Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 13
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 13 Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 18 03 7 06 . 20 02UTSALA OPNAÐ hefur verið tölvuver fyrir almenning í Keflavík. Starfsemin er nokkurs konar netkaffi, án kaffis, því ekki er aðstaða til veit- ingareksturs. Icelan heitir tölvuverið sem hjón- in Árni Hjörleifsson og Geirþrúður Gestsdóttir hafa komið upp á Hafn- argötu 54, beint á móti Flughót- elinu. „Ég er mikill áhugamaður um tölvur en hef verið að vinna í fiski. Þegar ég stóð uppi atvinnu- laus ákvað ég að skella mér í þetta í stað þess að fara með hálfum huga aftur í fiskinn,“ segir Árni. Hann er ákveðinn í að mennta sig í tölvu- fræðum og byrjar á að fara á nám- skeið í Rafiðnaðarskólanum í haust. Icelan býður alhliða netþjónustu þar sem fólk getur til dæmis komið og skoðað tölvupóstinn sinn, jafnt ferðafólk sem heimamenn, eða leit- að á Netinu, nemendur geta unnið að ritgerðum og stundað fjarnám og síðast en ekki síst geta áhuga- menn um tölvuleiki fengið útrás fyrir áhugamál sitt í tölvuverinu. Í tölvunum eru margir leikir og fer þeim fjölgandi, aðallega svokall- aðir fyrstupersónuleikir, sem hægt er að leika á milli tölva eða á Net- inu. Árni tekur undir það að Icelan sé nokkurs konar netkaffi án kaffis. Hann segir að ekki sé aðstaða til að hafa þar eldhús en í staðinn eru seldir gosdrykkir og annað slíkt. En Árni þvertekur ekki fyrir það að gestirnir sníki kaffi hjá starfs- fólkinu. Tölvuverið er opið frá kl. 13 til 23 alla virka daga og fram á nótt um helgar. Segir Árni að strák- arnir komi venjulega fljótlega eftir að opnað er til að fara í leiki og sumir sitji lengi. Starfsemin hefur farið ágætlega af stað, að sögn Árna, og í fyrradag var í fyrsta skipti biðröð. Hann segist hafa möguleika á að stækka húsnæðið en vill sjá áhugann betur áður en ákvarðanir um slíkt verða teknar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Árni Hjörleifsson í tölvuverinu, fyrir opnun, dag einn í vikunni. Netkaffi án kaffis Keflavík BÆJARYFIRVÖLD í Reykja- nesbæ hafa fengið heimild umhverf- isráðuneytisins til að taka eignar- námi tæpa 52 hektara lands á Hólmsbergi í Keflavík. Stefnt mun að því að ljúka mati landsins á þessu ári. Landið á Hólmsbergi, ofan við smábátahöfnina í Grófinni, er í einkaeigu. Fyrir nokkrum árum skipulagði Reykjanesbær þar íbúða- hverfi fyrir 20–30 einbýlishús og byrjaði að úthluta lóðum. Innflutt einingahús frá Kanada voru byggð á tveimur lóðanna en eigendur þeirra fengu ekki lóðarleigusamning hjá landeigendum og síðan hafa menn staðið í stappi um landið. Í fundar- gerðum bæjarins hefur þetta svæði stundum verið nefnt „þrætuland“ af þeim sökum. Heimild til eignarnáms á „þrætulandi“ Keflavík FLEIRI fluttu frá öllum sveitarfélög- unum á Suðurnesjum fyrstu sex mán- uði ársins en fluttu þangað, nema Gerðahreppi þar sem fjölgaði um einn. Í heildina voru brottfluttir frá Suðurnesjum 31 fleiri en aðfluttir. Frá Suðurnesjum fluttu 625 íbúar á fyrstu sex mánuðum ársins á móti 594 sem fluttu þangað, samkvæmt nýjum upplýsingum Hagstofu Íslands. Leið- ir þetta til þess að þar hefur fækkað um 31 íbúa á þessu tímabili ef ein- göngu er litið á búferlaflutninga. Flestir fóru til höfuðborgarsvæðisins. Frá Reykjanesbæ fluttust tíu fleiri en þangað komu, 9 frá Sandgerði, 8 frá Vatnsleysustrandarhreppi og 5 frá Grindavík. Fleiri flytja í burtu en koma Suðurnes NÝTING herbergja á hótelum og gistiheimilum á Suðurnesjum var tæplega 59% í fyrra. Er það betri nýting en í öðrum landshlutum fyrir utan höfuðborgarsvæðið og talsvert yfir landsmeðaltali sem er liðlega 45%. Þessar upplýsingar koma frá í rit- inu Gistiskýrslur 2001 sem birt er á heimasíðu Hagstofu Íslands. Nýt- ingin á Suðurnesjum miðast við þrjú hótel og eitt gistiheimili sem samtals eru með 277 rúm í 135 herbergjum. Suðurnes áttu um 3% af heildar- fjölda gistinátta á landinu öllu í fyrra. Tæplega 59% nýting hótel- herbergja Reykjanes ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.