Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 47 Hopparar SPRENGISANDSLEIÐ var opnuð í gærmorgun. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni er það á svipuðum tíma og síðustu ár, en hún var „að meðaltali“ opnuð hinn 26. júní árin 1996–2001. Búið að opna Sprengisandsleið LÍTIL veiði hefur verið í Vatns- dalsá frá því að hún var opnuð á dögunum en í fyrrakvöld urðu menn varir við „einhverja breyt- ingu“, eins og Pétur K. Pétursson, leigutaki árinnar, komst að orði. Þá sáu menn laxa bæði ofan og neðan Flóðs, settu í fiska, misstu þrjá eða fjóra en náðu 16–17 punda fiski í Hólakvörn. Pétur sagði þetta allt stóra fiska, en að hann hefði síðan vissu fyrir því að nýrunnir smálaxar hefðu veiðst á silungasvæðinu síð- ustu daga, bæði ofan og neðan Flóðs, og það væri örugg ávísun á að sá fiskur kæmi inn á aðalsvæðið á næstu dögum. Kemur og fer Jón Guðmann, veiðivörður við Laxá á Ásum, sagði í gærdag að áin væri búin að skila tíu löxum og ekki væri annað hægt að segja en veiðin hefði verið slök. „Þetta hef- ur verið að koma í skotum. Þannig hittu menn t.d. á smágöngu á mið- vikudagsmorgun, fengu þrjá laxa og sáu talsvert, en þeir sem tóku við eftir hlé urðu einskis varir. Annars er bara veitt á flugu í ánni í sumar og stærri laxarnir, sem menn sjá og vita um, hreyfa sig ekki eftir flugunni,“ sagði Jón. Að- eins þrír af umræddum tíu löxum teljast stórlaxar, 10 til 11 punda fiskar og tveir voru innan við þrjú pund. Sex laxlausir dagar Ástþór Jóhannsson, leigutaki Straumfjarðarár, sagði í gær að laxveiðin hefði ekki gengið sem skyldi, en það hlyti að vera klukkustundaspursmál hvenær sá fyrsti veiddist úr því sem komið er. „Ég hélt að ég væri að setja allt í gang í morgun, fékk þessa fínu töku í Sjávarfossinum og sagði hátt og snjallt við félaga minn: „Jæja, hérna er kominn sá fyrsti,“ en þá var þetta bara þriggja punda bleikja,“ sagði Ást- þór og hló að öllu saman. „Annars erum við búnir að sjá laxa í ánni og ég hugsa að það væri búið að veiða nokkra ef það hefðu verið duglegri menn í ánni. Sama ef við leyfðum maðk eða spón. En þetta snýst ekki um það, hér er bara veitt á flugu og menn standa og falla með því,“ bætti Ástþór við. Fín veiði – stórir fiskar Silungsveiðin lætur ekki að sér hæða. Fínar tölur berast víða að. Hollið sem opnaði Seglbúðasvæði Grenlækjar veiddi t.d. næstum 40 bleikjur sem flestar voru á bilinu þrjú til sex pund. Allt var veitt á flugu og voru kúlupúpur veiddar andstreymis það sem gaf best. Þá fréttist af tveimur veiðifélög- um sem voru um daginn í Veiði- vötnum. Þeir fengu um 40 urriða, tveggja til sex punda, og alla á svartan Tóbí. Hörkudagur það. Morgunblaðið/Golli Gönguskot kom í Elliðaárnar og mátti sjá lax stökkva í Sjávarfossinum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? „Einhver breyting“ í Vatns- dalnum Helgardag- skrá þjóð- garðsins á Þingvöllum LÍFRÍKI Þingvallavatns og leikir fyrir börnin eru meðal þess sem verður á boðstólum fyrir gesti á Þingvöllum nú um helgina. Farið verður í gönguferð á laugardaginn með strönd Þingvallavatns. Hugað verður að margbrotnu lífríki vatns- ins og tengslum þess við jarðfræði vatnasviðsins. Safnast verður saman við brúna yfir Öxará við Hótel Val- höll klukkan 13. Á sama tíma verður farið í Hvannagjá þar sem verður dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Farið verður frá þjónustumiðstöð- inni á Leirunum og tekur dagskráin um klukkustund. Sunnudaginn 30. júní verður guðsþjónusta í Þing- vallakirkju og að venju verður þing- helgarganga þar sem farið verður um þingstaðinn forna og saga þings og þjóðar reifuð. Þinghelgargangan hefst klukkan 15 við kirkju. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin en nánari upplýsingar um dagskrána veita landverðir í þjón- ustumiðstöð. Skúlaskeið í Viðey SUNNUDAGINN 30. júní verður haldið svonefnt Skúlaskeið í Viðey, en það er þriggja kílómetra skokk fyrir alla fjölskylduna. Bátsferðir verða farnar eftir þörfum frá kl. 11 með þátttakendur og eftir hlaupið verða grillaðar pylsur, auk þess sem allir þátttakendur fá stuttermabol og verðlaunapening. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í Skúlaskeiði geta aflað frekari upplýsinga hjá Reykjavíkur- maraþoni. Viðeyjarferja fer frá Sundahöfn alla daga vikunnar og tekur ferðin yf- ir til Viðeyjar aðeins um 5–7 mínútur, en áætlunarferðir ferjunnar hefjast kl. 13. Hjól eru við bryggjuna í Viðey og getur fólk fengið þau að láni endur- gjaldslaust með því skilyrði að þeim sé komið fyrir á sama stað eftir notk- un. Boðið er upp á stuttar skoðunar- ferðir frá nýrri upplýsingaþjónustu sem er í Viðeyjarstofu, en þess má geta að Viðeyjarstofa verður með kaffisölu alla næstu helgi. Eldstöðvar og hraun í Grímsnesi LAUGARDAGINN 29. júní kl. 14– 16 mun dr. Sveinn Jakobsson jarð- fræðingur fjalla um eldstöðvar og hraun í Grímsnesi. „Grímsnesið á sér merka mótun- arsögu og forvitnilega. Hvernig varð Kerið til? Af hverju eru Seyðishól- arnir rauðir? Hvenær brunnu Grímsneshraun? Er Grímsnesið virkt gossvæði? Hvaðan ætli koltví- vetnið í gosdrykkjum okkar komi? Verið velkomin að kynna ykkur jarð- sögu Grímsness undir leiðsögn jarð- fræðings sem er sérfróður um efnið. Mæting í Alviðru kl. 14 stundvíslega en síðan ekið að Seyðishólum og gengið á þá. Boðið er upp á kakó og kleinur. Þátttökugjald er 700 kr. fyr- ir fullorðna, frítt fyrir börn,“ segir í fréttatilkynningu frá Alviðru. Fjórða skák- mótið í Bikarsyrpu TAFLFÉLAGIÐ Hellir, Halló! og ICC standa sameiginlega að tíu móta röð á skákþjóninum ICC sem kallast Bikarsyrpa Halló! á ICC. Fjórða mótið fer fram 30. júní en það síðasta verður haldið 24. nóvember og verð- ur það jafnframt Íslandsmótið í net- skák. Þeir sem hafa teflt í þremur fyrstu mótunum þurfa ekki að skrá sig heldur er nægilegt að mæta fyrir kl. 20. Aðrir þurfa að skrá sig á www.hellir.is. Tefldar verða níu um- ferðir. Umhugsunartími er fjórar mínútur á skák, auk tveggja viðbót- arsekúndna á leik. Keppt verður í fimm flokkum og eru sigurvegararnir í hverjum flokki jafnframt bikarmeistarar Halló! í viðkomandi flokki. Flokkarnir eru opinn flokkur, undir 2100, undir 1800 og stigalausir. Stigaflokkar miðast við íslensk stig 1. apríl 2002. LEIÐRÉTT Blómamarkaður hefst í dag Blómamarkaðurinn á Lækjartorgi í Reykjavík, sem verður starfræktur í sumar, verður opnaður í dag en var ekki opnaður í gær eins og kom fram í blaðinu í gær. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.