Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 41
Þetta sýnir hjálpsemina og vel-
viljann hjá ykkur, alltaf tilbúin að
hjálpa öðrum.
Ég bið bænir mínar fyrir þér og
ömmu á kvöldin, ég sakna þín.
Þinn
Sigurður.
Við minningu þína ég huga minn dvel
er þú þrammaðir lífsins lendur.
Öllu verki og starfi þú skilaðir vel
nú stoltur með pálmann þú stendur.
(Magnús J. Antonsson.)
Elsku afi er dáinn. Minningarnar
um fallegu og góðu stundirnar rifj-
ast upp fyrir mér. Alltaf þegar ég
kom til þín stóðstu með opinn faðm
og tókst vel á móti mér. Ég man
þegar ég var lítil og kom til ykkar.
Ef þú varst ekki uppi varstu yf-
irleitt niðri í smíðaherberginu. Þá
hljóp ég niður og stóð í dyragætt-
inni því þú vildir ekki að ég kæmi
inn á sokkunum af því ég gæti
fengið flís í stóru tána. Þegar ég
gisti hjá ykkur fékk ég alltaf að
sofa þín megin og þú svafst þá
frammi í stofu því þú vildir ekki að
ég svæfi ein í stofunni. Þú hugsaðir
alltaf svo vel um okkur og varst svo
barngóður, elsku afi. Mér er líka
minnisstæð öll skiptin sem ég fékk
að fara upp á tanga með ykkur
ömmu, ég vildi alltaf fara í fjósið til
að mjólka beljurnar en var hrædd
við hundana og auðvitað kenndir þú
mér að það væri ekkert að hræðast.
Það yljar mér líka um hjartarætur
að þú hafðir getað séð fyrsta barnið
mitt, þú varst svo stoltur af honum
og mér. Þú sagðir að þetta væri
fyrsta af 10 börnum, en við sjáum
nú til með það.
Elsku afi, þú átt svo stóran hluta
af hjarta mínu og ég mun aldrei
gleyma þér.
Þitt litla lamb,
Helga Guðrún.
Elsku afi, takk fyrir að hafa ver-
ið alltaf svona góður við mig. Þegar
það sprakk á hjólinu hjá mér gastu
alltaf hjálpað mér að gera við það.
Einnig fékk ég oft að koma með
þér á billiard-stofuna og fékk þá að
prufa að fara í billiard. Oft fékk ég
að koma með í sveitina og ég man
þegar við vorum að smíða pallinn
fyrir utan bústaðinn. Ég sakna þín
rosalega mikið, elsku afi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þinn
Haraldur Ási.
Takk fyrir allt, afi minn. Mér
þykir mjög vænt um þig.
Alexander Örn.
Á bjartasta degi ársins þegar
sumarsólstöður gengu í garð feng-
um við hjónin þá harmafregn að
Helgi Sigfússon, mágur minn, vinur
og bróðir konu minnar, væri látinn.
Ég var búinn að eiga mikil sam-
skipti við Helga í hálfa öld. Helgi
skipti aldrei skapi og hef ég kynnst
fáum mönnum jafnhlýjum og heil-
steyptum. Þegar við hjónin komum
í heimsókn til þeirra sæmdarhjóna
Helga og Ragnheiðar í Hörgshlíð-
ina var gestrisnin alltaf jafnmikil.
Þó svo að maður ætlaði að líta inn í
fimm mínútur var Helgi búinn að
taka af manni yfirhafnirnar og
maður var sestur í sófann án þess
að maður vissi af og fljótt farið að
spjalla um ættarreitinn á Tangan-
um. Þar voru Helgi og Ragnheiður
búin að búa vel um sig og fjöl-
skyldu sína með miklum dugnaði og
snyrtimennsku sem af bar. Það var
hans líf og yndi að vera á Tang-
anum, smíða og hlúa að gróðri og
gerði hann öll sín verk einstaklega
vel.
Helgi vann langan starfsaldur
við stórvirkar vinnuvélar, stjórnaði
m.a. gamla kolakrananum fræga
við höfnina í langan tíma. Hann var
áhugamaður um bíla og skipti oft
um tegundir og hugsaði um þá af
stakri alúð. Helgi var mikill fjöl-
skyldumaður og hafði yndi af því að
hafa fjölskylduna í kringum sig,
bæði á Tanganum og heima.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Ragnheiður og fjölskylda,
við vottum ykkur innilega samúð á
þessari erfiðu stundu.
Ólöf og Kristinn.
Það var einkennileg tilfinning
sem um huga okkar fór þegar okk-
ur barst fréttin um skyndilegt frá-
fall vinar okkar Helga Sigfússonar
hinn 20. júní sl. Við vorum stödd
utanbæjar en um morguninn höfð-
um við kvatt Ragnheiði og Helga
og vissum að þau voru að undirbúa
ferð í sumarhús sitt að Skarði í
Landsveit. Þar dvöldu þau hjónin
mörgum stundum með fjölskyldu
sinni, ættingjum og vinum. Helgi
naut þess að dvelja í sumarhúsi
sínu á Skarði og í huga hans var
þar ætíð sól og sumar. En þegar
kallið kemur verður það ekki
umflúið og það sannaðist í þetta
sinn að enginn ræður sínum næt-
urstað.
Kynni okkar Helga hófust á
fjórða áratug síðustu aldar þegar
Sigfús heitinn faðir Helga fluttist
með fjölskyldu sinni til Reykjavík-
ur og hóf búskap í Blönduhlíð sem
var næsti bær við Þóroddsstaði.
Fljótlega hófst náin og góð vinátta
milli okkar unglinganna sem varað
hefur alla tíð síðan. Töluverð breyt-
ing varð samt á meðan á stríðinu
stóð. Faðir Helga hætti búrekstri
og fluttist fjölskyldan að Valfelli,
sem var einbýlishús hér í grennd-
inni, en fjölskylda okkar Ragnheið-
ar fluttist meðal annars í vesturbæ-
inn. Eftir að stríðinu lauk varð
samband okkar enn nánara, eink-
um eftir að Ragnheiður og Helgi
gengu í hjónaband árið 1946. Ragn-
heiður og Helgi hófu búskap hjá
foreldrum okkar Ragnheiðar en
fljótlega byggði Helgi ásamt tveim
bræðrum sínum, Herði, sem er lát-
inn, og Hjalta, sína fyrstu íbúð í
Barðavogi 26. Þar lifðu þau ham-
ingjusömu lífi í mörg ár. Aftur
byggðu þau Ragnheiður og Helgi
og nú með foreldrum okkar Ragn-
heiðar og minni fjölskyldu íbúðar-
hús í Hörgshlíð 6. Flutt var í húsið
á árunum 1958 til 1960 og þar hafa
þau búið alla tíð síðan. Sambúðin
og hið nána samband, sem verið
hefur á milli fjölskyldna okkar hef-
ur verið alveg sérstakt og sameig-
inlega höfum við ætíð tekið þátt í
gleði okkar og sorgum eins og
gengur og gerist í daglega lífinu og
fyrir það ber að þakka.
Helgi vann mikið um ævina, var
samviskusamur og trúr sínum
vinnuveitendum og lauk ávallt sínu
dagsverki með miklum ágætum,
hvort sem um var að ræða rafsuðu
á fyrstu hitaveitulögn í Reykjavík
eða hjá Kolum og salti, þar sem
hann stjórnaði uppskipunarkrana
fyrirtækisins á kolum við Reykja-
víkurhöfn, en það var bæði áhættu-
samt starf og nákvæmnisvinna. Í
áraraðir starfaði Helgi hjá Hegra
ehf. og var þar mörg ár verkstjóri.
Helgi var sérstaklega útsjónarsam-
ur í störfum sínum, laginn við við-
gerðir á vélum jafnt stórum sem
smáum. Hann var handlaginn á tré
og járn. Kom það sér oft vel bæði á
vinnustað og heimavið, því oft var
kallað á Helga þegar eitthvað fór
úrskeiðis en ávallt var hann tilbú-
inn að rétta hjálparhönd.
Þau Ragnheiður og Helgi komu
sér upp fallegu og vistlegu heimili í
Hörgshlíðinni fyrir sig og börnin.
Börnin urðu fimm en fjögur lifa
föður sinn þ.e. Þorkell, Hrafnhild-
ur, Sigfús og Helga. Öll nutu þau
öruggrar umhyggju og verndar for-
eldra sinna enda hefur fjölskyldan
ávallt verið samhent og samstiga í
lífinu. Börnin eru öll uppkomin og
hafa stofnað sínar eigin fjölskyldur.
Barnabörnin eru mörg og fjöl-
skyldan stór, en ávallt hefur ríkt
sama samheldnin innan fjölskyld-
unnar og oft glatt á hjalla hjá
Ragnheiði og Helga gegnum tíðina.
Á allra síðustu árum hrakaði
heilsu Helga og var oft erfiður tími
hjá honum, en einstakt var að fylgj-
ast með hvað eiginkona hans ann-
aðist vel mann sinn þar til yfir lauk.
Fjölskyldan á neðri hæðinni í
Hörgshlíð kveður í dag með sárum
söknuði góðan heimilisvin til
margra ára, en minningin um góð-
an förunaut mun vara að eilífu.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Ragnheiðar og fjölskyldu og
megi góður guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Svanhildur, Þórður, Guðrún,
Þorvaldur og dætur.
Ég sit við borðstofuborðið hjá
dóttur minni í Berlín, ásamt for-
eldrum mínum. Þegar við fáum eft-
irréttinn, ís með rifsberjum, þá
skyndilega koma minningar frá
Barðavogi upp í hugann og talið
berst að gömlum dásemdardögum
þegar staðið var við rifsberjarunna
og borðað, hver eins og í sig gat
látið. Þar byggðu þrír bræður
mömmu sér hús fyrir sig og sína
fjölskyldu og einn þeirra var Helgi
frændi. Ekki hefði okkur getað
dottið í hug, einmitt á þeirri stundu
sem við erum að rifja upp þessa
daga, að hann hefði látist aðeins ör-
fáum stundum áður.
Fyrstu minningar mínar um
þennann hlýja og yndislega frænda
eru úr Barðavoginum, þar sem að
fjölskyldan öll átti sér hálfgerðan
samkomustað, hvort sem var að
sumri eða vetri. Þeir voru ófáir
sumardagarnir sem lagt var af stað
úr Laugarnesinu og komið við á
rakarastofunni hjá Halldóri frænda
og maður klipptur sumarklipping-
unni og síðan haldið áfram niður í
Barðavog þar sem dvalið var dag-
langt og hlaupið á milli allra hæða
eða verið úti í garði. Mér fannst ég
oft og tíðum vera ein af krökkunum
í Ólátagarði. Manni fannst það öf-
undsvert að öll þessi frændsystkyni
skyldu fá að búa í sama húsi.
Eftir nokkurra ára búsetu í
Barðavogi byggðu Helgi frændi og
Ragnheiður sér annað hús með for-
eldrum og bróður Ragnheiðar, í
Hörgshlíðinni. Ekki urðu heim-
sóknirnar færri þá því að amma og
afi bjuggu í nágrenninu og ég kom í
heimsókn á þeirra hlýlega og gest-
risna heimili bæði með foreldrum
mínum og með ömmu og afa.
Það er eiginlega ekki hægt að
minnast Helga öðruvísi en að hafa
öll hans systkini líka með í hug-
anum, því að í Landsveitinni, þaðan
sem að rætur þeirra liggja, eiga
þau sér sælureit þar sem þau hafa
reist sér sumarhús, stækkað það og
betrumbætt á 43 árum. Þar var
Helgi eins og ættarhöfðingi þó að
hann væri ekki aldursforseti, en
elstur eftirlifandi bræðra. Það
verður tómlegt að koma á Tangann
og sjá hann ekki, sífellt iðinn við að
dytta að húsinu sínu eða umhverfi.
Það er væri of langt mál að rifja
upp allar þær stundir sem að við
systkinabörnin eyddum í þessu
dásamlega umhverfi, en Helgi er
sannarlega ofarlega í huga þegar
litið er til baka. Með sinni léttu
lund og hlýlega viðmóti laðaði hann
okkur að sér.
Mér þótti ósegjanlega vænt um
að alltaf þegar ég hitti hann spurði
hann um Ragnar; „hvar ég geymdi
hann“ – hvort hann væri á sjónum?
Síðastliðið sumar þegar ég kom á
Tangann með Sigfús son minn og
hans tilvonandi eiginkonu, sem
voru í stuttu fríi á Íslandi, faðmaði
hann Fúsa að sér og sagði að „það
væri langt síðan hann hefði séð
hann, bara ekki síðan hann var lít-
ill“. Það hlýjaði New York-búanum
um hjartarætur.
Elsku Ragnheiður, Þorkell,
Habbý, Fúsi, Helga og ykkar fjöl-
skyldur, ég og fjölskylda mín vott-
um ykkur samúð okkar og við hér í
Berlín erum með ykkur í huganum
og Helgi fær sitt kerti í Minning-
arkirkjunni.
Ég er viss um að honum verður
tekið opnum örmum af afa, ömmu,
Herði og Guðnýju.
Guð blessi minningu Helga
frænda.
Jóna Sigríður Kristinsdóttir.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma Gulla, Guð hefur kall-
að og farin ertu úr þessum heimi. En
ekki farin fyrir fullt og allt, heldur á
þann stað sem þér myndi líða sem
allra best, hjá honum Sæmundi þín-
um.
Það var svo sárt daginn þegar
Vignir bróðir hringdi í mig og sagði
mér að þú værir látin. Við erum enn
að átta okkur á að þú skulir vera farin.
Að koma heim til ömmu Gullu og
heyra ekki: „Sæl, elskan mín, ertu
svöng? Má ekki bjóða þér eitthvað
gotterí.“ Elsku amma, þú varst alltaf
svo blíð og góð við alla sem voru þér
nálægir. Er ég nú sit og skrifa þessi
kveðjuorð rifjast upp allar góðu
stundirnar sem ég átti hjá þér og Ella
„afa“. Þær voru margar og sú eftir-
minnilegasta var þegar ég var um 5
ára og þið áttuð fullt af litlum kett-
lingum og mamma leyfði mér að gista
hjá þér í nokkra daga. Þetta voru svo
skemmtilegir dagar að það var smellt
nokkrum myndum af þeim og enn á
ég myndina af okkur saman með lít-
inn kettling. Nú horfi ég á hana dag-
lega og græt af söknuði eftir þér,
elsku amma mín. Við þökkum Guði að
hafa valið þig sem ömmu okkar „þær
gerast ekki betri“.
Þegar ég heimsótti þig heim til þín
á Faxabraut skömmu fyrir lát þitt
varstu mjög veik og ég gat ekki annað
en að byrjað gráta að sjá ömmu mína
svona veika og þú sagðir: „Ekki
gráta, elsku hjartað mitt, þetta verð-
ur allt í lagi elskan mín.“
Elsku amma Gulla, frá því ég fædd-
ist hefur þú alltaf verið eina amma
mín og alltaf búið í næsta húsi og allt-
af gat maður leitað til ömmu Gullu
með allt og það var alltaf svo vel tekið
á móti manni. Það er sárt að hugsa til
þess að maður geti ekki hoppað yfir
til ömmu Gullu og farið að spila eða
skoðað gamlar myndir og rifjað upp
gamlar góðar stundir. Það á eftir að
verða svo tómlegt án þín, elsku amma
mín, að heyra þig ekki segja hversu
mikið þér þyki vænt um okkur öll.
Elsku amma, við viljum þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Minning þín mun ávallt
lifa í okkar hjarta og við vitum að þú
vakir yfir okkur og varðveitir. Við
trúum því að þér líði betur núna í
höndum Guðs.
Öllum vinum og kunningjum Guð-
laugar sendum við samúðarkveðjur
GUÐLAUG
BERGMANN
✝ Guðlaug Berg-mann fæddist 17.
október 1932. Hún
lést 20. júní síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Hreggviður
Bergmann, f. 13.2.
1911, d. 22.12. 1978,
og Karitas K. Berg-
mann, f. 14.10. 1913,
d. 19.4. 1985. Guð-
laug giftist 25.12.
1953 Sigvalda Jóns-
syni, f. 8.9. 1931, d.
15.11. 1985, þau slitu
samvistir. Börn
þeirra eru: Sæmund-
ur Þ. Sigvaldason, f. 16.11. 1952, d.
1.1. 1982, Hreggviður Bergmann,
f. 25.9. 1953, og Jóhann J. Sig-
valdason, f. 5.3. 1959. Barnabörnin
eru sjö og barnabarnabörnin tvö.
Síðustu árin hefur Guðlaug verið í
sambúð með Ellert R. Emanúels-
syni, f. 27.11. 1933.
Útför Guðlaugar verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
með þökk fyrir stuðn-
ing. Ellert „afa“,
Hreggvið föður okkar
og Jóhanni og fjöl-
skyldu vottum við inni-
lega samúð. Við biðjum
Guð að vera hjá okkur á
þessum erfiðu stundum.
Elsku Gulla amma,
megi Guð ávallt geyma
þig og varðveita. Hvíl í
friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þín barnabörn,
Fríða Bergmann Hreggviðs-
dóttir, Magnús Bergmann
Hreggviðsson og Vignir
Bergmann Hreggviðsson.
Mig langar með fáum orðum að
kveðja hana Gullu vinkonu mína, sem
verður til moldar borin frá Keflavík-
urkirkju í dag.
Hana Gullu sem svo mikils virði var
honum Ella sem mér þykir svo vænt
um.
Fyrir um tuttugu árum kom Elli í
heimsókn til mín til Ólafsvíkur og
kynnti mig fyrir sambýliskonu sinni,
Guðlaugu Bergman.
Mér leist strax vel á þessar fyrir-
ætlanir og sá að þau yrðu góð saman.
Eftir þessar breytingar á hans högum
datt engum í hug laglínan hans Vil-
hjálms; „hvorki heill né hálfur mað-
ur“... Gulla og Elli voru saman heill
maður og vel það.
Árin sem á eftir fóru voru þeim
góð. Áður en þau hófu sambúð höfðu
þau bæði mátt þola sviptivinda þess-
arar tilveru sem ekki fer alltaf um
okkur blíðum höndum eða er eins og
við viljum hafa hana.
Það var gaman að fylgjast með því
hversu samhent þau voru í því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Ferðirnar
austur í Þjórsárdal og dvölin þar; slá,
flagga, taka á móti gestum, það voru
góðir dagar.
Það er líka gott að hugsa um dag-
ana okkar saman í sveitinni minni.
Gulla hafði gott skopskyn og við átt-
um auðvelt með að hlægja saman og
láta okkur líða vel.
Sama var hvort maður var með
Gullu á gleði eða sorgarstundum, það
var svo auðvelt að vera samvistum við
hana. Hún var þarna, lét fara lítið fyr-
ir sér en alltaf var Gulla tilbúin að
rétta hjálparhönd, svo einlæg og heið-
arleg.
Árin sem þau Gulla og Elli fengu að
vera saman voru góð og gefandi þeim
báðum, fyrir það ber að þakka.
En nú er Elli minn aftur orðinn
einn og „hvorki heill né hálfur mað-
ur“.
Síðastliðið ár eftir að heilsu Gullu
tók að hraka talaði hún oft um það við
mig hversu miklar áhyggjur hún
hefði af Ella ef hún færi á undan. Hún
vissi best hversu mikilvæg þau voru
hvort öðru.
Gulla á það inni hjá okkur öllum
sem þótti vænt um hana að við styðj-
um við bakið á Ella á þeirri vegferð
sem nú er framundan hjá honum.
Gulla mín, af því þú varst svo hrifin
af englamyndum er við hæfi að kveðja
þig með bæninni sem mamma kenndi
mér endur fyrir löngu:
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgrímur Pétursson.)
Sonum Gullu og fjölskyldum þeirra
sendi ég samúðarkveðjur.
Svava.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.