Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 43 NÚ stendur yfir endasprettur Evrópumótsins í brids. Þetta hef- ur að mörgu leyti verið merkilegt mót, m.a. vegna ótrúlegra yfir- burða Ítala sem voru nánast búnir að tryggja sér sigurinn þegar keppnin var hálfnuð. Íslenska liðið í opna flokknum hefur staðið sig vel og átti lengi vel möguleika á að enda í fimmta sæti og tryggja sér þannig sæti á næsta heimsmeistaramóti. Það má þó segja að HM-sætið hafi horfið úr augsýn liðsins á þriðju- dag og miðvikudag þegar það tap- aði m.a. 10:20 fyrir Þjóðverjum og 5:25 fyrir Englendingum. Í kjölfarið kom jafntefli við Búlgari, 15:15, sigur á Kýpur, 24:6, og á Færeyjum, 20:10, í 31. umferð í gær. Eftir það var Ísland í 12. sæti með 509 stig. Ítalir voru í efsta sæti með 664 stig. Spánverj- ar voru komnir í 2. sætið með 584,5 stig en þess má geta að í spænska liðinu spila Ítalirnir Bur- atti og Lanzarotti sem urðu Evr- ópumeistarar fyrir nokkrum ár- um og spiluðu síðan á Bridshátíð. Búlgarar voru þriðju með 570 stig, Pólverjar fjórðu með 562 og Norðmenn fimmtu með 531 stig. Í kvennaflokki hefur íslenska liðið átt við ramman reip að draga á köflum og var í 21. sæti eftir 19 umferðir með 234 stig. Liðið gerði sér þó lítið fyrir og vann Dani, 20:10, í gær en Danir eru að keppa að HM-sæti. Þjóðverjar og Hol- lendingar voru efstir með 350 stig, næstir komu Englendingar með 333 stig, síðan Svíar með 327 stig og Norðmenn með 326. Keppni í kvennaflokki lýkur í dag. Tvær slemmur í byrjun leiks Ísland spilaði við Búlgaríu í 29. umferð á miðvikudag. Búlgarar eru með ungt en leikreynt lið og þeir spila fast eins og Íslendingar. Það mátti því búast við fjörugum leik eins og raunin varð. Feðgarn- ir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson byrjuðu vel í leiknum því þeir bjuggu til slemmusveiflu í fyrsta spili: Norður ♠ 10 ♥ Á1087 ♦ 108 ♣ÁK10752 Vestur Austur ♠ G4 ♠ 987 ♥ D54 ♥ G9632 ♦ Á974 ♦ D53 ♣DG63 ♣98 Suður ♠ ÁKD6532 ♥ K ♦ KG62 ♣4 Vestur Norður Austur Suður Karavianov Snorri Stamatov Karl 1 spaði pass 2 lauf pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 grönd pass 5 hjörtu pass 6 spaðar Karl sýndi þéttan lit með stökk- inu í 3 spaða og þegar Snorri sýndi laufafyrirstöðu spurði Karl um ása og sagði slemmuna. Lauf út hnekkir 6 spöðum en vestur spilaði út spaðagosa. Karl tók þá sex sinnum tromp, hjartakóng og spilaði síðan laufi á ás. Hann henti tveimur tíglum heima niður í hjartaás og laufakóng og þurfti loks að hitta í tígulinn. Karl hefur sennilega talið líklegt að vestur hefði spilað út tígli með drottn- inguna og ákvað því að svína gos- anum. Þegar hann kostaði ás var slemman unnin, 980 til Íslands. Vestur Norður Austur Suður Þröstur Nanev Bjarni Mihov 1 lauf pass 2 lauf pass 2 spaðar pass 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 spaðar/ Mihov opnaði á sterku laufi en leist síðan ekkert á spilin sín og tók ekki þátt í neinum slemmu- þreifingum. Hann fékk 12 slagi og Ísland græddi 11 stig. Tveimur spilum síðar var röðin komin að Bjarna Einarssyni og Þresti Ingimarssyni að segja slemmu: Norður ♠ G864 ♥ Á762 ♦ K874 ♣G Vestur Austur ♠ 532 ♠ D1097 ♥ K863 ♥ 94 ♦ G632 ♦ 1095 ♣43 ♣D876 Suður ♠ ÁK ♥ DG10 ♦ ÁD ♣ÁK10952 Við annað borðið opnaði Karav- ianov í suður á sterku laufi og norður sýndi síðan 4-4-4-1 skipt- ingu og 0-3 kontról. Suður sló þá af í 3 gröndum og fékk 12 slagi. Við hitt borðið fann Bjarni opnun á norðurspilin: Vestur Norður Austur Suður Mihov Bjarni Nanev Þröstur 2 tíglar pass 2 grönd pass 3 lauf pass 3 tíglar pass 3 grönd pass 6 grönd/ 2 tíglar sýndu a.m.k. 4-4 í hálit- unum og veik spil. Þröstur spurði nánar um skiptingu og styrk og stökk síðan í slemmuna. Hún var auðunnin þegar hjartasvíning gekk og aðeins var einn gjafaslag- ur á lauf. 13 impar til Íslands og staðan orðin 25:1. Búlgararnir sýndu síðan styrk sinn og skoruðu jafnt og þétt. Um tíma höfðu þeir 15 stiga forskot en leikurinn jafnaðist aftur undir lok- in og lokastaðan var hnífjöfn, 43:43 eða 15:15 í vinningsstigum. HM-sætið horfið úr aug- sýn Íslendinga BRIDS Salsomaggiore Evrópumót Evrópumótið í brids er haldið í Salso- maggiore á Ítalíu, dagana 16.-29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org Guðm. Sv. Hermannsson Kær skólasystir og vinkona hefur kvatt eftir langa baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Það er huggun harmi gegn að vita að löngu stríði þínu er lokið, kæra Sigga, eins og við kölluðum þig ætíð. Fundum okkar bar fyrst saman 2. janúar 1951, eða fyrir rúmum 50 árum, þegar við bekkjarsysturnar mættum í dagstofu Hjúkrunarskóla Íslands sem þá var til húsa á þriðju hæð Landspítalans til að hefja nám í hjúkrunarfræði. Eftir að tveggja mánaða forskóla var lokið, bóklegu námi, fluttum við inn í heimavist skólans og þá tók við alvara náms- ins að annast sjúklinga Landspít- alans. Mikil eftirvænting var í huga okkar allra að byrja að starfa á hin- um ýmsu deildum spítalans og reyndi þá á okkar faglegu og bók- legu þekkingu. Sigga var sérlega glögg að meta þarfir sjúklinga sinna og var sívinnandi og natin. Á þeim tíma sem þú varst nemandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri hrósaði Guðmundur Karl yfirlæknir þér oft fyrir árvekni og nákvæmni við skurðsjúklinga eftir löngu brjóst- holsaðgerðirnar sem gerðar voru á þeim tíma á sjúkrahúsinu. Þá er líka rétt að nefna störf þín á FSA sem hjúkrunarfræðingur. Þar opn- aðir þú og stýrðir B-deild, sem var fyrsti vísir að öldrunardeild á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þar fékkstu mikið hrós fyrir einurð þína og ná- kvæmni. Á þeirri deild dvöldu einn- ig þeir sjúklingar sem gengust und- ir augnaðgerðir og var Helgi Skúlason augnlæknir mjög ánægð- ur með nákvæmni þína og þá umönnun sem þú veittir sjúklingum hans. Þú varst dugmikil og áræðin, því tæpu ári eftir að þú laukst námi við HSÍ varstu á leið til Bandaríkjanna til frekara náms í hjúkrun. Við skólasysturnar biðum ávallt með eftirvæntingu eftir bréfi frá ykkur „nöfnunum“ frá hinni stóru Amer- íku. Þá var kallaður saman holl- fundur, því allar vildum við vita hvernig ykkur vegnaði. Ekki leið á löngu þar til tvær úr hópnum okkar fylgdu á eftir ykkur vestur um haf, þær Hrefna Jóhannsdóttir og Jó- hanna Kjartansdóttir sem báðar SIGRÍÐUR BÍLDDAL FREYMÓÐSSON ✝ Sigríður BílddalFreymóðsson fæddist á Siglufirði 27. febrúar 1930. Hún lést á Villa Bella, hjúkrunar- heimili fyrir Alz- heimer-sjúklinga í Santa Barbara í Kali- forníu, 3. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 25. júní. eru látnar fyrir nokkr- um árum, langt um aldur fram. Sigga okkar, eins og við kölluðum þig, þú ílengdist í Bandaríkj- unum og áttir starfs- vettvang þinn þar. Þú eignaðist yndislegan eiginmann, Braga Freymóðsson, fv. framkvstj. Magnavox Company, og eignuð- ust þið tvo sólargeisla, þau Baldur og Stein- unni. Heimili ykkar stóð ávallt opið öllum og þið hjónin voruð samhent að taka á móti og liðsinna Íslendingum sem öðrum, því mjög gestkvæmt var á heimili ykkar. Margir landar eru ykkur hjónum þakklátir fyrir fyrirgreiðslu ykkar og hjálp. Þú starfaðir við hjúkrun á Little Company of Mary Hospital þar til annir og skyldur heimilisins urðu þyngri. Starfið sem móðir og eig- inkona var þér mikilvægt og það starf annaðistu einstaklega vel og samviskusamlega eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Dugnaður þinn og kraftur sést hvað best á því að árið 1981 laukst þú B.Sc.-námi í hjúkrun og sóttir ávallt öll námskeið til að viðhalda hjúkrunarréttindum þínum í Kali- forníu. Nú að leiðarlokum viljum við skólasysturnar þakka þér fyrir samfylgdina gegnum öll árin og all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, bæði á námsárum okkar og ekki síður þegar þú komst í heim- sóknir með eiginmann og börn. Nú er löngu stríði lokið og mun- um við sárt sakna þín úr hópnum okkar. Það er bjart yfir minning- unni um þig, Sigga. Við sendum Braga, Steinunni og öðrum ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Bekkjarsystur Hjúkrunarskóla Íslands, mars 1954. Í dag kveðjum við Sigríði Bílddal Freymóðsson, eða Siggu eins og hún var alltaf kölluð. Þar er gengin kona sem mér þótti ákaflega vænt um. Sigga var samofin lífi mínu síð- an ég man eftir mér. Mamma og Sigga kynntust í Hjúkrunarskóla Íslands og héldu eftir nám saman á vit ævintýra til Bandaríkjanna til að afla sér meiri starfsreynslu og þekkingar í hjúkrun. Mörgum þótti ferð þessi hið mesta glapræði. Ör- lögin höguðu því þannig til að báðar giftust þær vestra, Sigga settist þar að með Braga sínum og hafa þau búið þar síðan, en foreldrar mínir fluttu heim á Frón áður en ég fæddist. Fyrstu minningar mínar af Siggu eru fallegar myndir af börnum þeirra, Steinunni og Baldri, í fallegu umhverfi. Jólakortin voru ævintýralega falleg, stórt jólatré og stórir jólapakkar. Eftirvæntingin var mikil þegar mamma fékk bréf frá Siggu og las aðalatriðin upp fyr- ir fjölskylduna. Þá var um sérstaka stemmningu að ræða þegar mamma settist niður til að skrifa Siggu til baka. Þeir voru ófáir pakkarnir sem Sigga sendi mömmu með dýrindis gjöfum; fötum, leik- föngum, handklæðum, sápum og gæti ég talið upp langan lista. Ekki má gleyma „Sears-vörulistunum“, þar sem tíminn varð algerlega af- stæður við að dást að öllu dótinu sem hægt var að kaupa í Ameríku. Öll sú gjafmildi og væntumþykja Siggu verður seint fullþökkuð. Sigga var glæsileg kona svo tekið var eftir, alltaf vel til höfð, eins og klippt út úr tískublaði. Hún og Bragi voru ákaflega rausnarleg og skemmtileg heim að sækja. Ég hef orðið þeirrar ánægu aðnjótandi að hafa komið til þeirra af og til í yfir tvo áratugi. Í fyrstu ferð minni til Bandaríkjanna dvaldi ég hjá þeim í eina viku í Los Angeles. Var það ógleymanlegt í alla staði og Sigga og Bragi stjönuðu við mig til að gera tímann sérstakan. Þar tók Sigga mig meðal annars á fornsölu til að kaupa forngrip frá Kína til að gefa mömmu við heimkomuna. Ekki var annað tekið í mál en að gripnum fylgdi vottorð um uppruna og aldur. Okkur Dóru var ekki heldur í kot vísað þegar við komum fyrst saman til Ameríku. Sigga þeyttist með okkur milli verslana til að kaupa hitt og þetta sem vantaði. Þar buðu þau okkur út að borða og fengum við þar eina eftirminnileg- ustu máltíð sem við höfum fengið. Heimsóknir voru nokkuð tíðar á fyrstu árum okkar í Madison. Mikið var skrafað og skeggrætt um gamla tíma, fjármálin, það sem var að ger- ast á Íslandi, grillað og spilað billj- ard. Sigga reyndist dætrum mínum ákaflega vel og reyndi ávallt að leiða þeim fyrir sjónir hvers virði það er að vera Íslendingur. Sigga var ákaflega mikill Íslendingur í sér og í hennar huga var allt ís- lenskt best. Hún lagði alltaf mikla áherslu á að við flyttum aftur heim. Síðasta heimsóknin til þeirra var árið sem við fluttum heim. Þau höfðu nokkrum árum áður flutt til Santa Barbara til að vera í nálægð við Steinunni og hennar fjölskyldu. Þá var heilsu Siggu farið að hraka, en hún hélt áfram reisn sinni. Þar stóð Bragi við hlið hennar eins og klettur. Þessar heimsóknir okkar til Siggu og Braga munu skipa stór- an sess í minningunni og gera okk- ur ríkari. Elsku Bragi, Steinunn og fjöl- skyldur, við Dóra, Sirrý, Stína, Stefán og Valtýr biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni og blessa minningu Siggu um ókoma tíð. Bjarni Valtýsson. Elsku Einar, þú ert farinn. Þú sem ert ný- kominn inn í líf okkar. Það eru nokkrir mán- uðir síðan þú tókst saman við Berglindi og við fjögur náðum vel saman. Við vorum búin að heyra mikið um þig, Bettý talaði ekki um neitt annað og við vorum orðin spennt að hitta þig. Við hittumst á gamlárskvöldi og þú varst svo góður, blíður og ástfanginn. „Ekkert vanda- mál“ var viðhorf þitt og öllu var EINAR SIGURBJÖRN LEIFSSON ✝ Einar SigurbjörnLeifsson fæddist í Keflavík 24. maí 1953. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 6. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 19. júní. reddað, og alltaf sást þú það góða í öllum. Þú reyndist Berglindi og börnum hennar ómet- anlegur vinur, traustur og staðfastur. Ást þín á Berglindi var öllum augljós og barst þú hana á hendi þér, henn- ar missir er mikill og barnanna einnig. Hann leið eins og geisli sitt skammvinna skeið og skírist nú ljósinu fríða. Hann samfundi þráir, hann sér ykkar leið, og sætt er hjá guði að bíða. (Höf. ók.) Elsku Bettý, Doddi og Maddý og aðrir ástvinir, ykkar missir er mikill. Við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Gunnar og Guðrún Valdís. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. Í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minning- argreina Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.