Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!"
#
%
& $
%"
&" '''
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í SKÝRSLU Rannsóknarnefndar
umferðarslysa um banaslys í um-
ferðinni 2001 er stutt hugvekja. Er
hún birt hér til að vekja fólk til um-
hugsunar um alvöru umferðarslysa.
„Samkvæmt ársskýrslu ríkislög-
reglustjórans (2001) voru skráð
66.814 umferðarlagabrot á Íslandi
árið 2000. Meðal þeirra eru um 8.000
umferðarslys og óhöpp, þar af um
200 mjög alvarleg slys (bráðabirgða-
tölur Umferðarráðs). Vitað er að til-
tölulega lágt hlutfall
afbrota er tilkynnt
lögreglu og umferð-
arlagabrot skrapa
þar botninn. Ekki er
gerlegt að slá á fasta
tölu umferðarlaga-
brota sem framin eru
en ljóst að fjöldi
þeirra ár hvert á Ís-
landi skiptir milljón-
um. Það er eins með
umferðarlagabrotin
og umferðaróhöppin
að þar vitum við að
fjöldinn er meiri en
opinberar tölur ná að
sýna. Sum óhöpp eru
einungis tilkynnt
tryggingafélögum og önnur eru
hvergi skráð.
Talað er um slys og óhöpp í um-
ferðinni. Verði ökumanni á þau mis-
tök að valda umferðaróhappi eða
umferðarslysi (t.d. af því að hann
var annars hugar, ölvaður, ók of
hratt, þreyttur eða sofnaði) getur
orðið úr því mál sem lögreglan er
kölluð til rannsóknar. Ef um mjög
alvarlegt umferðarslys er að ræða
er hugsanlegt að Rannsóknarnefnd
umferðarslysa fái málið einnig til
skoðunar og hún leitar orsaka að
slysinu. Við tölum um mistök, slys
og óhöpp.
Í mörgum öðrum málum, þar sem
lífi og limum fólks er stefnt í hættu,
er ekki talað um slys og óhöpp, held-
ur afbrot og glæpi. Ógni maður öðr-
um með barefli og hafi af honum
fjármuni er talað um vopnað rán.
Árásarmaðurinn má búast við mun
harðari viðurlögum vegna glæps
síns en ökumaðurinn sem varð vald-
ur að umferðaróhappinu. Munurinn
á þessum tveimur lögbrotum liggur í
því að í tilviki vopnaðs ráns sýnir af-
brotamaðurinn greinilegan brota-
vilja. Með því er átt við að árás-
armaðurinn skipulagði verknaðinn,
útvegaði sér vopn, hótaði og rændi
mann. Þess vegna er vopnað rán
skelfilegur verknaður og fordæmd-
ur.
Glöggir lesendur skýrslu Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa hafa
e.t.v. veitt því athygli að í lista yfir
aðalorsakir banaslysa koma sömu
þættir fyrir, ár eftir ár. Of hraður
akstur, bílbelti ekki notað, ölvunar-
akstur, svefn og þreyta. Það má
velta fyrir sér hvort rétt sé að tala
um slys og óhöpp í þessu samhengi.
Það er erfitt að tala um umferð-
arlagabrot í sömu andrá og mistök,
slys óhöpp og yfirsjónir. Sérstak-
lega þegar um er að ræða um 67.000
skráðar yfirsjónir á ári. Umferðar-
lög og -reglur lærir fólk þegar það
tekur bílpróf. Þar að auki er haldið
uppi stöðugum áróðri í fjölmiðlum
um hvað má í umferðinni og hvað
má ekki. Oft er fólk að gera eitthvað
sem það veit að það má ekki gera og
á ekki að gera. Og hvað er það annað
en brotavilji og ásetningur, ef hraða-
mælirinn sýnir 120 km/klst. þegar
hámarkshraðaskiltið sýnir 90 km/
klst? Flokkum við það sem yfirsjón?
Gerðist það óvart? Hvaða afsökun
hafa ökumenn? Telja þeir gula
hringlaga skiltið með hraðamerk-
ingunni jólaskraut sem gleymdist að
taka niður? Eru 90 dagar til jóla?
Ef borin eru saman umferðarslys,
þar sem hraðakstur er orsök, og
vopnað rán, er deginum ljósara að
glæfraleg hegðun á sér litlar máls-
bætur í báðum tilvikum. En vegna
þess að önnur aðferðin er talin
smekklegri en hin, er hún ekki litin
eins alvarlegum augum.
Hér kann einhverjum að þykja, að
höfð hafi verið uppi stór orð, en hafa
ber hugfast, að þeim er ekki ætlað
að vera algild. Vissulega verða
óhöpp og slys stundum. Og því verð-
ur ekki haldið fram hér að lausnin
felist í því að kalla ökumenn glæpa-
menn. Hins vegar má gera ráð fyrir,
að ef fólk upplifði sömu reiði og til-
finningar, sömu hræðslu og and-
styggð af umferðarlagabrotum og
það upplifir gagnvart öðrum alvar-
legum lagabrotum, þá væri ákveðinn
sigur unninn. Ölvunarakstur og
hraðakstur yrði litinn hornauga af
almenningi. Ekki yrði tekið í mál að
einhver æki þreyttur og slæptur og
bifreið væri ekki ekið af stað fyrr en
allir hefðu spennt bílbelti.
Eins og staðan er í dag þá þarf
lögreglan stöðugt að hafa eftirlit
með ökumönnum – passa að þeir fari
sér ekki að voða. Það er það sama og
foreldrar gera við börn sín, óvitana.
Bifreið sem ekið er kæruleysis-
lega af ökumanni er hættulegt tæki.
Hvers vegna umberum við að fólk
leiki með líf sitt og annarra í bifreið-
um? Hvaða huliðshjálm hafa bílar
sem önnur dauðatól hafa ekki?
Ef ekki verður breyting á núver-
andi hugarfari og hegðun ökumanna
í umferðinni, mun umferðarslysum
ekki fækka.
RANNSÓKNARNEFND
UMFERÐARSLYSA.“
Hugvekja Rann-
sóknarnefndar
umferðarslysa
Lögregluþjónn við hraðamælingar.