Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 15

Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 15 VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! RÉTT ofan við sjávarkambinn í Skálavík hefur undanfarna daga verið unnið að fornleifagreftri í gamalli verbúð. Að þessu verkefni stendur Ragn- ar Edvardsson fornleifafræðingur sem er að vinna að doktorsritgerð við háskólann í New York um þróun fiskveiða og verstöðva á Vestfjörð- um. Markmiðið með því að grafa nið- ur á verbúðir í Skálavík er að sögn Ragnars að komast að aldri ver- stöðvanna og rannsaka hvort hægt er að sjá einhverja þróun í þeim húsakosti sem verbúðirnar voru. Allar verbúðir sem eru sýnilegar í Skálavík eru að sögn Ragnars lík- lega frá 19. öld. Verbúðin sem hann valdi til að grafa upp og rannsaka var ekki eins greinileg og aðrar og því ekki ólíklegt að hún sé eitthvað eldri. Til eru heimildir um byggð í Skálavík allt frá tíundu öld. Hallvarður Súgandi er sagður hafa numið land í Súgandafirði, Skálavík og að Stiga og telur Ragn- ar ekki ólíklegt að hann hafi búið á Breiðabóli í Skálavík Ragnar telur að Skálavík hafi þróast líkt og Bolungarvík sem er elsta verstöð landsins en sökum nálægðar við Ísafjarðarkaupstað hafi Bolungarvík frekar haldið velli. Ragnari til aðstoðar eru þrír námsmenn við New York-háskóla en auk þeirra fékk systursonur Ragnars tækifæri til að kynnast fornleifauppgreftri. Ragnar kvaðst vera að ljúka þessum áfanga næstu daga en hann kæmi svo aftur síðar í sumar og tæki þá aftur til við að afla frekari gagna. Rannsakar ver- búðir fyrri alda í Skálavík Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Ragnar (l.t.h.) og aðstoðarfólk hans sem unnið hefur að uppgreftinum. Bolungarvík „GRASVÖXTUR hefur borið skaða vegna mikilla þurrka undanfarið og á sumum stykkjum er um helmingi minna gras en í fyrra,“ segir Að- alsteinn L. Valdimarsson, bóndi á Strandseljum við Ísafjarðardjúp. Aðalsteinn hóf slátt um síðustu mánaðamót. „Það var fullseint því farið var að brenna af, einkanlega eru tún illa farin þar sem jarð- grunnt er. Í mólendi er skaðinn minni en ég beið lengi eftir væt- unni sem ekki kom.“ Á Strandseljum er ræktað land um 20 hektarar, auk þess heyjar Aðalsteinn nokkuð á eyðijörðum í kring og segir hann það til mikillar hjálpar þegar grasbrestur verður. Hann kvíðir ekki fóðurskorti í vetur þar sem nokkrar fyrningar eru eftir gjöfult sumar í fyrra. Yf- irleitt er Aðalsteinn fyrstur til að hefja heyskap en óopinber sam- keppni er á milli bænda um að hefja slátt. Bústofn í Strandseljum er lið- lega 200 kindur og nokkrar kýr í fjósi, auk geldneyta. Þá styrkja afkomuna veiðihlunnindi í Laugar- dalsá. „Ég tók við búinu fyrir sjö árum við lát föður míns, Valdimars Valdimarssonar, en móðir mín Sig- ríður Aðalsteinsdóttir starfar að því með mér og á sínar skepnur,“ segir Aðalsteinn en hann hefur þó unnið óslitið við búskapinn í rúm tuttugu ár eða síðan vorið 1981, þá nýorðinn stúdent frá Flensborgar- skóla. „Síðan hef ég ekki verið í skóla, nema skóla lífsins.“ Útsýni frá Strandseljum er ægi- fagurt þar sem sér yfir meginhluta Djúpsins og í nágrenni bæjarins er mikil lúpínubreiða sem bæði skýlir og prýðir. „Það var fyrir um þrjátíu árum að móðir mínn sáði lúpínufræjum í gróðurvana mela og holt innan tún- girðingar. Lúpínan hefur heldur betur breitt úr sér með árunum og annar gróður hefur fest rætur í skjóli hennar.“ Aðalsteinn segist hafa séð dá- góðan skammt af landinu, þó hafi hann ekki farið um Húnaþing og Skagafjörð og örfá önnur svæði í byggð. Í frístundum, sem einkum gefast að vetri til, les hann mikið, svo sem ævisögur, fræðibækur og ljóð, og á mikið safn ljóða og ljóða- bóka. Þá vann hann um nokkurra ára skeið ljóðaþætti fyrir blöð, til dæmis fyrir Vestra. Þá er marg- breytilegt ljóðform honum innan handar þegar hann kýs að koma hugsunum sínum í bundið mál eins og eftirfarandi ljóðlínur vitna um: Sumt er hér landið sáð og yrkt, samt skilar litlum arði, þó tilbúinn áburð og aðra virkt alls ekki við það sparði. Snauð eru túnin snögg og ljót, snarrótarskúfurinn harði einn eftir klaka og kal í rót í kuldanum eftir hjarði. Mörg er af grjóti úr reitum rúst, rísa þó nibbur gleiðar, slegið er yfir þúfu og þúst og þanist um urðir leiðar. Fríkkar í augum einyrkjans afkoman sunnan heiðar við það að horfa á harðbalans helsviðnu sléttur breiðar. Þurrkatíðin verið erfið Hólmavík Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Aðalsteinn á Strandseljum við slátt og í baksýn sér í lúpínubreiðu. SÍÐASTLIÐINN föstudag komu saman nokkrir frammámenn sveit- arfélagsins og Kennarasambands Íslands í sumarhúsahverfinu Heið- arbyggð. Tilefnið var að taka formlega í notkun fyrsta áfanga við uppbyggingu nýs orlofshúsa- hverfis kennarasambandsins. Búið er að fullgera sex glæsileg hús sem staðsett eru við Háamóa í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Orlofshúsin eru hönnuð þannig að þau henti tveimur fjölskyldum. Húsin eru vel búin húsgögnum auk nýjustu teg- undum heimilistækja. Við hvert hús er um 40 fer- metra verönd og heitur pottur. Húsin eru timburhús á steyptum grunni, 87 fermetrar að stærð og öll eins. Að utan eru húsin klædd alosinki og bandsöguðu timbri, en að innan með birkikrossviði. Á gólfum eru steinflísar og línoleum- dúkur. Hurðir, gluggar, ofnar o.fl. er allt smíðað hér á landi. Í framtíðinni er stefnt að því að reisa allt að því átján hús á svæð- inu en kennarasambandið hefur þarna um 7,2 hektara lands til um- ráða. Næsta verkefni er bygging félagshúss á þessu landi með sam- komusal fyrir um 50 manns sem nýttur verður af félagsmönnum. Búið er að ganga frá tveimur leik- svæðum og körfuboltavelli auk þess sem plantað hefur verið um 1.400 trjáplöntum. Arkitekt orlofs- húsanna er Albina Thordarson en byggingaverktaki var Viðir ehf., Ástmar Örn Arnarson. Vaxandi umsvif orlofssjóðs KÍ Að sögn Hilmars Ingólfssonar, formanns orlofssjóðs, hefur Kenn- arasamband Íslands aukið veru- lega við eigur sínar á síðustu ár- um. Auk nýju húsanna sex á KÍ þrettán orlofshús í Ásabyggð hér í Hrunamannahreppi og þrjú í Kjarnaskógi á Akureyri. Þá á KÍ einnig fjórar íbúðir og fimm her- bergi á Sóleyjargötu 33 í Reykja- vík og nú nýlega hafa verið teknar í notkun sex íbúðir á Sóleyjargötu 25 í Reykjavík. Í sumar eru því alls 63 staðir í boði fyrir fé- lagsmenn kennarasambandsins með103 leigueiningum, samtals 1.200 leiguvikum á Íslandi og á Spáni. Ný orlofs- hús hjá kennara- sambandinu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hluti þeirra manna sem komu að uppbyggingu orlofshúsanna. F.v. Loftur Þorsteinsson sveitarstjóri, Valgeir Gestsson, stjórnarmaður í Orlofssjóði KÍ, Valgeir Gestsson, fyrrv. framkvæmdastjóri KÍ, Sigurður Ingi Jó- hannsson oddviti, Bjarni H. Ansnes, fyrrv. skólastjóri, Albína Thordarson arkítekt, Ástmar Örn Arnarson verk- taki, Hilmar Ingólfsson, form. Orlofssjóðs KÍ og Gunnlaugur Ástgeirsson, stjórnarmaður í KÍ. Hrunamannahreppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.