndar. Það sem stendur samt mest upp úr í minningunni um afa er hlýleg návist hans. Meira að segja þegar hann lá helsjúkur uppi á spítala vor- um það ekkert síður við sem nutum heimsóknanna en hann. Hann hafði ótrúlegt lag á því að láta manni líða vel og notalega og það var eins og allt daglega amstrið og stressið gleymdist þegar maður sat hjá afa og las fyrir hann, söng eða grínaðist með spítalamatinn. Þessar vikur á spítalanum urðu okkur dýrmætur tími þar sem við fengum tækifæri til að kynnast afa á nýjan hátt og end- urgjalda að einhverju leyti allt sem hann hafði gert fyrir okkur. Við erum ólýsanlega þakklátar fyrir að hafa fengið að vera svona stór þáttur í lífi afa og fyrir allar þær stundir sem okkur voru gefnar með honum. Þótt við vildum fá að njóta hans áfram og að hann tæki þátt í lífi okkar lengur vitum við að hann mun alltaf lifa í minningum okkar. Þau fræ sem hann sáði í hjarta okkar munu halda áfram að bera ávöxt og þannig hættir hann aldrei að vera þátttakandi í lífi okk- ar. Takk fyrir allt, elsku afi. Þínar afastelpur, Ásthildur, Ólöf Auður og Ragnheiður. Nú er hann afi okkar farinn frá okkur og erum við vissar um að allir sem þekktu hann geta verið sam- mála okkur um að missirinn er mik- ill. Afi var nefnilega svo góður og skemmtilegur maður. Allir elskuðu hann, jafnt ungir sem aldnir. Golf- félagarnir kepptust um að fá að vera með honum í holli á mótum. Svo er til saga af litlum strák sem afi tók oft með sér í sund. Einu sinni að lokinni sundferð sagði strákurinn við mömmu sína að þegar hann færi til himna vildi hann vera í sama skáp og afi. Við fjölskyldan munum alltaf minnast þeirrar glaðværðar og jafn- lyndis sem einkenndi afa. Hann var alltaf svo góður við okkur barna- börnin, fór með okkur í ísbíltúra og í óteljandi sundferðir. Einu sinni lagði hann það meira að segja á sig að fara í rennibrautina með okkur þó að sú buna hafi nú ekki endað vel þar sem afi skilaði sér ekki niður fyrr en seint og síðar meir og þá með 20 krakkagríslinga á eftir sér. Svo var líka bara svo gott að sitja í kjöltu hans og hlusta á raul hans en það var eitt af einkennum hans. Við systurnar erum svo sannarlega sammála einum frænda okkar um það, að afi hafi verið með fallegustu mönnum, jafnt að innan sem utan. Þórhildur og Sigríður Ásta. Allt hér í heimi hefur sinn tíma og nú er tími Lárusar föðurbróður okkar liðinn. Tími er afstætt hugtak sem við getum teygt og togað í allar áttir, lifað frá einum tímapunkti til annars eða lifað í einum punkti, þ.e. í núinu. Lárus hafði þann hæfileika að lifa á stund og stað. Hann var maður augnabliksins og hafði þar af leiðandi einstaklega góða nærveru. Áreynslulaus röddin, mildur hlátur- inn og hlýlegt bros sem lýsti til augnanna, ásamt traustri og þéttri líkamsbyggingu og sterklegum en jafnframt mildum andlitsdráttum gerðu það að verkum að manni leið vel í návist hans. Fordómaleysi og jákvæði í garð náungans var honum í blóð borin. Lárus umgekkst alla sem jafn- ingja, jafn börn sem fullorðna. Tíu ára gamall fékk Arnór þá virðing- arstöðu að vera kylfuberi Lárusar á Íslandsmóti í Grafarholti. Þeir fé- lagar hrepptu annað sætið og lengi vel hélt sá stutti að þessi góði ár- angur hefði ekki síst verið sér að þakka því Lárus leitaði á svo sann- færandi hátt ráða hjá kylfusveinin- um um það hvernig leik skyldi hag- að. Þessi eiginleiki Lárusar að virkja aðra með sér naut sín einnig í skákinni. Margar harðar orrustur voru háðar á taflborðinu hjá Lárusi frænda. Þrátt fyrir yfirburði á skáksviðinu hagaði hann tafl- mennsku sinni þannig að skákirnar urðu tvísýnar og þó að mótherjinn biði gjarnan lægri hlut, bar hann höfuðið hátt vegna uppörvandi til- svara Lárusar: „mikið asskoti var þetta góður leikur hjá þér“ eða „nú komstu mér í klemmu“. Undir rólegu og yfirlætislausu yf- irborði bjó skörp greind og mikill metnaður. Þetta kom fram í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur var í leik eða starfi, og þá naut keppnismaðurinn Lárus sín til fulls. Þótt Lárus keppti jafnan til sigurs og næði oft glæsilegum ár- angri hvort heldur var í skák, golfi eða brids, þá var markmið hans ekki að valta yfir andstæðinginn, heldur að takast á við sjálfan sig. Lárus var heilsteyptur maður sem flíkaði ekki tilfinningum sínum né blandaði öðrum í sín mál. Hann hvorki stærði sig af afrekum sínum né vorkenndi sér þegar á móti blés. Það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann í botn en þegar kom að því að hætta gerði hann það án eft- irsjár. Stórreykingamaðurinn Lár- us varð einn dag bindindismaður, golfunnandinn Lárus gaf upp þá iðju þegar veikindi buðu svo, og ekki hafði hann mörg orð um það. Lárus var mikill gleðinnar maður, naut þess að borða góðan mat, skemmta sér í góðra vina hópi og tók þá gjarnan lagið enda hafði hann afbragðs söngrödd. Ekki var Ásta eftirbátur hans á því sviði en hún var órjúfanlegur hluti af Lárusi og sjaldnast var á annað þeirra minnst að hitt væri ekki nefnt á eft- ir, „Ásta og Lárus“. Ásta bjó þeim fallegt heimili í Blönduhlíðinni sem alltaf var gaman að sækja heim. Í huga okkar var Lárus tímalaus maður. Hann hefði getað verið uppi hvar og hvenær sem er: Landnáms- maður, indíánahöfðingi, heimsborg- ari eða Svarfdælingur. Í raun var hann allt þetta og tímaleysið birtist í sterkasta og aðdáunarverðasta skapgerðarþætti Lárusar, æðru- leysinu. Þegar Lárus veiktist og lá banaleguna lét hann vera að heyja dauðastríð en nálgaðist endalok lífs- ins af fullkomnu æðruleysi, samdi frið við máttarvöldin og leið út af með reisn höfðingjans. Skildi fjöl- skyldu sína, ættingja og vini eftir djúpt snortna af aðdáun, stolti og væntumþykju til þessa stórbrotna manns. Við systkinin þökkum Lárusi frænda okkar fyrir samfylgdina um leið og við vottum Ástu, Júllu, Þóru og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Svana, Gísli, Þóra, Arnór, Ragnheiður og Þórhallur. ✝ Jóhannes Har-aldsson fæddist á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal 13. ágúst 1916. Hann lést á Hlíð, heimili aldr- aðra á Akureyri, 17. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Haraldur Stefánsson og Anna Jóhannes- dóttir. Jóhannes kvæntist árið 1942 eftirlifandi konu sinni Steinunni Pét- ursdóttir, f. 31. des. 1923. Börn þeirra eru: 1) Kristinn, lektor við Gauta- borgarháskóla, f. 18.4. 1943, maki Tuula, fædd Lyyjynen, börn Jó- hannes Geir, f. 1979, unnusta hans Hanna Jansdotter, og Kristján Örn, f. 1981, unnusta hans Mette Lehman. 2) Pétur, fulltrúi við Al- þýðuleikhúsið í Gautaborg, f. 28.4. 1947, maki Berit, fædd Olsson, börn David, f. 1971, og Anna, f. 1973. Börn Davids og konu hans Jessicu, f. Larsson, eru Lukas og Gustav. Unnusti Önnu er Björn Johansson. 3) Sigurjóna, leik- skólakennari á Ak- ureyri, f. 1.11. 1951. 4) Anna, leikskóla- sérkennari á Akur- eyri, f. 10.4. 1959, maki Ágúst Haf- steinsson arkitekt, börn Steinunn Guðný, f. 1988, Jó- hanna Hildur, f. 1991 og Hafsteinn Gauti, f. 1995. Jóhannes var bóndi í Laugahlíð í Svarfaðardal um all- langt skeið og starf- aði síðan sem skrif- stofumaður á Dalvík. Hann átti sæti í hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps og síðar í hreppsnefnd Dalvíkurhrepps og var fréttarit- ari Ríkisútvarpsins til margra ára. Hann var mikill félagsmála- maður; vann m.a. að uppbyggingu tónlistarskóla á Dalvík og skáta- hreyfingar á sama stað. Hann var einnig einn af frumkvöðlum hita- veituframkvæmda á Dalvík. Útför Jóhannesar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja, nú er afi á Dalvík dáinn. Hann gekk áfram undir því nafni hjá okkur þó svo að hann væri fluttur til Akureyrar. Hann var orðinn las- burða þegar hann flutti og gat ekki tekið sama þátt í alls konar uppá- tækjum nú seinni ár eins og fyrr. Þó passaði hann alltaf upp á að eitthvert góðgæti væri til handa okkur þegar við komum í heimsókn á Mýrarveg- inn, þá oftast ís eða skrúfur og alltaf hýrnaði yfir svip hans þegar við kom- um í heimsókn „hjartans ljósin hans“ eins og hann sagði. Þegar ég hugsa um afa á Dalvík rifjast upp óendanlegur fjöldi góðra minninga um veruna á Smáravegi hjá ömmu og afa, um kvöldin þegar ég háttaði mig í gamlan bol af afa og svo burstuðum við tennurnar, þvoð- um okkur, lögðumst svo í holuna þeirra ömmu og hann las sögu og svo fékk ég að sofa á milli hjá afa og ömmu, þar var svo hlýtt og gott og svo öruggt. Minning um allt drullumallið „baksturinn“ og „eldamennskuna“ með gamla bollastellið og hrærivél- ina sem mamma átti og ég fékk að bústanga með. Afi sýndi þessu mik- inn áhuga, smakkaði alltaf og hældi í hvert sinn, hvernig svo sem blandan varð. Mér er sérlega minnisstætt eitt skiptið þar sem við frændsystkinin Kristján Örn og ég mölluðum dýr- indis súpu úr fíflum og vatni, bárum þetta fram með ristuðum brauðmol- um yfir kertaljósi undir eftirliti afa. Honum fannst þetta að sjálfsögðu mikið lostæti og hrósaði okkur mikið fyrir framtakssemina. Minningar um ferðirnar í Kaup- félagið þar sem alltaf var bætt við innkaupalistann, það var svo auðvelt að plata afa til að kaupa harðfisk, ís, skrúfur eða hvað það sem litla stelpu langar í í það skiptið. Laugardagarnir voru alveg sér- stakir en þeir byrjuðu alltaf á að horfa saman á morgunsjónvarpið og síðan var grjónagrauturinn hennar ömmu í matinn, en eftir það fór afi í stakkinn sinn og við leiddumst af stað í sjoppuna að kaupa bland í poka. Minningar um að sitja í sólinni með afa á pallinum sem var uppáhalds- staðurinn hans og tala um allt milli himinns og jarðar, jafnvel fá að sulla í litlu plastsundlauginni á góðum degi, eða mála grindverkið með vatni. Það var allt mögulegt hægt að gera með afa og allt var svo skemmtilegt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast afa svona vel. Hann kenndi mér kurteisi og virð- ingu fyrir öllu og aga. Hann kom mér í skilning um hve menntun skiptir miklu máli enda var alltaf jafn gaman að sýna honum, hreykin, fallegu ein- kunnaspjöldin sín. Hann kenndi mér að sjá björtu hliðarnar á lífinu og meta allt hið góða. Ég mun alltaf minnast hans sem skemmtilegs afa sem alltaf hafði tíma til að leika og gera skemmtilega hluti, miðla af fróðleik um allt mögulegt, kenna mér fallegt mál og margt fleira. Takk fyr- ir allar góðu stundirnar afi. Þín dótturdóttir, Steinunn Guðný. Elsku afi. Við þökkum þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Stundirnar þegar þú last fyrir okkur einhverjar af gömlu bókunum sem til voru í Smáravegi, alla bíl- túrana og berjaferðirnar og svo margt sem of langt væri að telja upp. Við munum áfram heyra rödd þína þegar við hlustum á söguspólurnar sem þú varst búinn að lesa inn á fyrir okkur. Takk fyrir allt. Kveðjur Jóhanna Hildur og Hafsteinn Gauti. Fallinn er frá elskulegur mágur og vinur. Hægt væri að skrifa heila bók af minningum frá öllum árunum og stundunum sem við höfum átt með Jóhannesi og fjölskyldunni hans í gegnum árin. Með örfáum orðum viljum við þakka margt. Öll sumrin í Svarfaðar- dal þar sem við Árni dvöldum oft og áttum yndislegan tíma, strákarnir léku sér og tóku þátt í sveitastörf- unum. Tímann sem við áttum saman á Smáraveginum á Dalvík þar sem fjölskylda okkar naut gestrisni Jó- hannesar og Steinunnar. Þar dvöld- um við oft í góðu yfirlæti. Sumarið sem Árni fór með ykkur Steinunni til Svíþjóðar til að heimsækja strákana. Sú ferð er oft rifjuð upp, hún var stórkostleg. Síðasta sumarið sem þið bjugguð á Smáraveginum. Við kom- um til að dvelja hjá ykkur á Dalvík í nokkra daga og geta kvatt staðinn áður en þið flyttuð til Akureyrar. Tímann á Mýrarveginum þar sem þið höfðuð komið ykkur fyrir í nýrri og fallegri íbúð. Síðasta sumar er við dvöldum á Akureyri og drukkum af- mæliskaffið hans Árna á Mýrarveg- inum. Miklu fleiri stundir væri hægt að rifja upp því þær eru óteljandi. Elsku Jóhannes, nú er þinni lífs- göngu lokið. Það hefur verið vel tekið á móti þér á nýjum stað. Hafðu þökk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Steinunn systir og frænka, við færum þér, börnunum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Friðbjörg, Árni og Sigurjóna. Fyrstu minningarnar um Jóhann- es, móðurbróður okkar, eru þær þeg- ar við fjölskyldan fórum í okkar ár- legu sumarferðir norður á Dalvík. Þá var lagt af stað eldsnemma að morgni úr Reykjavík og eftir heilan dag í rykinu á þjóðveginum var ynd- islegt að sjá Jóhannes og Steinunni standa á tröppunum á Smáravegin- um og taka á móti okkur. Þegar við hugsum til baka er engu líkara en að þau hafi beðið með sömu eftirvænt- ingu eftir okkur því Jóhannes lagðist á gólfið og ærslaðist við okkur systk- inin og losaði okkur við alla ferða- þreytu á svipstundu. Steinunn reiddi fram kvöldkaffi og svo var farið að sofa í uppábúnum rúmum, allir þreyttir en glaðir. Að morgni fór Jóhannes hljóðlega af stað í vinnuna til að vekja ekki næturgestina og við systkinin biðum svo spennt við stofugluggann eftir að hann kæmi aftur heim úr vinnunni því hann var svo skemmtilegur. Í okkar augum var allt norðan Öxna- dalsheiðarinnar „Jóhannesarland“. Svona var Jóhannes alla tíð og áhugi hans á okkur og því sem við tókum okkur fyrir hendur var alltaf sá sami. Frá Jóhannesi streymdi ávallt gleði, kæti og væntumþykja. Öll börn löðuðust að honum og þó hann væri orðinn gamall var natni hans við börnin sú sama, börnin okkar tala jafn hlýtt til „Jóhannesarlands“ og við systkinin gerum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Það er svo sannarlega sárt að horfa á eftir Jóhannesi frænda, en huggunin er sú að við vitum að hon- um líður betur nú. Elsku Steinunn, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Minning Jóhannesar lifir hjá okk- ur öllum, hann var alveg einstakur frændi. Haraldur, Sólveig, Harpa og fjölskyldur. JÓHANNES HARALDSSON Elsku systir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta MARÍA ÁRNADÓTTIR ✝ Þorstína MaríaÁrnadóttir fædd- ist í Holti í Vestur- Aðalvík 3. des. 1922. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 16. júní síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Flat- eyrarkirkju 22. júní. þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hinsta kveðja, þín systir, Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.