Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 36

Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnsteinn Eli-mundur Kjart- ansson fæddist í Reykjavík 13. júlí ár- ið 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík, 31. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðríður Gunn- steinsdóttir frá Nesi við Seltjörn og Kjart- an Ólafsson frá Sand- prýði á Eyrarbakka, og var hann einka- sonur þeirra. Gunn- steinn kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Maríu Ernu Sigurðardóttur, 2. des. 1962. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Kjartan, kvæntur Benj- avan Jannakhon, dætur hans eru Tinna Rut og Erna Margrét, og 2) Guðríður, gift Jó- hannesi Ólafssyni, börn þeirra eru: a) María Erna, unnusti Finnur Freyr Harð- arson, b) Gunnsteinn Hermann, c) Ingvar Rúnar og d) Róbert Andri. Sonur Gunn- steins og Valgerðar Jónsdóttur, fyrri konu hans, er Kjart- an, kvæntur Unni Berglind Svavars- dóttur og eru synir þeirra: a) Elvar Már, b) Svavar Snær, unn- usta Anna Júlía Eiríksdóttir, son- ur þeirra er Kristófer Marel, og c) Sævar Örn. Útför Gunnsteins var gerð frá Áskirkju 7. júní síðastliðinn. Ég kynntist föður mínum fyrir tíu árum þegar afi minn og nafni dó. Þá komst á mjög gott samband og ég og fjölskyldan mín kynntumst því hve frábær maður hann var. Alltaf var gott að koma til hans og Maríu í Skipasundið eða í sumarbústaðinn. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa og aðstoða. Ég minnist sérstaklega þegar við fluttum í nýju íbúðina okkar og á sama tíma fermdist elsti sonur okk- ar. Þá lagði faðir minn nótt við dag til að hjálpa mér við að smíða og setja upp hringstiga í íbúðinni svo allt væri tilbúið fyrir ferminguna. Hann varð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og hlakkaði til að dunda í nýja bílskúrnum sem hann lét byggja í Skipasundinu. En það átti ekki fyrir honum að liggja að setjast í helgan stein og njóta efri áranna. Hann dó langt fyrir aldur fram og hans er sárt saknað. Ég vildi að ég hefði kynnst honum miklu fyrr og getað notið samvista við hann. Hvíl í friði, elsku faðir minn. Þinn sonur Kjartan. Mig langar til að minnast Gunn- steins mágs míns með nokkrum orð- um og geri ég það með hlýhug, söknuði og þakklæti. Ekki grunaði mig eða nokkurn annan að hann ætti svona stutt eftir í fyrrasumar þegar hann keyrði okkur systkinin og maka um alla Vestfirðina og norður á Strandir í mjög skemmti- lega, sólríka og velheppnaða ferð, sem allir voru sérstaklega ánægðir með. Áður hafði hann lagt óhemju vinnu og tíma í að gera upp bílinn sem hann útvegaði til ferðarinnar, án þess að hann minntist á það einu orði. Við nutum ferðarinnar undir hans öruggu stjórn, um hrikalega fjallvegi og brattar brekkur. Hann var aldrei margorður en vinsamlegur og alltaf svo bóngóður og hjálpsamur. Alltaf stóð heimilið hans og Maju systur minnar opið fyrir mér og fjölskyldu minni þegar við vorum stödd hér í Reykjavík og bjuggum úti á landi eða erlendis og þurftum á gistingu að halda. Full af þakklæti og söknuði sendi ég mína hinstu kveðju og bið Guð að styrkja Maju, Kjartan, Sigga, Gígju og fjöl- skyldur þeirra. Hvíli hann í friði og Guð blessi minningu hans. Aðalheiður L. Sigurðardóttir. Hinn 7. júní síðastliðinn var Gunnsteinn vinur okkar og félagi til moldar borinn frá Áskirkju í Reykjavík. Hann lést eftir stutta legu á heimili sínu 31. maí sl. Gunnsteinn varð aðeins 63 ára sem er ekki talinn hár aldur nú til dags. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Hann hreifst af bílaöldinni eins og svo margir ungir menn á þessum árum og hóf ungur nám í bifvélavirkjun og starfaði við bifreiðaviðgerðir. Síðan réðst hann sem bifreiðastjóri til Vegagerðar- innar um miðjan sjöunda áratuginn. Vann hann einkum á stórum flutn- ingabifreiðum sem fluttu efni til brúar- og vegagerðar út um allt land. Á vetrum vann hann við ýmis störf sem til féllu í Reykjanesum- dæmi. Lengst af vann hann við vetr- arþjónustu á Hellisheiðinni, oft við mjög erfiðar aðstæður. Þetta var mikil vinna sem krafðist mikillar vandvirkni, og leysti Gunnsteinn það vel og örugglega. Sífellt var verið að gera tækin fjölhæfari, það reyndi því meira á einstaklinginn og þar sýndi hann einnig hvað hann var frábær við þessi störf, fullur áhuga fyrir því að reyna allar nýj- ungar. Einnig var Gunnsteinn af- burða vel fær um að leysa úr öllum vandamálum sem upp komu hjá fé- lögum hans, sem og hjá fólki þar sem eitthvað bjátaði á í umferðinni. Margir sem þekktu Gunnstein vissu hvað hann var ráðagóður og hand- laginn, og nutu nýir starfsmenn góðs af þekkingu hans. Hann kom sér vel við alla, háa og lága. Síðustu árin var hann við þjón- ustu á Hafnarfjarðarveginum og öðrum vegum í nágrenni Reykjavík- ur. Þótt veður séu oft mildari í ná- grenni Reykjavíkur heldur en á Hellisheiðinni, var umferðin þeim mun þyngri á Hafnarfjarðarvegin- um, hann er með umferðarþyngstu vegum landsins. Góður drengur er fallinn í valinn. Við vottum Maríu og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð. Vinnufélagar hjá Vegagerðinni. GUNNSTEINN ELIMUNDUR KJARTANSSON Jæja, Gummi minn, nú ert þú kom- inn á betri stað. Við ætlum ekki að segja bless vegna þess að þú ert ennþá hérna í hjarta okkar og við eig- GUÐMUNDUR AGNARSSON ✝ GuðmundurAgnarsson fædd- ist á Ísafirði 14. mars, 1933. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 2. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sturla Agnar Guð- mundsson, skipstjóri og kona hans, Krist- jana Margrét Sig- mundsdóttir. Hann var níundi í hópi fjór- tán systkina, en fjög- ur eru látin áður. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um öll eftir að sjást aft- ur. Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir að hafa verið yndislegur afi barnanna minna, Rann- veigar, Daníels og Stef- áns. Rannveig sagði mér um daginn að hún hefði verið að rifja upp minningar frá Súðavík þegar hún notaði bumb- una á þér fyrir kodda, og ég man eftir því þeg- ar þú og mamma fóruð frá okkur síðast að þá voru Daníel og Stefán stöðugt að suða í okkur að fara til afa og ömmu á Íslandi vegna þess að þeir söknuðu þín og mömmu. Þú hefur verið mér, Nadiu og börnunum mjög góður faðir, afi og tengdafaðir og við elskum þig fyrir það. Við áttum mjög góðar stundir saman í gegnum árin, sem við eigum eftir að lifa á lengi og njóta minning- anna um ókomin ár. Það er eitt sem mig langar sérstak- lega til að þakka þér fyrir og það er allt það sem þú kenndir mér um sjó- mennsku. Ég man eftir fyrsta túrn- um okkar saman á Bergvíkinni frá Keflavík, þar sem ég fékk stóran vír upp í fótinn og ég var að kvarta og kveina yfir sársauka og að ég gæti ekki stigið í fótinn, en þú sagðir mér að stíga bara í fótinn og hætta þessu volæði. Nú ég steig í fótinn og sárs- aukinn fór fljótt. Einnig vorum við saman á Ásgeiri Magnússyni frá Keflavík og á ég góðar minningar frá þeim tíma líka. En þú kenndir mér að volæði og sjálfsvorkunn komi mér ekkert áfram í lífinu. Við sendum samúðarkveðjur til barnanna og barnabarna þinna og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk á þessari erfiðu stund. Einnig sendum við samúðarkveðj- ur til systkina þinna og annarra ætt- ingja. Og til þín, mamma mín: Hann Gummi þinn (minn) er ennþá hjá þér og mun alltaf vera og hann mun halda verndarhendi yfir þér þangað til þið hittist aftur. Allavega, Gummi minn, ég gæti haldið lengi áfram að skrifa þetta bréf, en ég veit að þú veist hvað við elskum þig mikið og við sjáumst öll seinna. If tears could build a stairway, and memories a lane, I’d walk right up to heaven and... bring you home again. (Ef tár gætu myndað stiga og minningarnar veg þá gengi ég beint upp til himna og leiddi þig aftur heim.) Ásgeir, Nadia, Daníel og Stefán, Nassau, Bahamaeyjum.                                          !"!##$ ! "# $# % &  '() "# &   *+'  $# ,"# &  #) %-.& $# -   "# $#  /  ) $&   ! "# $# 01 $   2  2! & 2  2  2! / %    &     '   &       (        )()     '           *   +(        ,             "  3453 6  & 7    +-1 8   -/ - +    %-5 9% $# "#9 5  :"#9 $# -  5 ;&  -) $"#9 &    ! .&1 $$# 1 2'! 5 ;+'  &  22 &2;  1$# % + +'  $# $&  &  5 9% <1 +'  &  "#9 5  :"#9 $# -) $.& &  5 % "# $# 1"# &  5 9$-) $$# %-) $&  .& -) $&    $# -) $-) $&   %  $# & 2  2! /      34=   >5   9   &       .'      /    !# !##$ 0 ) +    '             $ & & / 1  &   (   )( ) '                         " 3   3 @! 9%- ! ($ / /   &      *    0   )    '( ) &  5 % +'!'( $#  ;  &   -!-'( &  -$% 7 '( $# #1   '( $# -5 9% &   $  & >+'!  9$-  $#/ % * .    3 6  5 ( ! $)    )   &   2   $%& %    $  &  '! $   +!-1 "# & &  '! $ / MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.