Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 56

Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4. Vit 379  HL Mbl Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389.Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 12. Vit 382. ALI G INDAHOUSE Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Vit 388. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. STUART TOWNSEND AALIYAH FRUMSÝNING Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 395. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Bi. 14. Vit 394 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385. 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Ástin stingur. Loksins er Sly Stallone kominn í góða gamla Rambó gírinn aftur. Rafmagnaður spennuhasar frá upphafi til enda. Að lifa af getur reynst dýrkeypt Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskyduna. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Frumsýning Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. S ag a um s tr ák  HL Mbl  HL Mbl ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Sýnd kl. 6 og 10.30. Sýnd kl. 8. Bi 16. HK DV HJ Mbl 1/2 SV Mbl  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman Forever, 8mm) LAURYN Hill á að baki einhverja mikilvægustu plötu síðasta áratugar eða svo. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að telja fyrstu sóló- plötu hennar The Miseducation of ... mikilvægustu sálarplötu síðan Marv- in Gaye sendi frá sér What’s Going On 1971. Feit fullyrðing sem fjar- lægð tímans verður að skera úr um hvort eigi við rök að styðjast. Eðlilega hefur næstu skrefa Hill verið beðið í miklu ofvæni og margir ugglaust velt fyrir sér hvert hún myndi stefna, hvort hún myndi fjar- lægjast hipp hopp- rætur sínar enn frekar eða demba sér aftur út í „One time-two time“- frasana. Og svarið er komið. Alla- vega enn um sinn er hipp hopp víðs fjarri og hún er orðin ennþá einlæg- ari, ennþá berskjaldaðri en á fyrstu plötunni, stefna sem gleður kannski ekki gamla Fugees-unnendur, en hverjum er ekki sama um það? Og ekki nóg með að hún opinberi sínar innstu hugsanir og kenndir á næsta óþægilega nærgöngulan máta held- ur er tónlist hennar orðin berstrípuð líka, einungis röddin hennar yndis- lega og kassagítarinn. Á heldur of langri Unplugged er Lauryn Hill sem sagt trúbador og fjandi góð sem slíkur. Gítarleikurinn öruggur og hennar eigin, og tilfinningaríkari söngur vart verið hljóðritaður – ja, kannski síða Gaye söng „Save the Children“ á What’s Going On.  Tónlist Berskjölduð Lauryn Hill Unplugged Columbia Önnur sólóplata fyrrum Fugees- söngkonunnar. 22 berstrípuð lög, beint frá hjartanu, tekin upp fyrir MTV. Skarphéðinn Guðmundsson KARÍBAHAF - 12 d. hálfvirði = 2 fyrir 1 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA SÁLINA hans Jóns míns þarf varla að kynna fyrir landsmönnum. Sveitin eru ein vinsælasta popp- hljómsveit Íslands fyrr og síðar og á margar af þekktustu perlum ís- lenskra dægurlaga. Lítið hefur þó borið á hljómsveitinni undanfarna mánuði en á næstunni mun verða breyting þar á. „Við tókum okkur hálfs árs frí eftir að hafa fylgt eftir plötunni okkar, Logandi ljós, í fyrra,“ upp- lýsir Guðmundur Jónsson, gítar- leikari og aðallagasmiður Sálar- innar. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur undanfarin tvö til þrjú ár og þetta var bara ágætis tækifæri til að taka okkur frí hver frá öðrum. Það er samt búið að vera margt í gangi hjá okkur þó við höfum ekki verið að spila saman. Ég hef verið að semja helling af lögum og það eru að koma inn ýmis verkefni.“ Eitt af þessum verkefnum, sem Guðmundur nefnir, er lag sem þeir félagar eru þessa dagana að taka upp fyrir kvikmyndina Maður eins og ég, sem frumsýnd verður í sum- ar. „Lagið heitir „Þú fullkomnar mig“ en framleiðandi myndarinnar, Júlíus Kemp, bað okkur um ást- arlag,“ segir Guðmundur sem samdi lagið. „Við reyndum að hafa þetta eins væmið og við frekast gátum,“ bætir hann við hlæjandi. Þetta er í annað sinn sem Sálin hans Jóns míns semur lag gagngert fyrir kvikmynd en þeir áttu lagið „Sódóma“ í kvikmynd Óskars Jónassoar Sódóma Reykjavík. „Í báðum lögunum fjallar textinn um atburði í myndunum eða vísar til atriða úr þeim,“ segir Guðmund- ur. Aðspurður um hvað sé framund- an hjá Sálinni svarar Guðmundur: „Lagið verður tilbúið í næstu viku og fer þá í útvarpsspilun. Við komum síðan saman í lok júlí og ætlum að spila grimmt á sveitaböll- unum í ágúst, en það er okkar vett- vangur.“ Hvergi nærri hættir „Það er fullt af spennandi hlutum framundan. Við erum hugsanlega að fara að spila með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í nóvember,“ upplýsir Guðmundur. „Það var haft samband við okkur í vor og spurt hvort við hefðum áhuga á að leika með henni og við erum svona að velta fyrir okkur hvað við eigum að spila. Svo eigum við fimmtán ára afmæli á næsta ári og það verður trúlega fullt að ger- ast í kringum það. Ég held að á næsta eina og hálfa árinu verði mjög mikið að gera hjá okkur svo við erum hvergi nærri hættir.“ Guðmundur segir móralinn í hljómsveitinni enn vera mjög góðan og að þeir félagar geti vart beðið eftir að koma saman á ný til að spila „Við erum í miklu betra ástandi innbyrðis en oft áður og það er mjög gott held ég bara fyrir band sem er búið að starfa svona lengi saman. Sérstaklega á svona litlum markaði sem Íslandi,“ segir Guð- mundur. En hver er galdurinn við að halda vinsældum á ekki stærri markaði en Íslandi í allan þennan tíma? „Það er kannski númer eitt, tvö og þrjú að gera sem mest sjálfir. Við erum svo heppnir í Sálinni að við semjum allt og tökum allt upp sjálfir og erum svona þokkalegir á öllum vígstöðvum. Við erum heldur ekki með neinn umboðsmann, ger- um þetta bara allt sjálfir,“ segir Guðmundur. „Þetta er líka bara svo gaman, það er þessi ástríða að spila. Það er eitthvað sem gerist þegar við strák- arnir förum saman upp á svið og spilum, það er ólýsanlegt. Fólk er stundum að koma til manns og spyrja hvort maður ætli ekki að fara að snúa sér að einhverju öðru sem meiri vigt er í. Maður er bara farinn að sætta sig við að þetta sé það sem maður gerir best og er í raun ótrúlega heppinn að geta lifað á tónlistinni einni saman,“ segir Guðmundur að lokum. Sálin hans Jóns míns á titillag myndarinnar Maður eins og ég Ljósmynd/Kjartan Már Sálin hans Jóns míns virðist ennþá full af lífi og sál. birta@mbl.is Sálin full- komnar sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.