Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 25
ÍSLENSKI SAFNADAGURINN Sunnudaginn 14. júli 2002 Reykjavík-Reykjanes Árbæjarsafn – Minjasafn Reykjavíkur Söguganga um Aðalstræti kl. 13. Þátt- taka ókeypis og öllum heimil. Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar kl. 13 og 15 á Árbæjarsafni. Opið 10-18. Byggðasafn Hafnarfjarðar – Þar er fortíðin sem framandi land. Smiðjan Strandgötu 50. “Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í Jórvík.” “Þannig var ... .“ Saga bæjarins í máli og myndum. Sívertsenshús við Vestur- götu. Heimili yfirstéttafólks frá fyrri hluta 19. aldar. Siggubær við Kirkju- veg. Heimili verkamannafjölskyldu frá byrjun 20. aldar.“ Og svo brosa.“ Ljósmyndasýning í skúrnum á lóðinni. Tækifærismyndir teknar af Sigríði Erlendsdóttur. Opið 13-17. Miði á safnið gildir líka í Sjóminjasafn Íslands við Vesturgötu. Byggðasafn Suðurnesja, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ. Sýningin: “Bátafloti Gríms Karlssonar” í Duus húsum. Opið 11-18. Fjarskiptasafn Símans, Loftskeytastöð- in v. Suðurgötu. Gömul síma- og rit- símatæki frá upphafi símans á Íslandi. Leiðsögn um safnið. Opið 13-17. Hafnarborg – Menningar og lista- stofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34. Aðalsalur: MÁLVERK David Alexander listmálari frá Kanada sýnir. Sverrissalur: COUNTING listhópurinn Distill; þau Ann Chuchvara, Amy Barillaro, Jaeha Yoo, Julie Piotras Santos, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Maria Patricia, Tsehai Johnson og Tinajero-Baker sýna. Opið 11-17. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. DYR/PORTALS Valgerður Hauksdóttir og Kate Leonard. Myndræn túlkun lista- mannanna á náttúru og menningu í Colorado og á Íslandi. Ljósmyndir, stálætingar og blönduð tækni. Opið 14-18. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar, við Njarðargötu. Safnið varðveitir á þriðja hundrað verka Einars Jónssonar í hinu stórmerka húsi hans Hnitbjörgum og í höggmyndagarðinum. Opið 14-17. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Sumarsýning Listasafns Íslands – fyrir alla fjölskylduna. Verk úr eigu safnins sem gefa innsýn í íslenska myndlist fram undir 1980. Leiðsögn um sumar- sýninguna kl. 15. Opið 11-17. Kaffi- stofa safnsins, safnbúð og vinnustofa barna opið á sama tíma. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Glæsileg sýning úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Aðgangur ókeypis. Opið 11-17. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn við Sigtún: Sýningin Listin á meðal fólksins. Opið 10-16. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir við Flókagötu: Sýningarnar Maður og borg og Myndir úr Kjarvalssafni. Leiðsögn um sýningar kl. 15. Opið 10-17. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Sýningarnar MYND, íslensk samtíma- list og Erró og listasagan. Leiðsögn um sýningarnar kl. 16. Myndin GUDJON eftir Þorfinn Guðnason, sem segir frá arkitektinum og listamanninum Guðjóni Bjarnasyni verður sýnd kl. 17. Aðgangseyrir er kr. 500 og gildir sam- dægurs í öll húsin. Opið 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70. TAKIÐ PABBA OG MÖMMU MEÐ Á HÖGGMYNDASÝNINGU. Á safnadeginum verður sérstök leið- sögn fyrir börn í fylgd fullorðinna um sýninguna “Hin hreinu form.” Leið- sögnin hefst kl. 14.30. Aðgangur er ókeypis fyrir börn. Opið daglega frá 14 -17. Lokað á mánudögum. Ljósmyndasafn Reykjavíkur – Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Grófarsalur: Íslenskar blaðaljósmyndir ´65-´75. Á annað hundrað blaðaljós- myndir frá árunum 1965-1975. Með fjölbreyttu myndavali veitir sýningin innsýn í tíðarandann hvort sem um er að ræða blaða- og fréttaefni á borð við stjórnmál, mótmæli og kröfu- göngur, eða íþróttir og tísku. Opið 13-17. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi við Elliðaár. Safnið verður opið frá 13-17 á safnadaginn, og einnig verður gamla rafstöðin við Elliðaár opnuð sérstaklega. Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hamraborg 6A. Fjölbreytt safn nátt- úrumuna í nýju og glæsilegu safna- húsi að Hamraborg 6A. Leiðsögn um safnið og sérstök fræðsla um hina sjaldgæfu vatnabolta (kúluskít) í Mývatni kl. 15. Opið 13-17 um helgar, 10-21 mánud.-fimmtud. og 11-17 á föstud. Aðgangur ókeypis . Náttúrugripasafn Íslands, Hlemmi 5, gengið inn frá Hverfisgötu. Fegurð og fjölbreytni íslenskrar náttúru: myndunarsaga landsins og lífríki þess. Dýr, plöntur, steingervingar, helstu bergtegundir, steindir og holufylling- ar. Geirfuglinn, sem keyptur var fyrir söfnunarfé árið 1971, er til sýnis ásamt eggi og beinagrind, en geirfuglinn varð útdauður árið 1844 þegar síðasta parið var drepið í Eldey. Opið 13-17. Aðgangur ókeypis á safnadaginn. Norræna húsið. Sumarsýning Norræna hússins: List með lyst - Yndi fyrir augað og borðið. Komdu með uppáhalds norrænu mataruppskrift- ina þína og fáðu frítt inn á íslenska safnadaginn! Sýningarsalurinn er opinn frá 12-17. Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15. Fjölbreyttar sýningar í fallegu húsi. Sýning á vegum Skáksambands Íslands í tilefni af 30 ára afmæli einvígis aldar- innar. Ljósmyndir úr Foxleiðangrinum 1860 (sumarsýning á vegum Þjóðminja- safns) Vestur-Íslenskar bókmenntir (sumarsýning á vegum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns) Landnám og Vínlandsferðir. Opið 11-17. Þjóðminjasafn Íslands. Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum Í Þjóðmenningar- húsinu. Merkar ljósmyndir sem eru með þeim elstu sem varðveist hafa frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Jafnframt eru á sýningunni íslenskir kvenbúningar frá 18. og 19. öld og munir úr Fjarskiptasafni símans. Athygli er vakin á húsasafni Þjóð- minjasafns Íslands. Sér í lagi á Reykholtskirkju, Litlabæ í Skötufirði, Sauðanesi á Langanesi og Teigarhorni við Berufjörð. Sjá nánar www.natmus.is Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði. Sýning á íslensku hand- verki þar sem unnið er í járn, tré, horn, silfur, og bein og teflt saman nýjum og gömlum munum. Sjómannalög leikin á harmóniku og gamlir fiski- menn dytta að veiðarfærum. Opið 13-17. Söfnin á Seltjarnarnesi Lyfjafræðisafnið og Lækningaminja- safnið við Neströð/Þjóðminjasafn efna til fyrirlestrar á safnadaginn, kl. 14. Þórunn Guðmundsdóttir flytur fyrirlesturinn: “Þessar kerlingar hjálpa hver annarri„ og fjallar hann um störf yfirsetukvenna á 18. öld. Eftir fyrirlesturinn er boðið uppá leiðsögn um bæði söfnin. Opið 13-17. Vesturland og Vestfirðir Búvélasafnið, Hvanneyri. Tæknisafn landbúnaðarins – tæknisagan 1880- 1970 – elstu dráttarvélar landsmanna og verkfæri hestaaldar. Opið 13-18. Byggðasafn Akraness og nærsveita, Görðum – Safnasvæðið á Akranesi. Einstakt og veglegt safn á einum stað þar sem ólíkar og áhugaverðar sýning- ar eru í boði: Byggðasafn Akraness og nærsveita, Steinaríki Íslands, Íþrótta- safn Íslands og Forsýning Landmæl- inga Íslands. Opið 10-18 alla daga. Byggðasafn Dalamanna, Laugum, Sælingsdal. Gott safn gamalla muna úr bændasamfélaginu í Dölum fyrir síðustu aldamót. Leiðsögn um safnið. Opið sunnudaga 10-14 og þriðjudaga til laugardaga frá 10-17. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla – Norska húsið, Stykkishólmi. Fastasýning Norska hússins: „Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld„. Forvitnileg safnbúð með listmunum, handverki, minjagripum, póstkortum o.fl. Sýningar á jarðhæð: Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og Snjólaug Guðmundsdóttir sýna glerverk og flókamyndir og Guðfinna Hjálmars- dóttir myndlistarkona – barna- barna- barn Árna og Önnu Thorlacius er byggðu Norska húsið 1832 - sýnir verk sem gerð voru sérstaklega fyrir Norska húsið. Opið 11-17. Byggðasafn Vestfjarða, Turnhúsinu, Ísafirði. Sjóminjar í Turnhúsi, 150 ára minning Ásgeirsverslunar í Tjöruhúsi. Opið 10-17 alla daga. Gamla pakkhúsið Ólafsgötu – Ólafsvík. Á byggðasafninu á annarri hæð hússins má m.a. upplifa íslenskt alþýðuheimili 19. aldar og skyggnast inn í undraverða atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Einnig verður opin sýning á grafík- myndum færeyskra listamanna. Byggðasafn. Upplýsingamiðstöð. Krambúð. Handverksverslun. Listagallerí. Opið 9-19 alla daga. Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn. Á safnadeginum kl. 14. mun Atli Þór Ólason bæklunarlæknir flytja fyrirlestur um Jón Thorberg frá Litlanesi. Safnið byggir á frumkvöðla- starfi Egils Ólafssonar bónda og flug- vallarstjóra á Hnjóti. Munir frá héraðs- sjúkrahúsi Patreksfjarðar, símstöð, sparisjóður, flugminjasafn og flug- skýli. Kaffisala. Leiðsögn. Opið 9 -18. Aðgangur ókeypis. Safn Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefðbundin dagskrá. Veitingasala í burstabæ. Tónlist Sigfúsar Halldórssonar kynnt. Opið allan daginn. Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6. Milli fjalls og fjöru. Skógasýning í Borgarnesi. Sláist í för með skógar- mönnum, eldsmiðum og eldakonum. Upplifið eldforna náttúruskóga og íslenska skógarmenningu. Skemmti- leg og fróðleg skógasýning fyrir alla fjölskylduna. Opið 13-18 alla daga. Norðurland Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykjum Hrútafirði. Sýnd verða gömul vinnubrögð í heyskap og tóvinnu, leiðsögn verður um sýningu um Hákarlaveiðar við Húnaflóa í Ófeigsskála og boðið upp á kasaðan hákarl í tengslum við sýninguna. Þá verður kaffisala og fleira gert til skemmtunar. Opið 10- 18 alla daga. Byggðasafnið Hvoll á Dalvík Sýningar opnar á safnadaginn kl. 13- 17. Boðið upp á kaffi. Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ. Dagskrá safnadagsins hefst með messu í Glaumbæjarkirkju kl. 14. Prestur séra Gísli Gunnarsson. Frá 15-16.30 verður unnið í og við gamla bæinn og sýnd tóvinna og matargerð, tón- list og heyskapur. Byggðasafn Suður-Þingeyinga Safnahúsið á Húsavík og gamli bær- inn á Grenjaðarstað verða opin 10-18. Heimilisiðnaðarsafnið, Blönduósi. Í Halldórustofu verður kembt og spunnið á rokka og halasnældu. Safnverðir munu klæðast íslenskum búningum. Stefnt er að því að nýja safnhúsið verði opnað á næsta ári svo þetta er síðasta sumarið sem hægt er að sjá Heimilisiðnaðarsafnið í óbreyttri mynd. Opið 14-17. Listasafn Akureyrar. Akureyri í mynd- list 2: samsýning 23 myndlistarmanna frá Akureyri. Sýningin er eins fjölbreytt og listamennirnir eru margir. Hér eru málverk, óskilamunir, trúðar, þorsk- hausar og póstkort. Sumir eru með sól í hnakka en aðrir vökva ræturnar sínar með óhefðbundum hætti. Opið 12-17. Verið velkomin og njótið vel. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58 og Gamli bærin í Laufási. Garðveisla í tilefni af 40 ára afmæli safnsins og 100 ára afmæli Minjasafnsgarðsins. Tímamótanna verður minnst með dagskrá úti og inni kl. 14-17. Allir velkomnir. Gamli bærinn er opinn kl. 10-18. Leiðsögn, lummur og kúmen- kaffi. Í tilefni dagsins verður sýndur í Brúðarhúsinu brúðarbúningur Laufeyjar Bjarnardóttur prestsdóttur í Laufási sem hún saumaði um 1880. Þjóðlegar veitingar og minjagripir í þjónustuhúsi. Allir velkomnir. Safnasafnið – Svalbarðsströnd, 10 km norðan Akureyrar. Miðstöð Alþýðu- listar á Íslandi. Alþýðulist – handverk – minjagripir – ný myndlist – leikföng – bókasafn. Opið 10-18 daglega . Síldarminjasafnið á Siglufirði, þar sem ævintýrið gerist enn. Söltunar- sýning á laugardögum kl. 15. Opið 10-18 alla daga sumars . Safnið hlaut Safnaverðlaunin árið 2000. Austurland Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu, Höfn í Hornafirði – Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Gamlabúð: Krambúð, fornbílasýning. Opið 13-21. Vöruhús: Jöklasýning og verk Svavars Guðna- sonar. Opið 13-18 og 20-22. Pakkhús: Handverkshús, sjóminjasafn, búta- saumssýning. Opið 10-12, 14-18 og 20-22. Gestakort Hafnar veitir aðgang að söfnum, sýningum og sundlaug. Minjasafn Austurlands, Laufskógum 1, Egilsstöðum. Munir sem tengjast menningu, atvinnuháttum og dag- legu lífi á Austurlandi frá upphafi landnáms til okkar daga. Vesturfara- sýningin „Þó þú langförull legðir...„ „Mörk heiðni og kristni„, sem sýnir afrakstur fornleifarannsókna safnsins að Geirsstöðum í Hróarstungu og á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. Kaffisala og krambúð. Opið 11-17. Minjasafnið Bustarfelli, Vopnafirði – lifandi safn. Dagkrá frá klukkan 14- 17. Sýnd verða vinnubrögð fyrri tíma t.d. tóvinna, eldsmíði, heyskapur og veggjahleðsla. Ýmsar veitingar í boði, m.a. lummur steiktar á hlóðum og kaffi í baðstofu. Sjóminjasafn Austurlands, Gömlubúð, Strandgötu 39b Eskifirði. Safnið er í gömlu verslunarhúsi frá 1816. Sjóminjar frá upphafi síldveiða á Íslandi um 1880. Krambúð með gömlu sniði og minjar um iðnað frá fyrri tíma. Við Strandgötu 96 er síl- darsjóhús frá 1880 ásamt bryggju, móturbátur frá 1912 ofl. Opið 14-17. Suðurland Húsið á Eyrarbakka - Byggðaafn Árnesinga: Opið 10-18. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka: Opið 10-18. Rjómabúið á Baugsstöðum: Opið 13-18. Þuríðarbúð á Stokkseyri. Opin allan daginn. Dagskrá frá 13-18: Rjómabúið á Baugsstöðum, vélar bússins eru gangsettar fyrir gesti. Leiðsögn. 13,30: Sjóminjasafnið á Eyrarbakka: Gönguferð um þorpið. 14-16: Húsið á Eyrarbakka: Tónlistar- dagskrá í stofu Hússins á Eyrarbakka. Leikið verður á hið forna píanó Hússins og sagt frá tónmenningu á Suðurströndinni fyrrum. Einnig verður spunnið, kveðið og jafnvel dansað. Sérsýningar safnanna eru opnar: „Ísland 1951. Ljósmyndir Hans Malmbergs„ í borðstofu Hússins, „Sitthvað um selinn„ í Assistenta- húsinu og „Skóli í 150 ár„ í Sjóminja- safninu. Sjóminjasýning í Þuríðarbúð opin allan daginn. Sjá nánar á heimasíðu safnanna www.husid.com Byggðasafnið að Skógum undir Eyjafjöllum. Sjóminjadeild, landbún- aðardeild, handverksdeild, handrita- og skjaladeild auk vísis að náttúru- gripasafni. Nokkur endurbyggð hús sýna þróun húsakosts landsmanna frá torfbæ til timburhúsa. Safnkirkja. Opið 9-18.30 alla daga. 20. júlí verður opnuð sýningin Samgöngur á Íslandi í nýju sýningarhúsi. Húsið er 1500 fm. að stærð, 1200 fm. sýningarsalur, veitingastaður og minjagripaverslun. Byggðasafn Vestmannaeyja Byggðasafn Vestmannaeyja og Land- lyst. Sjón er sögu ríkari. Opið 11-17. Íslandsdeild ICOM sér um framkvæmd safnadagsins. FJALLAMJÓLK – FORNBÍLAR – BLAÐALJÓSMYNDIR – KÚLUSKÍTUR – KÚMENKAFFI – YFIRSETUKONUR – SKÓGARMENNING – SÍLDARSÖLTUN – SAMTÍMALIST – TÓVINNA – BLÓÐUG VÍGAFERLI – KUML – KASAÐUR HÁKARL – SÍÐASTI GEIRFUGLINN – SÖGUGANGA – HARMÓNIKKULEIKUR – KRAMBÚÐ – TORFBÆIR OG TIMBURHÚS Hö nn un : Be rg dí s Si gu rð ar dó tt ir Nánari upplýsingar um söfn landsins og dagskrá Safnadagsins er í Safnahandbókinni á heimasíðu Íslandsdeildar ICOM: www.icom.is Kynnist undraheimi íslenskra safna. Fraeðsla og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.