Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 52

Morgunblaðið - 13.07.2002, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁBYRGÐARSJÓÐUR launa ábyrg- ist ekki greiðslur á viðbótarlífeyris- sparnaði launamanna sem unnið hafa hjá fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota. Allmörg dæmi eru um að fólk hafi tapað lífeyrisréttindum vegna þessa. Búið er að semja frum- varp þar sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn tryggi greiðslur á viðbót- arlífeyrissparnaði og stefnir félags- málaráðherra að því að leggja það fram á Alþingi í haust. Fyrir nokkrum árum gerðu laun- þegasamtökin og samtök vinnuveit- enda með sér samkomulag um að launþegar og fyrirtæki greiddu í sér- eignarlífeyrissjóð. Ekki var um þvingaðan sparnað að ræða heldur urðu launþegar sjálfir að eiga frum- kvæði að honum. Mismunandi er hvað greiðtt er mikið í þennan sparn- að en mjög margir greiða 4% af laun- um í iðgjald. Þrátt fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafi samið um þennan viðbótarsparnað með sama hætti og þeir gerðu þegar greiðslur í almennu lífeyrissjóðina hófust eru þessar greiðslur ekki tryggðar með sama hætti. Ábyrgðarsjóður launa greiðir iðgjald í almennu lífeyrissjóð- ina ef fyrirtæki verða gjaldþrota og geta ekki staðið við greiðslur. Sjóð- urinn hefur hins vegar ekki laga- heimild til að ábyrgjast greiðslur á ið- gjaldi í viðbótarsparnað við gjaldþrot fyrirtækja. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, sem sæti á í stjórn Ábyrgðar- sjóðs launa, sagði að þetta hefði kom- ið sér illa og ljóst væri að eitthvað væri um það að launafólk tapaði fjár- munum og þar með lífeyrisréttindum vegna þessa. Umtalsverðar upphæðir Ef launþegi greiðir 4% iðgjald í viðbótarsparnað og er með 200.000 krónur í laun á mánuði nema ið- gjaldagreiðslurnar 8.000 krónum á mánuði. Þegar fyrirtæki sem er að komast í þrot skilar ekki iðgjöldum er oftast nær um nokkurra mánaða van- skil að ræða. Fimm mánaða vanskil þýða að viðkomandi launþegi tapar 40.000 krónum við gjaldþrot. Guðmundur B. Ólafsson, lögfræð- ingur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sagði að það væri lög- brot ef fyrirtæki drægju lífeyrisið- gjöld af starfsmönnum sínum en skil- uðu þeim ekki til lífeyrissjóðsins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna kærði fyrirtæki sem stæðu þannig að málum. Halldór sagði að stjórn Ábyrgðar- sjóðs launa hefði að beiðni félags- málaráðherra endurskoðað lögin um Ábyrgðarsjóðinn. Upphaflega hefði það verið gert vegna dóms EFTA- dómstólsins í máli Erlu Maríu Svein- björnsdóttur, en hann komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði laganna stönguðust á við skuldbindingar Ís- lands í EES-samningnum. Halldór sagði að í frumvarpið hefði einnig verið sett ákvæði um að Ábyrgðar- sjóðurinn tryggði greiðslur á viðbót- arlífeyrissparnaði. Frumvarpið gerði hins vegar þá kröfu að haldið hefði verið uppi innheimtuaðgerðum. Þetta myndi að öllum líkindum kalla á að lífeyrissjóðir og bankastofnanir sem sæju um að ávaxta þennan sparnað yrðu að breyta um vinnubrögð varð- andi innheimtu og ganga betur eftir því að fyrirtæki skiluðu iðgjöldum. Ábyrgðarsjóður tryggir ekki greiðslur á viðbótarlífeyrissparnaði Fólk hefur tapað rétt- indum við gjaldþrot TÖLUVERÐUR viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær þegar flugmenn einkaþotu tilkynntu um torkennilegan pakka í flugstjórnar- klefanum á leið sinni frá London til New York. Þotan, sem er af gerð- inni Falcon 900 lenti á Keflavíkur- flugvelli um kl. 16 og var tekin af- síðis á meðan sprengjusérfræðing- ar Landhelgisgæslunnar rannsök- uðu pakkann. Í ljós kom að einnota myndavél var í pakkanum en óljóst er hvernig pakkinn rataði inn í flugstjórnar- klefann. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var myndavélin vafin í einangrunarband, en það gerði það að verkum, að hluturinn var tal- inn grunsamlegur og ákvörðun var tekin um að lenda vélinni í Keflavík. Fimm farþegar, þar af korna- barn, voru um borð auk tveggja flugmanna. Ekki bar á hræðslu meðal farþega að sögn Gunnars Schram aðstoðaryfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli kom á vettvang með allt að sjö slökkvibíla auk lögregluliðs og sér- fræðinga Landhelgisgæslunnar. Pakkinn var skoðaður með færan- legri röntgenmyndavél og kom þá í ljós að í honum var myndavél og var pakkinn þá opnaður. Viðbúnaðarástandi var aflétt kl. 18.10 og var gert ráð fyrir að þotan héldi síðan áfram ferð sinni vestur um haf, en vélin var að sögn lög- reglunnar í Keflavík á leiðinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Jim Smart Viðbúnaður vegna torkennilegs pakka í flugstjórnarklefa HÚN brosir mót lífinu þessi litla stúlka, alsæl með vistina í hoppu- kastalanum í ferðatívolíinu sem nú er að finna við Hafnarbakkann í Reykjavík. Tívolíferðir hafa löngum höfðað til yngri kynslóðarinnar sem heillast af stemmningunni í kringum þau og setur snúninga og hristing í hinum ýmsu tækjum ekki fyrir sig. Margir hinna eldri, sem heimsækja tívolíið, láta góðar minningar um salíbunur fyrri tíma nægja og fylgj- ast með ungviðinu skemmta sér. Morgunblaðið/Sverrir Ungviðið skemmtir sér í tívolíi BANASLSYS varð á tjald- stæðinu við Varmaland í Borg- arfirði í gærkvöld er ekið var á fimm ára gamla stúlku. Slysið var tilkynnt til lögreglunnar í Borgarnesi kl. 20.45 og voru tvær sjúkrabifreiðar sendar á slysstað ásamt lækni úr Borg- arnesi. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út og flutti hún barnið á Landspítalann í Fossvogi en við komuna á sjúkrahús var það látið. Tildrög slyssins liggja ekki ljós fyrir en eru í rannsókn hjá lögreglunni í Borgarnesi. Ekki er unnt að birta nafn hinnar látnu að svo stöddu. Fimm ára stúlka lést í bílslysi ÓVÍST er hvort Fjármálaeftirlitið kemur til með að kveða upp úrskurð í ágreiningi fimm stofnfjáreigenda SPRON og stjórnar SPRON um lög- mæti tilboðs sem fimmmenningarnir hafa gert í hlut annarra stofnfjáreig- enda sparisjóðsins. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður fimm- menninganna, hefur krafist þess að forstjóri, aðstoðarforstjóri og allir starfsmenn Fjármálaeftirlitisins víki sæti vegna þess að stjórnendur Fjár- málaeftirlitsins og sparisjóðanna sömdu frumvarp að lögum sem um er deilt í þessu máli. Ágreiningur er um það hvort til- boð stofnfjáreigendanna fimm er í samræmi við lög um viðskiptabanka og sparisjóði. Í ráðherraskipaðri nefnd sem samdi frumvarpið sátu m.a. þeir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármála- eftirlitsins og Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlits- ins. Allir starfs- menn Fjár- málaeftir- litsins víki  Sömdu lögin/6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.