Morgunblaðið - 17.07.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.07.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýju áliti að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki farið að stjórnsýslulögum er umsókn tveggja sjúkranuddara um starfsleyfi hér á landi lá í ráðu- neytinu í tæp þrjú ár. Segir umboðs- maður að afgreiðsla málsins hafi „dregist úr hófi“. Beinir hann því til ráðuneytisins að taka mál sjúkra- nuddaranna fyrir að nýju en beiðni þeirra um starfsleyfi, sem lögð var inn í september árið 1998, var end- anlega hafnað í ágúst árið 2001. Hafði landlæknisembættið þá haft málið til umsagnar mestan þann tíma en landlæknir mælti ekki með starfsleyfi. Annar nuddarinn hafði áður sótt um leyfi, en verið synjað. Í kjölfar synjunar ráðuneytisins á starfsleyfi leituðu sjúkranuddararn- ir, karl og kona, til umboðsmanns í ágúst á síðasta ári. Beindist kvörtun þeirra einkum að því að ráðuneytið hefði ekki viðurkennt menntun þeirra í Svíþjóð. Töldu þau að synj- unin væri ekki í samræmi við ákvæði EES-samningsins þar sem þau hefðu réttindi frá Svíþjóð til þess að starfa á EES-svæðinu. Töldu þau sig uppfylla lágmarksviðmið sem óskað væri eftir af hálfu yfirvalda hér á landi og voru ósátt við að hafa ekki verið leiðbeint um hvað vantaði upp á nám þeirra til að hljóta löggildingu. Bentu þau á að aðrir sjúkranuddarar með álíka menntun og þau hefðu afl- að sér hefðu fengið löggildingu. Í áliti sínu telur umboðsmaður að á það hafi skort við afgreiðslu ráðu- neytisins að tekin væri afstaða til þess hvaða þýðingu þær reglur, sem leiða af lögum nr. 83/1993 um við- urkenningu á menntun og prófskír- teinum, hefðu í málum nuddaranna. Meðal þess sem fram kom í umsögn landlæknis var að nám nuddaranna uppfyllti ekki þau skilyrði sem sett væru, m.a. um lengd námsins. Sagði landlæknir viðurkenndar námskröf- ur miða við 1.800 kennslustundir í greinum sem kenndar væru í sjúkra- nuddnámi en á gögnum málsins mætti greina að umræddir nuddarar hefðu lokið 900 stundum. Umboðsmaður Alþingis um mál sjúkranuddara sem synjað var um starfsleyfi Umsóknir lágu í ráðu- neytinu í tæp þrjú ár SÓLVEIG Péturs- dóttir dómsmálaráð- herra segir að það sé skylda sín að sjá til þess að viðeigandi úr- ræði séu til staðar í íslenskri löggjöf til að taka þátt í baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi af fullum þunga. Í dóms- málaráðuneytinu sé verið að skoða úrræði sem nágrannalöndin hafi gripið til í sömu baráttu, m.a. með vitnavernd og vitna- leynd. Hún segir það vera rétta ábendingu hjá Eiríki Tómassyni lagaprófess- or í Morgunblaðinu í gær að vitna- leynd yrði aldrei almenn regla. Hins vegar sé ljóst að vitni neiti að koma fyrir dóm þegar skipulögð glæpasamtök eiga í hlut. Mörg ríki tekið upp vitnaleynd í löggjöf Líkt og Sólveig greindi nýlega frá í Morgunblaðinu hófu Norð- urlöndin samstarf sín á milli fyrr á þessu ári um vitnavernd. Hún seg- ir það samstarf ná til ýmissa þátta. „Einn af þeim þáttum er sam- starf um löggjöf en Norðurlöndin hafa lengi litið til hvers annars í þeim efnum á flestum sviðum. Þessi mál voru gerð að umtalsefni í Morgunblaðinu í dag [gær] í við- tali við Eirík Tómasson lagapró- fessor. Ræddi hann meðal annars um það að vitnaleynd, sem er eitt af þeim úrræðum sem notað er til að bera vitni í stórum sakamálum, verði aldrei almenn regla. Þetta er að sjálfsögðu rétt ábending hjá prófessornum, enda ein af meg- inreglum íslensks réttarfars að vitni geri grein fyrir sér fyrir dómi. Hins vegar er ljóst að í mörgum tilvikum, einkum í málum þar sem skipulögð glæpasamtök eiga í hlut, neita vitni að koma fyr- ir dóm nema að einhvers konar vitnavernd sé tryggð, til dæmis með nafnleynd,“ segir Sólveig. Hún segir að mörg ríki hafi tek- ið upp vitnaleynd í sína löggjöf. Af Norðurlöndum hafi Norðmenn gengið einna lengst í breytingu á sínum réttarfarslögum með nafn- lausum vitnayfir- heyrslum fyrir dómi. Miðað sé við að þess- ari nýju heimild megi aðeins beita í alvar- legri brotaflokkum eins og stórum fíkni- efnamálum, mann- drápsmálum, alvarleg- um ránsmálum, kynferðisbrotum og ofbeldisbrotum gegn konum. „Grundvallarskil- yrðið fyrir vitnaleynd er ávallt það að fyrir hendi sé raunverulega hætta á að vitnið verði fyrir hótunum eða of- beldi og fyrirsjáanlega sé lífi þess, heilsu og frelsi stefnt í augljósa hættu. Norðmenn hafa einnig lög- fest nýtt og mjög víðtækt ákvæði sem miðar að því að veita fulltrú- um saksóknara, verjanda, starfs- mönnum dómstóls og öðrum þátt- takendum í opinberri málsmeðferð ríka vernd, eins og ég hef raunar bent á áður,“ segir Sólveig. Danir á svipaðri braut Dómsmálaráðherra segir enn- fremur að Danir séu á svipaðri braut. Í febrúar sl. hafi verið lagt fram á danska þinginu frumvarp til breytinga á réttarfarslögum þar sem farin hafi verið sama leið og í Noregi varðandi nafnlausar vitna- yfirheyrslur. Halda eigi frá ákærða upplýsingum um nafn vitn- is, heimilisfang þess og vinnustað, auk upplýsinga um önnur persónu- auðkenni. Skilyrði séu m.a. þau að þetta hafi ekki teljandi áhrif á vörn ákærða. „Við erum með þessar hug- myndir og fleiri til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Þessi úr- ræði hafa verið tekin upp í löggjöf nágrannalandanna til að efla bar- áttuna gegn skipulagðri glæpa- starfsemi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá teygir sú starf- semi anga sína til Íslands. Það er skylda mín sem dómsmálaráðherra að sjá til þess að viðeigandi úrræði séu til staðar í íslenskri löggjöf til að taka þátt í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi af full- um þunga,“ segir Sólveig. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra um vitnaleynd Úrræði í baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi Sólveig Pétursdóttir HRAFNHILDUR Sigurðardóttir kaup- kona varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykja- vík aðfaranótt mánu- dagsins 15. júlí sl., 50 ára að aldri. Hrafnhildur var fædd í Reykjavík 25. febrúar 1952. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Markússon, fyrrverandi stjórnar- formaður Sambands íslenskra samvinnu- félaga, og Ingiríður Árnadóttir húsmóðir. Hrafnhildur dvaldist með foreldr- um sínum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1959 til 1967. Hún varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 1973 og starfaði fyrstu árin þar á eftir að ferðamálum heima og erlendis, hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu og Samvinnu- ferðum. Hrafnhildur bjó með fjölskyldu sinni í Kúv- eit árin 1980 til 1984 og í Þýskalandi 1987 til 1992. Eftir heim- komuna 1992 stofnsetti hún kvenfataverslun- ina „Hjá Hrafnhildi“, sem nú er starfrækt í eigin húsnæði á Engjateigi 5 í Reykja- vík. Eiginmaður Hrafnhildar er Ant- oníus Þ. Svavarsson, yfirflugvél- stjóri hjá Flugfélaginu Atlanta, og eru börn þeirra þrjú og barnabörn- in þrjú. Andlát HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR ÁTTA tonnum af hrefnukjöti og hvalrengi frá Noregi var skipað upp úr Arnarfelli í Sundahöfn í Reykjavík í gær. Hvalkjötið var lestað um borð í skipið í Noregi sl. föstudag. Jón Gunnarsson, formað- ur félagsins Sjávarnytja, flytur kjötið inn, en það fer í verslanir Nóatúns og rengið verður súrsað og selt á þorranum. Þetta er í fyrsta sinn í 14 ár sem leyfi fæst til út- flutnings á hvalkjöti frá Noregi. Morgunblaðið/Sverrir Norsku hvalkjöti skipað upp í Reykjavík TALSMENN Heilbrigðisstofnunar Selfossi tjá sig ekki frekar um mál sem varðar skyndilegt andlát rúm- lega þrítugrar konu á sjúkrahús- inu fyrr í þessum mánuði, en lát hennar er til rannsóknar hjá land- lækni. Leitað var eftir viðbrögðum talsmanna HSS í gær í tilefni orða tengdaföður hinnar látnu í Morg- unblaðinu í gær, en þeir tjá sig ekki umfram það sem kemur fram í yfirlýsingu framkvæmdastjóra HSS frá því á mánudag. Þar segir: „Konan var lögð inn á Heilbrigð- isstofnunina Selfossi fyrri hluta júlímánuðar og lést þar skömmu síðar. Sú athugun sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er lækn- isfræðileg rannsókn til að stað- festa dánarorsök sjúklingsins, eins og gert er þegar óvæntir atburðir eins og skyndileg dauðsföll eiga sér stað innan heilbrigðiskerfisins. Þess háttar atburðir gerast öðru hverju árlega og eru niðurstöður í flestum tilvikum raktar til líkam- legs ástands sjúklings frekar en annarra þátta. Ekkert í máli þessu bendir til að annað eigi við hér. Vænta má að athugun þessi taki einhvern tíma, en af hálfu Heil- brigðisstofnunarinnar er ekki hægt að fjalla nánar um málið uns niðurstöður liggja fyrir enda eru starfsmenn stofnunarinnar bundn- ir trúnaði um málefni einstakra sjúklinga og því er óhægt um vik að rekja aðstæður í málum sem þessu í fjölmiðlum.“ Talsmenn Heilbrigðis- stofnunarinnar Selfossi Tjá sig ekki um andlát sjúklings GUÐNÝ Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri á Raufar- höfn. Hún var valin úr hópi 13 um- sækjenda um stöðuna. Guðný Hrund er rúmlega þrítug- ur Reykvíkingur, viðskiptafræðing- ur að mennt og starfar nú við ráð- gjöf, þjónustu og forritun hjá Strengi. Guðný Hrund mun koma til starfa á Raufarhöfn 15. ágúst næstkomandi. Raufarhöfn Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri UMHVERFISRÁÐHERRA skip- aði í gær Davíð Egilsson í embætti forstjóra nýrrar Umhverfisstofnun- ar. Alls sóttu 18 manns um stöðuna, að því er segir í fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins. Umhverfis- stofnunin tekur til starfa um áramót. Alþingi samþykkti á liðnu þingi ný lög um Umhverfisstofnun en hún mun taka við hlutverki Hollustu- verndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins, embættis veiðistjóra, hrein- dýraráðs og dýraverndarráðs. Davíð er núverandi forstjóri Hollustu- verndar. Skipaður forstjóri Umhverfis- stofnunar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.