Morgunblaðið - 17.07.2002, Page 2

Morgunblaðið - 17.07.2002, Page 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDemantaregn og Evrópumet á frjálsíþróttamóti í Stokkhólmi / B1 Skagamenn ætla að vera varkárir í Sarajevo / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mun fyrir hönd Sjó- mannasambands Íslands sem aðild á að ASÍ, stefna Samtökum atvinnulífsins, SA, fyrir Félagsdóm vegna þess sem sambandið telur brot á samkomu- lagi frá því í desember um greiðslur launagreiðenda í séreignalífeyrissjóði. ASÍ barst að sögn Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasamtaka Ís- lands, SSÍ, bréf í júní frá SA þar sem fram kemur að samtökin hyggist ekki standa við samkomulagið gagnvart sjómönnum. Þar sem verðlagsforsendur kjarasamninga hafa staðist tekur samkomulag ASÍ og SA frá í desem- ber gildi sem kveður á um að frá og með 1. júlí 2002 munu vinnuveitendur greiða 1% framlag í séreign- arsjóð launþega óháð framlagi af hálfu launþegans. „Allt í plati gagnvart sjómönnum“ Sævar segir afstöðu Samtaka atvinnulífsins koma verulega á óvart. „Fyrir hönd sjómanna undirritaði ég kjarasamn- ing við Samtök atvinnulífsins í desember, eins og önnur samtök Alþýðusambands Íslands, um að ef rauða strikið héldi kæmu tilteknir þættir til okkar, t.d. það sem hér um ræðir, 1% greiðsla frá launa- greiðendum í séreignarsjóði frá 1. júlí án mótfram- lags launþega,“ segir Sævar. „Okkur til mikillar undrunar kom upp sú afstaða Samtaka atvinnulífsins, þegar fyrirséð var að rauða strikið héldi, að þetta hefði allt verið í plati gagnvart sjómönnum. Þeir myndu standa við samninginn gagnvart öllum öðrum en sjómönnum.“ Sævar segir að SSÍ muni ekki una þeirri ákvörðun og ASÍ ætli að fara með málið fyrir dómstóla. „Í bréfi þeirra kemur fram að það sem þeir hafi meint með sam- komulaginu hafi verið að það næði aðeins til þeirra sem gætu losað samninga ef rauða strikið héldi ekki,“ segir Sævar. „En það eru fleiri samtök innan Alþýðusam- bandsins en Sjómannsambandið sem eru með lausa samninga á þessu tímabili, í iðnaðargeiranum og að ég tel í verslunargeiranum líka. Því er þetta aðeins útúrsnúningur og ég skora á forystumenn Samtaka atvinnulífsins að standa við sínar undirskriftir gagnvart sjómönnum eins og öðrum.“ Náði einungis til samninga með uppsagnarheimild Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri SA, sagðist í samtali við Morgunblaðið vísa í áðurnefnt bréf samtakanna til ASÍ. Í bréfinu kemur fram að SA sé þeirrar skoðunar að samningi ASÍ og SA frá 13. desember sl. hafi verið ætlað að bregðast við hugsanlegum uppsögnum kjarasamninga og því einungis náð til þeirra kjarasamninga sem hafi upp- sagnarheimild. Samtökin vísa til eftirfarandi ákvæðis í kjarasamningi Sjómannasambandsins. „Komi til þess að nefnd ASÍ og SA sem fjallar um forsendur kjarasamninga nái samkomulagi um breytingar á launalið samninga í árlegri athugun sinni 2002 og 2003 skal sama gilda um kauptrygg- ingu og tímakaup samkvæmt samningi þessum.“ Þetta ákvæði telur SA að kveði á um að ekki sé heimilt að segja upp kjarasamningnum. Sjómenn fá ekki greitt iðgjald í séreignarsjóð DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ stað- festi í gær breytingar á lögreglusam- þykktum Reykjavíkur og Akureyrar sem fela m.a. í sér bann við hvers konar einkasýningum á næturklúbb- um þar sem heimilt er að sýna nektardans. Ráðuneytið leitaði eftir áliti ríkislögmanns áður en ákvörð- unin var tekin en hann telur ólíklegt að bótaskylda kunni að falla á rík- issjóð vegna breytinganna. Í minnisblaði ráðuneytisins kemur fram að lögum samkvæmt skal sveit- arstjórn skilgreina þau velsæmis- mörk sem hún telur við hæfi á og við almannafæri, þar með talið á veit- ingahúsum og næturklúbbum. „Það er ekki dómsmálaráðuneytisins að hrófla við því mati sveitarfélaganna, nema það sé bersýnilega ómálefna- legt, en það á ekki við í þessu máli samkvæmt mati ráðuneytisins og er það stutt áliti ríkislögmanns.“ Fram kemur að málið hefur verið skoðað með ítarlegum hætti og í kjölfarið var ákveðið að staðfesta breytingarnar. Breytingatillögur Reykjavíkur- borgar tóku einnig til atriða sem snúa að afgreiðslutíma áfengis á veitingastöðum. Þær voru sendar til umsagnar hjá embætti ríkislög- reglustjóra. Starfsmenn ráðuneytis- ins ræddu við forsvarsmenn nætur- klúbba í borginni sem gafst tækifæri til að kynna sjónarmið sín, að því er fram kemur í minnisblaði ráðuneyt- isins um málið. Dómsmálaráðu- neytið bannar einkadans LANDSMÓT skáta, hið 24. í röð- inni, var sett á Hömrum við Ak- ureyri í gærkvöldi en þar hefur síð- ustu árin verið byggð upp útilífs- og umhverfismiðstöð sem akureyrskir skátar reka fyrir bæjarfélagið. Á Hömrum voru í gærkvöldi sam- an komnir skátar úr öllum heims- hornum, frá alls 25 þjóðlöndum, m.a. Ástralíu og Kína, svo ein- hverjir séu nefndir sem langt eru að komnir. Meðal viðstaddra við setninguna voru Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, en hann upplýsti að þorpið á Hömrum, þar sem „heimamenn“ verða um 4.000 næstu daga væri orðið næststærsti þéttbýlisstaður á Norðurlandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjör á landsmóti skáta HIÐ NÝJA fluggagnakerfi, sem tekið var í notkun í vor í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, hefur nokkrum sinn- um frosið. Heimir Már Péturs- son, upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar, segir að aldrei hafi skapast nein hætta vegna þessa. Heimir Már segir að alltaf hafi verið ráð fyrir því gert að kerfið detti úr sambandi, enda sé það óhjákvæmilegur fylgi- fiskur þróunar þess. „Þetta er ekkert sem hefur komið mönn- um á óvart. Hnökrunum á kerf- inu hefur fækkað með notkun þess, sem hefur gengið miklu betur en menn höfðu búist við,“ segir hann. „Það eru svo mörg varakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni,“ segir Heimir, „að þetta hefur ekki valdið ógnun við flugöryggi á nokkurn hátt. Þegar kerfið dett- ur út prentast ræmur út fyrir hverja einustu vél, auk þess sem önnur kerfi veita upplýsingar um þær allar,“ segir hann. Flugumferðarstjórn tók við þróun, viðhaldi og viðgerðum kerfisins árið 1998, en það hefur verið í þróun síðan 1989. Stofn- kostnaður vegna þess nam tæp- um einum milljarði króna, en það er talið með þeim fullkomn- ustu í heimi. Truflanir í nýju flug- gagnakerfi JAFN margir, eða 37%, eru hlynnt- ir og andvígir aðild Íslands að Evr- ópusambandinu, að því er kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þetta er mikil breyting frá síðustu könn- un, þegar mun fleiri voru hlynntir aðild en voru henni andvígir. Könnunin var gerð fyrir Samtök iðnaðarins dagana 26. júní til 11. júlí, með 1.200 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfallið var tæp- lega 70%. Spurt var: „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópu- sambandinu (ESB)? 37% voru hlynnt, sömuleiðis 37% andvíg, en þeir sem sögðust vera hvorki hlynntir né andvígir voru 26%. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í febrúar á þessu ári var spurt sömu spurn- ingar. Þá sögðust 52% vera hlynnt aðild, 23% hvorki né og 25% and- víg. Könnun Samtaka iðnaðarins um ESB Mun fleiri andvíg- ir aðild en áður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.