Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 8

Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kátir dagar á Þórshöfn Fjölskylda og frændsemi ÞÓRSHÖFN áLanganesi fer ekkivarhluta af sumar- fjörinu um land allt. Þar verða kátir dagar um næstu helgi, og ræddi Morgunblaðið við Sigfús Ólafsson, ferðamálafull- trúa Langaness og Þistil- fjarðar, af því tilefni, um skipulag daganna, undir- búning þeirra og ekki síst Sauðanesprestssetrið, sem Þjóðminjasafnið mun afhenda heimamönnum formlega sunnudaginn 21. júlí. – Hvert er tilefni kátra daga hjá Þórshafnarbú- um? „Þannig er mál með vexti að árið 1996 átti Þórshöfn 150 ára afmæli kaupstaðarréttinda. Þá var haldin mikil hátíð, sem tókst mjög vel. Vilji var fyrir hendi að halda áfram að hafa einhvers konar sumarhátíð. Þannig fæddist hug- myndin um káta daga, ekki af einhverjum sérstökum tengslum við landnámsmenn eða sögu svæðisins sérstaklega, heldur af einskærri þörf fyrir að gera sér dagamun og bjóða gesti og gang- andi velkomna í heimsókn til okk- ar. “ – Hvað er helst á döfinni á kát- um dögum? „Við leggjum höfuðáherslu á að fjölskyldan geti átt skemmtilegan tíma saman hér hjá okkur á Þórs- höfn, og gerum allt til þess að skapa ánægjulega stemningu, lík- asta karnivali. Við teljum nauð- synlegt að höfða til fjölskyldu- fólksins. Fólk fær hér tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, og kynn- ast um leið lista- og menningar- starfi hér á svæðinu.“ – Hvað geturðu nefnt okkur af dagskráratriðum? „Af framlagi heimafólks má nefna málverkasýningu, tónleika í kirkjunni með tónlistarmönnum úr sveitinni, hagyrðinga- og kvæðakvöld á föstudagskvöld og útimarkað á laugardaginn. Þá mun Hreimur Örn Heimisson einnig sjá um hreystikeppni, sem verður á léttu nótunum og öllum óhætt að taka þátt í. Á laugar- dagskvöldið er brenna og söngur til miðnættis, en þá hefst dans- leikur í Þórsveri fram á rauða nótt. Þetta verður alvöru sveita- ball þar sem heilu fjölskyldurnar koma saman.“ – Þið leggið greinilega áherslu á að kynna svæðið í leiðinni. „Já, við leggjum mikla áherslu á að kynna svæðið og menningu þess fyrir gestum okkar. Sem dæmi má nefna að við verðum með glæsilega grillkynningu þar sem hægt verður að smakka á Hólsfjallalambinu, hinu rómaða kjöti úr Norður-Þingeyjarsýslu. Einnig á að prófa sig áfram með kúfiskinn og elda hann á ýmsa vegu. Fólkið úr sveitinni kemur svo með sitt heimabakaða brauð og kökur til að gefa fólki að smakka. Að lokum má nefna að við stöndum fyrir minja- gripasamkeppni um þessar mundir, og úr- slitin verða tilkynnt á laugardag- inn.“ – Minjagripasamkeppni, hvern- ig kom það til? „Okkur datt í hug að láta heimamenn leggja höfuðið í bleyti og hanna kjörinn minjagrip sem ferðamenn vildu eignast eftir dvöl í sveitinni hjá okkur. Þátttaka hefur verið mjög góð og spenn- andi að sjá hvaða gripur vinnur. Svo á að framleiða hann í framtíð- inni og selja hér á Þórshöfn.“ – Hvað gerist svo á sunnudag- inn? „Á sunnudeginum verður há- tíðarguðþjónusta í Sauðanes- skirkju, og að henni lokinni mun Þjóðminjasafnið afhenda heima- mönnum Sauðanesprestssetrið til varðveislu. Sérstök Sauðanes- nefnd var stofnuð til þess að ann- ast húsið héðan í frá. Það er sveit- inni mikill akkur að fá húsið í sínar hendur og sjálfsagður hluti af menningartengdri ferðaþjón- ustu. Við verðum með minjasafn og fræðslusetur um sveitina í húsinu, og síðast en ekki síst get- um við boðið húsnæðið undir gestasýningar, og aukið á þann hátt heimsóknir listamanna á svæðið. Sýningar munu verða opnaðar næsta sumar.“ – Hvernig hefur gengið að kynna hátíðina? „Við höfum reynt okkar besta við að kynna svæðið og hátíðina sem best. Mikilvægt er að okkar mati að fá Íslendinga til að líta raunhæfum augum á ferðalög um eigið land. Margir halda að það þurfi að eyða löngum tíma í að undirbúa sig, finna allar græjurn- ar og fylla bílinn af dóti. Það er líka einfaldlega hægt að henda lopapeysunni aftur í skott og skella sér af stað!“ – Búist þið við mörgum? „Við treystum á góða þátttöku heimamanna og nær- sveitunga, en einnig eigum við von á fjölda brottfluttra Þórshafn- arbúa í heimsókn á æskuslóðirnar. Að sjálfsögðu vonum við svo að fólk sem ekki hefur heimsótt okkur áður komi til okkar í tilefni dag- anna.“ Nánari upplýsingar um dag- skrá kátu daganna, tímasetningar og fleira, má sjá á vef Þórshafn- arhrepps, www.thorshofn.is. Þjóðvegur 85, Norðausturvegur, liggur til Þórshafnar, bæði frá Húsavík og Vopnafirði. Sigfús Ólafsson  Sigfús Ólafsson fæddist á Ak- ureyri árið 1974. Hann lauk stúd- entsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1994, prófi sem leið- sögumaður vorið 1996 og BA- prófi í sagnfræði og spænsku sumarið 2001. Sigfús hefur starf- að hjá flugfélaginu Atlanta, sem fararstjóri fyrir Samvinnuferðir- Landsýn og fleiri störf tengd ferðaþjónustu. Í sumar starfar hann sem ferðamálafulltrúi Þist- ilfjarðar og Langaness. Sigfús er í sambúð með Margréti Rúnu Guðmundsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Handverk og matur úr heimabyggð Við verðum að halda voða fast, yðar hátign, hann er svo valtur í söðli. 2.990 kr. Flísteppi Sími 525 3000 • www.husa.is 180x200 cm til í bláu og dökkgráu GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hefur í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 3. maí sl. ákveðið að láta gera úttekt á um- fangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi. Meðal þess sem athugað verður er eftirfarandi: Hvernig skattsvik, skattsniðganga og dulin efnahags- starfsemi hafa, frá því að nefnd sem kannaði umfang skattsvika skilaði skýrslu á árinu 1993, þróast eftir skatttegundum, atvinnugreinum, landsvæðum og í samanburði við aðrar þjóðir og hvert tekjutap ríkis og sveitarfélaga hafi verið af þess- um sökum. Helstu ástæður skatt- undandráttar og að hve miklu leyti megi rekja hann til skattalaga ann- ars vegar og skattframkvæmdar hins vegar. Til þess að annast framangreinda úttekt hefur verið skipaður þriggja manna starfshópur. Starfshópurinn skal jafnframt leggja fram tillögur til úrbóta og meta hvort og á hvaða sviðum efla þurfi skatteftirlit og skattrannsóknir og hvaða ávinningi það geti skilað í auknum skatt- tekjum. Í starfshópnum sitja Snorri Olsen tollstjóri, sem jafnframt er formað- ur, Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri og Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri. Starfshópurinn skal leita upplýs- inga og ábendinga hjá aðilum vinnu- markaðarins og öðrum hagsmuna- aðilum eftir því sem við á. Starfshópurinn skal skila niður- stöðum fyrir 1. júlí 2003, segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Úttekt gerð á umfangi skattsvika hér á landi ÍSLANDSFLUG verður með beint flug frá Sauðárkróki á þjóðhátíðina í Eyjum um verslunarmannahelgina. Nær uppselt er í 19 sæta vél sem fer í loftið að morgni föstudagsins 2. ágúst nk. og skilar skagfirskum þjóðhátíðargestum til baka að kvöldi mánudagsins 5. ágúst. Að sögn Vigfúsar Vigfússonar, umboðsmanns Íslandsflugs á Sauð- árkróki, voru það nokkur ungmenni á staðnum sem höfðu frumkvæði að því að leita til félagsins og kanna möguleika á beinu flugi til Eyja. Höfðu þau verið fastagestir á þjóðhátíð síðustu ár og vildu verða sér úti um fljótfarna og þægilegri samgönguleið til Eyja. Var ferðin auglýst í nokkrum verslunum á Sauðárkróki og á vefsíðunni hrapp- ur.is og náðist fljótlega í það marga farþega að 19 sæta vél dugði. Ef fleiri bætast í hópinn verða mögu- leikar á stærri vél kannaðir, að sögn Vigfúsar. Skagfirsk ungmenni leituðu til Íslandsflugs Beint flug frá Sauð- árkróki á þjóðhátíð í Eyjum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.