Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 1
162. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. JÚLÍ 2002 JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, skýrði frá því í gær að bresk og spænsk stjórnvöld hefðu náð samkomulagi í aðalatriðum um sameiginleg yfirráð yfir bresku krúnunýlendunni Gíbraltar á Suð- ur-Spáni. Endanlegur samningur liggur þó ekki fyrir. Straw sagði á breska þinginu að sameiginleg yfirráð væru á meðal þeirra atriða sem samkomulag hefði náðst um. Efnt yrði til at- kvæðagreiðslu meðal íbúa Gíbraltar um lokasamninginn. Utanríkisráðherrann sagði að bresk og spænsk stjórnvöld væru nær því en nokkru sinni fyrr að leysa deiluna um Gíbraltar, sem hefur verið undir yfirráðum Breta í 300 ár. Samningurinn væri háður samþykki íbúa Gíbraltar. Íbúarnir andvígir spænskum yfirráðum Íbúar Gíbraltarskaga eru um 30.000, flestir af spænskum, ítölsk- um og portúgölskum uppruna. Þeir leggja metnað sinn í að vera bresk- ari en allt, sem breskt er, og mega ekki til þess hugsa að „Kletturinn“, eins og skaginn er oft kallaður, verði aftur undir yfirráðum Spán- verja. Þeir saka bresku stjórnina um svik en Straw sagði að óbreytt ástand gengi ekki til lengdar og óhjákvæmilegt væri að semja við Spánverja um framtíð nýlendunn- ar. Utanríkisráðherrann sagði að íbúarnir ættu að fá að halda venjum sínum og lífsháttum og vera áfram breskir ríkisborgarar. Þeir ættu einnig að geta fengið ríkisborgara- rétt á Spáni. Ráðgert hafði verið að Straw ræddi við utanríkisráðherra Spánar í gær, en fundinum var frestað fyrr í vikunni eftir að Ana de Palacio tók við embættinu af Josep Pique því hún þurfti að fá meiri tíma til að setja sig inn í málið. Samkomulag að nást í 300 ára deilu Breta og Spánverja Sameiginleg yfir- ráð yfir Gíbraltar London. AFP. ISMAEL Cem, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Tyrklands, skýrði frá því í gær að hann væri að stofna nýjan stjórnmálaflokk og væri markmiðið að koma Bulent Ecevit, hinum aldna forsætisráð- herra landsins, frá völdum. Cem sagði nýlega af sér ráðherraemb- ætti og hvarf um leið úr flokki for- sætisráðherrans, Hann sagði að samsteypustjórn Ecevits hefði brugðist vegna innri deilna. „Tyrk- ir þurfa stjórn sem kemur hlut- unum í framkvæmd,“ sagði Cem. Ecevit hefur ekki getað veitt stjórninni trausta forystu síðustu tvo mánuði vegna veikinda en hef- ur neitað að segja af sér þrátt fyr- ir tilmæli margra helstu stjórn- málaleiðtoga. Rúmlega 40 þingmenn og ráðherrar hafa yf- irgefið Lýðræðislega vinstriflokk- inn, flokk Ecevits, undanfarna daga og er hann ekki lengur stærstur á þingi. Ráðherrann við- urkenndi aðspurður í gær að hann myndi íhuga afsögn ef stjórnin missti meirihlutann en gaf í skyn að baráttan væri alls ekki töpuð. „Ég er við stjórnvölinn núna. Ég verð að sitja áfram,“ sagði hann. Ecevit hefur fimm sinnum veitt ríkisstjórn forystu en hann er nú 77 ára gamall. Hann skipaði í gær náinn samstarfsmann, Sukru Sina Gufel, í embætti utanríkisráðherra í stað Cems. Að sögn Cems verða Husamett- in Ozkan, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra og Kemal Dervis fjármálaráðherra í nýja flokknum. Sjónvarpsstöðvar höfðu einnig eft- ir Dervis, sem er utan flokka og nýtur mikils álits erlendra sér- fræðinga, að hann styddi nýja flokkinn. Helsta stefnumálið verð- ur að koma Tyrklandi inn í Evr- ópusambandið en hart hefur verið deilt um sum skilyrðin sem sam- bandið setur, þ.á m. að dauðarefs- ing verði afnumin og mannréttindi Kúrda tryggð. Flokkur þjóðern- issinna, sem á aðild að stjórn Ece- vits, er nú stærstur á þingi en hann er andvígur mörgum af skil- yrðum ESB. Kosningar eiga að verða næst 2004. Kannanir hafa bent til þess að ef kosningum yrði flýtt og þær haldnar í haust, eins og sumir hafa lagt til, myndi flokkur heittrúaðra múslíma vinna mikinn sigur en stjórnarflokkarnir bíða afhroð. Veruleg hækkun varð á verðbréfa- mörkuðum í landinu er fréttist af nýja flokknum í gær. Tyrkir hafa gengið í gegnum miklar efnahags- þrengingar undanfarna mánuði og gengi gjaldmiðilsins, lírunnar, hef- ur fallið mikið. Nýr flokkur til höfuðs Ecevit Ankara. AP, AFP. Leggur áherslu á aðild Tyrk- lands að Evrópusambandinu MUAMMAR Gaddafi Líbýu- leiðtogi, sem er nú á ferðalagi um suðurhluta Afríku, sló upp tjaldi í konungdæminu Swazi- landi í gær og neitaði að gista á hóteli. Mswati III konungur, sem er alger einvaldur í Swazi- landi, þar sem býr um ein millj- ón manna, sæmdi Gaddafi heið- urstitlinum Æðsti ráðgjafi Sobhuzas heitins II konungs, sem var faðir Mswatis en lést 1982. Hlaut Líbýuleiðtoginn þennan heiður fyrir það sem hann hefur gert fyrir Afríku og Swaziland. Gaddafi er á ferð í 90 bíla lest og eru með honum lífverðir, gráir fyrir járnum, allt að 400 talsins, að því er fjölmiðlar í S- Afríku segja. Herma óstaðfest- ar fregnir að ekið verði alla leið frá S-Afríku, þar sem ferðin hófst, og norður til Líbýu – eftir Afríku endilangri. Aðdáendur Gaddafis í Swazi- landi vörðu fimmtudeginum að mestu í að söngla nafn hans og halda á lofti myndum af honum. Er Gaddafi kom yfir landamær- in frá Suður-Afríku tóku marg- ir þeirra æðisköst og greindi fréttamaður frá því að sumt af fólkinu sem var við landamærin hefði haldið að S-Afríkumenn hefðu gert innrás í Swaziland. Gaddafi tjaldar Lozitha í Swazilandi. AFP. VERÐ á hlutabréfum á fjármála- markaðinum í London féll enn í gær, og við lokun var það hið lægsta síðan í apríl 1997, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Eftir lífleg viðskipti í gærmorgun féll FTSE 100 vísitalan aftur og er upp var staðið hafði hún lækkað um 5,9 stig og stóð í 4224,1. Á fimmtudaginn lækkaði FTSE um fjögur prósent og fór þá lægra en hún hafði verið í fimm ár, og eftir áframhaldandi fall í gær hefur hún lækkað um 8,5 af hundraði í þessari viku. Þetta þýðir að hlutabréf í 100 helstu fyrirtækjum Bretlands hafa lækkað í verði um 94 milljarða punda síðan um síðustu helgi. Reyndar varð hækkun á flestum evrópskum mörkuðum í gærmorg- un, að því er BBC greindi frá, en þegar viðskipti hófust á mörkuðum í New York urðu stakkaskipti. Dow Jones-vísitalan lækkaði snarlega þegar birt var skýrsla er sýndi að dregið hefur úr neytendatrausti í Bandaríkjunum, og varð þá einnig lækkun á evrópsku mörkuðunum. Þó hafði orðið lítilsháttar hækkun á mörkuðunum í París og Frankfurt er viðskiptum lauk í gær, að því er AFP-fréttastofan greindi frá. Enn lækk- un á mörk- uðum FJÓRIR bændur stilltu sér upp á dráttarvél og veifuðu til keppenda í frönsku hjólreiðakeppninni, Tour de France, í gær, þegar sjötta leiðin í keppninni var hjóluð, alls tæpir 200 km. Þýski hjólreiðakappinn Er- ik Zabel sigraði á þessari leið á fjór- um klst. 23 mínútum og sjö sek- úndum. Tveir árekstrar urðu í keppninni í gær og varð einn kepp- andi að hætta vegna meiðsla. Spánverjinn Igor Gonzalez de Galdeano hefur forystu í keppninni en Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong, sem hefur sigrað í þess- ari þekktustu hjólreiðakeppni heims undanfarin þrjú ár, er þriðji. Erfiðustu leiðirnar eru þó eftir, þær sem liggja um Alpana, en alls eru leiðirnar tuttugu og lýkur keppninni á Champs Elysees í mið- borg Parísar 27. júlí. AP Franska hjólreiða- keppnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.