Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ
Netverk hf. hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta samkvæmt úr-
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur.
Skiptastjóri var skipaður Kristinn
Bjarnason hrl. Ekki er ljóst hversu
stórt gjaldþrotið er en skiptastjóri
kannar nú sölu á öllum hugbúnaði
og höfundarrétti þrotabúsins. Við-
ræður standa yfir við tvo aðila en
ekki fæst uppgefið hverjir þeir eru.
Frestur til að lýsa kröfum í búið
verður auglýstur á næstunni en
skiptafundur þrotabúsins verður
haldinn 11. október. Landsbanki Ís-
lands er stærsti kröfuhafi í búið en
Þórður Ólafur Þórðarson hdl., sem
starfar hjá skiptastjóra, staðfesti
við Morgunblaðið að ágreiningur
væri kominn upp á milli þrotabús
Netverks og veðsala um veðsetning-
ar.
Netverk er 12 ára gamalt fyrir-
tæki sem var upphaflega í eigu Hol-
bergs Mássonar og fjölskyldu hans.
Í lok árs 1997 urðu þáttaskil í
rekstri Netverks. Þá keypti Þróun-
arfélag Íslands rúman 10% eignar-
hlut í félaginu og hafnar voru við-
ræður við innlenda og erlenda
fjárfesta um útboð á nýju hlutafé. Á
næstu árum bættust í hóp fjárfesta
stórir aðilar á borð við fjárfestinga-
félögin Citicorp Capital og WestLB
og símafélögin Belgacom og Tele-
Danmark (nú
TDC). Þá eignuð-
ust fjölmargir
einstaklingar og
sjóðir hérlendis
samtals um fjórð-
ungshlut á hinum
svokallaða
„gráa“ markaði auk þess sem
Landsbankinn eignaðist um 17%.
Óheppileg þróun á markaði
Holberg Másson er stofnandi
Netverks og var lengst af fram-
kvæmdastjóri félagsins og stærsti
eigandi. Hann segir að óheppileg
þróun á markaði eigi stærstan þátt í
rekstrarerfiðleikum Netverks en
jafnframt telur hann að hægt hefði
verið að komast hjá því að fara með
félagið í gjaldþrot.
„Síðastliðin fjögur ár hefur starf-
semi Netverks miðað að því að þróa
hugbúnað fyrir ákveðinn markað.
Við fengum talsvert fjármagn til
framleiðslunnar og vörurnar voru
að mestu tilbúnar vorið 2001. Þá
kom á daginn að markaðurinn hafði
gjörbreyst frá því sem var og við-
skiptavinum okkar tókst ekki að
selja vöruna áfram. Verð á fyrir-
tækjum eins og Netverki hrapaði
sem þýddi að mjög erfitt varð að
fjármagna þau. Þetta var afskap-
lega erfið staða sem Netverk, eins
og svo mörg fyrirtæki, stóð frammi
fyrir. Allt hafði verið miðað við að
samningar fyrirtækisins færu að
skila tekjum á þessum tímapunkti.
Þess í stað fór fyrirtækið að draga
saman seglin, starfsmönnum fækk-
aði úr 75 manns í 35 sl. haust og svo
niður í 25 manns í vor.“
Hefði farið að skila tekjum
á næsta ári
Holberg segir að fyrirtækið sé ný-
lega farið að skila einhverjum
tekjum að ráði og reiknar hann með
að reksturinn hefði getað farið að
skila hagnaði á næsta ári. Hann ját-
ar því að tekjur félagsins hafi aldrei
verið miklar enda hafi allt kapp ver-
ið lagt á að gera vörur þess tilbúnar.
„Það var gert vegna samkeppni
frá öðrum. Ef það hefði ekki verið
gert þá hefði
Netverk einfald-
lega misst af öll-
um samningum.
Samningslaust
er auðvitað lítið
gagn að því að
hafa tilbúnar
vörur. Svo þegar fyrstu vörurnar
voru tilbúnar var allt í einu komin
önnur staða á markaðnum, fjár-
málamarkaðurinn erfiður, fyrir-
tækjamarkaðurinn erfiður og síma-
félögin fóru ekki í að kynna
nýjungar, voru bara blönk og á eftir
með sínar eigin fjárfestingar.
Netverk lenti einfaldlega í mjög
svipaðri stöðu og mörg önnur sam-
bærileg fyrirtæki. Símafélögin
hvöttu fyrirtækin til að standa í þró-
un og gerðu viðskiptasamninga um
að þeir ætluðu að selja fyrir þá vör-
urnar þegar þær yrðu tilbúnar en
tóku ekki neinar skuldbindingar á
sig um magn eða tímasetningar.
Þegar símafélögin héldu svo að sér
höndum í sölu- og markaðsstarfsemi
fyrir nýjungar þá lentu þessi fyr-
irtæki mörg hver í miklum erfiðleik-
um.“
Fjárfestar heltast úr lestinni
Holberg er ósáttur við að Netverk
hafi verið lýst gjaldþrota auk þess
sem hann er ekki fullviss um stöðu
sína gagnvart fyrirtækinu.
„Það má segja að fulltrúar Lands-
bankans, TeleDanmark og Belga-
com hafi ýtt mér til hliðar sl. haust,
ég hætti sem framkvæmdastjóri í
ágúst og hætti í stjórninni í október.
Þeir buðu félaginu nýtt hlutafé á
lægra gengi, til að lækka meðal-
gengi sitt, en vildu þá fá að ráða
ferðinni sjálfir. Sem stór hluthafi
var ég alls ekki sáttur en ákvað að
taka því og sjá fyrirtækið eiga tæki-
færi á að halda áfram. Það fór hins
vegar svo að útlendingarnir voru
ekki ánægðir með reksturinn þó svo
að þeir sjálfir, ásamt Landsbankan-
um, sætu einir eftir í stjórninni og
réðu alfarið fyrirtækinu.“
Holberg segir að erlendu fjárfest-
arnir hafi fljótlega farið að heltast
úr lestinni. Fulltrúar Citicorp og
WestLB hafi
sagt sig úr stjórn
félagsins um sl.
áramót en
Landsbankinn
hefði lánað fyrir-
tækinu fjármagn
í byrjun árs gegn
loforðum um hlutafé frá TeleDan-
mark og Belgacom. Það hlutafé hafi
hins vegar ekki skilað sér og ljóst
hafi verið í maí sl. að þeir ætluðu sér
ekki að setja meira fjármagn inn í
reksturinn.
Öll hlutabréfin seld en ekkert greitt
Holberg átti 34% eignarhlut í
Netverki en seldi hann í mars sl.
„Stjórnendur fyrirtækisins fóru
fram á að ég seldi þeim og nú er ég
eiginlega í hálfundarlegri stöðu, að
hafa selt öll hlutabréfin mín fyrir lít-
ið en hafa ekki fengið greitt. Maður
hefur séð fjárfesta setja fyrirtæki í
gjaldþrot í þeim tilgangi að kaupa
það út úr gjaldþroti og reka það síð-
an einir.
Eftir áramótin var ég búinn að
tapa allri trú á því að Landsbankinn
og hinir í stjórninni auk yfirmann-
anna, hefðu það sem þyrfti til þess
að ná árangri í sölu- og markaðs-
málum, sem er náttúrlega grund-
völlurinn fyrir svona fyrirtæki þeg-
ar vörurnar eru tilbúnar.“
Höfnuðu nýju fjármagni
Hann vekur athygli á því að
Landsbankinn hafi hafnað fjár-
magni sem bandarískt fyrirtæki
bauðst til að leggja í Netverk í byrj-
un júnímánuðar sl.
„Þessir fjárfestar höfðu trú á að
reksturinn yrði orðinn arðbær á
næsta ári. Fulltrúar Landsbankans
höfnuðu hins vegar öllum samning-
um, vildu ekki ræða samninga um
nýtt fjármagn. Það er dálítið sér-
stakt að fyrirtækinu eru boðnir 4
milljónir dollara en þeim er hafnað
og næsta sem gerist er að það er
sett í gjaldþrot. Mér sýndist það ein-
ungis gert í þeim tilgangi að þeir
gætu eignast fyrirtækið allt. Þeir
munu líklega kaupa fyrirtækið út úr
gjaldþrotinu og verða þannig eini
eigandinn. Ég yrði ekki hissa ef það
gerðist.“
Vantaði 3 milljónir dollara
Alls hafa verið lagðar tæpar 30
milljónir dollara í rekstur Netverks
á undanförnum
fjórum árum.
Holberg segir að
vegna þeirrar
grundvallar-
breytingar sem
varð á rekstrar-
umhverfi fyrir-
tækisins þá hefði það þurft um 3
milljóna dollara viðbótarfjármögn-
un og úthald í eitt ár enn til þess að
fjárfestingin færi að skila einhverju.
„Það hefði verið gaman að sjá
þessa nýju fjárfesta koma að félag-
inu og fyrirtækið halda áfram. Verst
er að búið er að fjárfesta svo mikið í
þessu. Sú viðbótarfjárfesting sem
þyrfti til að brúa bilið fram á næsta
ár er ekki nema 10% af þeirri fjár-
festingu sem er þegar komin.“
Holberg segist ekki geta sagt til
um hvað verður um þær vörur sem
Netverk þróaði en hann gerir ekki
ráð fyrir því að hann verði sjálfur
viðloðandi framhaldið. Hann sé ekki
í aðstöðu til þess í dag að fjármagna
slíkt.
Netverki bauðst nýtt fjár-
magn en því var hafnað
Skiptastjóri þrotabúsins á í viðræðum
við tvo aðila um sölu eigna. Ágrein-
ingur um veðsetningar við veðsala
’ Hefði þurft 3milljóna dollara við-
bótarfjármögnun og
úthald í eitt ár enn ‘
’ Þá kom á daginnað markaðurinn
hafði gjörbreyst frá
því sem var ‘
VERÐ á hlutabréfum Arcadia hefur
lækkað verulega að undanförnu.
Lokagengi dagsins í gær var 301
pens en gengi bréfanna fór hæst í
407 pens á hlut í lok apríl. Lækkunin
nemur því 26% frá hæsta gengi bréf-
anna á árinu.
Baugur á sem kunnugt er 20 pró-
senta hlut í Arcadia en hóf viðræður
við félagið um kaup á öllu hlutafé
þess í október síðastliðnum. Arcadia
sleit viðræðunum við Baug í byrjun
febrúar. Bréf í Arcadia lækkuðu
strax í kjölfar viðræðuslitanna en
hækkuðu aftur nokkrum dögum síð-
ar. Gengi bréfanna fór svo stighækk-
andi fram yfir miðjan maí. Hæst var
gengið á tímabilinu frá 13. apríl og til
22. maí, en þá fór það aldrei niður
fyrir 385 pens og var flesta daga yfir
400 pens á hvern hlut.
Hefði tapað miklu á gengismun
Baugur gerði tilboð í Arcadia í lok
október sl. og vildi greiða 280–300
pens hvern á hlut. Gengi bréfanna
hefur verið á því bili undanfarna
daga en var 218,5 þegar tilboðið var
gert. Staða pundsins gagnvart krónu
hefur veikst verulega síðan þá.
Pundið var um 150 krónur í lok októ-
ber en var aðeins 133,7 krónur í gær.
Séu þessar gengisbreytingar teknar
með í reikninginn sést að Baugur
hefði tapað miklu fé í gengismun
hefði tilboðinu verið tekið.
Ef litið er á stöðu punds gagnvart
dollar kemur hins vegar önnur mynd
upp. Pundið hefur styrkst gagnvart
dollar og því hefði Baugur hagnast á
viðskiptunum að því gefnu að þau
hefðu verið gerð í dollurum en ekki
íslenskum krónum.
Bréf í
Arcadia
taka dýfu
VERÐHÆKKUN hefur orðið á
bylgjupappa til umbúðagerðar frá
Evrópu og Bandaríkjunum og einn-
ig á tilbúnum pappaumbúðum.
Hækkunin á hráefninu er á bilinu
8–12% en á umbúðunum á bilinu
7,5–9%, samkvæmt upplýsingum
frá Kassagerðinni hf. og Sam-
hentum – Kassagerð ehf.
Bjarni Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Kassagerðarinnar
hf., segir að hækkanir séu mis-
jafnar eftir pappírstegundum og
löndum, t.d. hafi hækkunin orðið
12% í Svíþjóð í júlí en 8% í Dan-
mörku í júní.
Viðskiptavinirnir fá reikninginn
Um ástæður fyrir þessu segir
Bjarni að undanfarin ár hafi verið
umframframboð á pappa í kassa-
framleiðslu, hafa pappaframleið-
endur því átt erfitt uppdráttar og
margir tapað verulegum fjár-
hæðum. Þessi staða hefur leitt af
sér fækkun og sameiningar í grein-
inni og mörgum verksmiðjum hefur
verið lokað. Nú er svo komið að
betra samræmi er á milli framboðs
og eftirspurnar og hafa framleið-
endur bæði vestan hafs og austan
þá hækkað verð á framleiðslu sinni.
Bjarni segir að verðhækkanirnar
hafi nýlega tekið gildi og fari nú
fyrst að gæta áhrifa þeirra hér á
landi. „Við höfum ekki bolmagn til
annars en að rétta viðskiptavin-
unum þann reikning. Þeirra fram-
leiðsluvörur hækka þá í verði að
sama skapi,“ segir Bjarni. Stærstu
viðskiptavinir Kassagerðarinnar
eru fiskvinnslufyrirtæki, auk mat-
væla- og sælgætisframleiðenda.
Kassagerðin flytur inn bylgju-
pappa, hráefni til kassaframleiðslu,
frá Evrópu og Bandaríkjunum.
Kassagerðin er eina fyrirtækið sem
vinnur úr umbúðapappa á Íslandi
en önnur fyrirtæki flytja inn full-
búnar umbúðir. Þ. á m. er fyr-
irtækið Samhentir – Kassagerð ehf.
Hráefniskostnaður
helmingur
Finnur Harðarson, fram-
kvæmdastjóri Samhentra – Kassa-
gerðar ehf., segir að almennar verð-
hækkanir hafi orðið á umbúðum í
nágrannalöndunum 1. júlí sl. á
bilinu 7,5–9%. Samhentir – Kassa-
gerð ehf. flytja inn um 400 gáma á
ári af umbúðum og tengdum vörum
og helstu viðskiptavinir fyrirtæk-
isins eru í sjávarútvegi. Fyrirtækið
kaupir umbúðir m.a. frá Svíþjóð,
Noregi og Póllandi.
Finnur segir að þegar hráefnið
hækkar um 10%, hækki fullunnin
vara um 5–7% þar sem um helm-
ingur af framleiddri vöru sé hráefn-
iskostnaður. Almennar verðhækk-
anir komi einnig til. Að sögn Finns
eru verðhækkanirnar þegar farnar
að hafa áhrif hér á landi og verð-
hækkunin hjá Samhentum nemi
4–6%. Samhentir hafi þó áður lækk-
að verð frá áramótum um 10%
vegna gengisbreytinga.
Hækkun á pappírsverði 8–12%
Morgunblaðið/Þorkell
ÞÝSKA fyrirtækið SAP, stærsti
hugbúnaðarframleiðandi Evrópu,
var rekið með tapi á öðrum fjórðungi
þessa árs, og er þetta fyrsta tap fyr-
irtækisins frá skráningu þess á
hlutabréfamarkað árið 1988. Tap var
einnig af rekstri félagsins þegar litið
er til fyrstu sex mánaða ársins, en
vegna jákvæðra fjármagnsliða á
fyrsta ársfjórðungi var félagið þá
rekið með hagnaði þrátt fyrir rekstr-
artap. Þetta kom fram í afkomuvið-
vörun frá félaginu um leið og skýrt
var frá því að veltan yrði minni en
gert hafði verði ráð fyrir. Viðskipta-
dagblaðið Handelsblatt í Þýskalandi
hefur eftir talsmanni SAP að ein-
kenni markaðarins nú séu litlar fjár-
festingar í hugbúnaði og hefur eft-
irspurn ekki tekið við sér eins og
búist hafði verið við.
Strax eftir að hinar neikvæðu
fréttir bárust á fimmtudag féll SAP
um 20% í verði frá lokaverði síðasta
dags en í lok dags höfðu bréfin
hækkað aðeins aftur og var lækkun-
in yfir daginn 14%. Viðmiðunarvísi-
tala félagsins lækkaði um tæp 3%
sama dag.
Fyrsta tap
SAP frá
skráningu