Morgunblaðið - 13.07.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 13.07.2002, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 35 og þó verðið væri jafnan sanngjarnt mun þessi sala hafa borgað hrútinn fyllilega. Þá var annað sem bætti hag Hlíð- arbúsins en það var að ráðist var í það upp úr 1960 að girða allt land jarðarinnar af. Þetta var margra kílómetra girðing. Hún borgaði sig alveg, og ekki síst vegna þess að fé fór þá mjög fjölgandi almennt og of- beit að verða á afréttarlöndum. Það þarf bæði kjark og framsýni til að ráðst í svona framkvæmd og ég tel mig ekki vera að gera lítið úr öðrum þegar ég þykist vita að þessi hug- mynd væri frá Einari komin. Það er gaman að sjá hjörðina í Hlíð, þar sem hver kind er með tví- stýft aftan hægra en brugðið út af á vinstra eyranu. Hlíðarbúið á heila síðu í markaskránni. Gestrisni er mikil í Hlíð og þang- að kemur fjöldi gesta, einkum að sumarlagi. Margir þeirra kunningja sem Einar eignaðist þegar hann var í vinnu útífrá komu þangað til að hitta hann og til að fá að veiða. Mér er minnisstæð ein koma okk- ar hjónanna að Hlíð. Mæðginin Hrafnhildur og Einar spjölluðu við okkur í stofu. Það var ró og umfram allt jafnvægi yfir heimilisfólkinu. Hrafnhildur lést árið 1991. Hún var sérlega glæsileg kona og bar mikla persónu. Einar var um margt líkur móður sinni. Þau skildu hvort annað og voru náin. Einar hafði lengst af þann starfa að annast veiðiskapinn í Hlíðar- vatni. Honum þótti það skemmti- legt, enda mikill náttúruunnandi og næmur. Marga góða stund átti Ein- ar því á vatninu og ekki hefur hann heldur verið svikinn af því sem hann sá í kringum sig því viðbrugðið er hve fagurt er í Hallkelsstaðahlíð. Ég veit að þá hefur hann hrifist eins og skáldið (Guðm. Guðm.) sem kvað: Kvöldblíðan longværa kyssir hvern reit, komið er sumar og hýrt er í sveit. Sól er að kveðja við bláfjallabrún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. Einar hafði næmt auga fyrir allri fegurð og var hrifnæmur. Hins veg- ar var hann fremur dulur með til- finningar sínar og bar þær ekki á torg. Á Hlíðarvatni komst hann þó í mestan lífsháska. Það var vorið 1989 að báti hans hvolfdi og hann gat ekki komist upp í bátinn aftur, enda af besta aldri og orðinn þungfær. Hann hélt sér í bátinn í um tvær klukkustundir meðan hann rak að landi. Ekki sást til hans frá bænum. Þetta var kalt vor og því heljarkuldi í vatninu. Þetta var því mikil þrek- raun fyrir roskinn mann, en Einari varð ekki meint af. Einar hringdi í mig daginn eftir og ég kom fréttinni í Morgunblaðið. Þá spillti ekki að geta vitnað í kröftugt og rammís- lenskt tungutak söguhetjunnar þeg- ar hann lýsti því hvernig hrafnarnir sveimuðu yfir honum meðan hann var þarna á reki. Einari var í nöp við hrafninn og bar þá og kratana saman. Fyrir fáeinum árum kom blaða- konan snjalla Guðrún Guðlaugsdótt- ir að Hlíð og var lengi dags á spjalli við Einar Hallsson. Er ekki hægt að orðlengja það að hún náði góðum takti við sögumanninn Einar og birti skömmu seinna í Morgun- blaðinu eina af sínum snjöllu sam- talsgreinum og óborganlegar mynd- ir með. Er dýrmætt að geta prentað út af vefnum slíkar perlur sem þetta samtal. Það er alveg sama, lesandi góður, hve lengi ég held svona áfram. Ég get aldrei gert meira en að gára yf- irborðið á þeim hafsjó minninga sem Einar Hallsson skildi eftir sig í hugum vina sinna og kunningja og því læt ég þar nótt sem nemur. Í dag er Einar Hallsson lagður til hinstu hvílu í þá sömu sumargrænu jörð og fagnaði honum forðum. En kvöldblíðan lognværa hverfur aldrei og mun um aldir gylla hlíðina hans og spegla hana í vatninu. Ég drúpi höfði við brotthvarf þessa vinar míns í þeirri von að vin- átta manna endist út yfir gröf og dauða. Sonja mín og ég færum að- standendum samúðarkveðjur. Helgi Kristjánsson. ✝ Hannes MagnúsBjarnason fædd- ist 2. febrúar 1918 á Skáney í Reykholts- dal. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. júlí síðast liðinn. Foreldrar hans voru Helga Hannesdóttir, f. 5. maí 1878, d. 3. ágúst 1948, og Bjarni Bjarnason, f. 30. september 1884, d. 5. júní 1979, bóndi á Skáney, söngstjóri og organisti við Reykholtssókn. Syst- ur Magnúsar eru Vigdís, f. 9. maí 1910, maki Guðráður Davíðsson, f. 6. nóvember 1904, þau eignuð- ust þrjú börn. Vilborg lést á barnsaldri. Vilborg, f. 31.október 1915, maki Marinó Jakobsson, f. 2. nóvember 1908, d. 20. júní 1989, þau eignuðust fjögur börn. Magnús kvæntist 25. desember 1942 Brynhildi Stefánsdóttur, f. 22. desember 1922 á Flateyri við Önundarfjörð, d. 2. janúar 1998. Börn þeirra eru: 1) Elín hússtjórn- arkennari, f. 28. júní 1943, maki Ari Teitsson, f. 13. mars 1943 bún- aðarráðunautur og formaður Bændasamtaka Íslands. Börn: 1.a) Bjarni Viðarsson verkfræðingur, f. 11. febrúar 1961, maki Sólrún Halldórsdóttir rekstrarhagfræð- ingur, f. 31. maí 1964. Dætur þeirra Lilja og Elín. 1.b) Elín Ara- dóttir kennari og rekstrarfræð- ingur, f. 19. maí 1973, sambýlis- maður Ingvar Björnsson búfræðikandidat, f. 25. apríl 1973. 1.c) Magnús Arason verkfræðing- ur, f. 25. júní 1974, sambýliskona Elísabet Eik Guðmundsdóttir líf- fræðingur, f. 25. ágúst 1975. 1.d) Teitur Arason háskólanemi, f. 5. apríl 1979. 2) Helga leikskóla- kennari, f. 16. janúar 1946, maki Sigurður Kristófer Pétursson yf- irlæknir. Börn: 2.a) Brynhildur heimspekikennari, f. 26. febrúar 1970. Dóttir hennar Íris Gísladótt- ir. 2.b) Kristín hjúkrunarfræðing- ur, f. 16. febrúar 1972, maki Karl Gústaf Gústafsson flugmaður, f. 18. júlí 1970. Dóttir þeirra Guð- rún. 2.c) Helga rekstrarfræðingur, f. 1. apríl 1973, maki Jón Skjöldur Karls- son rekstrarfræð- ingur, f. 16. nóvem- ber 1969. Börn þeirra Hekla og Sig- urður Kristófer. 2.d) Pétur tónlistarnemi, f. 17. maí 1979. 3) Guðfinna sjúkraliði, f. 25. nóvember 1949, maki Gylfi Karlsson rafvirki, f. 6. nóvember 1946. Börn 3.a) Sigrún Vigdís uppeldisfræðingur, f. 25. janúar 1972, maki Karl Ingi Sveinsson véltæknifræðingur. Börn þeirra Kristín Inga, Svandís Guðbjörg og Gylfi. 3.b) Bryndís nemi, f. 12. ágúst 1980, unnusti Friðjón Þorleifsson, f. 24. janúar 1975. 3.c) Magnús Karl nemi, f. 17. mars 1984. 4) Stefán húsasmiður, f. 22. janúar 1951, maki Kristjana Kristjánsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 10. júlí 1951. Börn 4.a) Gauti rafeindavirki, f. 8. júlí 1976. 4.b) Brynhildur nemi, f. 8. desem- ber 1977, sambýlismaður Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmað- ur, f. 22. október 1971. 4.c) Bjarni f. 24. maí 1988. 5) Magnús rekstr- arfræðingur, f. 9. apríl 1964, maki Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 6. október 1969. Barn þeirra Brynhildur Björk, f. 11. febrúar 2002. Börn Guðbjargar Þórarinn Ingi, f. 5. janúar 1987 og Heiður Dögg, f. 8. október 1991. Magnús ólst upp á Skáney í Reykholtsdal. Hann varð gagn- fræðingur frá Reykholtsskóla og búfræðingur frá Hvanneyri. Magnús var þekktur harmoniku- leikari og lék á samkomum víða á Vesturlandi í áraraðir. Magnús og Brynhildur byggðu nýbýlið Birki- hlíð út frá Skáney árið 1943 og eyddu sinni starfsævi þar, efldu bústofn sinn, ræktuðu land og áttu saman gjöful ár við margvís- leg áhugamál. Útför Magnúsar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Það mun hafa verið um 1965 sem greint var frá því í Tímanum að Magnús Bjarnason bóndi í Birkihlíð í Reykholtsdal hefði girt af stóran mel í landi sínu, grjóthreinsað hann og borið á með þeim árangri að úr varð véltækt tún sem skilaði góðri upp- skeru. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði Magnúsar getið en frásögnin lýsti vel útsjónarsemi hans og lagni við það sem hann tók sér fyrir hend- ur. Eftir að ég kynntist konunni minni, Elínu dóttur hans, tókust með okkur Magnúsi kynni sem aldrei bar skugga á. Margt mátti af Magnúsi í Birkihlíð læra, þannig furðaði ég sem vanur var löngum norðlenskum þurrkdög- um mig oft á því hvernig hann náði að þurrka hey sitt milli skúra eða í norðannepju og virtist lítið hafa fyrir því. Þótt Magnús væri búfræðingur og farsæll bóndi átti hann einnig áhugamál utan bús. Hann var veiði- maður af lífi og sál og miðlaði öðrum af reynslu sinni með hógværð og hlýju. Af honum lærði ég að miða haglabyssunni hæfilega langt yfir gæsina, þreyta stóru urriðana í Laxá undan straumi og draga spón fyrir laxinn þvert á straum. Ekki var síðra að vera með Magnúsi við bridsborð- ið, þótt erfitt væri að sigra hann þar, og væri tiltækur fjórði maður í brids þurfti aldrei að ganga lengi eftir Birkihlíðarhjónunum og leið margt vetrarkvöldið fljótt í Birkihlíð a.m.k. hjá þeim sem við bridsborðið sátu. Lomber spilaði Magnús einnig við valda sveitunga sína jafnvel með enn meiri ánægju og úthaldi en brids. Þótt Magnús væri snillingur hvort sem hann handlék byssu, veiðistöng eða spaðaás var hann þó þekktastur fyrir harmonikuleik sinn, hafði raun- ar svo næmt tóneyra að hann þurfti aðeins að heyra lög spiluð einu sinni til að spila þau á eigin harmóniku. Hann lék oft og víða fyrir dansi á yngri árum og sér og öðrum til ánægju fram á síðustu ár. Magnús í Birkihlíð var sannkallað náttúrubarn, hann unni jörðinni sinni, sveitinni, Arnarvatnsheiðinni með sínum veiðivötnum og raunar náttúru landsins alls. En hann var einnig nærgætinn og traustur fjöl- skyldufaðir og stóð Birkihlíðarheim- ilið ætíð opið, ekki einungis börnum hans, tengdabörnum og barnabörn- um heldur einnig öðru skyldfólki og öllum þeim sem notið höfðu þar skemmri og lengri dvalar hjá Bryn- hildi og Magnúsi. Dvöl í Birkihlíð og nærvera við Magnús Bjarnason bætti hvern mann og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta þessa. Ari Teitsson. Elsku Magnús. Margar góðar stundir áttum við saman, bæði í Birkihlíð og á Arnarvatnsheiðinni. Ég minnist þess sérstaklega þegar við með mikla útgerð fórum okkar fyrstu ferð saman fyrir tuttugu árum upp á Arnarvatnsheiði. Þá var slík ferð nokkurt fyrirtæki, en ekkert gat stoppað þig frá að fara slíka ferð. Willysinn var útbúinn, báturinn gerður klár og síðan var hlaðið á traktorinn nauðsynjavarningi til fimm daga. Þú hreinlega ljómaðir af því einu að ræða um veiðiferðirnar, hvað þá þegar við vorum lögð af stað og farin að veiða, þá varstu alsæll. Fyrir mig var þetta mikið ævintýri. Þú varst kampakátur þegar við vorum komin út á vatnið. Veiðilukk- an hafði alltaf verið þér hliðholl og ekki breyttist það í þessari fyrstu ferð okkar. Án þess að hafa mörg orð um það ráðlagðir þú okkur hvar skyldi byrja að veiða. Til að tryggja að veiðibakterían heltæki stelpuna, þá laumaðir þú að mér góðum spún og brostir út í annað og augnatillitið sagði allt sem segja þurfti. Auðvitað veiddist heilmikið á lánsspúninn, en þú lést það aldrei uppi að hann væri frá þér kominn. Þú hafðir aldrei þörf fyrir að hreykja þér yfir hlutunum, en samfagnaðir veiðifélögunum inni- lega þegar vel gekk. Með þakklæti fyrir góða stundir bið ég góðan guð að geyma þig. Minningin lifir um geislandi mann- eskju sem gat gefið öllum sem hon- um kynntust svo mikið með nærveru sinni. Þín tengdadóttir, Sólrún. Afi Maggi er dáinn. Eftir sitjum við systkinin með minningar. Þetta eru ekki minningar um titla og afrek í hefðbundnum skilningi. Þetta eru tilfinningaminningar. Til dæmis til- finningin að vera alltaf velkomin í Birkihlíð. Það var nefnilega þannig að sama hversu margir voru í húsinu, sama hvað gekk á, alltaf tókst honum að taka á móti hverju okkar (og öll- um öðrum) með innilegu brosi og faðmlagi sem minnti mann á að mað- ur skiptir máli. Síðan gátum við sest og spilað, notið pípulyktarinnar, upptendrast af áhuga hans og djúpri þekkingu á öllum stöðum á landa- kortinu. Við gátum líka bara setið með afa. Það var nóg. Afi Maggi var með hrjúfa skegg- rót og hlýjan faðm. Hann var líka með hendur sem báru merki mikillar vinnu og átaka við ungnaut. Fing- urnir skakkir og hnúarnir bólgnir. Samt gátu þessar hendur stokkað spil af mikilli list. Við krakkarnir tókum rútuna í sveitina á vorin. Á Haugavegamót- um beið afi í gula Scoutinum, tók við litlum stelpum og strákum með stór- ar ferðatöskur og ók okkur heim í Birkihlíð. Á morgnana kom hann niður og vakti okkur, fór síðan í bláa vinnugallann og rölti út í fjós. Þegar við komum tiplandi á eftir rétti hann hendurnar aftur fyrir bak svo við gætum gripið í þær og leitt hann upp hlaðið. Í fjósinu héldum við í halann á beljunum. Mamma segist hafa lært bæði margföldunartöfluna og Ó, blessuð vertu sumarsól á svona stundum. Við lærðum líka að kýr hafa blæðingar og að halar geta brotnað. Eftir fjós tóku við öll hin verkin á bænum. Í heyskapnum var sérstaklega mikið að gera. Þá hætti klukkan að vera viðmiðið og veð- urspáin tók við verkstjórahlutverk- inu. Unnið var þar til vélarnar gáfust upp. Þegar afi var að slá þurfti að út- búa nesti og færa honum. Amma Binna lagaði kaffi og setti á köflótta brúsann. Við hjálpuðum til við að smyrja brauð og skera formköku, tína rauða og glæra glasið niður úr skápnum. Allt var sett í poka og mjög mikilvægt var að gleyma ekki sykurmolunum. Amma keyrði Scoutinn út á tún, og svo settumst við öll niður og drukkum og átum í ilminum af nýslegnu grasi. Eftir langan vinnudag settist afi í rauða stólinn sinn, reykti pípu og horfði að- eins á sjónvarpið. Stundum færði hann sig líka yfir í innri stofuna, tók upp harmonikuna og spilaði. Tico tico barst þá um allt húsið og fylgdi krökkunum í kjallaranum inn í draumalandið. Þessar minningar lifa áfram með okkur. Brynhildur, Kristín, Helga og Pétur. Elsku Maggi. Ég sakna þess voða mikið að hitta þig ekki oftar, þú varst svo góður við mig að mér finnst að þú hafir verið alvöru afi minn. Þegar við áttum saman heima í Birkihlíð gafst þú þér alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með mér eða bara spjalla um heima og geima, stundum um ættfræði eða tónlist og þú hvattir mig til að æfa mig vel á píanóið. Þú kenndir mér líka að spila á gamla orgelið sem pabbi þinn hafði átt því hann var organisti í kirkjunni. Þegar ég kom heim af tónleikum í Logalandi fyrir síðustu jól og allt hafði mistekist hjá mér sagðir þú til að hughreysta mig: „Æ, æ, allir gera nú einhvern tímann mistök, en þú veist, Heiður mín, að þú kannt lagið og ég er viss um að þú getur spilað það núna án þess að slá feilnótu.“ Þá leið mér betur. Þú sagðir mér frá því þegar þú spilaðir á harmonikuna á böllum í gamla daga og stundum spilaðir þú fyrir mig, þó að bakið þitt væri orðið lélegt og þú ættir erfitt með að lyfta nikkunni. Það sem mér þótti þó allra vænst um var að þegar ég byrjaði í skólanum á Kleppjárnsreykjum varst þú alltaf heima til að taka á móti okkur Tóta og spjalla við okkur þegar mamma og Maggi voru í vinnunni. Þá sótti ég alltaf póstinn í póstkassann og við lásum saman minningargreinarnar í Morgun- blaðinu eða spiluðum á spil því þetta þótti okkur báðum svo gaman. Þú kenndir mér nokkra kapla og ætla ég alltaf að muna þá. Eins þótti mér gaman þegar Jói, Steini og Eyjólfur komu til að spila við þig Lomber. Það þótti þér sjálfum mest gaman og hlakkaðir mikið til alltaf þegar þeir voru á leiðinni til þín. Ég fékk að sitja við borðshornið og passa spila- peningana fyrir þig og raða þeim. Þið hlóguð voða mikið en ég skildi ekkert í spilinu sjálfu. Kannski læri ég það einhvern tímann. Einu sinni í vetur ákváðum við að skoða gamlar myndir sem þú átt í stórri dós og byrjuðum að merkja þær á bakið. Við þetta vorum við svo að dunda í marga daga og þú sagðir mér frá fólkinu á myndunum sem voru gömlu vinir þínir frá Hvanneyri eða fólkið þitt sem þér þótti svo vænt um. Í fyrra fórum við saman með mömmu og Magga á Arnarvatns- heiði og veiddum af bátnum í Úlfs- vatni. Þú veiddir nokkra fiska en ég engan. Þá kom hellirigning og við urðum að fara aftur í bílinn og heim. Nú veit ég að þetta var síðasta ferðin þín á Arnarvatnsheiði en þangað hafðir þú farið nokkur hundruð sinn- um áður því þér þótti svo gaman að vera þar. Mér þótti vænt um að fá að fara með þér í þessa ferð. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst góður við mig og þó þú hafir núna lagt aftur augun og sofir, þá lifir þú í huga mér og munt alltaf gera. Þér þótti líka voða vænt um litlu systur mína hana Brynhildi Björk. Hún er bara fimm mánaða og fær því ekki að kynnast afa sínum eins og ég fékk að gera. Þegar hún verður stærri þá lofa ég því að segja henni frá hvað hún átti góðan og skilningsríkan afa. Innileg- ar ástarkveðjur og takk fyrir allt. Heiður Dögg. Elsku afi. Þegar ég kveð þig í hinsta sinn, verður mér hugsað til baka. Það er sumar og við Gauti bróðir erum vöknuð með þér til að fara í fjósið. Þú ert í vinnugallanum með sixpensarann og pípuna þína. Við skottumst í kring um þig og gerum allt sem þú biður, því þú biður alltaf svo fallega. Við mokum flórinn og gefum heyið og hjálpum svo til við að mjólka. Allt gengur eins og í sögu því þú ert svo rólegur og treystir okkur svo full- komlega til alls. Að fjósi loknu förum við inn til ömmu og borðum og svo spila allir Ólsen. Já, afi minn þú kenndir okkur svo margt og varst alltaf svo þakklátur fyrir alla hjálp. Sveitaveruna hjá þér og ömmu sé ég ennþá í dýrðarljóma. Og nú þegar amma er búin að sækja þig, sé ég ykkur fyrir mér í Birkihlíð; hún að prjóna og þú að spila á nikkuna. Þá færist bros yfir andlit mitt, því ég veit að nú líður þér vel. Afi minn, við kveðjum þig með trega en jafnframt með þakklæti fyr- ir að fá að kynnast svona stórri sál eins og þér. Gauti og Brynhildur. MAGNÚS BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.