Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 23

Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 23 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands A B X / S ÍA listmálari kemur. Það er því svolítið misvísandi þegar hann er kynntur til sögunnar sem einn af þekktustu listamönnum þarlendum. Er ekki kominn tími til að skrúfa ögn niður í stigbeygingu lýsingarorðanna í okkar litla samfélagi, svona rétt áð- ur en við töpum áttum í heims- ÞAÐ gerist æ oftar að listamenn frá öðrum löndum staldri hér við til að njóta náttúrunnar og útsýnisins. Kanadíski listmálarinn David Alex- ander er í þeim hópi, en sumarið 2000 dvaldi hann í Straumi og kynntist þá íslensku landslagi á Reykjanesskaganum og víðar. Nokkur málverkanna á sýningunni í Hafnarborg eru afrakstur þess- arar sumarveru hans hér. Verkin fjórtán eru annars frá síð- ustu sex árum. Þar af er helming- urinn frá 2000 og síðar. Obbinn er af hrauni og fjöllum, með jurtum sem hringa sig í forgrunni líkt og þær vilji máta sig við fjöllin í bak- sýn. Það er ekki ofsögum sagt að Alexander sé expressjónískur í stíl sínum. Áhorfandinn hefur gjarnan á tilfinningunni að hann vilji koma öllu fyrir einu í sérhverri mynd og nægi því varla stærð flatarins til að finna því öllu stað. Fyrir bragðið er sem málverk Al- exander skeki sjóntaugarnar svo að áhorfandinn á eilítið erfitt með að halda utan um skynjun sína. Það er ekki auðvelt að benda á eitt atriði öðrum fremur sem veldur þessari skynrænu ringulreið. Þó má nefna mótsagnakennda pensildrætti sem út af fyrir sig tvístra áherslunum út um allan flötinn og varna því að sjónin fái hvílt í honum. Í þeim efnum bæta akrýllitir ekki úr skák því þá skortir bæði mýkt og sambræðslumátt olíulitanna. Massi þeirra virkar einnig rýr í roðinu. Ef til vill er þar komin ástæðan fyrir þeirri togstreitu milli málaratækni og grafískrar teiknitækni sem hvarvetna ríkir í málverkum Alex- ander og dregur óhjákvæmilega úr fyllingu verkanna. Augljósustu dæmin eru blómin sem listmálarinn bætir í forgrunn landslagsverk- anna, eflaust til að skapa aukið dýptarskyn. Þau eru máluð með allt annarri og grafískari tækni en fjöll- in og stinga því enn frekar í stúf við heildina. Þótt David Alexander sverji sig vissulega í ætt við Sjömenningana á millistríðsárunum – einkum James MacDonald sökum nýstílsáhrifanna í verkum beggja – bætir hann ekki miklu við framlag þess ágæta hóps. Þá er það eilítið þreytandi að lesa á meðfylgjandi einblöðungi með sýn- ingunni enn eina gífurkynninguna á listamanni sem hingað ratar: „...er meðal þekktustu núlifandi lista- manna í Kanada...“. Þylja mætti upp röð af mun fræg- ari listamönnum, kanadískum, þótt ekki væri farið út fyrir borgarmörk Vancouver, þaðan sem hinn ágæti frægðarsoginu sem iðar látlaust við strendur landsins, rétt eins og lokk- andi sírenuvæl, með fyrirheit um að eyjan okkar afskekkta verði brátt miðpunktur sjálfrar heimsmenn- ingarinnar? Hybrid orchid lid er besta verkið á sýningu Davids Alexander. Blóm og fjöll MYNDLIST Hafnarborg Til 22. júlí. Opið miðvikudaga til mánu- daga frá kl. 11 – 17. MÁLVERK DAVID ALEXANDER Halldór Björn Runólfsson Andlit óttans er skáldsaga eftir Minette Walters í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Sagan segir frá rannsókn á dauða Mathildu Gillespie sem finnst látin í baðkeri sínu. Lög- reglan og nánustu ættingjar hennar telja að um sjálfsmorð sé að ræða, en læknir Mathildu leyfir sér að efast enda ljóst að flestir íbúar í þorpinu hötuðu hana. Útgefandi er Vaka Helgafell og Ugl- an - íslenski kiljuklúbburinn. Bókin er 327 síður, kilja. Skáldsaga Bókin um Anda- lúsíu er eftir Dag Gunnarsson ljós- myndara og far- arstjóra. Hér er á ferð leiðsögurit um suðurhluta Spánar. Dagur lýs- ir hér bæði fjöl- förnum leiðum og lítt þekktum stöðum, leiðir lesandann um sögufrægar borgir á borð við Se- villa, Granada og Córdoba og veitir innsýn í fjölskrúðugt mannlíf með fla- mencodansi, nautaati og hátíðum. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda eftir höfundinn sem áður hefur skrifað Bókina um London. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 247 bls., prentuð í Danmörku. Alda Lóa Leifsdóttir hannaði kápu. Leiðsögurit Íslenskur jarð- fræðilykill er eftir Ara Trausta Guð- mundsson jarð- eðlisfræðing með myndum eftir Ragnar Th. Sig- urðsson. Í bókinni er lykilhugtökum íslenskrar jarð- fræði haldið til haga og þau útskýrð. Um eitt hundrað fyrirbæri náttúrunnar eru talin fram í stafrófsröð og þeim lýst í máli og myndum. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 243 bls. Hönnun bókar var í höndum Bjargar Vilhjálmsdóttir en kápuhönnun annaðist Næst. Jarðfræði Guð hins smáa eftir Arundhati Roy í þýðingu Ólafar Eldjárn er komin út í kilju. Sagan segir frá tvíburunum Rahel og Estha sem búa í þorpinu Ayem- enam á Indlandi og hvernig heimsókn frænku þeirra hefur áhrif á líf þeirra. Smám saman flettist ofan af leynd- armálum fjölskyldunnar og atburðum sem ollu straumhvörfum í lífi hennar. Bókin hefur verið á metsölulistum víða um lönd og hlaut höfundurinn bresku Booker-verðlaunin. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 336 blaðsíður. Skáldsaga Í DUKE Eye Center í Durham í Norður-Karólínu stendur nú yfir sýning á verkum Kristínar Guð- jónsdóttur en galleríið er fyrir sjónskerta jafnt sem sjáandi. Uppsprettu verkanna má rekja til þess að á sl. ári greindist Kristín með brjóstakrabbamein og skadd- aðist auk þess á auga. Kristín ákvað að búa til tvær raðir af keilulaga veggverkum, 16 verk hvora röð, er tjá tvískipta sýn kvenna á brjóstakrabbamein. Sér til hjálpar notar Kristín svart-hvítu bíómyndina The Many Faces of Eve en myndin fjallar um konu (Evu White) er átti að hafa greinst með klofinn persónu- leika (Evu Black og Evu White) en í lok myndarinnar nær þessi kona að mynda heilsteypta per- sónu (Jane). Kristínu fannst tilvalið að nota sér þá sérstöðu að galleríið er innan virts spítalakerfis. Hún áformaði að setja upp tvær keilu- laga raðir, aðra ljósa, hina dökka hvorum megin við inngang augn- setursins, Evu White hægra meg- in en Evu Black hinum megin. Þeir sem gengju út yrðu þar með Jane eða hin stabíla Eva er hefði fengið bót meina sinna. Kristín beinir verkum sínum að félags- og umhverfismálum og gerir það meðal annars með því að vinna svo til eingöngu úr gömlum nytjahlutum eða end- urnýtanlegum efnum. Verkin á sýningunni eru úr reykbrenndum leir og steyptu gleri, 99% endur- unnu efni. Sýningin stendur til ágústloka, hana má sjá á netinu á heimasíðu Kristínar á slóðinni www.art.net/ stina. Fyrr á árinu sýndi Kristín í Durham Art Guild Gallery í N- Karólínu nýjustu verk sín ásamt listamönnunum Ursulu Goebels- Ellis frá Þýskalandi og Dawn Stetzel frá Bandaríkjunum. Ljósi helmingur Evu White. Verk Kristínar Guðjónsdóttur. Hin mörgu andlit Evu LEIKFÉLAGIÐ Hallvarður Súg- andi hefur fundið sér nokkuð frum- lega aðferð við að lifa af í nútímanum með öllum sínum landsbyggðarflótta og samkeppni um tíma fólks. Félagið hefur undanfarin ár starfað á sumrin og sett upp eitt verkefni á hverju sumri, gjarnan í tengslum við sum- arhátíð á Suðureyri. Þetta hefur gefist vel og engan bil- bug að finna á félaginu. Að þessu sinni glíma þau við gamanleik um leikhús, nokkuð algengt form, sem hér tekur á sig þá mynd að leikhópur stendur frammi fyrir því á frumsýn- ingu á Draumi á Jónsmessunótt að bróðurpartur leikhópsins lætur ekki sjá sig. Góð ráð eru dýr og hver sót- raftur á sjó deginn; gjaldkerinn, sýn- ingarstjórinn, smiðurinn og jafnvel fyrrverandi unnusti prímadonnunn- ar. Fljótlega fara tengsl leikendanna að hafa áhrif á túlkun þeirra á verki Shakespeares, auk þess sem þau þurfa flest að leika fleira en eitt hlut- verk, og kunna að auki heldur lítið í verkinu. Semsagt; ágætis farsaupp- skrift. Sýning Hallvarðs Súganda á Draumi í Dós á ágæta spretti og fé- lagið lumar greinilega á góðum kröftum, jafnt á sviði sem utan. Tvennt stendur einna helst í vegi fyrir því að sýningin verði verulega skemmtileg að þessu sinni. Fyrir það fyrsta er leikritið ekkert sérstaklega gott. Höfundunum verð- ur einhvern veginn ekki mikill matur úr hugmyndinni, eins góð og hún hljómar við fyrstu heyrn. Klaufa- gangurinn í kringum uppfærsluna á Draumnum nær aldrei flugi, og af- staða leikendanna til áhorfenda er ekki skýr. Síðan er annað sem einnig vinnur gegn sýningunni, líklega hefðu að- standendur félagsins ekki getað fundið óheppilegri gamanleik til að glíma við. Verk á borð við Draum í dós útheimta nefnilega sérlega þjálf- aða og vana leikendur, sem eru færir um að túlka persónur sínar af fyllsta öryggi, og sýna jafnframt hvernig persónurnar valda ekki sínum hlut- verkum. Leikendur Hallvarðs Súg- Góð ráð dýr LEIKLIST Leikfélagið Hallvarður Súgandi Höfundar: Elly Brewer og Sandi Toksvig. Þýðandi: Guðjón Ólafsson. Leikstjóri: Unnar Þór Reynisson. Félagsheimilinu á Suðureyri 13. júlí 2002. DRAUMUR Í DÓS Þorgeir Tryggvason anda hafa fæstir mikla reynslu, og ráða því illa við þessar kröfur, hversu hæfileikaríkir sem þeir ann- ars eru. Aukinheldur útheimtir grín- ið í verkinu nokkuð staðgóða þekk- ingu á Draumi á Jónsmessunótt, sem ekki er hægt að gera ráð fyrir hjá venjulegum íslenskum leikhúsgest- um. Merkilegt nokk, þá held ég að það sem best lukkast hjá Hallvarði í sýn- ingunni sé uppfærslan á Draumi á Jónsmessunótt, leikritinu í leikrit- inu. Þar ná leikararnir að hvíla í hlut- verkum sínum og skila skýrri ætlan og sögu, þrátt fyrir þá skopstælingu sem óhjákvæmilega er til staðar. Þannig verða til eftirminnilegustu atriði sýningarinnar, hin kostulegi fljúgandi Bokki og álfarnir með rabbarbarann. Umgjörð var falleg og búningar skemmtilegir. Einnig var vel útfærð staðfærsla verksins til fyrirmyndar. Líklega er Draumur Shake- speares einfaldlega of gott gaman- leikrit til að hægt sé að ýta því til hliðar og beina athygli áhorfenda að annarri ómerkilegri sögu. Það er hins vegar tilhlökkunarefni að heim- sækja þetta öfluga leikfélag að ári og sjá efnilegan leikhópinn glíma við verðugra og hæfilegra verkefni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.