Morgunblaðið - 17.07.2002, Page 30

Morgunblaðið - 17.07.2002, Page 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í slendingum finnst alla jafna mjög gott að koma heim, þrátt fyrir að dvöl- in einhvers staðar í út- landinu hafi verið nota- leg. „Góðir farþegar, velkomnir heim,“ er það fyrsta sem við heyrum þegar lent er í Keflavík. Flugleiðir sennilega eina félagið í veröldinni sem býður upp á slíka heimkomu. Svo tekur norðanáttin á móti manni þegar gengið er út. Þetta heim er svo íslenskt. Það er líka gott að koma heim á Íslandi. „Velkominn heim, elsk- an. Var gaman í vinnunni í dag?“ Eða: „Velkominn í bæinn. Allt- af gaman þegar gamlir Akureyr- ingar flytja aftur heim,“ svo dæmi séu nefnd. Heim, já. Það er ekki lítið mál að flytja sig um set á Íslandi. Ekki nema það sé innan borgarmark- anna, eða inn fyrir þessi sömu borgarmörk, heyrist mér. Við erum stödd í miðri máltíð í æfingabúðunum sem ég tók til bragðs að setja upp fyrir nokkra góða vini síðla vetrar, eftir að hafa fært þeim tíðindin. Að ég hygðist flytja aftur út á land, og þeir yrðu að gjöra svo vel að til- einka sér siði okkar sveitamann- anna þegar þeir kæmu í heim- sókn. – Örlítið meiri mysu með súra slátrinu, góði minn? Kannski aðra væna flís af þessum bragð- góða, heimaslátraða, feita sauð? Þarna sátu þeir á síðum ullar- nærbuxum við birtu frá tveimur gömlum lýsislömpum, í baðstof- unni sem ég hafði útbúið í stof- unni hjá mér fyrir sunnan, etandi súrt slátur og feitt lambaket. Askarnir fóru býsna vel við sauðskinnsskóna en meðaumk- unin leyndi sér ekki þrátt fyrir að þeir reyndu að láta á engu bera. Mikið óskaplega kenndu þeir í brjósti um mig. Fékk á tilfinninguna að þeim fyndist ég vera að setjast í helg- an stein fullsnemma. Mér er ógleymanleg sú stund þegar ég ljóstraði leyndarmálinu fyrst upp við einn þeirra. Dæmi- gerðan malbiksdreng. Hvað hon- um svelgdist á kapútsínóinu þar sem við sátum í Kringlunni eða Smáralind eða á Laugaveginum. Undrunin skein úr fagurbláum augunum. Svo hálfpartinn stam- aði hann: „Norður til Akureyrar? Ertu orðinn galinn, maður? Það flytur enginn út á land lengur nema einhverjir sérvitringar, og þú ert... Ja, sleppum því.“ Svo saup hann aftur á. „Fólk flyst í hina áttina um þessar mundir. Hefurðu ekki fylgst með fréttum? Heyrt um flóttann af landsbyggðinni? Um atgervisflóttann?“ Mér var skemmt. – Jú, eitthvað rámar mig í að hafa heyrt um þetta. En er ekki orðið tímabært að snúa þeirri þróun við? Að einhver fari sjálf- viljugur í hina áttina; ekki bara vegna þess að fyrirtækið eða stofnunin sem veitti honum at- vinnu var flutt út fyrir borgina. Kallaðu þetta bara atgervis- flutning í öfuga átt. Mig langar einfaldlega heim. Er eitthvað athugavert við það? „Heim! En þú hefur ekki búið á Akureyri í nærri 20 ár!“ – Satt er það, en Akureyri er samt alltaf heima. Hefurðu ekki lesið Hávamál? Römm er sú taug... Mig langar sem sagt að búa aftur á Akureyri. „Já, en hvað ætlar svona heimsmaður (!) eins og þú að gera úti á landi? Mér hefur verið sagt að þarna sé bókstaflega ekkert við að vera!“ – Við að vera? Þarf maður allt- af að vera að gera eitthvað? Mér finnst til dæmis gaman að fylgj- ast með börnunum mínum vaxa úr grasi í rólegheitum, og það verður ærið verkefni næstu árin og örugglega mjög notalegt. Mér skilst að fólk tali ennþá saman þarna fyrir norðan. Svo er bóka- safn í bænum og meira að segja tvö bíó. Og fín sundlaug. (Og súlustaður, tveir frekar en einn, hvísla ég að honum í sviga.) Þeir eru meira að segja komn- ir með Netið fyrir norðan. Svo er maður ótrúlega fljótur upp í Fjall á skíði, drengur. Og það tekur ekki nema þrjár mínútur að keyra í vinnuna, tvær og hálfa til pabba og mömmu og þrjár og hálfa til tengdó. „Vinnuna! Er nokkra vinnu að hafa þarna? Mér hefur verið sagt að annar hver maður gangi at- vinnulaus á landsbyggðinni og hinn helmingurinn fáist við eitt- hvað hundleiðinlegt.“ – Landsbyggðin; er það ekki seinna bindið af símaskránni? Ég kreisti fram bros. – Ísland er bara Ísland í mín- um huga. Ekki Borgarsvæðið annars vegar og einhver lands- byggð hins vegar. Þrátt fyrir Byggðastofnun og jafnvel þótt yngsta dóttirin hafi oft spurt hvort við værum núna komin til Íslands þegar hún sér í Hall- grímskirkjuturninn eftir að kom- ið er upp úr Hvalfjarðargöng- unum sunnan megin. „Vertu ekki með þetta rugl!“ – Rugl! Akureyri er bara eitt hverfi á Íslandi, drengur, og Reykjavík annað. Ein þjóð í einu landi! Það tekur ekki nema fjóra og hálfan tíma að keyra þetta orðið. Og við hjónin erum bæði svo heppin að halda áfram í sömu vinnu. „Nú, jæja. Þú heldur sem sagt áfram þessu nuddi þínu, sem þú kallar vinnu, en hvað verður hún að gera, segirðu? – Hún? Hún er heimavinnandi húsmóðir. Og verður áfram, að minnsta kosti í hlutastarfi. Þarna svelgdist honum loksins á fyrir alvöru. Ég veifaði þegar í stað í þjón- inn sem kom og barði fagmann- lega á bakið á honum. Sá svo um að panta ábótina: – Færðu okkur tvo bolla af gulum Braga, væni minn, og tvær stórar sneiðar af soðnu brauði með reyktum Mývatnssil- ungi. Og vertu fljótur, drengur! Mysa og feitt ket Þarna sátu þeir á síðum ullarnær- buxum við birtu frá tveimur gömlum lýsislömpum, í baðstofunni sem ég hafði útbúið í stofunni hjá mér fyrir sunnan, etandi súrt slátur og feitt lambaket. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is TÓNSKÓLI Hörp- unnar, ásamt foreldr- um barns í skólanum, bíða eftir úrskurði iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins í kæru þeirra á hendur Reykjavíkurborg vegna meintrar mis- mununar við úthlutun styrkja til tónlistar- skóla. Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið hef- ur þetta mál á sinni könnu í forföllum fé- lagsmálaráðuneytis- ins, en ráðherra þess ráðuneytis vék vegna tengsla sinna við borgarfulltrúa borgarinnar. Kær- an er byggð á þeirri hugmynd að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt samkvæmt lögum að mismuna fyr- irtækjum eða einstaklingum við úthlutun reglubundinna styrkja eða fjárframlaga til tónlistarskóla. Ráðuneytið vitnaði í spurningum sínum til borgarinnar í stjórn- sýslulög og stjórnarskrá. Kæran var lögð fram í janúar sl., en rök- ræðum með bréfaskriftum milli kærenda og borgarinnar lauk í maí. Fyrir einu ári beindi Samkeppn- isráð þeim tilmælum til borgarinn- ar að breyta um starfsaðferðir við úthlutun fjárframlaga til tónlistar- skólanna. Var þar m.a. bent á að setja þyrfti skýrar skriflegar regl- ur, sem stæðust markmið sam- keppnislaga. Þegar Reykjavíkur- borg fékk tilmælin frá Samkeppnisráði átti hún um þrjá kosti að velja: Að semja við Tón- skóla Hörpunnar og aðra þá tón- listarskóla sem borgin hafði hugs- anlega á brotið; í öðru lagi að stöðva allar greiðslur til tónlistar- skóla um síðustu áramót, enda sætu þá allir við sama borð; og að síðustu að aðhafast ekki neitt. Borgin valdi síðasta kostinn. Ef- laust munu einhverjir, sem þessar línur lesa, segja að það sé rangt að borgin hafi ekkert aðhafst, þar sem í gangi sé vinna við að undirbúa setningu skriflegra reglna um úthlutun þess fjár- magns sem til tónlist- arskólanna fer. En þá skal á það bent, að hjá þeim tónlistar- skólum sem búið hafa við skerta samkeppn- ishæfni hefur ekkert breyst. Það er manninum eðlilegt að tryggja félagslegt og fjárhagslegt öryggi sitt með stofn- un samtaka og félaga, svo sem eins og bæjarfélaga. Flestallir bæjarstjórnarmenn vinna að sömu markmiðunum, hvaða stjórnmála- flokki sem þeir tilheyra. Þeir vinna að framangreindum grundvallar- þáttum sem og jafnrétti þegnanna, jafnræði fyrirtækja, þróun í takt við breytta tíma, virkjun einstak- lingsframtaks, nýsköpun og að nýta hugmyndaauðgi frumkvöðla, – svo eitthvað sé nefnt. Á suma þessa þætti reynir við endurskipu- lagningu á úthlutun fjár til tónlist- arskólanna. Fé Reykjavíkurborgar er takmarkað og því nauðsynlegt fyrir hana að reyna að nýta féð sem best. Markmiðið hlýtur því að vera að tónlistarskólarnir sýni sem mestan árangur í starfi, – að nem- endur nái sem bestum námsár- angri fyrir sem minnstan útlagðan kostnað af hálfu borgarinnar, og að öll börn sem áhuga hafa fái tækifæri til að stunda tónlistar- nám. Reykjavíkurborg hefur ítrek- að fyrri stefnu, að tónlistarnám skuli vera í höndum sjálfstæðra tónlistarskóla. Þar með er það ljóst að borgin þarf að taka fullt tillit til samkeppnislaga og jafn- ræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga við úthlutun fjár- magns til tónlistarskólanna. Til að tryggja sem best nýtingu fjár- magnsins og jafnhliða því, að farið sé að lögum, þurfa nemendur sjálf- ir að fá að velja þann tónlistar- skóla sem þeir vilja stunda nám í, þeir þurfa sjálfir að fá að velja hversu mikið nám þeir vilja stunda, með tilliti til fjárhagsað- stæðna, og skólarnir eiga sjálfir að ákveða hvar þeir bjóða fram þjón- ustu sína, enda tryggir sá háttur bæði fjölbreytni og gæði. Með slíku fyrirkomulagi má jafnframt gera þeim grunnskólum, sem að- stöðu hafa og vilja, kleift að gera samninga við tónlistarskóla um þjónustu innan veggja grunnskól- ans. Hér með er skorað á borgarfull- trúa að semja reglur, sem eru í takt við breyttar aðstæður, – sneiða hjá sérhagsmunum ein- stakra skóla, en leyfa öllum að sitja við sama borð, – spyrja um árangur hvers skóla, – viðurkenna gildi alls tónlistarnáms og allra tónlistarskóla, hvort sem þeir eru sérhæfðir eða veita þjónustu sína á annan hátt en tíðkast hefur í gegn- um árin og leyfa framboði og eftirspurn að ráða staðsetningu skólanna. Úthlutunarreglur Reykjavíkurborgar verði í takt við breytta tíma Kjartan Eggertsson Fjárframlög Hér með er skorað á borgarfulltrúa, segir Kjartan Eggertsson, að semja reglur sem eru í takt við breyttar aðstæður. Höfundur er skólastjóri Tónskóla Hörpunnar. NÚ UM þessar mundir eru ný ákvæði um álag á bygginga- mannvirki að taka gildi. Þar vekur sérstak- lega athygli hvað varðar Reykjavík og nágrenni stóraukin krafa um reiknings- legt álag vegna jarð- skjálfta. Hér virðist vera um tvöföldun álags frá eldri gildum. Ef við gerum ráð fyrir að hér liggi vísindalega réttar niðurstöður fyrir hvað varðar ákvarðanir um jarðskjálftaálag þá er nauðsynlegt að skoða eftirfarandi staðreyndir. Á Reykjavíkursvæðinu eru stórbyggingar sem hundruð eða jafnvel þúsundir Reykvíkinga heimsækja á degi hverjum. Allar þessar byggingar eru hannaðar samkvæmt eldri álagsstöðlum. Yfirvöld eru þess vegna þvinguð til að grípa til sérstakra aðgerða meðan verið er að athuga öryggi þessara bygginga. Þessar aðgerðir geta verið að takmarka eða banna aðgang almennings að þessum byggingum. Hvort nægjanlegt verður að styrkja mörg þessara húsa eða rífa til grunna og byggja ný hlýtur að vera matsatriði þegar hvert tilfelli er metið sérstaklega. Í öllum tilvikum yrði nauðsynlegt að þinglýsa sérstaklega yfirlýsingum um ágalla á styrk bygginga sem eru hannaðar samkvæmt „eldri“ álagsstöðlum. Þetta væri gert til að tryggja hagsmuni þeirra sem eiga eftir að kaupa eða taka veð í ofangreindum fasteignum, því þeir geta auðvitað orðið fyrir tjóni vegna hugsanlegrar kröfu um aðgerðir vegna jarðskjálftahættu, eða hruns bygginganna ef við trúum nýju stöðlunum. Ef við gerum hins vegar ráð fyrir að jarðskjálftaálagið skuli vera óbreytt en rökstuddar rannsóknir hæfra vísindamanna styðja slíkt álit, þá er ljóst að við erum að fá reglur um byggingar og hönnun sem valda stórauknum óþörfum kostnaði fyrir þá sem eru að byggja og þá sem eiga eftir að byggja. Óvissa um hönnunarreglur fyrir byggingar sem eru í byggingu og er fyrirhugað að byggja er auðvitað óþolandi. Menn hljóta þá að varpa fram þeirri spurningu hverjir eiga að bera kostnaðinn af þessum ónauð- synlega byggingarkostnaði. Það er ljóst að ríkissjóður gæti orðið fyrir réttmætum fjárkröfum af hendi byggingaraðila. Ég kalla eftir tafarlausum að- gerðum hvað varðar öll þessi stað- almál og jarðskjálftamálið sérstak- lega því hagsmunir húsbyggenda fasteignaeigenda veðhafa og þjóðfélagsins í heild sinni eru gífurlega miklir. Jarðskjálftaálag ofmat eða stórhætta? Björgvin Víglundsson Jarðskjálftar Ég kalla eftir tafarlaus- um aðgerðum varðandi staðalmál, segir Björgvin Víglundsson, því hagsmunir þjóð- félagsins í heild sinni eru gífurlega miklir. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.