Morgunblaðið - 17.07.2002, Page 20

Morgunblaðið - 17.07.2002, Page 20
LISTIR 20 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU tímum þegar það hefur nálgast hefð á landi hér, að vera með minnsta mögulega tilstand varðandi umgjörð sýninga taka menn eðlilega sérhverjum viðsnún- ingi fagnandi. Síbyljusýningar með lágmarks upplýsingum um það sem augað greindi á framkvæmdunum var orðið séríslenzkt fyrirbæri og þjóðinni til lítils sóma að ekki sé dýpra tekið í árinni. Að auk hvers konar sérviska ríkjandi í stað þess einfaldlega að vera með almennar fræðandi upplýsingar, hlutlæga miðlun eins og hvarvetna er lág- marksþjónusta í listhúsum ytra. Þetta er óvirðing við sýningargesti og afleiðingarnar nærtækar í sím- innkandi aðsókn sem því miður bitn- aði (og bitnar) einnig á mikilsverðari framkvæmdum. En nú eru önnur teikn á lofti og ber hér einkum að geta tveggja sýn- inga í sölum listasafns ASÍ. Fyrir skömmu lauk þar sýningu þriggja mætra listakvenna, Guðbjargar Lindar, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Kristínar Jónsdóttur, sem þær nefndu, Dvalið í andránni, þar sem samanlagt rými hússins var nýtt á frábærlega skilvirkan hátt. Í kjölfar- ið fylgdi sýning tveggja kynsystra þeirra, þeirra Kate Leonard frá Colorado og Valgerðar Hauksdóttur, er þær nefna Dyr/Portal, og ekki eru vinnubrögðin síðri þótt framkvæmd- in sé annars eðlis. Báðar með víðtækt nám að baki og vel sjóaðar á lista- vettvangi, en það var hin sameigin- lega listgrafíska sérhæfing sem gerði að verkum að leiðir þeirra sköruðust, Leonard deildarstjóri myndlistardeildar og stjórnandi grafíknáms við Colorado College, þar sem Valgerður var gestalista- maður, en róðan mun líkast til hafa gert víðreistara milli grafíkverk- stæða austan hafs og vestan en nokk- ur annar íslenzkur listamaður, bæði sem gestur og kennari. Þrátt fyrir næsta ólík vinnubrögð og að þær stöllur nálgist viðföngin úr tveim átt- um að segja má, er grunntónn verka þeirra náskyldur, báðar leita til nátt- úruskapanna og tjá kenndir sínar frammi fyrir þeim, jafnt huglægum sem hlutkenndum. Einkennandi fyr- ir blandaða tækni Kate Leonard eru samsetningar ólíkra sjónarhorna sem geta gefið til kynna sýn úr lofti, eða víxlað er saman þverskurði at- riða í nálægð og fjarlægð, útkoman eins konar kviksjá, brotabrot og þverskurður verundarinnar. Hér er tímahugtakið einnig áleitið því nátt- úran ber hvarvetna í sér skilaboð um fortíðina, birtingarmynd hennar í ná- lægu sjónmáli um leið og núið er allt- umlykjandi ásamt vitundinni um framrásina. Samhliða því að formein- ingar og rými birtast í lagskiptum áherslum þar sem veðrunin miðlar einnig hinum aðskiljanlegustu upp- lýsingum og skilaboðum til skoðand- ans og vekja upp óræðar spurningar. Maður greinir strax að um þjálf- aðan og færan grafík listamann er að ræða, vinnubrögðin þannig óaðfinn- anleg tæknilega séð. Tilhneiging listakonunnar til að vera nútímaleg með því að hrista upp í hlutunum með blandaðri tækni mjög skiljanleg í ljósi tímanna og ótal tilrauna á sviði sjálfrar þrykktækninnar, nálgast þó í þessari mynd meir fingrafimi með grafísku ívafi, föngin sótt víða í hlið- argeira hreinnar listgrafíkur. Hér er afar vel staðið að verki, fágunin slíp- uð og ydduð til hins ítrasta, jafnvel í þá veru að maður óskar sér þess að á stundum slaki gerandinn á taumun- um og hugarflugið fari á rás, helst út í bláan buskann. Í ljósi mennta- grunnsins saknar maður þess mjög að sjá ekki hreinar og ómengaðar grafíkmyndir innan um öll þessi heilabrot, en vonandi verður ekki löng bið á því í ljósi félagsskaparins. Fyrir sumt en á annan hátt var Valgerður Hauksdóttir í sporum Leonards lengi vel, leitaði til ýmissa hliðargeira jafnvel innsetningar með hljóði. Hliðargeirarnir eru enn fyrir hendi en í þessu tilviki mun þróaðri jarðbundnari og hnitmiðaðari. Þó er meira um vert að listakonan hrein- lega blómstrar í nokkrum hreint unnum stálætingum, sem eru afar líf- rænar og þróttmiklar í útfærslu, sýn- ir hve mikið býr í henni á grafíska sviðinu fram yfir sjálfa þekkinguna á tæknibrögðunum. Þannig séð þarf listakonan ekki á neinum vangavelt- um að halda og trú mín að sterkasta hlið hennar sé að ganga hreint til verks í gömlu tæknibrögðunum eins og til að mynda Per Kirkeby og fleiri evrópskir grafík listamenn hafa ver- ið að gera á undangengnum árum. Farsælla að láta hugmyndirnar þróast í sjálfum vinnubrögðunum, uppgötva þær og upplifa, en að láta hugmyndirnar þróa tæknibrögðin, þetta hafa margir núlistamenn rekið sig á og var á skjön við allt sem þeir höfðu áður haldið fram. Valgerður virðist einmitt vera að nálgast þessi viðhorf í vinnubrögðum sínum og þótt hún hafi orðið að taka ýmsa króka að markinu og sé raunar enn að dreifa kröftunum skynjar maður upplifaðri og samfelldari heild að baki tilrauna hennar. Bein skynhrif- in við fyrirbæri náttúrunnar eins og þau koma fram í stafrænu ljósmynd- unum mættu þó að ósekju koma enn betur til skila. Að lokinni skoðunar- ferð um allt rými listasafnsins þótti mér meginveigur framkvæmdarinn- ar liggja í því, að hér er ekki köld rökhyggja á ferð heldur virkt blóð- rennsli. Loks er sýningarskráin hval- reki og mætti hér margur taka róð- urnar til fyrirmyndar. Að halda sýningu er nefnilega mikið mál og hér er birtingarmyndin framúrskar- andi. Kate Leonard: Alluvial seed, blönduð tækni 2002. Framúrskarandi Valgerður Hauksdóttir: Upptök, stafræn ljósmynd, 2002. MYNDLIST LISTASAFN ASÍ Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánu- daga. Til 28. júlí. Aðgangur 300 krónur. MYNDVERK KATE LEONARD VALGERÐUR HAUKSDÓTTIR Bragi Ásgeirsson ERLENT Í HUGA flestra Vesturlandabúa var Genghis Khan miskunnarlaus stríðs- maður og harðstjóri, sem fór með ránum og kveikti í þorpum á þeim landsvæðum sem hann lagði undir sig eftir að hann sameinaði alla mongólska ættflokka í upphafi 13. aldar. Dregin er upp allt önnur mynd af Genghis Khan á sýningu sem stendur nú yfir í Washington, en þar er honum lýst sem brautryðj- anda í lýðræðislegum stjórnar- háttum. Mongólski höfðing- inn fær nokkra upp- reisn æru á sýningunni „Mongólía nútímans: endurreisn Genghis Khans“ í National Mu- seum af Natural Hi- story, safni Smith- sonian-stofnunarinnar. Er þar fjallað um sögu Mongólíu frá byrjun aldarinnar sem leið þar til alræði kommún- istaflokksins var af- numið og tekið upp lýð- ræði. Sagt er að með nýrri stjórnarskrá Mongólíu 1992 hafi landið í raun tileinkað sér aftur ýmsa grunnþætti lýðræðisins sem Genghis Khan hafi innleitt fyrir átta öldum. Var á undan Englendingum Safnvörðurinn Paula Sabloff, sem skipulagði sýninguna, tekur þó fram að gestirnir þurfi að hafa í huga að Genghis Khan hafi ekki komið á eig- inlegu lýðræði heldur hafi hann fyrst og fremst stjórnað heimsveldi sínu með hervaldi. Hann hafi hins vegar innleitt ýmsa þætti sem Vest- urlandabúar líta á sem meginstoðir lýðræðisins (þ.e. þátttaka þegnanna í stjórn sameiginlegra mála, rétt- arríki, jafnrétti og persónulegt frelsi). Það hafi hann gert 1206, níu árum áður en enskir barónar þvinguðu Jóhann konung hinn land- lausa til að undirrita frelsisskrá Englendinga sem lagði grunn að persónulegu og stjórnmálalegu frelsi ensku þjóðarinnar. Genghis Khan hafi meðal annars kallað reglulega saman þing mongólskra höfðingja til að ræða ýmis málefni heimsveldisins, látið skrá lög sín og setja þau í skipulegt kerfi árið 1206 og gert ættleiddan son sinn, Shigi- hutuhu, að fyrsta dómaranum. Sýningin er þrískipt og varpar ljósi á sögu Mongólíu síðustu hundr- að árin. Fyrsti hlutinn hefst í byrjun 20. aldarinnar þegar Mongólía, þá nefnd Ytri-Mongólía, var enn hluti Kínaveldis (hafði verið undir stjórn kínverskra keisara frá 1691) og hon- um lýkur árið 1921 þegar landið end- urheimti sjálfstæði sitt með hjálp Sovétríkjanna. Síðan er fjallað um valdatíma kommúnista eftir byltingu 1924 þegar Mongólía varð annað alþýðulýðveldi heims á eftir Sovét- ríkjunum. Í þriðja og síðasta hluta sýningarinnar er fjallað um Mong- ólíu nútímans, blandað þjóðfélag hirðingja og borgarbúa, frá því að al- ræði kommúnista- flokksins var afnumið fyrir tólf árum. Á sýningunni eru notuð þrjú mongólsk hirðingjahús, svokölluð ger – færanleg hús sem líkjast tjöldum, úr trjá- greinum og klædd flóka – til að sýna hvernig menning Mongóla hefur þróast síðustu hundrað árin. Tæpur helmingur Mongóla býr enn í slík- um húsum. Í tveimur þessara hirðingjahúsa eru elda- vélar, húsgögn, fatn- aður, leikföng og trúarlegar og ver- aldlegar skreytingar til að sýna þær miklu breytingar sem orðið hafa í trúarlífi, fatnaði, efnahag og lífs- háttum í Mongólíu á síðustu hundr- að árum, meðal annars aukin vest- ræn áhrif. Gestum gefst einnig kostur á að snerta nokkra smíðis- gripi, meðal annars söðla, og klæð- ast mongólskum skikkjum. „Pasta-æturnar voru auðveld bráð“ Á sýningunni er skírskotað til skoðanakönnunar í Mongólíu þar sem fram kemur að margir Mong- ólar aðhyllast þá kenningu að Geng- his Khan hafi innleitt ýmsa grunn- þætti lýðræðisins. Blaðamaður The Washington Post, Michael O’Sulliv- an, segir þó að Sabloff færi ekki nógu sannfærandi rök fyrir kenning- unni, meðal annars vanti skírskot- anir í sögulegar heimildir eins og „Leynilega sögu Mongóla“, bók sem Shigi-hutuhu er talinn hafa ritað skömmu eftir dauða föður síns. Blaðamanninum þykir Sabloff fulldjörf í því að láta gamminn geisa í texta sýningarinnar, til að mynda þegar hún veltir fyrir sér „leyni- vopninu“ á bak við landvinninga Mongóla í Kína, Indlandi, Persíu, Afganistan og Litlu-Asíu þegar Genghis Khan drottnaði yfir einu víðlendasta heimsveldi sögunnar. „Ef til vill fólst það í því að fæða þeirra var próteinrík, kjöt, mjólk og ostur, en Kínverjar og Evrópubúar voru orðnir sljóir af eintómum hrís- grjónum, pasta og hafragraut!“ skrifaði Sabloff. „Auðvitað voru þessar pastaætur auðveld bráð fyrir mongólsku kjötæturnar!“ National Museum of Natural History Mercedes Benz fyrir utan mongólskt hirðingjahús, svokallað ger, færanlegt hús sem líkist tjaldi, úr trjágreinum og klætt flóka. Genghis Khan lýst sem föður lýðræðisins Genghis Khan ’ Sagður hafa inn-leitt ýmsa grunn- þætti lýðræðisins ‘ The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.