Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 52

Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 52
About a Boy Allt í senn bráðfyndin, háðsk og hlýleg um þroskasögu ólíklegustu einstaklinga sem ör- lögin leiða saman í Lundúnum, 12 ára sér- sinna drengs sem er lagður í einelti og manns á fertugsaldri sem býr í innantómum allsnægtum. Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhóp og myndin undurvel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin. Mulholland Dr. Þessi draumlógíska og seiðandi noir-saga skipast tvímælalaust í flokk bestu mynda David Lynch. Óræð en þó býr yfir leyndu merkingarsamhengi. (H.J.) Háskólabíó Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga frá mexíkóska leik- stjóranum Alejandro González Inárritu. Form- ið er sótt til Tarantínóismans en myndin fer síðan lengra en dýpra inn í tilfinningalíf og til- vist. (H.J.)  Sambíóin. Curse of the Jade Scorpion Allen er góður í þessari nýjustu mynd sinni sem er sambland af gríni og glæpum, þó í raun rómantísk ástarmynd með sálfræðileg- um undirtóni. Dávaldar, gimsteinar, rann- sóknarlöggur og bæld ást. Gaman, gaman. (H.L.)  Háskólabíó. Hjálp! ég er fiskur Daninn reynir að gera Hollywood teiknimynd og tekst vel til. Myrk en góð saga, vandaðar og bráðfallegar teikningar. Útkoman er skemmtilegt og spennandi ævintýra um klára krakka.(H.L.) Háskólabíó, Sambíóin. Jimmy Neutron Virkilega vel til fundin og flott teiknimynd. Þar segir frá snillingnum Jimmy og félögum hans sem leggja í spennandi leiðangur til annarrar plánetu til að bjarga foreldrum sín- um. Skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. (H.L.)  Sambíóin, Laugarásbíó. Skrímsli hf. Raddsett teiknimynd. Tölvu- teiknuð barna- og fjölskyldu- mynd um skrímslin í skápnum. Sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. Létt og skemmtileg fyrir alla fjöl- skylduna. (S.V.)  Sambíóin. Árás klónanna Næstsíðasti kafli Stjörnustríðs- ins er skref í rétta átt, hrein- ræktað ævintýri og þrjúbíó þó nokkuð vanti upp á seið fyrstu myndanna. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn, Sam- bíóin. You Can Count On Me Ljóðræn mynd í hversdagsleika sínum, þar sem segir frá tveimur nánum systkinum sem velja sér ólíka lífstíla og sýn á lífið. Myndin fjallar á gamansaman og dramatískan hátt um hvernig þeim tekst að virða hvort annað. Öðruvísi en hinar í bíó. (H.L.)  Háskólabíó. Ali G Indahouse Sjónvarpstrúðurinn Ali G fer mikinn í satíru að hætti hússins um rotið kerfi og gjörspillta stjórnmálamenn og eigið ágæti í mynd sem sveiflast á milli allt að því snilligáfu og leið- indastagls. Fyrir unglinga. (S.V.)  Sambíóin. Panic Room Vel gerður og lengst af spennandi tryllir um mæðgur í höggi við innbrotsþjófa. Leikstjór- inn Fincher og hans fólk gera allt vel en Fost- er er ótrúverðug og myndin verður langdregin og dettur niður í klisjukenndan lokasprett. (S.V.)  Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn. Köngulóarmaðurinn Ný og flott mynd um Köngulóarmanninn í gamaldags hasarblaðastíl, í bland við straumlínulagað tölvugrafíkútlit. Myndin er frábær framan af en slappast þegar á reynir. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. Hart’s War Skilgetið afkvæmi gæðabylgjunnar í stríðs- myndabransanum. Tilraun gerð til að koma með dálítið ferskt sjónarhorn á heimsstyrj- öldina síðari, en þjóðernisremban tekur fljót- lega yfir.(H.J.) Smárabíó, Regnboginn. Pétur Pan 2 – Aftur til hvergilands Bandarísk teiknimynd með íslenskri og bandarískri talsetningu. Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin. Pilturinn í plastbelgnum Óvenjuleg aulabrandaramynd þar sem sögu- hetjam er ástfanginn ungur maður með ónýtt ónæmiskerfi sem býr í plastkúlu. Heldur út á þjóðveginn í leit að ástinni sinni. Á sína góðu og slæmu kafla, rétt eins og vegurinn. (S.V.) Sambíóin. High Crimes Meinsæristryllir um skuggalega fortíð fyrrum hermanns og liðhlaupa með Morgan Freem- an og Ashley Judd, fer allt of troðnar slóðir. Góður leikhópur og útlit en ferskleikann bráðvantar. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akur- eyri, Háskólabíó. Queen of the Damned Hér er tekinn upp þráðurinn þar sem Int- erview with the Vampire sleppti í úrvinnslu á sagnabálki Anne Rice um vampíruna Lestat og félaga. Ágætlega tekst til í úrvinnslu á tengslum alþýðumýta og ímyndarmótun dægurmenningar, en myndin er af allt öðru kalíberi en forverinn. (H.J.) Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Sorority Boys Strákar komast í hann krappann og neyðast til að þykast vera stelpur og læra sína lexíu af því. Gert grín að kvennaórum karla á af- skaplega lágu plani, og með nokkrum góð- um bröndurum.(H.L.) Sambíóin. 40 Days and 40 Nights Stöðluð rómantísk gamanmynd sem ein- kennist af miklu ofhlaði alls þess sem best þykir í bandarískum unglingabíóheimi. Alvar- leg rökvilla er í handritinu, þar sem aðal- persónunni er nauðgað án þess að hann taki eftir því. (H.J.) Laugarásbíó. On the Line Stöðluð rómantísk gamanmynd fyrir ungt fólk og unglinga, sem segir sig næstum því sjálf. Afþreying sem ekki er aðgangseyrisins virði. (H.J.) Regnboginn. Resident Evil Þessi samsuða tæknitryllis og uppvakninga- hrollvekju byrjar vel á fyrstu mínútum en rennur síðan út í leiðigjarna framfylgni á formúlunni. (H.J.) Sambíóin. Dragonfly Þetta sálræna draugadrama minnir mann óþægilega á þann firrta og forheimskandi hugsunarhátt sem ráðið getur ríkjum í Holly- woodmyndum. (H.J.)  Háskólabíó. D-Tox Sylvester Stallone í döprum slag við fjölda- morðingja og Bakkus konung. (S.V.)  Háskólabíó. Soul Survivors Þessi tilgerðarlega og óskiljanlega kvikmynd fjallar í raun ekki um neitt. Samt fara nokkrir krakkar á dansklúbb og lenda í ógöngum eft- ir það, öllum áhorfendum til mikilla leiðinda. (H.L.) 0 Sambíóin. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Hvað getur bældum, „sönnum“ karlmanni fund- ist pínlegra en að syngja „Killing Me Softly“ með lokuð augun? – Sæbjörn Valdimarsson seg- ir About a Boy bráðfyndna, háðska og hlýlega. FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                 ! " #  $%  &   '#" KVENNAHLAUP Íþrótta- sambands Íslands er orðið árviss viðburður um land allt og árlega taka þúsundir kvenna þátt í því. En hlaupið er ekki einungis bundið innan landsteinanna því í ár hljóp fjöldi vaskra kvenna á öllum aldri í Albufeira í Portúgal á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Borgarstjóri Albufeira, Desid- ério Jorge Silva, mætti á staðinn Íslenskar konur hlupu í Portúgal Eins og sjá má tók vænn hópur þátt í kvennahlaupinu í Portúgal á kvennadaginn. og hvatti íslenskar konur til dáða. Þó að allir þátttakendur í kvennahlaupinu séu sigurvegarar var það Lovísa Einarsdóttir sem kom fyrst í mark. Þetta 13. kvennahlaup ÍSÍ var haldið í samstarfi við Samhjálp kvenna, sem eru stuðningssamtök fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein, og rann hluti tekna til þeirra. Lovísa Einarsdóttir varð fyrst. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is 5TA herdeildin kemur fram í Vesturportinu í kvöld. Sveitina skipa Gím- aldin, Sonja Lind Eyglóardóttir og Loftur Loftsson. BLUE NORTH MUSIC FESTIVAL, Ólafsfirði Tónleikar í Tjarnarborg þar sem fram koma Roðlaust og beinlaust, Hrafnaspark, Gras og Kentár. Einnig verður tívolí í fullum gangi og útvarpsstöð tónlistarhátíð- arinnar í fullum gangi á fm 95,2. CAFÉ 22 Plötusnúðarinn DJ Snake og Tiger. DJ Atli á neðri hæðinni. CAFÉ AMSTERDAM Vítamín spilar. CATALINA, Hamraborg Acoustic spilar. CHAMPIONS CAFÉ Diskótek Sig- valda Búa. GAUKUR Á STÖNG Írafár. GRANDROKK Fræbbblarnir, Ceres 4 og Rúnk spila frá kl. 23. 500 krónur inn. GULLÖLDIN Sælusveitin leikur fyrir dansi. KAFFI DUUS, Keflavík Hljóm- sveitin Feðurnir heldur uppi fjörinu. KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin Spútnik. KAFFI STRÆTÓ Íris Jóns syngur rokk og blús. KAFFISETRIÐ Karókí-kvöld. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Fjöl- skylduhátíð Gullaldarinnar 2002 helgina 27.-30. júní. Útvarpsstöðin Gullöldin fm 101.1 formlega sett við opnun hátíðar kl. 20 í kvöld. Forsala aðgöngumiða í Seglagerðinni Ægi, Eyjarslóð 7 og á Gullöldinni Hvera- fold 5. Miðaverð kr. 2500 f. fullorðna en frítt inn á svæðið f. börn 12 ára og yngri. KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin Sín. KRISTJÁN IX, Grundarfirði Hljóm- sveitin Smack. KRISTJÁN X., Hellu Diskórokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur. O’BRIENS Mogadon ODD-VITINN, Akureyri Rúnar Þór ásamt hljómsveit. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi Í svörtum fötum. SPORTKAFFI Englar SPOTLIGHT DJ Cesar í búrinu kl. 21.00 til 06.00. 20 ára aldurs- takmark. 12 TÓNAR Útgáfugleði Kippa Kan- inus kl. 17. VESTURPORT Tónleikar þar sem fram koma 5TA herdeildin, Varði og félagar og Paul Lydon. Í frétta- tilkynningu segir að tilefni tón- leikanna séu miðsólarskiptin sem eru á þessum árstíma samkvæmt forn-grúsískri trú. Hefð sé að halda uppá þau tímamót með vöku og sam- verustund. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar 500 kr. inn. Veitingar verða seldar á staðnum. VIÐ POLLINN, Akureyri Hljóm- sveitin KOS. VÍDALÍN VIÐ INGÓLFSTORG Hljómsveitin Ber.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.